Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Ritstj órnarfiill- trúinn og skáldið Olafiir Hannibalsson, fyrrum bóndi í Selárdal eftirStefán Valgeirsson í nóvemberblaði Heimsmyndar er mjög athyglisverð grein sem ég hvet almenning til að lesa. Þessi grein er talin vera sagnfræði og úttekt á undirrituðum og ástæðan fyrir því að ég hvet fólk til að lesa hana er að ég sé ekki betur en að hún sýni hvað menn komast lengst frá sann- leikanum með tilbúnum sögum og níði. Það er áhugavert að athuga baksvið þessarar Heimsmyndar eftir því sem hún sést berum augum. í útgáfustjórn þessa blaðs eru Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri, Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa og Síríus, Sigurður Gísli Pálmason, Hagkaupum, Pétur Björnsson; for- stjóri Coca-Cola. Blaðamenn: Olafur Hannibalsson og Friðrika Benónýs að blaðið segir. í Morgunblaðinu 28. nóvember sl. birtist grein eftir Ólaf Hannibalsson með yfirskriftinni „Nokkrar línur til Ólínu.“ Undir þessari grein stendur: „Höfundur er ritstjórnarfuljtrúi Heimsmyndar." Má því ætla að Ólaf- ur hafi verið hækkaður í tign vegna ritsnilldarinnar í nóvemberblaði Heimsmyndar. Eftirfarandi klausa úr Heimsmynd er kynning blaðsins á ritsmíð Ólafs: „Ölafur Hannibalsson er með út- tekt á Stefáni Valgeirssyni og lagði hann nótt við dag við að afla upplýs- inga um persónuna Stefán ekki síður en pólitíkusinn. Niðurstaða Ólafs er sú að Stefán hafi verið stólega of- metinn sem afl í íslenskum stjórn- málum en ferill hans sýni hins vegar í hnotskurn hvernig stjómmálin gangi fyrir sig.“ „Og innan skamms verður hann ekki til“ Ekki vil ég efast um það að Ólaf- ur hafi lagt nótt við dag við að koma þessari ritsmíð saman og bendir flest til þess að þetta furðuverk hans sé fyrst og fremst myrkraverk. Um tvennt er ég Ólafi þó sammála. í fyrsta lagi að andstæðingar mínir ofmeti mína persónu, sem sýnir að þeir hafa nú á þriðja mánuð á skipu- legan hátt ausið yfir mig níði og heimatilbúnum óhróðri, en þar geng- ur Heimsmynd lengst. Mér er sagt að það muni þurfa að leita um hálfa öld aftur í tímann til að finna sam- bærilega rógsherferð á einn einstakl- ing, minna mátti það ekki kosta. Mig hefur ekki dreýmt um að pen- ingaöflin í þjóðfélaginu mundu telja mig það mikilsverðan og hættulegan að ég yrði settur á bekk með Jónasi Jónssyni, Hermanni Jónassyni og Ólafi Jóhannessyni. Ég tel það al- gjöran dómgreindarbrest að gera mér svo hátt undir höfði. Mér finnst það alveg með ólíkindum hvað þetta frjálshyggjulið eyðir í mig af púðri og pappír, og það má mikið vera ef ekki fer eitthvað af öllu þessu púðri framan í þá sjálfa. Við sjáum hvað setur. í öðru lagi endar Ólafur grein sína með þessari setningu: „Og innan skamms verður hann ekki til.“ Það er mjög snjallt af Ólafi að benda lesendum sínum á að ég sé ekki ódauðlegurl.Kann að vera að hann haldi að það sé á annan veg með sig sjálfan að ritsnilld hans verði ódauð- leg. Ekki dettur mér í hug að leggja mig niður við að svara öllu þessu níði og gróusögum, aðeins taka sem dæmi hversu traustar heimildir Ólafs eru og hve mikið virðist hafa verið haft fyrir því að leita eftir sannleik- anum. Eftir umsögn ritstjórans eða ritstjórnarinnar var fyrirhöfnin mik- il, lögð nótt við dag og auðvitað voru ritlaunin eftir því. Séu sögur Ólafs hafðar eftir öðrum þá hefur hann látið hafa sig að flfli. Líklegra er þó að svefnlaysið hafi ruglað hann og hann fallið fyrir skáldskaparhneigð- inni, eða eitthvað annað truflað heila- starfsemina. Tilbúningur frá rótum I grein Ólafs stendur m.a.: „Eftir lát Garðars Halldórssonar á Rifkelsstöðum 1961 kom Fulltrúaráð framsóknarmanna í kjördæminu saman til að ræða um mann í þriðja sætið. Þórir heitinn á Auðbrekku, þá formaður Félags ungra framsókn- armanna, stakk upp á Stefáni bróður sínum. Aðrar uppástungur komu ekki fram og var ákveðið að láta atkvæðagreiðsluna fara fram með þeim hætti að menn annað hvort skrifuðu nafn Stefáns eða skiluðu auðu. Stefán vann naumlega með tveggja atkvæða mun.“ Tilvitnun lýkur. Þessi atkvæðagreiðsla fór aldrei fram. Er því þessi frásögn tilbúning- ur frá rótum. Ingvar Gíslason var í fjórða sæti framsóknarmanna í haustkosningunum 1959 og tók sæti Garðars þegar hann féll frá. Á þess- um tíma bjó ég í Keflavík. í kosning- unum 1963 var Hjörtur Þórarinsson á Tjörn í fjórða sæti listans og kom ekki til umræðu að ég tæki sæti á lista framsóknarmanna þá. Það var því ekki fyrr en sex árum eftir lát Garðars eða árið 1967 að rætt var um að ég yrði í framboði. Svör við gróusögum Fyrir síðustu kosningar komu upp á yfirborðið sögusagnir um hvernig það gerðist að ég fór fyrst í fram- boð. Eg ætla að láta tvo heiðursmenn úr Eyjafirði svara því, menn sem voru á móti framboði mínu 1967, en studdu framboð J-listans 1987. í blaði J-listans fyrir síðustu kosningar segir m.a. í grein eftir Eirík Hreiðars- son, garðyrkjubónda í Eyjafirði: „Þegar kom í hlut Eyfirðinga að velja mann á framboðslistann í stað Karls Kristjánssonar var fastlega reiknað með því að Hjörtur E. Þórar- insson tæki þriðja sætið á listanum. Á fundi í Fulltrúaráði Framsóknar- félags Eyfirðinga 19. desember 1966 er lesið upp bréf frá Hirti þar sem hann tilkynnti að hann gefi ekki kost á sér til framboðs í komandi kosningum. Hann var í fjórða sæti framboðslistans 1963. Það er fyrst á fundi í Fulltrúaráði Framsóknarfé- lags Eyfirðinga 25. janúar 1967 sem til umræðu er að Stefán Valgeirsson Stefán Valgeirsson „Ekki ætla ég að vitna frekar í grein Olafs Hannibalssonar að þessu sinni, en öll hans sagnfræði í þessari grein er hreinn tilbún- ingur og rangfærslur, en einmitt þetta tvennt hefiir verið uppistaðan í þessari rógsherferð sem skipulögð hefur verið gegn mér og mínum samtökum.“ taki þriðja sætið á listanum. Ekki voru fundarmenn á einu máli um þá ráðstöfun og við atkvæðagreiðslu sögu 10 já, 4 nei og 3 sátu hjá. Eft- ir þessa afgreiðslu tók Stefán til máls, taldi hann úrslit atkvæða- greiðslunnar ekki ótvíræð og óskaði eftir fresti til að ákveða sig. Allt um þetta má lesa í fundargerðum frá þessum tíma. Fi'amboðslistinn var svo birtur í Degi 11. febrúar 1967 og þá fyrst var Stefán orðinn fram- bjóðandi, en þá lá fyrir að Karl Kristj- ánsson mundi ekki gefa kost á sér. Undirritaður var einn þeirra sem á Fulltrúaráðsfundinum 25. janúar 1967 greiddi atkvæði gegn Stefáni í þriðja sætið, en ég hef fyrir löngu orðið að viðurkenna að þar var réttur maður valinn, því Stefán hefur reynst dugandi þingmaður og verið valinn til margvíslegra trúnaðarstarfa, auk þess sem hann er öflugur málsvari síns kjördæmis. Af eðlilegum ástæðum verða þing- menn vel kunnugir stofnunum og stjórnkerfi ríkisins og hefur Stefán á þeim vettvangi rekið af dugnaði erindi íbúa kjördæmisins. Á meðan næstum allt framkvæmda- og fjár- málavald þjóðarinnar er í Reykjavík verður góður þingmaður fyrir Norð- urlandskjördæmi eystra einnig að vera nokkurs konar sendiherra síns kjördæmis í höfuðborginni og greiða þar fyrir erindum íbúa kjördæmisins og spara þeim með því fé og fyrir- höfn. Eiríkur Hreiðarsson, garðyrkju- bóndi, Eyjafirði. Undirritaður staðfestir að grein Eiríks Hreiðarssonar á Grísará er að öllu leyti rétt um aðdragandann að framboði Stefáns Valgeirssonar árið 1967. Ég hef athugað fundargerðar- bók Framsóknarfélags Eyfirðinga og blaðið Dag frá þessum tíma. Ég var á fundinum 25. janúar 1967 þegar framboðið var ákveðið og greiddi atkvæði gegn því að Stefán væri valinn í sæti Eyfirðinga ásamt þrem- ur öðrum. Akureyri, 28. mars 1987, Jóhann Halldórsson." í grein Ólafs í Heimsmynd segir m.a.: „Og Stefán hélt sæti sínu og í fyllingu tímans eftir að Gísli heitinn Guðmundsson hætti var hann kosinn á þing 1967.“ Tilvitnun lýkur. Gísli var í framboði bæði 1967 og 1971. Ekki ætla ég að vitna frekar í grein Ólafs Hannibalssonar að þessu sinni, en öll hans sagnfræði í þessari grein er hreinn tilbúningur og rang- færslur, en einmitt þetta tvennt hef- ur verið uppistaðan í þessari rógs- herferð sem skipulögð'hefur verið gegn mér og mínum samtökum. ívaf- ið hefur aftur á móti verið níð í því augnamiði að hafa af mér álit og æru. Minnir þetta nokkuð á aðferðir Mafíunnar. Og af því að Ólafur Hannibalsson var að skreyta grein sína með bundnu máli, þó hann væri ekki maður til þess að böggla því saman sjálfur, þá læt ég fljóta með eftirfarandi: Sálarflækjan úr Selárdal svífur í Heimsmyndinni. Sagnfræðin þar og sérhæft tal sáðkom frá Eimreiðinni. Þar virðist klént um visku val vel greitt af fijálshyggjunni. Sannleiksástin er sapa best sýnir hver maðurinn er. lygi og nið um byggðir berst blöskrar fleirum en mér. Nasistaför á sumu sést sem væri Hitler hér. Höfundur er alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og fclagshyggju. MEÐAL ANNARRA ORÐA Útfluliiingiii' bókmennta eftir Njörð P. Njarðvík í síðasta pistli rakti ég dæmi þess *hvemig Finnar kynna bók- menntir sínar fyrir öðrum þjóðum af festu og alvöru, og gat þess að við gætum mikið af þeim lært. í þeirri fullyrðingu felst að vísu sú forsenda að það sé okkur einhvers virði sem þjóð, að aðrir kynnist bókmenntum okkar. Það þykir kannski ekki öllum sjálfgefið. Að minnsta kosti hefur það ekki gerst ennþá að forráðamenn menningar- og menntamála eða fjárveitinga- valds hafi átt frumkvæði að því að íslenskar bókmenntir séu kynnt- ar með skipulögðum hætti fyrir öðrum þjóðum. Flestar menningar- þjóðir telja þó mikið kappsmál að skapa sér þannig ímynd á vett- vangi þjóðanna, að láta vita af sér, að sýna með órækum hætti sjálf- stætt framlag til menningarheims- ins. Það er þrátt fyrir allt talin mesta sjálfsréttlæting þjóða, þegar litið er upp úr hversdagslegu amstri. Við höldum því fram að við séum bókmenntaþjóð, það segjum við öðrum nokkuð svo upp með okkur. En hvernig eiga aðrar þjóð- ir að sannfærast, ef þær eiga þess ekki kost að lesa bókmenntir okkar. Ekki einfalt mál Það er ekki einfalt mál að fá íslenskar bókmenntir gefnar út í þýðingum í öðrum löndum, og það er ekki sama hvernig að því er stað- ið, ef vilji er fyrir hendi. Mennta- málaráðuneytið lét nýlega semja kynningarbækling um íslenskar bókmenntir. Sá bæklingur var að vísu gallaður, eins og fram hefur komið. En þótt ekki hefðu spunnist um hann deilur, þá hefði gagn hans verið næsta takmarkað, það er að segja til þess að stuðla að þýðingum. Þá þarf annað og_meira að koma til. Setjum okkur í spor erlendra útgefenda. Hvernig bregðast þeir við, ef þeir fá senda bók á íslensku? Ekki lesa þeir íslensku sjálfir og enginn starfsmanna þeirra. Hvað myndi íslenskur bókaútgefandi gera ef hann fengið bók á búl- görsku eða tyrknesku? Ætli hún færi ekki nokkurn veginn skemmstu leið í ruslakörfuna? Jafnvel þótt útgefandi sé velviljað- ur og hugsi sem svo að gaman væri að gefa út góða íslenska bók, þá á hann ekkert auðvelt um vik, ef hún er ekki þegar til á ein- hveiju því máli, sem starfsfólk hans kann skil á. Sumir útgefendur hafa á sínum snærum fólk sem les bækur og skrifar um þær umsagn- ir. En þegar íslenska bókin berst, þá þarf hann fyrst að finna ein- hvem sem kann íslensku, og þeir eru ekki á hveiju strái. Oftast eru það áhugamenn um málvísindi, og þeir eru ekki alltaf að sama skapi dómbærir á bókmenntir. Þetta er fyrsti þröskuldurinn á leið íslenskra bóka út í heiminn, og hann er oft svo hár að hann verður í reynd óyfirstíganlegur. Það er mjög er- fitt að fá erlend forlög til að leggja á sig þá vinnu sem í því felst að kynna sér og meta íslenskar bækur til útgáfu. Og það er skiljanlegt. Það er svo miklu einfaldara að fást við bækur á heimsmálunum ensku, þýsku og frönsku. Því verður til sú áþreifanlega þversögn, að mest er þýtt úr þeim tungumálum sem flestir kunna og síst þörf er fyrir, og minnst úr þeim málum sem fæstir kunna og ætti að þýða mest úr. Þrjú meginatriði Þrennt þarf að gera fyrst og fremst til að greiða fyrir ferðum íslenskra bóka um heiminn. Að búa þær út með leiðsögn handa útgef- endum, einbeita sér að ákveðnu málsvæði og sinna þeim fáu sem þýða úr íslensku á uppörvandi hátt, og leita uppi nýja. Ég kann sögu af erlendu forlagi sem tók þá ákvörðun að leggja á sig erfiði til að ganga úr skugga um að tiltekin íslensk bók væri þess virði að gefa hana út. Bókin var send til þriggja manna sem lesa íslensku með beiðni um grein- argóða umsögn, gegn greiðslu að sjálfsögðu. Umsagnirnar voru já- kvæðar. Þá var ákveðið að láta þýða um það bil 50 blaðsíður, einn- ig gegn greiðslu hvort sem sagan yrði gefin út eða ekki. Að því loknu var ákveðið að gefa bókina út. Þetta sýnir okkur hvað þarf að gera. Bókunum þarf einfaldlega að fylgja skýr og umfangsmikil lýsing ásamt þýðingu á talsverðum hluta hennar. Þetta kostar fyrirhöfn, tíma og peninga, rétt eins og það kostar peninga að „markaðssetja" (eins og það heitir víst á kaupsýslu- mannamáli) hveija aðra vöru. Skynsamlegt er að beina sjónum að ákveðnu landi eða málsvæði hveiju sinni eins og þegar um ann- an útflutning er að ræða. Mest hefur komið út af íslenskum skáld- verkum á Norðurlöndum. Ef til vill væri viturlegt að hefja slíkt skipu- lagt kynningarstarf í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Þar er áhugi og velvilji fyrir hendi. Þá þyrfti að búa 10-20 bækur í hendur þýskra útgefenda, svo að þeir hefðu úr einhvetju að velja, láta þýða lýsing- ar bókanna á þýsku og sýnishorn úr þeim. Ég er viss um að útgefend- ur myndu kunna vel að meta slíka viðleitni. Góðir þýðendur úr íslensku eru ekki á hveiju strái og þeim mun meiri ástæða til að meta störf þeirra og örva þá til frekari dáða. Það gerum við því miður alltof sjaldan. Við þurfum að sjá til þess að þeim berist nýjar íslenskar bæk- ur, bjóða þeim hingað til dvalar og starfa, svo að þeir geti fylgst vel með og kynnst þeim höfundum sem þeir þýða. Við eigum að veita þeim verðlaun fyrir góðar þýðingar og kynningu á íslenskum bókmennt- um, sýna þeim sóma og þakklæti. Og hið sama eigum við að sýna þeim útgefendum sem sinna íslenskum bókum. Ég er sannfærður um að skipu- lagt kynningarstarf af því tagi sem hér er lýst, gæti skilað miklum og góðum árangri. En til þess að svo megi verða þarf að kosta til fé og fyrirhöfn og markvissri vinnu. Höfundur er rithöfundur og dóscnt ííslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.