Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 22
8S 22 G8ei aaaMaaaa .sr huoaquhivoim araAjaMUÐHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Hjartans þakklœti til allra, er sýndu okkur vin- semd og hlýhug á 80 ára afmœlisdegi mínum 21. september og á demantsbrúðkaupsdegi okkar 23. nóvember. MeÖ ósk um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár. Klara Vemundsdóttir og Arsæll Kjartansson, Háaleitisbraut 103. Heiðríkja að kvöldi eftir Gísla Jónsson Bragi Siguijónsson, sem nú er orðinn 79 ára gamall, hefur sent frá sér níundu Ijóðabók sína. Ég hef fylgst nokkuð með Ijóðagerð hans, einkum hin síðari ár, og ég undrast 3lt Höfundar: Guðmundur Jónssorrog Þorgeir Guðlaugsson. Meðal efnis er: Ferðasaga á hestum yfir Heljardalsheiði á Tröllaskaga. Bjó alein á Ystu -Nöf og vann við smölun á hálendinu heilt sumar. Setti góminn á smergelið. Faldi skeiðknapann á háaloftinu. Á mótormeri með lögregluna á hælunum um Breiðholtið. Um hverja er verið að fjalla? Alla Aðalsteins, Hinna Braga, Baldvin Ara, Einar 0der, Rúnu Einars, Jón Pétur, borgarbörn og Hólabændur á ferðalagi. í bókinni eru hundruð mynda, litmyndir og svarthvítar auk teikninga. Þetta er níunda árbókin um íslenska knattspymu. Þessar bækur hafa þegar öðlast fastan sess í bókasafni þeirra er unna knattspyrnunni. Jafnframt því að vera árbók um íslenska knattspymu er ætíð hluti af upphafssögu knattspymunnar rakin í hverri bók. Bókin er prýdd fjölda mynda bæði litmynda og svarthvítra mynda. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson, íþróttafréttaritari og er óhætt að segja að slík árbók getur ekKi verið betur komin en í höndum hans. Simar: 67 24 00 67 24 01 31599 hversu ftjór hann er enn, bæði mikil- virkur og góðvirkur. Svo mörg fög- ur ljóð voru i'síðustu bók hans, Sunnan Kaldbaks (1982), að ekki er að búast við því, að Einmæli nú taki henni fram að öllu samanlögðu, einkum þegar aldur skáldsins er hafður í huga. En í Einmælum eru svo mörg mjög góð ljóð, að mig langar til að segja frá þeim. Þegar ég hafði tví- eða þrílesið bók- ina, punktaði ég hjá mér þessi efnis- atriði: haust (tákn ellinnar) með æðrulausu karlmennskuviðhorfi, fegurð hins óhjákvæmilega undir leiðarlokin, iðrun vegna þess sem fyrr þykir hafa verið misgert, sátt- fýsi umfram annað, þátíðarþrá (eins og Kristján frá Djúpalæk segir) til æskustöðvanna, ást; og það glittir í húmor og trú. Ljóðin eru auðvitað misgóð, nærri má nú geta, á sumum eru ofurlitlir annmarkar sem þó ráða úrslitum, að mér þykja þau ekki hafa heppn- ast nógu vel. En ég hef merkt við tólf ljóð sem mér þóttu mjög góð, og það þykir mér gott í nýrri ljóða- bók. Nú ætla ég ekki að endurbirta hér öll þessi ljóð, aðeins dæmi máli mínu til stuðnings: Síðdegi Orðið er aftni nær, útrænan burtu dvín, litverpur fossinn fer feiminn með kvæði sín, óminn af svanasöng sunnan af vatni ber, lækur af holtum heim hljóðlátum skrefum fer, angan úr grasi góð gælir þig dreymin við, leggur við hjartans hryggð hugbót og lausnarfrið. Auðvitað eru aldursmörk á yrkis- efni og viðhorfi, en ekki ellimörk, nema síður sé, á medferd yrkisefnis- Mér finnst liggja kuldi í loftinu Segðu mér, sunnanfari, er sumarið að kveðja? Mér finnst liggja kuldi í loftinu. Öxarfjarðarmóða er komin á austurheiðar. Tókuð þið eftir orðinu Öxarfjarð- armóða? Hvaðan er þessi mynd? Hvaðan er þessi yfirsýn? Er það ekki augljóst? Fyrir þetta eina orð. Þá vissi ég — Vorið kom í nótt. Það vakti mig um óttu með því að drepa regngómum á gluggarúðumar. Síðan hló það sólargeislum gegnum skúrina og snart fuglana úti í garðinum með gambanteini sinum svo að þeir fengu nýjan hljóm í hálstónana. Þá vissi ég að þú varst komin, þó að ég sæi þig ekki: þú og vorið voru komin. Eru hér ekki viðunandi persónu- gervingar og myndhverfingar? Er ekki ástin í leik með vorinu, þótt ekki sé meira sagt? Hvisl Nú hef ég þakkað öllum utan þér sem á ég mest að þakka, þannig vísast mörgum manni fer við mesta þakkarvandann kveinkar sér og þögull gengur fyrir Gjallarbakka. En beri mig af Gjallar hverfihyl á handanjarðar strendur, dreymir til þess dul mín öll og vil að dísir góðar hagi því svo til að við mér taki þinar hjálparhendur. Bókmenntaverð- laun forsetans eftirHilmar Jónsson Bókmenntaverðlaun forseta ís- lands er ekki nýtt mál. Fyrir all- mörgum árum átti að kenna þau við Jón Sigurðsson forseta en þáver- andi menntamáiaráðherra Ragn- hildur Helgadóttir neitaði að ábekja hugmyndina. Ástæðan var vafalitið ótti Ragnhildar við að hér yrði óheiðarlega að verki staðið. Því miður hefur þessi ótti ábyrgra aðila ræst. í uppsiglingu er nú meiri háttar hneyksli, sem hlýtur að skaða álit forsetans stórlega. í haust var tilkynnt um 1 milljónar kr. bókmenntaverðlaun. Aðstand- endur voru ýms fjölmennustu fé- lagasamtök í landinu, en endanleg úthlutun hjá forseta Islands. Bóka- útgefendur voru hvattir til að senda inn bækur gegn 30 þúsund króna þátttökugjaldi. Forval líkt og forval frambjóðenda hjá Alþýðubandalag- inu hefur farið fram. Hvers vegna 10 en ekki ein? Á þremur vikum hafa 10 menn lesið 50-60 bækur og telja sig dómbæra þar um. Út- koman var sú að Mál og menning, aðalútgáfufélag Allaballa, fékk 4 bækur en útibú þeirra, Iðunn, Vaka og Forlagið afganginn. AB, höfuð- vígi sjálfstæðismanna, fékk tvær og hefur auglýst að þeir telji sinn hlut góðan. Þegar forvalið er búið má almenningur greiða atkvæði. Er þetta keimlíkt fyrirkomulag og tíðkaðist í Sovét áður en Gorbatsjov gerði þar allt vitlaust. Ég hefi lítillega gluggað í nokkr- ar hinna útvöldu bóka: Ljóðabækur Stefáns Harðar og Ingibjargar finnast mér slappar. Skáldsaga Thors er góð skemmtun. Þar er á listilegan hátt blandað saman uppá- ferðum og morðum. En vitaskuld á bókin ekkert skylt með bókmennt- um. Kannski hafa dómararnir verið smeykir við höfundinn, sem eitt sinn las í voldugasta fjölmiðil þjóðarinn- ar frægustu klausu sem íslenskur höfundur hefur sent frá sér á ör- lagastundu. Hún er svona: „Vegna síðari tíma sagnfræðinga skal þess getið: Ég sagði ekki upp við leik- skrá Þjóðleikhússins, ég var rek- inn.“ Almenningur á íslandi veit lítið um þá grimmd og miskunnarleysi sem ríkir í menningarmálum á Is- landi. Mest er harkan í bókmennt- unum. Þýðingarmest þykir að ráða gagnrýni fjölmiðlanna. Fyrir fáum árum sagði einn virtasti leikari landsins mér frá ástandinu í sinni stétt: Ungir leikarar, sem ekki eru vinstri sinnaðir, þyrðu ekki að gefa upp pólitískar skoðanir af ótta að fá ekki verkefni. Dæmið um Höllu Haraldsdóttur málara er einkenn- andi. Um hana skrifaði Aðalsteinn Ingólfsson menningarritstjóri DV eitthvert svæsnasta níð, sem birst hefur á prenti á síðari árum og áhrifaríkir aðilar reyndu allt hvað þeir gátu að koma í veg fyrir sam- vinnu Höllu við hina þýsku Oidt- mann-bræður. Ástæðan: Halla er góður listamaður og tilheyrir engri klíku. Margar verðlaunaveitingar í bók- menntum og listum hafa verið hnéyksli. Hver man til dæmis eftir bókinni Virkisvetur, sem á sínum tíma fékk ein hæstu bókmennta- verðlaun, sem veitt hafa verið hér á landi? Áreiðanlega fáir. Ég sagði áður að lýsa yrði ábyrgð á hendur forseta landsins fyrir þessa uppá- komu. Hún (þ.e. forsetinn) hefur raunar sýnt'fijálsum rithöfundum hvar hún stendur með því að hunsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.