Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 35
MÓRGU ftéÍLXáíÐ' iiá)fv&utíÁbt(ftYíé. foéSfíifiáSW^i^ M 35K Málfríður Jörgen- sen - Minning Fædd 25. maí 1934 Dáin 4. desember 1989 Hve sæl, ó hve sæl er vor leikandi lund: en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. (M. Joch.) Tilveran er undarleg í marg- breytileik sínum. Vinir heilsast og kveðjast — leiðir liggja saman eða skilja án þess að við veitum því sérstaka athygli í dagsins önn, þar til við skyndilega emm vakin upp við leiðarlok sem enginn fær ráðið. Mismunandi er, hve sterkum til- finningaböndum samferðamenn tengjast á lífsleiðinni, en traustustu böndin bindum við oftast á unga aldri. Þau kynni verða sem óijúfan- legur hluti tilverunnar. Þá bindast þau bönd sem hvorki tími né fjar- lægð fá rofið. Mannleg samskipti virðast stöð- ugt á undanhaldi í samfélaginu en einmitt þess vegna er dýrmætt að vita af gömlum vinum og ættingjum og eiga þá að þegar á reynir, vita að hægt er að leita þá uppi þegar tími og tækifæri leyfa og taka upp þráðinn að nýju. En oft er stundin skemmri en við ætlum. Þetta kemur okkur í hug þegar við kveðjum Málfríði Jörgensen. Efst í huga er söknuður og sjálfs- ásökun, að hafa ekki betur varð- veitt gömul kynni og launað hlýhug og tryggð. Sem barn og unglingur var Málfríður heimagangur á hgimili foreldra okkar. Hún ólst að nokkru leyti upp hjá föðursystur okkar, Sesselju Sigmundsdóttur, ásamt tveimur systkinum sínum. Hún stendur fyrir hugskotssjónum, fal- legri en aðrar stúlkur, fyrirmynd sem rnaður vildi líkjast. Hún var við nám í húsmæðra- skólanum í Hveragerði einn vetur á unglingsárum og var það henni dýrmætur tími. Þar eignaðist hún góðar vinkonur og þar fengu gáfur hennar og hæfileikar að njóta sín. Meðal annars var hún mikil sund- kona og keppti fyrir hönd Skarp-. héðins á mótum og vann til verð- launa. Hún hafði mikið yndi af tónlist, dansi og íþróttum en henni buðust ekki mörg tækifæri til að stunda slíkt því lífsbaráttan var oft hörð. Hún vann mikið og varð oft að beijast við heilsuleysi og þröngan kost. Þá komu mannkostir hennar best í ljós. Hún hafði óvenju heil- brigð lífsviðhorf, glaðværð var henni í blóð borin. Ljúf lund og óbilandi starfsþrek var ómetanlegt veganesti. Mannkostir hennar endurspegl- ast best í börnunum hennar fjórum, þeim Helgu Rósu, Jökli, Hafþóri og Böðvari. Þegar Málfríður var kornung stúlka og nýbúin að stofna heimili veiktist móðir okkar og lá mánuðum saman á sjúkrahúsi. Þá var leitað til Mollu, eins og við kölluðum hana og var hún þá hjá okkur í Glóru og annaðist heimilið fyrir föður okkar sem stóð uppi með fjögur óþekk börn á aldrinum tveggja til ellefu ára. Eins og nærri má geta hefur þetta ekki verið létt verk fyrir stúlku innan við tvítugt sem að auki gekk þá með sitt fyrsta barn. Svo vel leysti hún þetta þó af hendi að okkur fannst við tengjast henni böndum sem aldrei slitnuðu þrátt fyrir lítið samband meðan annir voru mestar hjá okkur vegna bús og barna. Þegar börn Málfríðar voru vaxin úr grasi og hún orðin ekkja kom tryggð hennar best í ljós. Einn góð- an veðurdag birtist hún í dyrunum hjá okkur, sama glaðværðin og góðsemin fyllti húsið eins og forðum daga. Við ritjuðum upp gamlar stundir og hlógum og spjölluðum. Síðan hefur hún litið til gamla „frænda" í Glóru öðru hvoru. Við erum öll þakkiát fyrir þessar stund- ir en svíður þó að við skyldum ekki vera henni betri og Iauna henni í einhveiju umhyggju hennar. Hinsta ferð hennar var hingað austur fyrir fjall að heimsækja hann. Hún hefur þá ekki gengið heil til skógar þótt hún bæri það ekki með sér né íþyngdi öðrum með slíku. Hún tók sig meira að segja til og matbjó fyrir hann til nokk- urra daga til að létta honum verk- in. Hún spjallaði við hann fram eft- ir kvöldi á laugardaginn var, sat í stólnum hennar mömmu heitinnar og hafði á orði að sér liði svo und- ur vel. Hann er óendanlega þakklát- ur fyrir þessa kvöldstund þótt Molla væri reyndar frá honum tekin skjótt og harkalega því morguninn eftir þurfti hann að senda hana frá sér í sjúkrabíl. Það er erfitt að sætta sig við svo snögga kveðju, en fyrir vikið fellur aldrei fölvi á mynd henn- ar. Hún kveður á tindi lífsins. Við sendum börnum hennar, systkinum og öðrum ástvinum dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé mynd hennar. Kristín og Guðrún Þórarinsdætur t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN ÓLAFSSON frá Nesi, lést í Landspítalanum 11. desember. Ólöf Gunnsteinsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Haraldsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNHÉÐINN HALLGRIMSSON, Grensásvegi 56, sem lést í Landspítalanum þann 4. desember sl. verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 15.00. Fyrir hönd dætra minna, tengdasona og barnabarna, Dagný Pálsdóttir. + Útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, SALVARAR JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni í kl. 13.30. Reykjavík fimmtudaginn 14. desember Jóna Pedersen, Haukur Jónsson, Nanna Pedersen, Olgeir Olgeirsson, Vilborg Pedersen, Jósef T ryggvason, Guðgeir Pedersen, Edda Finnbogadóttir, Auður Pedersen, Valdimar Jónsson, Karen Nielsen, Guðrún Sundet, Anna Ingebretsen, Fjóla Evensen, Arnfinn Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN BJARNASON fyrrv. bæjarfógeti, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness þann 10. desember sl. Jarðsett verður frá Akraneskirkju föstudaginn 15. desember nk. kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Svanhildur D. Björgvinsd., Eiður Kr. Benediktsson, Anna Halla Björgvinsdóttir, Bjarni G. Björgvinsson, Ólöf M. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Faðir minn og bróðir okkar, PÁLMID. BERGMANN þjónn frá Hellissandi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. desem- ber kl. 13.30. Gunnlaugur Pálmason, Sigurjóna Daniliusdóttir, Hans Danilíusson, Vigfúsína Daniliusdóttir, Cyrus Danilíusson, Guðrún Danilíusdóttir, Erla D. Bergmann, Sjöfn D. Bergmann. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULD GÍSLADÓTTIR, síðast til heimilis í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar iátnu, er bent á Minningarsjóð Guörúnar Lárusdóttur, skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilinu Grundar. Guðbjörg Ólöf Bjarnadóttir, Jón Ægir Ólafsson, Atli Hauksson, Sigríður C. Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, STEINÞÓR ÓSLAND SIGURJÓNSSON, Álfabyggð 8, Akureyri, sem lést af slysförum að kvöldi 8. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 13.30. Sigrfður Olgeirsdóttir, Unnur Steinþórsdóttir, Olgeir Steinþórsson, Andri Steinþórsson, Bjarney Bjarnadóttir, Sigurjón Jónasson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, JÓN M. JÓHANNSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. desember kl. 13.30. Oddný Nikódemusdóttir, Þóra S. Jónsdóttir, S. Valgerður Jónsdóttir, Björgvin S. Jónsson, S. Lára Jóhannsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir afi og vinur, SIGURÐUR BJÖRGVIN JÓNASSON frá Hróarsdal, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Lilja Sigurðardóttir, Þorvaldur Sigurðsson, Björg Sigurðardóttir, Jökull Einarsson, Valgerður Anna Sigurðard., Hlynur Þór Hinriksson, Sigurður Björgvin Jökulsson.Kristin Þóra Jökuisdóttir, Þórey Sigurðardóttir. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Hveragerði Sjálfstæðisfélagið Ingólfur heldur félagsfund á Hótel Ljósbrá fimmtu- daginn 14. desember nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Tillaga uppstillingarnefndar. 2. Rætt um húsnæðismál félagsins. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfólk á Sauðárkróki Fundur verður í bæjarmáJaráði Sjálfstæðisflokksins miðvikudaginn 13. desember kl. 21.00 í Sæborg. Bæjarfulltrúarnir mæta. Sjálf- stæðisfólk, fjölmennið á þennan síðasta fund ársins. Stjórnin. Kópavogur - jólaglögg Sameiginlegt jólaglögg sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður hald- ið laugardaginn 16. desember i Hamraborg 1, 3. hæð kl. 20.30. Á dagskránni er létt tónlist og piparkökur en einnig er þetta góður tími til að glöggva sig á framboðsmálum i Kópavogi. Félögin. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Garðabæ Áríðandi fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 14. desember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Lyngási 12. Fundarefni: 1. Tiihögun á vali frambjóöenda á lista flokksins i væntanlegum bæjar- og sveitar- stjórnakosningum. 2. Ólafur G. Einarsson alþingismaður, ræðir stjórnmálaviöhorfiö. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.