Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 13. DESEMBER 1989 Hafskips- og Útvegsbankamál: Wagner Walbom. Wagner Wal- bom látinn DANINN Wagner Walbom, einn af brautryðjendum badmintoni- þróttarinnar á íslandi, Iést ný- lega í Danmörku. Walbom, sem var 78 ára að aldri er hann lést, kom hingað til lands á vordögum 1945 og þótti lengi afburðamaður í íþróttinni. Walbom starfaði lengi í kjötbúð hér á iandi sem landi hans að nafni Blomsterberg átti og rak á Klambratúni í Reykjavík. Síðar vann hann hjá fyrirtækinu Þ. Jóns- syni og Co. Walbom var besti badmintonleik- ari landsins þau ár sem hann dvaldi hér og varð margsinnis íslands- meistari. Frá ísiandi fluttist hann árið 1972 og bjó upp frá því í Dan- mörku. Tel ýmislegt í rekstri Haf- skips hafa verið fegrað - sagði Lárus Jónsson fyrrum bankastjóri fyrir dómi í gær TVEIR fyrrum bankastjórar Útvegsbanka íslands og fjórir fyrrum bankaráðsmenn gáfu frumskýrslur sínar í Hafskips- og Útvegs- bankamáli, þar sem þeir eru ákærðir fyrir brot í opinberu starfí, fyrir sakadómi í gær. Þeir kváðust allir saklausir af ákærum. Lárus Jónsson fyrrum bankastjóri sagði meðal annars að eftir lestur gagna dómsmálsins væri það mat sitt að ýmsir þættir í rekstri Hafskips hefðu verið fegraðir á sínum tíma. Jóhann Einvarðsson alþingismað- ur og fyrrum bankaráðsmaður sagði að þau óútskýrðu vinnubrögð sérstaks saksóknara að gefa út sérstaka ákæru gegn sér hefðu vald- ið sér sem alþingismanni Ijóni. Ekki vart við inflúensu hér INFLÚENSA, sem undanfarið hefúr gengið á Bretlandi, hefúr ekki borist til íslands en búið er að bólusetja um 37 þúsund manns hér á landi gegn veikinni. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að inflúensan hefði breiðst mun hraðar yfir í Bretlandi en við var búist, og því mætti vænta hennar hér á landi innan skamms. Leiðrétting í FRÉTT af framboðslista sjálf- stæðismanna í Hafnarfírði í Morgunblaðinu í gær misritaðist nafn Hjördísar Guðbjörnsdóttur skólastjóra sem skipar 4. sæti listans. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Lárus Jónsson, fyrrum banka- stjóri Útvegsbanka íslands, sagðist ekki hafa gerst sekur um van- rækslu og hirðuleysi í starfi sínu sem bankastjóri, frá 1. júní 1984 er' hann tók við embætti og til 6. desember 1985 er Hafskip varð gjaldþrota. Hann kvaðst ekki hafa óhlýðnast fyrirmælum bankaráðs eða vanrækt að athuga gögn sem bankanum bárust frá Hafskip. Hann sagði að gögn sem borist hefðu 1984 um rekstur Hafskips árið 1983 hefðu sýnt að reksturinn væri í jafnvægi en á áliðnu ári 1984 hafi komið fram uppiýsingar um taprekstur. Tekin hefði verið ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um að bjarga fyrirtæk- inu en ella hefði verið hætta á kyrr- setningu skipa erlendis og rekstrar- stöðvun. Ákæra gegn sér sé eins og að ásaka björgunarmann fyrir slys sem hann hefur lagt sig allan fram um að koma í veg fyrir. Einn ákæruliða á hendur bankastjórum er um að þeir hafi veitt fjárhags- lega fyrirgreiðslu til Hafskips eftir að fram hefðu komið yfirlit sem sýndu að skuldbindingar væru hærri en sem næmi tryggingum. Um þetta sagði Lárus að banka- stjórnin hefði einnig haft undir höndum gögn sem sýnt hefðu að raunverðmæti eigna Hafskips væri meira en þetta yfirlit segði til um í október 1984. Um áframhaldandi fyrirgreiðslu þrátt fyrir versnandi stöðu samkvæmt samskonar yfirlit- um árið 1985 sagði Lárus að það yrði að skoðast í ljósi þeirra ráðstaf- ana sem verið var að gera til að rétta af rekstur Hafskips, eftir að mistekist hafði að selja félagið, meðal annars með hlutafjáraukn- ingu. Dómarar spurðu Lárus hvort hann teldi að forsvarsmenn Haf- skips hefðu beitt hann og aðra bankastjóra blekkingum í tengslum við reikningsskil félagsins fyrstu átta mánuði 1984 og ársreikning fyrir það ár eins og Hafskipsmönn- um er gefið að sök í ákærunni. Hann sagði að þegar þessi gögn hefðu borist bankanum hefði ekkert bent til að verið væri að beita blekk- ingum. Hins vegar sé það nú mat hans eftir lestur gagna dómsmáls- ins að sumir hlutir í rekstri Haf- skips hafi verið fegraðir á þessum tíma. Hefði það legið fyrir, sem nú liggi fyrir, þegar bankinn hóf þátt- töku í aðgerðum til að rétta af rekstur Hafskips hefði verið tekið með öðrum hætti á ýmsum málum. Ólafur Helgason, sem var banka- stjóri Útvegsbankans á sama tíma og Lárus Jónsson, kom næstur fyr- ir dóm og sagðist saklaus af öllum ákæruatriðum, sem eru þau sömu og gagnvart Lárusi. Hann kvaðst hafa lagt mikla vinnu í að kanna öll gögn sem bárust frá Hafskip. Þó sagði hann, eins og áður hafði komið fram hjá Lárusi, að enginn einn hinna þriggja aðalbankastjóra hefði öðrum fremur haft málefni Hafskips á sinni könnu. Um ákæru vegna áframhaldandi fyrirgreiðslu til fyrirtækisins 10. október, eftir að yfirlit sýndu að lánveitingar væru komnar fram úr tryggingum sagði hann að í þeim mánuði hefði Hafskip verið neitað um lán. Fyrir- tækinu hefði hins vegar verið veitt Steinsteypa og ryðgað járn auk ópala og gulls Rætt við Pétur Tryggva Hjálmarsson gullsmið PÉTUR Tryggvi Hjálmarsson gullsmiður heldur sýningu á skartgripum í Galleriinu Kænuvogi 36 íostudaginn 15. desember. Pétur Tryggvi hefúr búið undanfarin ár í Kaupmannahöfn og í síðasta mánuði var hann með sýningu í SCAG-gallerí í Kaupmannahöfn. í dagblaðinu Polit- iken fer gagnrýnandinn Jonna Dwinger lofsamlegum orðum um sýning- una og segir að Pétur Tryggvi sæki sköpunarkraft sinn til íslenskrar náttúru. Skartgripir Péturs Tryggva eru gerðir úr nýstárlegum efhum eins og ryðguðu járni og steinsteypu auk dýrustu málma og steina. Pétur Tryggvi er staddur hér á landi í tilefni sýningarinnar í Kænu- vogi og í stuttu spjalli við Morgunblaðið kom í ljós að hann er með margt á prjónunum. „Sænskir aðilar hafa sýnt því áhuga að ég sýni í Stokkhólmi og Gautaborg og gengið hefur verið frá því að sýningin í Stokkhólmi hefjist 1. mars og í Gautaborg 13. septem- ber,“ sagði Pétur Tryggvi. Sýningin Bijóstnæla úr steinsteypu, gulli og pússuðum steini. í Gautaborg verður í tengslum við sænsku bókasýninguna, Bok og bibliotek, en hún verður að þessu sinni tileinkuð íslandi. Pétur Tryggvi er fæddur 1956 á ísafirði. Hann hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Fijálst form 1979 og 1988 hlaut hann dönsku Hand- verksmannaverðlaunin fyrir skart- gripi sína. Hann hefur einnig unnið töluvert af skúlptúrum og hann seg- ist reyndar líta svo á að hann sé að gera skúiptúra þegar hann vinnur við skartgripasmíði. Á sýningunni í SCAG sýndi hann nokkra skúlptúra og einn þeirra keypti danska Verk- takasambandið og gaf helsta fuiitrúa Dana innan Evrópubandalagsins, Henning Christophersson, við hátí- ðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. „Á næsta ári verð ég eingöngu í lán í desember það ár og þá í sam- bandi við björgunaraðgerðir sem verið var að gera til að rétta hag fyrirtækisins af, meðal annars með hlutafjáraukningu. Ólafur vakti at- hygli á að inni í þeim yfirlitum sem ákæra byggist á séu meðai annars vanskilavextir sem skekki myndina hvað varði stöðu skulda gagnvart verðmæti trygginga. Hann sagði að fram hjá þessu hefði verið litið við rannsókn málsins og ekki verið tekið tillit til verðbólgu og þróunar gengis erlendra gjaldmiðla sem hefði getað skekkt enn frekar þetta hlutfall. Hann sagði að bankinn hefði aldrei lánað til Hafskips án þess að tryggingar lægju fyrir eða væru væntanlegar eins og hefði verið um lán til félagsins í desem- ber 1984 vegna væntanlegrar hlutafj áraukningar. Aðspurður um hvort Hafskips- menn hefðu beitt bankastjórnina blekkingum sagðist Ólafur ekki hafa talið á sínum tíma að svo væri og kvaðst ekki vilja leggja dóm á það atriði nú. Valdimar Indriðason, sem sat í bankaráði Útvegsbankans frá miðju ári 1983 og var formaður þess frá ársbyijun 1985, kom næstur fyrir dóm og mótmælti ákæru gegn sér. Hann kvaðst ekki hafa sem banka- ráðsmaður sýnt saknæma van- rækslu við yfirstjóm og eftirlit með starfsemi bankans og mótmælti því að hann hefði látið hjá líða að fylgj- ast með tryggingum og skuldbind- ingum viðskiptamanna bankans við Hafskip á þeim tíma. í ákæru segir að bankaráð hafi ekki fjallað um málefni Hafskips fyrr en eftir 1. mars 1985. Valdimar sagði það rangt, fjallað hefði verið um mál- efni fyrirtækisins fyrir þann tíma þótt ekki hefði verið um það fjallað sérstaklega í bókunum á fundum og eftir að undan fór að halla hjá fyrirtækinu hefðu málefni þess oft verið til umfjöllunar hjá bankaráði. Hann kvaðst ekki hafa fylgst sér- staklega með viðskiptum bankans við Hafskip að öðm léyti en því sem fram hefði komið í sérstökum mán- aðarlegum skýrslum um þá við- skiptaaðila bankans sem störfuðu á samgöngusviði. Valdimar kvaðst aðspurður hafa talið það í sínum verkahring sem bankaráðsmaður og -formaður að fylgjast með að tryggingar væm fyrir skuldbinding- um Hafskips við bankann, en upp- lýsingar um þau efni hefðu borist frá lögfræðideild bankans. Garðar Sigurðsson, sem sat í bankaráði frá 1. janúar 1981, sagði fyrir dómi að allar ákæmr á hendur sér væru tilhæfulausar og gat þess að hann hefði vegna veikinda ekki tekið þátt í störfum ráðsins frá miðju ári 1984 þar til í febrúar 1985. Hann sagði að á hálfsmánað- arlegum bankaráðsfundum hefði verið fylgst með breytingum á stöðu viðskiptamanna bankans og að þar hefði verið fjallað um málefni ein- stakra viðskiptamanna þegar tilefni gáfust. Hann kvaðst ekki minnast þess hvort sérstaklega hefði verið fjallað um málefni Hafskips á þeim tíma sem hann sat bankaráðsfundi fyrir þann tíma sem greinir í ákæru en kvaðst eftir bestu getu hafa fylgst með skuldbindingum og tryggingum vegna viðskipta Haf- skips við bankann. Kristmann Karlsson sat í banka- ráði Útvegsbankans frá 1. janúar 1985. Hann sagðist fyrir dómi vera saklaus af ákæmm. Hann sagði að á fundum ráðsins hefðu upplýsingar um þróun í málum bankans verið ræddar en ekki málefni einstákra aðila nema þess hefði verið getið í dagskrá. Hann minntist þess ekki hvort fjallað hefði verið um málefni Hafskips fyrir þann tíma sem grein- ir í ákæm en kvaðst þess fullviss að frá 1. mars 1985 hefðu málefni Hafskips verið þar til umfjöllunar allt til þess tíma er fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann kvaðst hafa talið í sínum verkahring að fylgjast með tryggingum fyrir skuldbindingum Hafskips við bankann að svo miklu leyti sem gögn um viðskiptin hefðu borist honum á fundum bankaráðs- ins. Það sagðist hann enda hafa gert. Jóhann Einvarðsson alþingis- maður, sem sat í bankaráði Utvegs- bankans frá 1. janúar 1985, kom síðastur fyrir dóm í gær og sagði að ákæmr gegn sér væm rangar, órökstuddar og byggðar á misskiln- ingi. Hann sagði að um málefni Hafskips hefði verið fjallað á fund- um ráðsins þótt ekki hefði allt ver- ið fært til bókar. Hann sagðist ekki minnast þess hvað fram hefði þar komið utan það að á einum af sínum fyrstu fundum í ráðinu hefði verið rætt um hlutafjáraukningu félags- ins. Hann kvaðst ekki telja það í verkahring bankaráða að fylgjast í einstökum atriðum með skuldbind- ingum og tryggingum vegna ein- stakra viðskiptamanna. Banka- stjóm annist lánveitingar en ekki bankaráð og upplýsingar þess þar að lútandi berist frá bankastjórn og lögfræðideild bankans. Jóhann kvaðst vilja vekja athygli á að málið á hendur honum hefði verið höfðað með sérstakri ákæm enda þótt í ljós hafi komið að ætlun- in hafi frá upphafi verið að láta það fylgja máli annarra sakbom- inga. Þessir ákæmhættir hafi orðið honum til tjóns vegna setu á Al- þingi og kvaðst hann telja að ekki hefði komið fram eðlilegar skýring- ar frá sérstökum ríkissaksóknara á því hvort þessi aðferð hefði verið nauðsynleg og þá hvers vegna. ✓ Morgunblaðið/Emilía Pétur Tryggvi Hjálmarsson sýningarvinnu," sagði Pétur Tryggvi. „Ég verð með sýningu í Los Angeles sem stendur í þijár vikur í október og nóvember á næsta ári auk sýning- anna í Svíþjóð. Þá er hugsanlegt að ég sýni einnig í Wiesbaden í Vestur- Þýskalandi á næsta ári,“ sagði Pétur Tryggvi. Hann kvaðst hlakka til sýn- ingarinnar í Kænuvogi sem hefst föstudaginn 15. desember. „Þetta er skrítinn staður fyrir gallerí. Þetta er staður bílaverkstæða og sandsölu. En sýningin verður í hráu og björtu húsnæði sem býður upp á marga möguleika," sagði Pétur Tryggvi. Áfengisvarnaráð: Ofbeldi tengist áfengi VEGNA umræðna um ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur og víðar vekur Áfengisvamaráð athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Hvað hefur breyst í umhverfi og aðstæðum? A: Áfengisveitingastöðum hefur fjölgað geysilega. Miðbærinn stefnur óðfluga í að verða kráahverfi. B: Sala áfengs öls hefur verið tekin upp. 2. Bæði hér og annars staðar á Norðurlöndum tengjast ofbeldisverk áfengisveitingastöðum. Svíar velta nú fyrir sér að hækka lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár að dæmi Bandaríkjamanna og Sovétmanna, en slík hækkun í þeim löndum dró verulega úr slysum meðal ungs fólks. 3. I erindi sem Jón Pétursson, formaður Lögreglufélags Reykjavík- ur, flutti fyrir skömmu kom fram að ofbeldisglæpir tengjast áfengis- neyslu í 90% tilvika. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.