Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIg MIÐVIKU.DAQUR 13, DESEMBER 1989 Þrotabú Vinkils: Viljum ekki missa reksturmn úr bænum - segir Hólmsteinn Hólmsteinsson formaður atvinnumálanefndar BÚSTJÓRI þrotabús Vinkils sf. á Akureyri hefur sent atvinnumála- nefnd bréf þar sem m.a. er beðið um að nefndin fjalli um málið og hugsanlegar leiðir til að koma rekstrinum í gang. Starfsmenn atvinnumálanefhdar eru nú að skoða þetta mál. Vilji er fyrir því innan atvinnu- málanefndar að halda rekstrinum gangandi og sagði Hólmsteinn Hólm- steinsson formaður nefndarinnar að málið yrði skoðað i samvinnu við bústjóra og aðra sem því tengjast. Hólmsteinn sagði að reynt yrði að koma saman einhverjum sem tekið gætu að sér reksturinn. „Við munum leita allra leiða til að koma rekstrin- um í gang aftur og höfum falið okk- ar starfsmönnum að kanna hvaða leiðir eru færar í því sambandi. Menn vilja ekki missa þennan rekstur úr bænum,“ sagði Hólmsteinn. Asgeir Björnsson bústjóri vildi ekki tjá sig um þessi mál í gær, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er komið fram tilboð í fasteign fyrirtækisins, vélar og tæki og að því standa heimamenn og aðilar úr Eyjafirði. Grímsey: Net tekin upp HAFÍSINN hefur verið að nálg- ast Grímsey síðustu daga og á sunnudag voru net þeirra tveggja báta sem verið höfðu á netum tekin upp. Bára Sævaldsdóttir fréttaritari í Grímsey sagði að línubátar hefðu verið á sjó í gær, en íshrafl væri umhverfis eyjuna og stakir jakar á reki. Austanáttin var ríkjandi í gær, en Bára sagði að ef brygði til norðlægra átta mætti búast við að ísinn ræki alveg upp að eyjunni og væru bátaeigendur viðbúnir því að taka báta sína upp á land. ar Bóasdóttur, en Guðrún A. Krist- insdóttir raddþjálfaði kórana og leik- ur jafnframt undir á píanó. Karlakór Akureyrar héit fyrstu lúsíuhátíðina fyrir 42 árum og hefur síðan staðið fyrir slíkum hátíðum, nú í samvinnu við Karlakórinn Geysi, en lúsíuhátíðin hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna. Akureyri íþróttakennari Vegna forfalla vantar íþróttakennara í heila stöðu við Síðuskóla frá áramótum. Um er að ræða 33ja stunda kennslu í íþróttum og sundi. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Jón Baldvin Hannesson, í síma 96-22588. Akureyrarbær Öldrunarþjónusta HJÚKRUHARFRiEDINGAR Viö viljum ráða hjúkrunarfræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi einkum á helgar- og nætur- vaktir. SJÚKRALIDAR í ársbyrjun 1990 vantar okkur sjúkraliða bæði í fullt starf og hlutastöður. Umsóknarfrestur er til 30. desember. Komið og kynnið ykkur starfsemi heimilisins. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-27930 alla virka daga frá kl. 08.00-16.00. Hjúkrunarheimilið Hlíð. Morgunblaðið/Rúnar Þór Atvinnuástand í Hrísey hefur verið gott og verður full vinna i eynni fram til jóla. í gærmorgun var unnu þær Erna, Lóa og Vera hjá Rifí hf. við að beita, en Svanur, bátur fyrirtækisins er nú á línu. Hrísey: Mikil atvinna og fólki boðið að vinna í fiski milli jóla og nýárs Akureyrarkirkja: Lúsíuhátíð í kvöld Lúsíuhátíð Karlakórs Akureyrar og Karlakórsins Geysis verður í Akur- eyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld og hefst hún kl. 20.30. Lúsíuhát- íðin verður síðan endurtekin næstkomandi laugardagskvöld, einnig í Akureyrarkirkju kl. 20.30. Flytjendur á Lúsíuhátíðinni eru karlakóramir tveir, undir stjóm Mic- haels Clarkes, kór Bamaskóla Akur- eyrar undir stjðm Birgis Helgasonar, í hlutverki lúsíunnar er Margrét Bó- asdóttir, Strengjasveit Tónlistarskóla Akureyrar leikur og Bjöm Steinar Sólbergsson leikur einleik og annast undirleik. Lúsíurnar mynda kvenna- kór sem syngur undir stjórn Margrét- NÆG atvinna er í Hrísey og svo hefúr verið í allt haust. Unnið verð- ur alla næstu viku i fískvinnslu hjá þeim fyrirtækjum sem hana stunda. Þá verður því fólki sem vill boðið upp á að vinna á milli jóla og nýárs, m.a. að ýmsum verkefnum sem ekki heftir legið á. Súlna- fell kemur úr síðustu veiðiferð sinni á næsta mánudag og verður aflinn unnin næstu viku. Þá fískar Frosti frá Grenivík kvóta fyrir Borg hf. og Svanur, bátur Rifs hf. er á línu og hefur fengið nokkuð þokkaiegan afla. Oli Bjömsson verkstjóri hjá Rifi hf. sagði atvinnuástand gott og svo hefði verið allt frá því í sumar. Rif hf. gerir út Svan EA sem er um 60 tonn að stærð og er hann nú á línu. Um 8-10 manns vinna við beitingu, en aflinn er unninn í salt og í salthúsi vinna 7 menn. ,,Þetta er svona reytingur," sagði Oli að- spurður um aflabrögð. Svanur hefur verið að fá þetta 4-5 tonn í róðri undanfarið. I salthúsinu hefur verið unnið alla laugardaga í nóvember og það sem af er desember og þá hefur skólafólk gengið til liðs við þá Rifsmenn. „Það hefur verið mik- ið að gera hérna síðan báturinn fór á línu,“ sagði Óli. Hjá Borg hf. hefur einnig verið nóg að gera undanfarið, en þaðan eru gerðir út bátamir Eyborg og .ísborg. Báðir bátarnir eru á rækju og landa aflanum á Blönduósi, en Frosti EA frá Grenivík er að veiða Plasteinangrun: Skiptaráðandi óskar eftir viðbótargögnum ARNAR Sigfússon skiptaráðandi bæjarfógetaembættisins á Akureyri sendi forráðamönnum Plasteinangrunar hf. bréf í gærmorgun þar sem hann óskaði eftir að fá í hendur ítarlegri gögn varðandi stöðu fýrirtæk- upp í kvóta Borgar og landar aflan- um í Hrísey. Frosti er á línu og segir Jóhann Sigurðsson verkstjóri að aflinn hafi verið þokkalegur. Um 10 manns vinna við saltfisk- verkun hjá Borg og verður unnið þar alla næstu viku. Jóhann sagði að það fólk sem vildi, gæti fengið vinnu milli jóla og nýárs. Súlnafellið kemur úr sinni síðustu veiðiferð næstkomandi mánudag, og verður aflinn unninn hjá frysti- húsi KEA í Hríey í næstu viku. Eftir það verður fólkinu boðið upp á að taka launalaust leyfi fram yfir áramót, en Magnus Mikaelsson verkstjóri sagði að þeir sem vildu gætu fengið vinnu milli jóla og nýárs. „Það á eftir að pakka haus- um og þunnildum og gera ýmislegt sem ekki hefur legið á og við höfum ekki látið vinna í eftirvinnu. í frysti- húsinu vinna 30-35 manns. „Við hefðum gjarnan viljað hafa meiri kraft í þessu, þetta hefur gengið í öðnim gír, en menn vilja gjarnan vera í fimmta," sagði Magnús. Eins og fram kom í frétt í blaðinu í gær rann fimm mánaða greiðslu- stöðvun Plasteinangrunar út ' á sunnudag og hefur félagið lagt inn beiðni um heimild til að leita nauða- samninga. Skiptaráðandi hefur farið yfir gögn frá fyrirtækinu og hann hefur nú óskað eftir ýmsum við- bótargögnum. Frestur félagsins til að skila inn þessum gögnum er til mánudags í næstu viku og fyótlega eftir það mun verða tekin til þess afstaða hvort félaginu verði heimilt að fara þessa leið. Atvinnumálanefiid: Tilbúin að styrkja verkefni á sviði fiillvinnslu sjávarafla FULLVINNSLA sjávarafla var til umræðu á fúndi sem atvinnumála- nefnd efndi til með fulltrúum nokkurra stærstu fyrirtækja á þessu sviði á Akureyri. Engar ákvarðanir voru teknar um framhald málsins, en atvinnumálanefnd lýsti sig reiðubúna til að styrkja slíkan iðnað og jafnvel taka þátt í slíkum verkeftium væri vilji fyrir hendi hjá þessum aðilum. Hólmsteinn Hólmsteinsson for- maður atvinnumálanefndar sagði að málin hefðu verið rædd vítt og breitt. „Við boðuðum aðallega til þessa fundar til að heyra sjónarmið manna og láta það koma skýrt í ljós að við værum tilbúnir að aðstoða ef hug- myndir af þessu tagi eru í gangi í fyrirtækjunum," sagði Hólmsteinn. Á fundinn komu Kristján Jónsson frá Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson og Co, Gunnar Ragnars og Ásgeir Amgrímsson frá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa, Þorsteinn Már Baldvins- son frá Samheija og Kristján Ólafs- son sjávarútvegsfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga. Hólmsteinn sagði að verið væri að vinna að þessum málum á einn eða annan hátt hjá umræddum fyrir- tækjum og hjá K. Jónsson hefði til að mynda verið unnar afurðir beint á neytendamarkað. „Menn eru nú að hugsa málið hver í sínu lagi og við bíðum eftir að heyra hvað kemur út úr því.“ Steinþór Siguijónsson Lést af slysforum MAÐURINN, sem lést eftir vinnuslys í verksmiðju Sana á fdstudag, hét Steinþór Sig- uijónsson. Steinþór var 37 ára gamall, til heimilis að Álfabyggð 8. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.