Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 33 Pálmi Jónsson (S-Nv); Fj árlagafrumvarpið löðrandi í vanáætlmium Stefintí allt að sex til átta milljarða halla 1990 Pálmi Jónsson (S-Nv) sagði hallann á fjárlagadæmi komandi árs Qóra miHjarða króna að breytingartillögum fjárveitinganefindar við aðra umræðu fjárlaga samþykktum. Þar að auki bíði þungir útgjaldaliðir afgreiðslu við þriðju umræðu fjárlaga, sem skekki dæmið enn. „Ég hefi leyfit mér að áætla að fjárlög verði afgreidd með allt að 6 milljarða króna halla,“ ef ekki kemur til frekari tekjuöflun, sagði þingmaðurinn við aðra umræða um fjárlagafrum- varp komandi árs í sameinuðu þingi í gær. Líkur standi og til að „verulegur hluti hallans verði geymdur í einhverjum skúffúm fjár- málaráðherrans þangað til síðar á árinu að hann kemur til greiðslu hjá ríkissjóði", eins og gerzt hafi á þessu ári. Raunverulegur halli á fjárlagadæmi komandi árs getur því farið upp í 7-8 milljarða króna. Pálmi Jónsson sagði efnislega: 1) Fjárlagafrumvarpið er lagt fram með þriggja milljarða króna halla, sem sýnir uppgjöf ríkis- stjórnarinnar við að ná jafnvægi í fjármálum ríkisins. 2) Frumvarpið boðar áform um stórfellda skattþyngingu, bæði í tekju- og neyzlusírottum. 3) Það feiur í sér verulega þenslu í ríkiskerfinu á næsta ári með á þriðja hundrað nýjum starfsmönnum og aukningu MMACI rekstrarútgjalda um 2% að raun- gildi. í heild er spáð að samneyzla aukist um 1% á næsta ári meðan þjóðartekjur dragast saman um 1,4%. 4) FYamlög til fjárfestingar, við- halds og tilfærslna eru á^ hinn bóginn skorin harkalega niður, svo að hafa mun neikvæð áhrif á vinnuframboð í landinu. 5) FY-umvarpið er löðrandi í vísvitandi og handahófskenndum vanáætlunum, eins og 180 breyt- ingartillögur fjárveitinganefndar sýna glögglega. 6) Þungir útgjaldaliðir bíða þriðju umræðu fjárlaga: niður- greiðslur, almannatryggingar, lánasjóður námsmanna, uppgjör við sveitarfélög, vaxtagreiðslur o.fl. Trúlega hækka heildarútgjöld um allt að þijá milljarða króna í nefndaráliti minnihluta fjárveit- inganefndar kemur fram hörð gagnrýni á stöðu efnahags-, at- vinnu- og ríkisfjármála eftir 14 mánaða feril ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. í álit- inu segir m.a.: * 1) Erlendar skuldir fara hækk- andi, vóru 41,3% af landsfram- leiðslu 1988 — verða 50% 1989. * 2) Greiðslubyrði erlendra lána hækkar úr 16,6% útflutningstekna 1988 í 19% 1989. * 3) Halli á viðskiptum við útlönd verður 9,9 milljarðar króna á næsta ári, samkvæmt spám þar um, og er þá ekki tekið mið af alvarlegum horfum í loðnuveiðum. * 4) Halli á ríkissjóði stefnir í 5-6 milljarða króna á þessu ári og 6-8 milljarða á næsta ári. * 5) Spáð er yfir 2.000 gjald- þrotum í Reykjavík 1989. Ekki liggja fyrir tölur um gjaldþrot í stijálbýli. * 6) Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna verður að meðaltaii 8% lægri í ár en í fyrra. Spáð er 5% kaup- máttarrýrnun 1990. Kaupmáttur tryggingabóta hefur lækkað um 4-9% frá fyrra ári. * 7) Atvinnuleysi er þrisvar sinn- þegar þessir liðir koma inn í fjár- lagadæmið. Pálmi sagði að fjárlagafrum- varpið væri byggt á 16% verðlags- hækkun milli ára, en rekstrarút- gjöld ríkissjóðs eigi hinsvegar að hækka um 24,7% og launaútgjöld um 25,2%. Miðað við framkomnar tillögur fjárveitinganefndar hækki rekstrarútgjöld milli ára trúlega um 2% að raungildi. Langmest sé hækkunin hjá fjármálaráðuneyt- inu, eða rúmlega 50%. Þingmaðurin sagði að á árabil- inu 1980-1990 hefði þjóðarfram- leiðsla vaxið um 4% og þjóðartekj- ur um 8%. Á sama tíma hafi sam- neyzlan aukizt um 37%. Kostnaður við aðalskrifstofur ráðuneytanna hefur aukizt á föstu verði á árun- um 1982-1988 um 66,7%. Á tíma- bilinu 1980-90 fjölgaði starfs- mönnum hjá A-hluta ríkissjóðs um 38,7% eða 3.328 starfsmenn. Út- gjöld A-hluta ríkissjóðs hafa aldrei verið hærri sem hlutfall af lands- framleiðslu en á líðandi ári, 28,8% (22,8% 1984). Þrátt fyrir þessa misvísan, samdrátt í þjóðarbú- skapnum og fjárhagsstöðu fólks og fyrirtækja leggi ríkisstjórnin enn til vöxt ríkisumsvifa um 2% á næsta ári. FYumvarp fjármálaráðherra að Pálmi Jónsson fjárlögum komandi árs, sem vera átti „nýr grundvöllur" að stöðug- leika í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, var, þegar til kastanna kom, löðrandi í vanáætlunum, eins kon- ar gatasigti, sagði Pálmi Jónsson. Ríkisstjórnin hefur gjörsamlega misst tökin á stjórn ríkisfjármála, eins og framkvæmd fjárlaga á líðandi ári ber ljósan vottinn um. Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefiidar: Aukin skattheimta eða breyting á þjónustunni ef ná á jöfiiuði í ríkisfjármálum Sljórnarandstaðan í fjárveitinganefiid: Fjárlagahalli 1989 5-6 milljarðar króna Allt að 6.000 manns atvinnulausir í ársbyrjun 1990 Fulltrúar minnihluta Qárveitinganefndar Alþingis telja óhjákvæmi- legt að bregðast við slæmri stöðu efiiahags-, atvinnu- og ríkisfjár- mála með því „að skapa atvinnulífinu þau skilyrði að hagvöxtur geti tekið við af hnignum og samdrætti og með því að stöðva þenslu ríkiskerfisins og ná fram raunverulegum sparnaði á þeim vettvangi. „Það er hinsvegar Ijóst að núverandi ríkissljórn hefiir hvorki vilja né getu til að taka þannig á málum,“ segir í nefndaráliti fúlltrúa Samtaka um kvennalista og Sjálfstæðisflokks í fjárveitinganefnd um frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár. um meira á- fyrstu 8 mánuðum 1989 en á sama tíma í fyrra. Spáð er að allt að 6.000 manns verði atvinnulausir fyrstu vikur komandi árs. * 8) Skattheimta ríkisins er nú meiri en nokkru sinni fyrr á sama tíma sem þrengist um vinnu og kaupmáttur rýmar. * 9) Verðbólga hefur hækkað um 25% á þessu ári. Raunvextir útlána í bankakerfinu eru að meðaltali tvöfalt hærri en 1987, samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar. * 10) Eigið fé heilla atvinnu- greina er á þrotum eða þrotið. í álitinu segir og að tekjuskattur hækki á næsta ári um 2%, þannig að staðgreiðsluprósenta verði 39,74%. Þá segir að sveitarfélög muni greiða 500-800 m.kr. hærri virðisaukaskatt til ríkisins 1990 en söluskatt 1988. Þar með hafi ríkið tekið til sín nær allan ávinning sveitarfélaganna af nýrri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þá stefni fjármálaráðherra að því að ýmsar ríkisstofnanir selji þjón- ustu hærra verði en kostnaði nemur — og skattleggi þannig allan al- menning gegn um þessar stofnanir. Sighvatur Björgvinsson (A- Vf), formaður fjárveitinga- nefhdar, mælti í gær fyrir nefhdaráliti fulltrúa stjórnar- flokkanna í fjái-veitinganeftid um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1990 og fyrir 180 breyting- artillögum sem fjárveitinga- nefiid flytur sameiginlega — og fela í sér hækkun útgjalda frá fjárlagafrumvarpi, upp á 1 milljarð 182 milljónir króna. Sighvatur Björgvinsson sagði: Tillögur nefndarinnar um hækk- un rekstrarliða nema 570 milljónum 162 þúsund krónum. Er sú fjárhæð svo til öll vegna lagfæringa á áætl- un frumvarpsins um útgjöld vegna launa, vegna verðuppfærslu eða vegna vanáætlana um önnur rekstr- argjöld. Nefndin gerir síðan tillögu um lækkun sértekna upp á 259 milljónir 716 þúsund kr. og er það sama um þessar tillögur að segja og hinar fyrri, að svo til öll þessi fjárhæð er vegna leiðréttingar sér- tekna sem staðfest hefur verið af fjármálaráðuneytinu. Nefndin gerir hins vegar tillögur um hækkun stofnkostnaðar um 342 milljónir 341 þúsund kr. Þessar hækkunartil- lögur eiga flestar uppruna sinn hjá fjárveitinganefnd og eru fyrst og fremst um hækkaðan stofnkostnað vegna hafnarmála, sjúkrahúsa og heilbrigðismála og varðandi fram- haldsskóla. Formaður fjárveitinganefndar sagði það enga tilviljun þegar út- gjöld umfram áætlanir verði rúmir 8 milljarðar króna, eins og þetta árið. Þessi munur verði ekki full- skýrður með ófyrirséðum áföllum eða ófyrirséðum breytingum á for- sendum fjárlagagerðar. Hér komi fleira til, „nefnilega það að í tilraun- um manna til þess að ná jöfnuði á pappímum við afgreiðslu fjárlaga hveiju sinni, þá er sumpart óvilj- andi og sumpart ekki óviljandi gert ráð fyrir minni útgjöldum, bæði til launagreiðslna og annarra rekstrar- gjalda en raunverulegt umfang ríkisstofnana og ríkisins sjálfs gefa tilefni til. Áhrif kjarasamninga og lagabreytinga sem kalla á útgjöld úr ríkissjóði eru ekki til fulls metin. Sparnaður og niðurskurður sem áformað var að ná en ekki náðist nema að hluta kann að vera fram- lengdur án breytinga frá ári til árs Sighvatur Björgvinsson og skapar þannig viðvarandi mun á áætlun og útkomu.“ Sighvatur lagði áherzlu á raunhæfari fjárlaga- gerð, sem hér væri að stefnt Sighvatur sagði ekki nema tvær leiðir til að rífa sig upp úr þessu fari, það er miklum fjárlagahalla. Önnur væri sú að auka skattheimtu verulega. Hin að gera verulegar breytingar á þjónustu og umfangi ýmissa kostnaðarsömustu útgjalda- liðanna og er þá óhjákvæmilegt að nefna þá sem stærstu fjárhæðunum velta, því enginn geti sparað'á því sem ekkert kosti. Það er kominn tími til þess, sagði þingmaðurinn, að menn geri sér grein fyrir því „að í fámennum sam- félögum eins og okkar íslenzka gjalda menn sjálfstæði, sjálfsfor- ræði og sérstöðu oft með því að verða að neita sér um sitt hvað af lífsins gæðum sem fjölmennar stór- þjóðir geta boðið tilteknum hópum þegna sinna.“ Formaður fjárveitinganefndar sagði að stór viðfangsefni fjárlaga- gerðar bíði þriðju umræðu sem oft áður. Hann sagði að hækkunartil- lögur nefndarinnar við aðra um- ræðu spanni tæplega 1.200 m.kr. Stærstur hluti tillagnanna séu hreinar leiðréttingar til að gera fjár— lagagerðina raunhæfari. Þetta er há upphæð, litin ein og sér, en er minni litin sem hluti af heildardæm- inu. Það auðveldar okkur nú að vinna að raunhæfari áætlunum en áður að fyrir liggur ríkisreikningur fyrir árið 1988, skýrsla Ríkisendur- skoðunar um rekstur ríkisins á því ári og frumvarp til fjáraukalaga fyrir líðandi ár, en allt eru þetta framfaraspor, sem ber að þakka. Það er ásetningur fjárveitinga- nefndar, sagði þingmaðurinn, að afgreiðsla fjáraukalaga fyrir árið 1989 nái fram að ganga fyrir starfs- hlé þingsins um jól og áramót, eins og skylt er. Breytingartillögur Kvennalistans: Átak til að efla at- vinnulíf kvenna Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) mælti við aðra umræðu fjárlagafrumvarps fyrir fimm breytingartillögum þingmanna Samtaka um kvennalista. Stærsta tillagan gerir ráð fyrir 200 m.kr. framlagi á fjárlögum komandi árs til sérstaks átaks til að efla atvinnulíf kvenna. Aðrar breytingartillögur Kvennalistans eru þessar: A) Atvinnuuppbygging kvenna á landsbyggðinni (sérstakt fram- lagtil Byggðastofnunar) 40 m.kr. B) Hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarl- öndum (UNIFEM) 3,2 m.kr. C) Kvennaathvarf í Reykjavík, hækkun um 2,7 m.kr., verði 10,8 m.kr. D) Samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi, hækkun 8 m.kr., verði 11 m.kr. E) Heilbrigðismál (ráðgjöf og fræðsla um kynlíf og bameignir), hækkun 5 m.kr., verði 6 m.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.