Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DBSEMBER 1989 nmmm Ást er ... ... tákn um titring. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate um stigann ... HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. . Of mikill hávaði S.M. hringdi: „Ég vil taka undir með „Dansunnanda" sem talar um að of mikill hávaði sé á skemmtistöð- um. Það er fyrir neðan allar hell- ur hve hávaðinn er mikill og nær útilokað að skemmta sér við þess- ar aðstæður. Ég vil nota tækifæ- rið til að lýsa ánægju minni með Aðalstöðina og músíkina sem þar er spiluð.“ Góð útvarpssaga Kona hringdi: „Ég vil vekja athygli á því að nú er verið að lesa-ágæta sögu á Bylgjunni og hefst lestur hennar kl. 7.45 á morgnana. Þetta er yíkingafeðin til Surtseyjar eftir Ármann Kr. Einarsson." Kettir Fimm mánaða gamall hvítur köttur með brún eyru og skott fór að heiman frá sér að Nýbýlaveg í Kópavogi fyrir skömmu. Vin- samlegast hafið samband við Magnúsínu í síma 42259 eða síma 82615 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Ómerktur, grár, hálfvaxinn fressköttur, frekar íoðinn, fór að heiman frá sér að Framnesvegi hinn 7. desember og er hans sárt saknað. Síminn er 626211. Svartur fressköttur leitaði ásjá í trésmiðjunni Iðju, Smiðjuvegi 2, Kópavogi fyrir tveimur aða þrem- ur vikum. Kisi er alsvartur með sérkennilega móleita slikju á feld- inum og örfá hvít hár á bringu. Upplýsingar í síma 84100. Réttarstaða lögreglumanna Einar Vilhjálmsson hringdi: „Mikið hefur verið um ofbeldi í Miðbænum og má sjálfsagt rekja það til ölvunar sem hefur aukist vegan bjórsins. Væri ekki hyggi- legt að lögreglan fengi sér s.s. fimm lögregluhunda til að halda þessu fólki í skefjum. Þá þyrfti að endurskoða réttarstöðu lög- reglumanna í starfi. Það háir lög- reglumönnum mjög í starfi að réttarstaða þeirra er veikari en mannsins sem þeir eru að hand- taka.“ Þarfaverk Gömul kona hafði samband og óskaði eftir að koma þökkum til þeirra sem áttu þátt í því að sett hafa verið handföng við tröppur Reykjavíkur Apóteks. Sagði hún það þarfaverk sem margir myndu njóta. Taska - myndavél Ljósbrún myndavélartaska tap- aðist á planinu bak við Fóst- bræðraheimilið á laugardag. í henni var Canon T50 myndavél og einnig linsa og flass. Finnandi vinsamlegast hringi i síma 73639. Fundarlaunum heitið. Árekstur Mánudaginn 27. nóvember kl. 17.20 varð árekstur rétt fyrirofan nýju bensínstöðina í Öskjuhlíð. Þar lentu saman grár Audi coupé og vínrauður Subaru. Þeir sem urðu vitni að árekstri þessum vin- samlegast hringi í síma 54898. Mjög mikilvægt er að ökumaður í ljósri eða hvítri bifreið er ók framhjá í þann mund er árekstur- inn átti sér stað hafi samband. Leiðrétting í greininni „Eru skólayfirvöld traustsins verð?“ sem birtist í Velvakanda 8. desember urðu þau mistök að þar þar sem átti að standa sjöunda bekk var haft sjö ára bekk. Er beðist afsökunar á þessum mistökum. Góðir þættir Hlustandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir þættina „Með öði-um orðum“ sem Svaka- málaleikhúsið er með á Bylgj- unni. Þá vil ég einnig þakka fyrir þættina „89 á Stöðinni" í Sjón- varpinu." Kettlingur Óska eftir kettling. Vinsamleg- ast hringið í síma 72961 eftir kl. 16. Yíkverji skrifar eir sem vinna við það hvem ein- asta dag að festa orð á blað þurfa oft að staldra við og leiða hug- ann að því, hvaða orð eru heppileg- ust til að koma hugsuninni til lesand- ans. Vissulega er hætta á því, að orðaforðinn verði staðlaður og menn kjósi helst að flalla um viðfangsefni sem þeir hafa á valdi sínu, þannig að þeir þekki bæði efnið og þurfí ekki að leita langt eftir orðum til þess að rita um það. Þeir sem skrifa reglulega um efnahags- eða atvinnu- mál og notaða staðlað málfar um þau efni þurfa að róa á ný mið í huga sínum, þegar þeir fjalla um bók- menntir, svo að dæmi sé tekið. íþróttamál á þingfréttum þætti að sjálfsögðu ekki við hæfi. Komi málræktarmenn til fundar við blaðamenn hafa þeir oft á orði, að æskilegt væri að menn sýndu meiri hugkvæmni við notkun tung- unnar. A hinn bóginn fer alls ekki vel á því, þegar menn eru að segja fréttir af atburðum eða lýsa einföld- um staðreyndum að beita stílbrögð- um. Mestu skiptir að sjálfsögðu að blaðamaðurinn hafí þau tök á efninu að hann geti miðlað því hnökralaust til fjöldans á skömmum tíma. Blaða- menn verða að bijóta efni sitt til mergjar, átta sig á höfuðatriðum og nota þann stíl sem hæfír því hverju sinni án þess að trufla lesandann með einhveijum brögðum. XXX etta hvarflaði að Víkveija á dög- unum, þegaf hann hlustaði á háskólamenn ræða um nýskipan í fiskveiðum og hvemig bregðast ætti við, þegar kvótakerfíð hefði skilað þeirri hagkvæmni í útgerð, að fyrir- tækin gætu greitt gjald fyrir að taka fískinn úr sjónum. Hingað til hafa menn helst notað orðið auðlindaskattur um þetta gjald. Það hefur hins vegar fallið í áliti, einkum eftir að spurt var skýrt og skorinort, hvort besta leiðin til að efla sjávarútveginn væri að auka umsvif ríkisins með skattheimtu. Nú eru komin til sögunnar orð eins og kvótagjald, veiðigjald, hráefnisjöfn- unargjald, veiðileyfisgjald og að- göngugjald að fiskimiðunum eða söluskattur á kvóta en þau eiga öll að ná til þess, hvað eigi að gera við svonefnda fiskveiðirentu, sem er arð- ur vegna þeirrar hagkvæmni sem kvótakerfið á að hafa í för með sér. XXX Víkveiji ætlar ekki að blanda sér í umræðumar um kvótamálin hér á þessum vettvangi en honum þykir einsýnt, að spumingin um orðavalið í deilunum um þau snúist að sjálfsögðu um það með hvaða hætti menn telja best að „selja“ hug- myndir sínar á hugmyndamarkaðin- um. Er ekki auðveldara að fá skatt- pfnda þjóð til fylgis við veiðigjald en auðlindaskatP. Þannig er þetta í raun og veru um allt sem biaðamenn eru að bjástra við á hveijum einasta degi. Þeir geta kallað fram ólíkar tilfinningar eftir því, hvaða orð þeir nota eða hvemig þeir nota þau. Ifyrirsögnin „Daufír dagar“ á frásögn af sérstöku kynn- ingarátaki vegna íslensks iðnaðar kallar að sjálfsögðu á skjót viðbrögð frá þeim, sem hlut eiga að máli, eins og sést hefur hér á síðum blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.