Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Bókin um Hring ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Ut er komin níunda bókin í ritröð- inni íslenzk myndlist frá Listasafni ASI og bókaútgáfunni Lögbergi og fjallar hún um Hríng Johannesson. Það hefur verið myndarlega stað- ið að þessum bókum, hvað prentun, litgreiningu og útlitshönnun snertir og er það einnig í þetta skipti, enda má segja að útkoma hverrar bókar sé merkisviðburður, er mikla þýð- ingu hefur fyrir íslenzka list og. mennt. Þá hafa fagmenn um listir svo og nafnkenndir rithöfundar séð um textana og í þetta sinn ritar Björn Th. Björnsson, listsagnfræð- ingur og rithöfundur, stuttan for- mála, en texti er annars eftir Aðal- stein Ingólfsson listsagnfræðing. Bókin er að sjálfsögðu í sama broti og fyrri bækur og prýdd fjölda mynda í svart/hvítu og lit, og hér er ábyrgur Torfi Jónsson og hefur leyst sitt verk prýðilega af hendi, eins og hans er von og vísa. Lit- greining, setning, filmuvinna, prentun og bókband er svo á ábyrgð prentsmiðjunnar Odda og hefur hún leyst sitt verk vel af hendi að ég best fæ séð. Hringur Jóhannesson hefur öðru fremur vakið athygli fyrir að vera málari, er beinir sjónum sínum að þeim hlutum, sem eru í næsta ná- 'grenni og þá alveg sérstaklega að óvæntum sjónarhornum þeirra. Finnur á þeim nýjar og myndrænar hliðar og hér hefur hann nokkra sérstöðu í íslenzkri myndlist. Að vísu hafa fleiri gert þetta, en á einangraðri hátt, því að segja má að þetta sé meginásinn í allri samanlagðri listsköpun Hrings, og að hér rísi hún hæst. Hringur er hér barn síns tíma og í góðu samræmi við hina ýmsu strauma samtímalistarinnar. Ahrif- in koma víða að og allt í senn í útfærslu myndanna, vinnslu þeirra og undirbúningi. Ovæntu sjónar- hornin voru mikið ræktuð á sjöunda og áttunda áratugnum og í allri mögulegri mynd, og sama er að segja um veruleikann allt um kring. Menn tóku hann og sjálft til handar- gagns í myndir sínar og þá iðulega í bókstaflegum skilningi að því leyti, að menn sönkuðu að sér tilfall- andi hlutum úr neysluþjóðfélaginu og gerðu myndverk úr þeim, eða þeir máluðu beint eftir þeim og þá oft eftir að hafa ljósmyndað þá bak og fyrir. Máluðu svo eftir ljósmynd- unum og kom þá fyrir, að þeir stílfærðu myndefnið eða bættu inn ókenndum litum. Stílfært og skáldlegt raunsæi mætti nefna þetta og hér telst svið Hrings, en hjá öðrum var þetta á stundum hreint og klárt ofurraun- sæi. Hjá Hring koma einnig fram áhrif frá pop-list, hugmyndafræði- legri list og súrrealisma. Hringur naut aldrei meiri skólun- ar en sem hægt var að fá í Mynd- lista- og handíðaskólanum í gamla daga, sem þá var tveggja ára nám, en Hringur bætti hér einu við og varð sér úti um kennararéttindi í myndmennt við grunnskóla. Rangt er að vísa til þess í texta, að enginn nemandi hafi lokið prófi úr mynd- listardeild árið 1951, vegna þess einfaldlega, að engin próf voru úr myndlistardeildum á þessum árum. Hægt er að tala um útskrift með vitnisburði, en bein próf í myndlist- ardeild tíðkuðust sem betur fer ekki á þeim árum, slíkt er seinni tíma misskilningur og ber ekki að bendla þá ágætu menn, er þá kenndu, við slíkan hégóma, þegar um skapandi listir er að ræða. Lengra varð listnámið ekki hjá Hring, og hann mun ei heldur hafa gerst tiltakanlega virkur i listinni fyrr en nær áratug síðar. Felldi sig ekki við það, sem þá var efst á baugi í nútímalist hérlendis, sem eru þó varla fullgild rök og frekar staðbundinn þekkingarskortur, því að ýmsir meistarar abstraktlistar- innar ytra voru alls ekki frábitnir hlutveruleikanum á þessum árum og í verkum þeirra sumra er sterk skírskotun til hans. En rétt er það, að margur ánetjaðist harðri list- pólitík, sem runnin var undan rifj- um rökspekinga í listum í París, en hér varð hún að eins konar martröð á tímabili, sem hefur engan sam- jöfnuð í íslenzkri listasögu nema kannski hugmyndafræðilega tíma- bilið á áttunda áratugnum. En þá einungis að hluta til, því að svo margt annað úr núlistum dafnaði samhliða, enda þótt málverkið ætti að heita úrelt í augum iðkenda stefnunnar. Hið skamma listnám Hrings og langa hlé gerði það auðvitað að verkum, að ofurraunsæið lá ekki fyrir honum, enda skorti hér nokkuð á skólun og tæknikunnáttu, en Hringur hefur komist vel frá sínum bestu myndum í tæknilegu tilliti, þrátt fyrir að forsendurnar séu aðr- ar. Aðalsteinn Ingólfsson velur þann kostinn að feta á fræðilegan hátt slóð Hrings sem listamanns frá upphafi og til síðustu ára, en for- máli Björns Th. Bjömssonar er vængjaður og kumpánlegur og sumar tilvísanir hans nokkuð lang- sóttar eins og t.d. vísa til Pierre Bonnards og Edouard Vuillards, en gleyma nútímanum og niönnum svo sem Andrew Wyeth (og fjölskyldu) og pop-listamönnum sjöunda ára- tugarins, að súrrealistunum ógleymdum. En að öðru leyti er mannlegur ávinningur að formálan- um og auðsæ er væntumþykja Bjöms til viðhorfa Hrings og listar hans. Fræðileg úttekt er vafalítið nauð- synleg í bók sem þessari, en spurn- ingin er þó, í hve miklum mæli og hvernig hún er fram borin. í fyrir- lestraformi innan veggja skóla og með útskýringarmyndum á tjaldi er slík úttekt meira en fullgild, en hætta er á, að hún fari fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi í bók af þessari gerð. Hér er væntanlega um kynningu á listamanninum Hring Jóhannessyni að ræða, lífi hans og listferli, én ekki kennslubók um list hans. Stundum tekur lesandinn kipp fullur eftirvæntingar, því að vikið er áð listnámi Hrings og félögum en það reynist skammvinnur verm- ir, því að fljótlega er farið út í fræði- mennskuna aftur og mannlega hlið- in látin lönd og leið. Þetta voru annars viðburðarík og merkileg ár í Handíðaskólanum og hefði mátt víkja meira að lífinu þar, kennurum og samtíðarmönn- um, sem margir urðu með þekkt- Frakki frá CIAO 13.890.- stæröir 50-56 ................... ustu listamönnum þjóðarinnar. Nöfnin ein og sér segja ekki nægi- lega mikið og síst aimenningi, sem veit hreint ekkert af þessu tímabili og getur ekki sett sig inn í það og því síður komandi kynslóðir. Hvað fræðimennskuna snertir, þá er ég Aðalsteini um margt sam- mála, enda þarf hér ekki að kafa djúpt, því að hlutirnir liggja nokkuð ljóst fyrir. En hvimleitt þykir mér að þurfa að leiðrétta hann hér varð- andi umsögn mína um sýningu Hrings á Kjarvalsstöðum árið 1977. Tvisvar fyrr í bókinni birtir hann útdrátt úr listdómum mínum, þar sem hann segir mig hafa skilið Hring betur en starfsbræður mínir, en ég legg engan dóm á það, en svo finnur hann hjá sér hvöt til að koma með eitthvað miður gott líka og segir „að lofsamlegar viðtökur sýningarinnar (1977) hafi farið fyr- ir bijóstið 'á mér í listrýni minni“. Þótt mér sé það þvert um geð, þá verð ég að svara því hér, því að um beinar dylgjur er að ræða, sem söguskýrandi á alls ekki að gerast sekur um að láta frá sér fara, vilji hann rísa undir fræði- mannsheiti. Hið fyrsta er, að ég hef aldrei litið á myndir Hrings sem ofurraun- sæi og í hæsta lagi á köflum og þá sem eins konar hliðarafbrigði þess. Er hér um margt fyllilega sammála skilgreiningu Aðalsteins í bókinni. Frá því ég kynntist Hring í Hand- íðaskólanum hefur mér alltaf líkað vel við manninn og viljað hag hans sem mestan svo sem kemur fram í fyrstu listrýni minni, er ég leitast við að lyfta undir hann og hvetja til átaka. Velgengni Hrings þurfti og alls ekki að fara fýrir bijóstið á mér, og skil ég ekki af hvaða hvötum slík fullyrðing er runnin. Hátt er ekki risið á henni í ljósi þess, að sjálfur hélt ég mína þriðju stórsýn- ingu í Norræna húsinu fyrr á árinu. Allar höfðu þær gengið vel og þessi sýnu best, og gat ég því verið ánægður með lífið og tilveruna og þurfti við engan núlistamann að öfundast. Hitt er svo annað mál að skoðan- ir okkar Aðalsteins fara ekki fylli- lega saman um þessa sýningu, en mér þóttu myndirnar sumar hveijar nokkuð settlegar og átakalausar og saknaði ýmissa fyrri og átakameiri takta, og það var einmitt það, sem ég var að skírskota til, að ýmsum félögum mínum haf i og einnig fund- ist við skoðun sýningarinnar. Það eru mannréttindi að mega hafa sínar skoðanir og þora að halda þeim einarðlega fram, jafnvel þótt maður kunni að kalla yfir sig tímabundnar óvinsældir, — og mér dettur ekki í hug að vera að koma með annarlegar dylgjur um fólk og snúa úr skrifum þess, þótt það sé á öridverðum meiði við mig. Ávinningur Aðalsteins er því ein- ungis sá og telst nokkuð vafasamur að hafa komið þessum neyðarlega óhróðri um skrif mín í bók og gefa persónu mína tortryggilega í augum væntanlegra lesenda, þar sem hann mun standa um aldur, en hins veg- ar get ég aðeins svarað fyrir mig í einni blaðagrein, sem ratar ein- ungis fyrir sjónir þeirra, sem lesa í samtímanum. En ekki meira um það hér. Val mynda í bókinni hefur tekist allvel og þá einkum stóru litmynd- anna aftast í bókinni, en hins vegar hefur ýmislegt fengið að fljóta með, sem raskar heildaráhrifunum, t.d. laus riss og ósannfærandi, en það sýnir að vísu fleiri hliðar á list Hrings, en þó minna áhugaverðar frá mínum sjónarhóli. Ljósmyndir frá gamla tímanum lífga upp ritmálið og eiga vel við og sama má segja um'ágætar og einkennandi myndir Aðalsteins Ing- ólfssonar af listamanninum á heiniaslóðum. Óhætt er að segja, að list Hrings sé vel kynnt í bókinni og hann er sjálfur vel að henni kominn, því að hún kynnir ákveðna hlið íslenzkrar listþróunar á tímabilinu. Endurskoðuð út- gáfa I sumardölum IÐUNN hefúr gefið út endurskoð- aða útgáfii á ljóðabók Hannesar Péturssonar skálds, í sumardöl- um. Bókin kom út árið 1959 og var önnur í röðinni af ljóðabókum Hannesar. í kynningu Iðunnar segir að bókin hafi „staðfest það sem mönnum var raunar ljóst þegar við útkomu bókar hans: Að nýr meistari ljóðsins var kominn fram með þjóðinni. Hér játar skáldið hinu jarðneska lífi ást sína og hollustu með opinskáum hætti, en túlkunin er slungin andstæðum eins og Ólafur Jónsson lýsti.í rit- dómi: „Áherslan á lífsnautn og til- finningu er sprottin af vitundinni um stöðuga návist dauðans og þar með hverfleik allra hluta — óhöndl- anleik þeirra .. .“ Bókin er auðug af eftirminnileg- um Ijóðmyndum; frá hringrás náttú- runnar vor og haust, af stöðum heima og erlendis. Hér eru fögur og tregablandin ástarljóð og loks flokkurinn, Söngvar til jarðarinnar, Hannes Pétnrsson sem geymir nokkur þau ljóð skálds- ins sem lesendum þykir vænst um.“ á ( ( ( ( i í i í í 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.