Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 43 Rafinagnseftirlit ríkisins: RAFMAGNIÐ OG RETT UMGENGNIYIÐ ÞAÐ Ef nolað er fjöltengi milli raf- tækis og veggtengils er mikilvægt að nota rétt fjöltengi. Ef raftækið á að vera jarðtengt verður að nota fjöltengi með jarðtengdri taug og kló, og á að sjálfsögðu að stinga í samband við jarðtengdan vegg- tengil. Öskynsamiegt er að hlaða mörgum straumfrekum tækjum á sama fjöltengið. (]ö55m ; Gefið gaum að merkingum á raftækjum, t.d. lömpum: MAX 60 W þýðir að peran má ekki vera stærri en 60 vött. Ann- ars hitnar lampinn of mikið. Peran verður líka að vera af réttri gerð fyrir lampann. Þetta tákn fyrir lágmarks- fjarlægð kast- ara frá brennan- legu efni. (Fjarlægðin er breyti- leg.) Stórt V táknar spennu (Volt.) Algengasta notendaspenna er 220 volt. Maður sem lendir inni í straumrás með slíka spennu er í lífshættu. Nú eru mjög í tísku lampar með innbyggðum eða sam- byggðum spenni, sem lækkar spennuna niður í 12 eða 24 volt. Þessir lampar eru ýmist ætlaðir til fastrar lýsingar, eða sem færan- legir borð- eða gólflampar. Hita- stig smáspenntra lampa getur far- ið upp í 400 stig á Celsíus, en það er fjórum sinnum hærra en gerist með venjulega glóperulampa. Því þarf að gæta sérstakrar varúðar við uppsetningu slíkra lampa, svo og alla meðhöndlun í námunda við brennanleg efni. Gilding (viðurkenning) raffanga af hálfii RER Jólaljósasamstæður (seríur) eiga að vera samþykktar til notk- unar af Rafmagnseftirliti rikisins, og þeim eiga að fylgja leiðbeining- ar á íslensku. Inniljósasamstæður eru yfirleitt. tengdar 220 V spennu. Þótt ein eða fleiri perur bili í sumum sam- stæðum, getur áfram logað á hin- um. En spennan hækkar þá á þeim og þær hitna, springa eða bræða einangrun og geta þannig valdið íkveikju. Því er nauðsynlegt að eiga réttar varaperur og skipta strax um bilaðar perur. Útiljósasamstæður eru bæði til Almennar umgengnisreglur Gætið þess að börn leiki sér ekki með dúkkulampa, klemmu- lampa eða önnur rafföng, sem tengd eru 220 volta spennu. Farið ekki frá djúpsteikingar- potti meðan hann er í sambandi. Sjálfvirkur hitastillir getur bilað. Sama gildir um straujárnið. Farið ekki frá og gleymið raf- magnshellu sem búið er að kveikja á, þótt siminn hringi eða hringt sé dyrabjöllu og gestur komi í kaffispjall. Slík gleymska hefur valdið mörgum eldsvoðum. Yfirfarið og skiptið um gamlar og gallaðar snúrur á heimilistækj- um. Notið réttar klær og festið taugina vel í klónni. Fleygið gömlum, óviðurkennd- um jólasamstæðum. Varist að kaupa óviðurkennd rafföng, svo og rafföng á útimörkuðum, ný eða notuð. Slíkur varningur getur ver- ið hættulegur. Slökkvið á ljósasamstæðum og öðrum skrautljósum á nóttunni, Gleymið ekki eldavélinni eða djúpsteikingarpottinum, þótt síminn e'ns ef íbúðin er skilin eftir mann- hringi. fyrir beina tengingu við 220 V og einnig fyrir 24 volt. Festið útisam- stæðuna vandlega, og skiptið strax um brotnar eða bilaðar per- ur. Spennar við smáspenntar sam- stæður eru prófaðir sérstaklega og þurfa að hafa hlotið gildingu eða samþykkt af hálfu RER. Setj- ið ekki fleiri samstæður við sama spenni en ætlast er til af framleið- anda, og notið ekki aðra og óskylda spenna við ljósasamstæð- ur. Fjöltengi og framlengingarsnúrur Gangið þannig frá framlenging- arsnúru utanhúss, að samskeyti séu vatnsþétt. laus. ÍH Tákn fyrir tvöfalda einangnin | Q í Tákn fyrir lágmarksfjarlægð kastara frá brennanlegu efni {t.d. 0,5m; G,8m; osfr.) : MAX60W Hámarksstærð peru í tiltekinn lampa j (g) Tákn fyrir jarðtengingu j JS_ Viðurkenningarmerki RER RER RAFMAGNSEFT1RUT RÍKISINS Nýjar stéttir heilbrigðisþjónustu? Aðstoðarsjúkraliðar og heilsuliðar eftirHalldór Halldórsson Rangfært var í frétt Morgun- blaðsins 12. september sl. af námsstefnu sjúkraliða á Húsavík þann 9. september að undirritaður hefði þar rætt hugmyndir heilsu- gæslulækna um að mennta fólk til starfa á heilsugæslustöðvum. Mér var mest í mun að fjalla um skort á faglærðu fólki til þjónustu við aldraða og leyfi mér að senda til birtingar meginhluta þess sem ég flutti á námsstefnunni. Á sl. ári vann ég að könnun á stöðu öldrunarþjónustu í hinum ýmsu sveitarfélögum á Norður- landi eystra. Þá gerði ég tilraun til samanburðar á mönnun á þeim stofnunum sem þjónusta aldraða og greini frá eftirfarandi dæmum. A Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri er haldið stíft við þá stefnu að ráða ekki ófaglært fólk til að- stoðar við hjúkrun og plássum lok- að ef ekki fást nægjanlega margir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til starfa. Reynt er að halda mönn- unarhlutfalli sem næst einum sem þýðir að fjöldi starfsfólks við hjúkrun, sem skiptist á að gegna morgun-, kvöld- og næturvöktum, er jafn fjölda inniliggjandi sjúkl- inga (en ekki að stöðugt sé jafn margt starfsfólk að störfum og sjúklingarnir eru). Ég efast ekki um að við slíkar aðstæður eru vinnuskilyrði eftirsóknarverðust og þjónustan best. Svo vel mönn- uðum deildum ætti ekki að liðast að tregðast við að taka inn þunga hjúkrunarsjúklinga ef pláss eru laus. Á Kristnesspítala hefur um ára- bil ekki tekist að ráða hjúkrunar- fræðinga né sjúkraliða i allar stöðuheimildir og ófaglært fólk ráðið í staðinn til hjúkrunarstarfa. Ekki eru nægjanlegar stöðuheim- ildir hjúkrunarfræðinga né sjúkra- liða til að ná mönnunarhlutfallinu einum. í október ’88 var mönnun- arhlutfall á Kristnesspítala 0,64 og 45% starfsliðs við hjúkrun ófag- lært. Verst var ástandið á hjúkrunar- deild Húsavíkurspitala. Mönnun- arhlutfall þar var 0,60 og 80% starfsfólks við hjúkrun ófaglært. Við slíkan skort á faglærðu fólki er augljóst áð erfitt, ef ekki ógjör- legt, er að halda uppi fullnægjandi þjónustu. En hvað er til ráða? Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar geta betur svarað því en ég hve miklu það breytti að bæta ráðningarkjör — laun, barnagæslu, húsnæði o.fl. — og að breyta vinnutilhögun — vöktum, verkaskiptingu o.fl. Þó að vöntun faglærðs starfsfólk sé mikil nú þegar virðast horfur á „Ég tel það vera skyldu okkar, sem vinnum við þessi skilyrði innan heilbrigðisþjónustunn- ar, að benda á vandann og koma með tillögur til lausnar.“ að hún verði enn meiri á næstu árum því að gömlu og veiku fólki virðist munu fjölga mun hraðar en hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Ég tel það vera skyldu okkar, sem vinnum við þessi skilyrði innan heilbrigðis- þjónustunnar, að benda á vandann og koma með tillögur til lausnar. Mér virðist liggja beinast við að fara að fordæmi nágrannaþjóða okkar og mennta nýja stétt heil- brigðisstarfsfólks. í Danmörku heitir þessi stétt „plejehjemsas- sestenter". Ég tel mjög brýna þörf á að koma á minna en 1 árs námi fyrir fólk sem vill vinna við umönn- un aldraðra. Það gæfi þeim starfs- réttindi á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ef til vill á hjúkrunardeildum sjúkrahúsa og við heimaþjónustu. Námið veitti starfsöryggi og kauphækkun og bætti vonandi úr skorti á starfs- fólki. Konum sem stofnað hafa heimili og eignast böm áður en þær luku öðru en skyldunámi og gætu hugsað sér að starfa við umönnun aldraðra þegar börnin eru komin á legg vex i augum að setjast fyrst á skólabekk í 2-4 vetur til að ljúka sjúkraliðanámi, en 8-12 mánaða nám sem byðist á heimaslóð og væri bæði verklegt og bóklegt gæti höfðað til þeirra. Hjúkrunarfræðingar voru, a.m.k. sumir, á móti því að sjúkra- liðanámi væri komið á. En hver vildi nú vera án sjúkraliðastéttar- innar? Nú virðist sjúkraliðum kannski að þessi nýja stétt yrði ógnun við þá. En er ekki hægt að komast hjá því með því að af- marka réttindi þeirra við fyrr- nefndar stofnanir? Starfssvið stéttarinnar þyrfti að skilgreina. í mínum huga yrði þetta nám sem líkast því sem nám sjúkraliða var á Akureyri í upphafi. Æskilegast væri að mennta- kerfið væri svo opið og sveigjan- legt að einstaklingar úr þessari nýju stétt, sem e.t.v. mætti kalla aðstoðarsjúkraliða, gætu menntað sig til sjúkraliða með viðbótar námi þegar áhugi og aðstæður væru fyrir hendi. Sjúkraliðar hefðu einnig möguleika á að mennta sig til að verða hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðingar að verða læknar. Allar þessar stéttir þurfa að vinna saman og enginn getur án hinna verið. Höfundur eryfirlæknir á Krístneshælinu. Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœður Ferðaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Áskriftanimim er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.