Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 56
Davíð Oddsson borgarsljóri um frum- varp um stjórn heilbrigðismála: Komið aftan að s veitar slj órnum DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytta stjórn sjúkrahúsa sveitarfélaga feli i sér yfirtöku ríkisins á rekstri þeirra. Telur hann að komið sé aftan að sveitarstjórnar- mönnum í málinu og ef hugmyndir ráðherra nái fram að ganga sé um að ræða óþolandi yfirgang a Frumvarpið gerir ráð fyrir að heilbrigðisráðherra skipi stjórnir sjúkrahúsanna og að starfsmenn þeirra verði ríkisstarfsmenn. Borg- arstjóri segir að frumvarpið sé flutt án samráðs við sveitarstjórnarmenn og í óþökk þeirra. Segist hann telja það óþolandi og nánast óhugsandi, að ríkið gangi fram með þessum hætti og skorar á heilbrigðisráð- herra að láta af þessum fyrirætlun- hálfú ríkisvaldsins. um. Forseta Alþingis voru í gær af- hent mótmæli 343 lækna á höfuð- borgarsvæðinu vegna frumvarps ráðherra, þar sem sagt er að það feli í sér stóraukna miðstýringu. Þeir mótmæla því einnig að ekkert samráð hafi verið haft við læknafé- lögin við undirbúning frumvarpsins. Sjá nánar firétt á bls. 2 og við- tal við borgarstjóra á bls. 4. Morgunblaðið/Þorkell Ánægð með happamiðana - Bjarney Valgeirsdóttir, Fanney Jóna Gísladóttir og Lúðvík Karl Friðriksson. Fékk 10 milljónir í Happdrætti Háskólans: Skuldabaslíð búið „NÚ ER þetta skuldabasl búið sem alltaf hefúr verið, ég trúi þessu tæpast ennþá,“ segir Bjarney Valgeirsdóttir, sem í gær hlaut hæsta vinninginn sem gekk út í Happdrætti Háskóla ís- lands, 10 milljónir króna, á tvo samstæða miða. Hæsti vinning- ur, 25 milljónir, kom á óseldan trompmiða og því fær happ- drættið sjálft þann vinning. „Við vorum næstum því að missa húsið okkar, þannig að þetta kom á besta tíma, en þetta er bara svo svakalega mikið,“ segir Bjarney. „Mér finnst þetta rosalegt. Við keyptum þetta hús í vor, en síðan hefur allt verið að hækka og vinnan dregist saman um leið.“ Bjarney var spurð hvort hún hefði leitt hugann að því, að ef til vill fengi hún vinning. „Mér gat aldrei dottið í hug að^svoleið- is kæmi fyrir mig,“ sagði hún. Þau eru fjögur í heimili, Bjarney ásamt tveimur börnum sínum, 7 og 15 ára, og maður hennar, Lúðvík Karl Friðriksson. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Langþráð loðnulöndun DREKKHLAÐIN loðnuskip sáust loks í gær við bryggjur á Norðurlandi eftir langa bið. Þessar myndir voru teknar á Þórshöfn þar sem landað var 1.120 tonnum af loðnu og eru Siguijón Davíðsson löndunarmað- ur og Pétur Sæmundsson skipstjóri á Þórshamri GK að vonum hýrir á svip. Á innfelldu myndinni sést Þórshamar hlaðinn við bryggju. Sjá ennfremur á miðopnu. Pálmi Jónsson við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp: Stefiiir í 7-8 millj- arða halla næsta ár Hallinn fari ekki yfir þrjá milljarða, segir fjármálaráðherra „ÉG HEFI leyft mér að áætla að fjárlög verði afgreidd með allt að sex milljarða króna halla ef ekki kemur til frekari tekjuöflun," sagði Pálmi Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks I fjárveitinganefnd, við aðra umræðu um firumvarp til fjárlaga á Alþingi í gær. Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði í gærkvöldi við umræðuna, að stefna ríkisstjórnarinnar væri óbreytt um að fjárlagahallinn fari ekki yfir þrjá milljarða króna, leitað yrði samstöðu um sparnað og endurskoðun tekjuáætlunar fjárlaga. Pálmi sagði fjárlagafrumvarpið löðrandi í vísvitandi og handahófs- kenndum vanáætlunum, eins og 180 breytingatillögur fjárveitinga- nefndar bæru vott um. Að auki bíði þungir útgjaldaliðir þriðju umræðu, þar á meðal niðurgreiðslur, al- mannatryggingar, uppgjör við sveitarfélög og vaxtagreiðslur. Hann sagði iíkur standa til að veru- legur hluti hallans verði geymdur í einhveijum skúffum fjármálaráð- herrans þangað til. síðar á árinu, að hann komi til greiðslu hjá ríkis- sjóði, eins og gerst hefði á þessu ári. Raunveruiegur halli á fjárlaga- dæmi næsta árs gæti því farið í 7-8 milljarða króna. Pálmi gagnrýndi útþenslu ríkiskerfisins á sama tíma og almennur samdráttur er í efna- hagslífinu. Olafur Ragnar sagði að það væri óbreytt stefna ríkisstjórnarinnar að fjárlagahalli komandi árs fari ekki yfir þijá milljarða króna. Þessi stefna byggðist á því, að hægt sé að fjármagna halla af þessari stærðargráðu með innlendri láns- fjáröflun. Halli umfram það kunni hins vegar að kalla á erlendar lán- tökur. Ráðherrann sagði að leitað yrði samstöðu um allt að eins millj- arðs sparnað og endurskoðun á tekjuáætlun fjárlaga til að mæta útgjaldaauka við aðra og þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Sighvatur Björgvinsson formað- ur fjárveitinganefndar sagði það enga tilviljun að á þessu ári færu útgjöld rúrna átta milljarða fram yfir fjárlög, „í tilraunum manna til þess að ná jöfnuði á pappírnum við afgreiðslu fjárlaga hveiju sinni, þá er sumpart óviljandi og sumpart ekki óviljandi gert ráð fyrir minni útgjöldum." Minnihluti fjárveitinganefndar gagnrýndi harðlega stöðu efna- hags-, atvinnu og ríkisfjármála. Hann nefndi dæmi um hækkun er- lendra skulda í 50% landsfram- leiðslu á þessu ári. Sj’á þingsíðu, bls. 33. Aform stjórnvalda: Hert verðlagseftirlit o g vaxtalækkun STJÓRNVÖLD stefna að stórhertu verðlagseftirliti um áramót, efftir að virðisaukaskatturinn verður tekinn upp og söluskattur lagður nið- ur. Það hefúr för með sér að ýmsar vörur eiga að lækka og ráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar segja að þeirri vöruverðlækk- un verði að fylgja mjög fast efftir þannig að áætluð verðlækkun skili sér í raun. Stjórnvöld telja jafnframt að veruleg lækkun nafnvaxta sé frum- skilyrði til þess að kjarasamningar takist sem ekki stuðli að aukinni verðbólgu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja sfjórnvöld nauðsynlegt að ná raunvöxtum niður í um 6%. Stjórnvöld telja að kjarasamning- ar þeir sem framundan eru muni ráðast af því hvemig verðlagsþróun um áramótin verður og þróun vaxta. Eins og margoft hefur komið fram eru þetta þeir tveir hlutir sem bæði Alþýðusamband íslands og Vinnu- veitendasamband íslands leggja langmesta áherslu á í yfirstandandi samningaviðræðum. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í gærmorgun hefði ríkisstjórnin átt fund með bankastjórn Seðlabankans þar sem þessi mál, einkum vaxtamálin, hafi verið rædd. „Við höfum komið þess- ari afstöðu okkar fullkomlega til skila til Seðlabankans. Þessu var alls ekki illa tekið á fundinum, en Seðlabankinn hefur þó engu lofað í þessum efnum,“ sagði forsætisráð- herra. „Við erum sammála ASÍ og VSÍ um nauðsyn þess að ná fram lækkun nafnvaxta. Því miður hækk- ar framfærsluvísitalan um 2,2% nú í desember sem er meira en við höfð- um vonað,“ sagði Steingrímur, „en því er spáð að verðbólgan eigi að hjaðna mjög ört, strax í byijun jan- úar.“ Forsætisráðherra sagði jafnframt að tími gengisbreytinga væri liðinn að svo stöddu. „Við erum búnir að veita síðustu heimild til gengissigs upp á 2,25%, sem er ekki ætlast til að verði notuð til að breyta raun- gengi, heldur til að mæta sveiflum erlendis. Þetta er út af fyrir sig mikill áfangi," sagði Steingrímur. Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, sagði aðspurður um möguleika á vaxtalækkun, að nú þegar þetta ár væri senn á enda væri ljóst að raunvextir og vaxta- munur hefðu lækkað á árinu miðað við fyrra ár. Um nafnvexti væri það að segja að þeir tækju mið af verð- bólgustiginu og verðbólgan undan- farið hefði reynst meiri en komið hefði áður fram í spám. Tryggvi sagði að óvissan varðandi verðlags- þróun á næstu mánuðum væri mikil og meiri en ella vegna upptöku virð- isaukaskattsins um áramót. Þá væru kjarasamningar lausir. DAGAR TIL JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.