Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DÉSEMBER 1989 KYNNING Á VIRÐISAUKASKATTI í IÐNAÐI OG BYGGINGASTARFSEMI Landssamband iðnaðarmanna gengst fyrir kynn- ingarfundum um virðisaukaskatt á eftirtöldum stöðum og tímum: Húsavík fimmtudáginn 14.12. kl. 14.00. Fundarstaður Hótel Húsavík. Akureyri fimmtudaginn 14.12. kl. 20.00. Fundarstaður Svartfugl (Alþýðu- húsið), Skipagötu 14. Sauðárkrókur föstudaginn 15.12. kl. 14.30. Fundarstaður Suðurgata 3. Egilsstaðir fimmtudaginn 14.12 kl. 20.00. Fundarstaður Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum. Fundarefni: 1. Almennt um virðisaukaskatt og framkvæmd hans. 2. Sérstakar reglur um framkvæmd virðisauka- skatts í byggingaiðnaði. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA JOLAGJOF GOLFARANS Golfsetl alla aldurshópa Fyrir lengra komna Spalding Executivesett og Slazenger XTC Byrjendasett fyrir konur og karla aðeins kr. 8.500,- Vinstri handar púttarar með 50% afslætti. Golfbuxur frá kr. 1.000,-. Golfskyrtur frá kr. 500,- Trékylfur frá kr. 1.000,- Auk þess ýmislegt skemmtilegt fyrir golfarann. Staðgreiðsluafsláttur. Opið virko dogo fró kl. 16-20 og laugordoga fró kl. 14-19. Opið til kl. 23 á Þorláksmessu jGolfverslun /\ John Drummond Vesturlandsvegi, Grafarholti I « ínripsst MetsöluHaó á hverjum degi! Bjami E. Guðmunds- son, Seli - Minning Fæddur 31. október 1908 Dáinn 4. desember 1989 Það er svo stutt síðan ég sá Bjama hlaupa við fót upp brekkuna hjá Hlaðhömmm og nú er hann horfinn. Bjarni Eyjólfur fæddist á Seli í Grímsnesi, yngstur þriggja bama hjónanna Guðbjargar Eyjólfsdóttur og Guðmundar Bjarnasonar. Á Seli sleit hann bamsskónum meðal systkina og fimm bama hjónanna í Vesturbænum, Þómnnar Bjöms- dóttur og Kjartans Vigfussonar, því á Seli var tvíbýli og öll bömin eins og stór systkinahópur. Til vitnis um hvað tvíbýlið á Seli var gott má nefna, að þegar fjöl- skylda Bjama eignaðist útvarps- tæki var gerð lúga á vegginn, sem aðskildi baðstofumar svo nágrann- amir gætu hlustað líka. Einnig má nefna að dætur Bjama bera nöfn húsfreyjanna á Seli og heita Guð- björg Helga og Þórunn Björg. Á fardögum 1937 flytur Bjami með foreldrum sínum og bróður búferlum að Hömrum í sömu sveit. Það var mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur í Austurbænum að Vestur- bærinn kæmist aftur í byggð því hann var búinn að vera í eyði í 3 ár. Á annan áratug bjuggu bræð- umir félagsbúi á Hömram. Áður en fjölskyldan gat flutt þurfti að byggja upp flest bæjar- húsin. Það gerði Bjarni um vorið ásamt Jóhanni föðurbróður mínum. Þessi hú§ standa enn. Oft sótti Bjami vinnu út í frá á vetmm. Fór meðal annars til sjós á vetrarvertíð. Eins tók hann þátt í ýmsu fyrir byggðarlagið. Þegar þjálfa þurfti tvo menn til löggæslu var Bjarni annar þeirra, sem urðu fyrir valinu. Hann fór á námskeið og fékk bún- ing. Á þessum árum átti Bjami góða hesta og man ég vel eftir Sindra, mjög viljugum, töltara að mig minnir. Þó Hamrar séu tvær jarðir, hamrar I, Vesturbær, og Hamrar II, Austurbær, eru það aðeins slægjulönd, sem em aðskilin. Út- hagar em allir óskiptir, svo kýr og allur fénaður gekk saman. Það kom því af sjálfu sér að öll smala- mennska og aðrekstur fjár vor og haust þurfti að fara fram í samein- ingu. Öll þessi samvinna var mjög ánægjuleg. Mjög sagði faðir minn að gott væri að leita til Bjarna, því hann segði nei, ef hann héldi að hann gæti ekki orðið við bóninni, til að vera viss um að svíkja ekki loforð, en væri svo kannski búinn að gera greiðann fyrr en varði. Einhveiju sinni hafði faðir minn orð á því, að hann hefði aðeins kynnst góðu fólki um dagana, en að búa í svona góðu tvíbýli væri eins og að upplifa himnaríki á jörð. Hvað mig varðar var sem að eign- ast þijú eldri systkini. Árið 1949 létust foreldrar Bjama, Guðmundur í janúar og Guðbjörg í júní. Um næstu áramót flutti hann að Ljósafossi og skömmu seinna ræður hann sig til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Um svipað leyti, eða 10. febrúar 1950, kvænist hann stúlku af þýskum ættum, (Adelheid Frank) Aðalheiði Guðmundsson, og stofnuðu þau heimili sitt í skólahúsinu á Ljósa- fossi. Þau eignuðust tvær dætur og nú eru bamabömin orðin fímm. Svo er það í árslok 1954 að Bjami hefur störf hjá Alifuglabúi bakarameistara hf. og gerist útibús- stjóri á Fellsmúla á meðan aðal- starfsemin var enn á Sogamýrar- bletti 46. Hann vann á Fellsmúla til 1. nóvember 1982 og má því kalla þetta ævistarf hans. Það var mikið happ fyrir alifugla- búið að fá Bjama til starfa þama. Hann hafði áður unnið hjá búinu tíma og tíma við smíðar á Sogamýr- arbletti 46 meðan var verið að byggja upp þar, svo hann var ekki alveg ókunnugur fyrirtækinu. Á Feilsmúla beið hans mikið starf. Það þurfti að stækka og lag- færa íbúðarhús, svo hann gæti flutt þangað með konu og dóttur. Eins þurfti að breyta íjárhúsi í svínahús og fljótlega var byggt yfir nokkur hundmð hænur. Við þetta vann Bjami til að byija með. Næstu árin sá Bjami oftast einn um gegningar á Fellsmúla og var —þar sín ögnin af hveiju; svín, endur gæsir, 3-4 kýr, 1 hestur og fáeinar kindur. Á ámnum 1965-66 flutti búið endanlega að Fellsmúia og eftir það voru þar nær eingöngu hænsni og svín. Enda búið að byggja yfir nokk- Sighvatur Sigur- jónsson — Minning Þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að hann afi í Smá, eins og ég kallaði hann alltaf, væri dáinn var eins og köldu vatni hefði verið hellt framan í mig, en á sekúndu- broti þutu í gegnum huga minn allar þær yndislegu stundir sem ég átti með honum, þær vom ófáar. Ég trúði þessu varla, hann sem alltaf var svo kátur og hress og lét gullkomin falla þar sem þau áttu við. Þegar afi kom upp. á spítala til að heimsækja konuna mína og ný- fædda yndislega dóttur okkar hefði mér síst af öllu dottið í hug að sú stund ætti eftir að verða sú síðasta með honum. En hann kom að sjá ljtlu dóttur okkar og til að gleðja Ásdísi og því mun ég aldrei gleyma. Þær em ógleymanlegar og ófáar stundirnar sem ég gisti hjá ömmu og afa í Smá þegar ég spilaði golf. Ég minnist þess að oft og tíðum þegar spilað var fram á svarta nótt og ekkert far að fá heim þá vissi ég að ég gat farið til ömmu og afa og gist þar. Oft öfunduðu vinir mínir mig af þessu. Ég vissi að hjá ömmu og afa var mér tekið með MINNINGARKORT Gefin hafa verið út samúðarkort á vegum minningar- sjóðs Marinós Kristjánssonar frá Efri-Tungu, Rauða- sandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Tilgangur sjóðsins, sem stofnaður var 22. apríl 1983 af ættingj- um Marinós og vinum, er að veita styrki til einstakl- inga eða fjölskyldna í Rauðasandshreppi, sem orðið hafa fyrir slysum eða öðrum áföllum. Eftirtaldir aðilar munu hafa kortin til sölu: Emma Kristjándóttir, Efri-Tungu, Rauðasandshreppi, Vestur- Barðastrandarsýslu, sími 94-1588. Jónína H. Jónsdóttir, Túngötu 19, Patreksfirði, sími 94-1133. Friðgeir Kristjánsson, Araarheiði 2, Hveragerði, sími 98-34222. Zíta Benediktsdóttir, Grænuhlíð 26, Reykjavík, sími 91-30265. ur þúsund hænsni og svínin komust í 150 með grísum og öllu þegar flest var. Svínin vora sérsvið Bjarna, þó hann ynni við aðrar gegningar líka. Það kom sér vel að Bjami var lag- inn, því þar sem svona búskapur er stundaður er að mörgu að hyggja. Ekki dugar annað en að kunna til verka þegar eitthvað bil- ar, t.d. í sambandi við vatn og raf- magn. Þetta gerðist helst í vondum veðmm, þegar samgöngur jafnvel tepptust með öllu. Það gat meira að segja verið útilokað að láta vita, því þama var sveitasími, sem var opinn fáa tíma á dag. Þetta sýnir hve nauðsynlegt það var að hafa þarna mann, sem gat gert við, þó ekki væri nema til bráðabirgða. Oft hefði það getað kostað mörg líf, ef ekki hefði verið ijölhæfur og áræð- inn maður á staðnum. Þar að auki var Bjarni einstakur dýravinur, sem ekkert mátti aumt sjá. Hann hafði oft orð á því hvað sér þætti sárt að mega ekki bæta smá ögn á svínin, þegar hann þyrfti að ganga um svínahúsið milli mála, t.d. til að fylgjast með gyltum. Haustið 1984, 17. október, flutti hann að Akurholti, rétt fyrir ofan Fellsmúla og bjó þar í skjóli yngri dóttur sinnar næstu 4 árin. Þau höfðu alla tíð átt heimili saman. Bjami og Aðalheiður slitu samvist- um vorið 1976, þegar Þórunn Björg var 14 ára. Það má heita merkilegt hvemig hann gat haldið heimili sem einstæður faðir, þar sem hann var alinn upp við að konur einar gerðu húsverk. Á Akurholti hafði hann nóg að starfa, því þar vom fáein húsdýr til að hlúa að og stór lóð til að snyrta. Þeir sem hirða um dýr eru bundn- ir og eiga sjaldan frí. En þó Bjarni gerði ekki víðreist eftir að hann kom að Fellsmúla héldu þó vinir og kunningjar tryggð við hann. Kom þetta skýrt í ljós á stórafmælum. Þetta kunni hann vel að meta, enda lýsti hann því yfír að besti auðurinn væri góðir vinir. Bjami var mikill vinur barna og dýra. Auk þess hvað bamabömin vom honum kær var samband hans við systkinabömin alveg sérstakt. Missir hans var því mikill þegar Guðmundur Ingólfsson, systurson- ur hans, féll frá fyrir rúmum tveim- ur áram, aðeins 58 ára að aldri. Nú er Helga ein eftir á lífí af systk- inunum þremur frá Seli, Eyjólfur bróðir Bjarna lést haustið 1960, 64 ára að aldri. Fyrir rúmu ári, rátt fyrir áttræð- innilegri hlýju og væntumþykju hvenær sólarhringsins sem ég kom til þeirra. Ég ætla ekki að fara að tíunda í smáatriðum minningar mínar um hann afa því það væri efni í heila bók. Ég vil bara þakka fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem ég átti með honum því ég sakna hans mjög mikið. Ég veit að honum líður vel þar sem hann dvelur núna og er það mér mikil huggun. Ég þakka afa fyrir allt og allt og gleymi honum aldrei. Guð blessi minninguna um yndis- legan mann, hann afa minn, og megi hann hvíla í friði um alla eilífð. Ommu og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og megi guð styrkja okkur öll í þess- ari sorg. Ivar Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.