Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Helgi Hálfdanarson: Þrjú orð til Þor- steins Gylfasonar Þorsteinn minn, blessaður farðu nú ekki einu sinni enn að vekja upp löngu útrætt léttúðar- gaspur úr gömlum einkabréfum, þar sem ágreiningur var búinn til, ef hann kom ekki blaðskell- andi, og svo viðsjált efni sem list og stærðfræði, Bach og brokk- hesta gat borið á góma með skrautlegu orðbragði. Þegar þú fannst allt í einu upp á því í sum- ar að steðja með þetta rugl í blöð- in, þá hlaut ég að svara þér í þeirri tóntegund sem forðum var til stofnað. Þetta virðist þú (og raunar fleiri) hafa misskilið, hvemig sem það var hægt. Og auðvitað átt þú að gera ráð fyrir að ég nenni ekki nú fremur en áður að ræða í alvöru um hluti sem þú veizt að eru jafnfjarri mínum áhuga og flest af þessu, þó að ég hafi stundum látið þar vaða á súðum við þig í lokuðum bréfum. Kostulegan misskilning þinn á „einstökum stöðum í Shakespe- are“ legg ég ekki í að ræða við þig frekar en orðið er, hvorki í alvöru né á öðrum nótum. Ég hef reynt það áður án árangurs. En vegna þess að Morgunblaðs- grein þín 9. þ.m. ber fölskvalausri þrákelkni þinni svo fagurt vitni, skal ég enn leggja við hlustir í þetta sinn, og máttu þá ekki bú- ast við að ég endist til þess oftar. Þú ert að reyna að hæla þessum kveðskap, sem Hardy vinur vor leggur til málanna. Hættu því, Þorsteinn minn; það sjá allir að þetta er leirburður, enda þótt hann hafi skánað stórumí þýðing- unni. Ég man þú varst harður á því að þetta væri ekki eftir karlinn sjálfan, og þótti mér það furðu lítil kurteisi af þér að bera brigður á höfundskap hans í sjálfri bók- inni, svo greinilega sem hann vildi eiga þetta sjálfur. Hitt er þó ekki síður ljótt af þér, að vilja koma upp um öðlinginn Alfreð heitinn Housman, sem illa má við slíku áfalli, því aldrei var hann mikill bógur, blessaður nöldurseggurinn sá, þó að þú gerir hann að „höfuð- ^skáldi“(!) En hvor þeirra sem skáldað hefur, máttu ekki láta ■nokkum mann heyra að þér þyki kveðskapurinn hundi bjóðandi. Þú ert enn við það heygarðs- homið, að stærðfræði sé list. Ég skal vera svo vænn að afsaka þig með því, hve báglega hefur geng- ið að skilgreina hugtakið list. Orð- ið list hefur jafnvel verið notað í svo víðri merkingu að tákna ein- ungis vandleg og snotur vinnu- brögð, svo að í þeim skilningi gæti hver fallegur hlutur talizt listaverk. Ekki býst ég þó við að þú viljir móðga vin þinn Hardy með slíkri túlkun á list. Að vísu er til í málinu orðið reikningslist, en þó að einnig sé talað um lækn- islist, hefði afi þinn, Vilmundur landlæknir, naumast kallað botn- langaskurð listaverk. Að sjálf- sögðu er um að ræða það sem listamenn í ýmsum greinum kalla sjálfir „alvörulist" og er annað og meira en að smíða fallegan hlut. Til staðfestingar því, að stærð- fræði sé list, bendur þú á mjög skemmtilega sönnun þess, að í hvaða samkvæmi sem vera skal séu að minnsta kosti tveir gestir sem eiga jafnmarga vini meðal gestanna. Víst er sú sönnun bráðsmellin. En það er líka allt og sumt. I henni er ekkert sem gerir hana að listaverki; og það er vegna þess að hún er einungis smellin. Vertu ekki alltaf að rugla saman aðdáun og listrænu mati! Þú hefur áður lagt í það að vefengja þá kenningu mína, að stærðfræði og list séu pólar mann- legrar snilli, því stærðfræði sé aðferð til að hugsa út fyrir skiln- ing sinn, en list sé aðferð til að skilja út fyrir hugsun sína. Mikið voruð þið Hardy heillaðir af sönn- un Evklíðs, að frumtölumar séu óendanlega margar. Þessi sönnun þótti ykkur taka af skarið um list- gildi stærðfræðinnar, svo einföld og auðskilin sem hún væri í feg- urð sinni. Og þar með þóttuzt þið hafa unnið ykkur það til ágætis að hrekja mína góðu kenningu um pólana tvo. Og ég sem ætlað- ist til að fá verðlaun fyrir þetta spakmæli! En þama varð ykkur á sú skyssa að leggja að jöfnu lista- verk og fallegan hlut. Og svo kynni einhveijum að þykja tvennt til um skilninginn. Ef þú segðist skilja óendanleikann, þá værirðu farinn að misskilja sjálfan þig. Þú skilur að tvisvar tveir em fjór- ir, en óendanleikann skilur þú ekki. Það gerði Evklíð ekki held- ur. En það gerði honum ekkert til, því hann gat reiknað með hon- um jafnt fyrir því. Og þama sann- aði hann það sem hann skiidi ekki sjálfur fremur en endalaus býsn önnur, sem hann gat eigi að síður fjallað um á vegum stærðfræðinnar. Hann gat sem sé beitt stærðfræði til að hugsa út fyrir skilning sinn. Hins vegar hefur Loðvík nokk- ur Beethoven samið æði margt listaverkið, sem veitir skilning langt út fyrir alla rökhugsun. Hvers konar listaverk heldurðu að það ljóð yrði, þar sem skáldið væri að puða við að sanna ein- hvem fjárann? Listamaður er al- frjáls. Hann væri lélegur lista- maður, ef hann þættist þirrfa að sanna réttmæti þess sem hann lætur frá sér fara í Iistarinnar nafni, og þaðan af verri listamað- ur ef honum tækist það. List er ekki í því fólgin að elta uppi sann- anlegar staðreyndir. Listamaður hagræðir staðreyndum og jafnvel rökhugsun að eigin geðþótta. For- senda listar er frelsi af því tagi -sem stærðfræðin telur sér til gild- is að hafna. Það væri hins vegar . lélegur stærðfræðingur sem kallaði þarf- laust að sanna staðhæfingu, sem hann varpaði fram í nafni stærð- fræðinnar, og enn verri stærð- fræðingur ef honum tækist það ekki. Erfitt er að skilja, hveiju stærð- fræðingar væm bættari með því að teljast til listamanna. Ég hef haldið að stærðfræðin mætti bera höfuðið hærra en svo, að henni gæti þótt vegsauki að vera bendl- uð við list, jafnvel „alvörulist", þó að Hardy karlinn léti sig ekki muna um það að kalla stærðfræði lítils virði nema sem listgrein! Þér gengur illa að kyngja því, að ég kallaði bók Hardys „mont- bók“. En satt að segja hef ég aldr- ei séð bók sem skrifuð er af jafn- broslegu yfirlæti, svo ekki sé sagt blygðunarlausu gorti. Þetta þótti mér furðu gegna, því ekki veit ég hógværari menn en þá stærð- fræðinga sem ég hef kynnzt. Hardy talar sí og æ um fegurð og aftur fegurð, þegar hann held- ur að hann sé að tala um list. Þó að það standi ögn í okkur að skil- greina hugtakið fegurð, emm við sammála um það, Þorsteinn minn, að lokalínur Gunnarshólma séu fagrar. En þær em ekki list fyrir það eitt, að þær em fagrar. Ljóðlínan ólgandi Þverá veltur yfir sanda er fögur vegna þess að hún er fullkomin að formi; hún er fögur vegna þess hvemig bragliðum er hagað, hvernig áherzlum og sam- böndum sérhljóða og samhljóða er skipað til atkvæða af hljóm- vísri hugkvæmni. Mér kæmi ekki á óvart að Kínveiji hrifist af þokka þessarar ljóðlínu. Og þó ætti íslendingur að kunna enn betur að skynja fegurð hennar, því hann finnur, að merking og hljómUr orðanna leggjast á eitt að magna þá kvikmynd sem línan bregður upp. Samt er það ekki sú fegurð ein, sem gerir ljóðlínuna að stórbrotinni list, heldur hitt, að hún er miklu meira en fögur. Hún er list umfram allt vegna þess, að staða hennar í ljóðinu gefur leiftursýn yfir gjörvalla sögu íslenzkrar þjóðar og gleggri skilning á örlögum hennar en veittur yrði í löngu máli til útskýr- ingar. Og nú vil ég ekki heyra neinar heimspekilegar hártoganir! Þú hafðir það réttilega eftir mér í sumar, að í himnaríki hlyti það að vera smekksatriði, hvort tvisvar tveir væru fjórir eða f imm, enda væri þar ekkert himnaríki að öðrum kosti. Þú mættir hug- leiða það nánar. En í öllum bænum hættu að snúa gamni í alvöru; þú ert miklu skemmtilegri þegar nú snýrð al- vöru í gaman. Svo kveð ég þig, kæri vinur, með hjartanlegri þökk fyrir allt gott. "°*son SAGAN GLEVMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson. Ásgeir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn og sjósóknarar fyrr á árum, auk sögunnar af skipherra landhelgisgaeslunnar, sem Englendingar létu íslenskan forsaetisráðherra reka. LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. hlarold Sherman. Sherman greinir hér frá tilraunum sinum á laekningamaetti hugans og setur fram ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast laekningar. liann er fullviss um það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og líkama. UNDIR HAMRINUM. Grétar Kristjónsson. Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Mér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa í greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifaríkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin koma berlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur. DULRÆN REYNSLA. Guðný Þ. Magnúsdóttir. Frásagnir af dulskynjunum sjö islenskra kvenna. Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. Mér segja sjö islenskar konur frá reynslu sinni i þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum. OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Guðmundsson. 20 rædur og greinar. Mér fjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu i Mafnarfjarðarjíirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira. SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson. Þetta er önnur Ijóðabók Árna Grétars. 1982 kom út Leikurad ordum, þar sem voru bæði frumort Ijóð og þýdd. Mér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg að efni og framsetningu og bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf- undinn. Eirikur Smith myndskreytti. SKUGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERSSIWiSSF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.