Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 13 Alvarlegt óréttlæti eftirFriðrik Sophussoii Hinn 5. desember ákvað ríkis- stjórnin að hækka vexti af lánum úr Byggingasjóði ríkisins úr 3,5% í 4,5%. Vaxtahækkunin nær aðeins til þeirra lántakenda, sem ekki höfðu leyst til sín lánin 5. desem- ber eða fyrr. Miklar umræður urðu um þetta mál á Alþingi sl. laugar- dag. í þeim umræðum kom eftir- farandi m.a. fram: 1. Efast var um lögmæti þess að láta vaxtabreytingar aðeins ná til hluta þeirra, sem tekið hafa lán í sama lánaflokki á sömu kjörum á grundvelli sömu laga. 2. Ríkisstjórnin fór hvorki að tillögum húsnæðismálastjómar né umsögn Seðlabankans, en í lögun- um er henni skylt að leita tillagna og umsagnar þessara aðila. Hús- næðisstjóm lagði til óbreytta vexti. Seðlabankinn taldi rétt að vaxtahækkunin yrði 1% á nýjum lánum í lánaflokknum, en 0,5% hækkun á eldri lánum. 3. Ekki er meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðun ríkisstjómarinnar. Stjórnarandstöðuflokkamir styðja hana ekki. Borgaraflokkur og Framsóknarflokkur hafa lýst yfir andstöðu sinni. Einnig er vitað um andstöðu einstakra þingmanna í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi við þessa ákvörðun, sem er þess vegna óþingræðisleg. 4. Ráðherra ber fyrir sig, að ákvörðunin um það að á láta vexti aðeins hækka á nýjum lánum sé byggð á samningi ríkisstjómarinn- ar og Kvennalistans frá 1. maí sl. Kvennalistaþingmenn hafa lýst því yfir, að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við samninginn og Kvenna- listinn sé á móti vaxtahækkuninni. 5. Ráðherra hélt því fram með tilvísun í lögfræðilegt álit, að ákvörðunin sé ekki brot á jafnræð- isreglunni, enda geti ríkisstjómin á faglegum, málefnalegum sjónar- miðum breytt vöxtum á tilteknum lánum innan lánaflokksins, nái breytingin til allra einstakíinga, sem fengið hafa lán innan sömu tímamarka. Þetta þýðir í raun, að ráðherrann telur sig t.d. geta hækkað (eða lækkað) vexti ein- göngu á þeim lánum, sem tekin vom á fyrri hluta ársins 1988, ef hækkunin (eða lækkunin) nær til allra afgreiddra lána á þeim tíma. 6. Hugtakið „afturvirkni" þýðir ekki, að útilokað sé að ný vaxta- ákvörðun nái til þegar tekinna lána. Breytingin er ekki afturvirk, ef þess er gætt að ákvörðunin um breytta vexti gildi frá ákvörðunar- degi eða síðari dagsetningu. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort lánin, sem vaxtabreytingin nær til, em gömul eða ný. Breytilegir vextir Vextir af lánum Byggingasjóðs ríkisins hafa skv. lögum verið ákveðnir af ríkisstjóm frá miðju ári 1984. Fyrstu árin var gert ráð fyrir að vextir yrðu ákveðnir einu sinni á ári að fengnum tillögum húsnæðismálastjómar og umsögn Seðlabankans. Þessu var breytt á miðju ári 1986 með nýjum lögum í tengslum við Iq'arasamninga, en þá var samið um skuldabréfakaup lífeyrissjóða, enda nytu aðilar að lífeyrissjóðunum sérstakra láns- réttinda hjá Byggingasjóðum. í lögunum frá árinu 1986 var sér- staklega tekið fram, að „vextir af lánum Byggingasjóðs ríkisins skulu vera breytilegir“. Þáver- andi ríkisstjóm ákvað vaxtahlut- fallið 3,5% og lofaði að hækka ekki vextina þann tíma, sem eftir lifði kjörtímabilsins. Sá, sem þessar línur ritar, var formaður þeirrar þingnefndar í neðri deild Alþingis, sem fjallaði um málið, þegar frumvarpið var samþykkt vorið 1986. í nefndinni sat m.a. Jóhanna Sigurðardóttir núverandi félagsmálaráðherra. Undirritaður telur augljóst, að orðalagið „breytilegir vextir“ hafi verið sett í lögin til að ríkisstjórn- in gæti á hveijum tíma ákveðið vexti með hliðsjón af annars vegar almennum vaxtakjörum og hins vegar vaxtakjömm, sem um semd- ist milli ríkisstjómar og lífeyris- sjóðanna, því að ríkissjóður verður að standa straum af útgjöldum vegna vaxtamunarins. Beðið eftir kerfisbreytingu Fljótlega eftir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð vom hugsanlegar vaxtabreytingar ræddar í stjórninni. Jóhanna Sig- urðardóttir taldi rétt að bíða með slíka ákvörðun, þar til tillögur lægju fyrir um kerfisbreytingu, sem gæti dregið úr ásókn í lán úr Byggingasjóðunum. Hún taldi að tillögur gætu legið fyrir eftir örfáa mánuði. Málið tafðist von úr viti og kerfisbreytingin (Hús- bréfakerfið) átti sér ekki stað fyrr en rúmum tveimur ámm síðar. Óréttlát ákvörðun Ákvörðun ríkisstjómarinnar er að mínu mati ólögmæt og augljós- Friðrik Sophusson „Ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er að mínu mati ólögmæt óg aug- ljóslega óréttlát. Þeir, sem lengst hafa þurt't að bíða eftir lánum, eru einir látnir axla aukna vaxtabyrði. Þetta fólk hefur þurft að fjár- magna íbúðarkaup sín á almennum lánsfjár- markaði, þar sem vextir eru mun hærri en vext- ir Byggingasjóðsins.“ lega óréttlát. Þeir, sem lengst hafa þurft að bíða eftir lánum, eru einir látnir axla aukna vaxtabyrði. Þetta fólk hefur þurft að fjár- magna íbúðarkaup sín á almenn- um lánsfjármarkaði, þar sem vext- ir em mun hærri en vextir Bygg- ingasjóðsins. Rikisstjómin heldur því fram að vextir séu almennt að lækka. Þeir hafi verið hæstir síðari hiuta ársins 1987 og árið 1988. Það veldur því furðu að ríkisstjórnin skuli nú hækka vexti eingöngu á þeim lántakendum, sem hafa beðið eftir lánum Bygg- ingasjóðsins allan þennan tíma og þurft að taka skammtímalán til að fjármagna íbúðarkaup, þegar vextir vom hæstir. Til að kóróna óréttlætið frysti ríkisstjómin um tíma hluta af fjármagni Bygginga- sjóðsins í stað þess að stytta bið- röðina eftir lánum. Óvissa á fasteignamarkaði Ákvörðun ríkisstjórnarinnar byggist á þeim lagasjónarmiðum, að hún geti breytt vöxtum innan sama lánaflokks á tilteknum lán- takendum, þótt sömu lög gildi um vaxtaákvarðanir og skuldabréfin séu nákvæmlega eins orðuð. Slíkt veldur veralegri óvissu á fast- eignamarkaðinum, þar sem ljóst er, að vaxtahlutfall áhvílandi lána hefur áhrif á kaupverð íbúða. Ekki er lengur hægt að treysta því, að lánskjör samskonar lána í sama lánaflokki á gildistíma sömu lagaákvæða séu jöfn. Á gmndvelli þeirra sjónarmiða, sem hér hafa verið rakin, er ein- sýnt, að það er skylda ríkisstjóm- arinnar að endurskoða ákvörðun- ina frá 5. desember. Ráðherra, sem telur sig jafnaðarmann og á sæti í ríkisstjórn, sem kennir sig við jafnrétti, hlýtur að hugsa sitt ráð, þegar slík slys eiga sér stað. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. UNGLINGAR GEGN HLJÓMLEIKAR LAUGARDALSHÖLL FOS.l5.DES. KL. 2/L-OO MIÐAVERÐ 1500 KR. u cæ x + LAMARHIR FORSALA AÐGÖNGUMIÐA: SKÍFAN ■ GEISLI • GRAMMIÐ STEINAR AUSTURSTRÆTI 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.