Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 27 Franskir hermenn ganga á land á Mayotte þar sem undirbúin er hugsanleg hernaðaríhlutun á Comoroeyjum. Flókin staða á Comoroeyjum: Málaliðar biðja um hæli í Frakklandi Dzaoudzi, Mayotte-eyju. Reuter. FRAKKAR hafa undanfarna daga sent liðsauka til eynnar Mayotte í Indlandshafi þar sem þeir undirbúa hugsanlega hernaðaríhlutun á Comoro-eyjum, sem málaliðar hafa á valdi sinu. Foringi málaliða, Bob Denard, sagði þá í gær reiðubúna að hverfa úr landi og er sagð- ur hafa beðið um pólitískt hæli fyrir sig og sína menn í Frakklandi. Um helgina sendu Frakkar fimm herflutningaþyrlur af gerðinni Su- per Puma til Mayotte og 300 fall- hlífarhermenn. Þar voru fyrir 250 liðsmenn frönsku útlendingasveit- anna. Að auki eru þrjú herskip kom- in til eynnar og herflutningaflugvél- ar hafa flutt þangað menn og vist- ir síðustu daga. Mayotte er 376 ferkílómetra smáeyja í eyjaklasa norður af Ma- dagascar sem kaus að vera áfram hluti af franska ríkinu þegar gran- neyjarnar, Comoro-eyjar, slitu sam- bandi við Frakka og lýstu einhliða yfir sjálfstæði árið 1975. í gær bárust þær fréttir frá Co- moro-eyjum að málaliðarnir hefðu óskað eftir pólitísku hæli í Frakk- landi. Þar með setja þeir frönsk stjórnvöld í mikinn vanda því þaii hafa undirbúið hernaðaraðgerðir gegn málaliðum til þess að tryggja öryggi 1.600 franskra þegna á eyj- unum. Taiið er að málaliðarnir séu 30 talsins. Þeir hrifsuðu völdin eftir morðið á Ahmed Abdallah, forseta, fyrir rúmum hálfum mánuði. Al- mennt er talið að málaliðarnir beri ábyrgð á því. Said Mohamed Djo- har, sem skipaður var forseti til bráðabirgða, er í raun og veru gísl málaliðanna, sem lúta forystu Frakkans Bob Denard. Denard stjórnaði innrás og bylt- ingu á Comoro-eyjum 1978 og setti Abdallah að völdum. Skipulagði hann og stjómaði svonefndu for- setavarðliði, öryggissveitum forset- ans, sem þykja illræmdar og í litlum metum hjá eyjarskeggjum. Denard er sextugur að aldri. Sala bresku vatns- veitnanna gekk fram- ar björtustu vonum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRA en 2,7 miHjónir umsókna bárust frá almenningi í hluta- bréf vatnsveitnanna í Englandi og Wales. Yfirvöld hafa Iýst ánægju með undirtektirnar. Er þetta ein viðamesta einkavæðing sem ríkisstjórn Margaret Thatcher hefur stofnað til og fór eftir- spurn eftir hlutabréfúm fram úr björtustu vonum. Boðin voru út hlutabréf í tíu vatnsveitum fyrir 5,2 milljarða sterlingspunda (um 500 milljarða ísl.kr.). Umsóknir bámst í ríflega fjórfalt fleiri hlutabréf en í boði vom. Hlutabréfaumsóknir hafa aðeins einu sinni verið fleiri í einkavæðingu ríkisstjómarinnar. Það var árið 1986 þegar hlutabréf í Breska gasfyrirtækinu vom boð- in út. Vegna Breska símafélagsins bárust 2,1 milljón umsókna og í stórn bresku flugvallanna 2,5 miltjónir. Utboð hlutabréfanna var þrískipt: Til almennings í Bret- landi, til fjármálastofnana og til útlendinga. Vegna mikillar eftir- spumar almennings verður hlutur hans í útboðinu aukinn verulega og fær hann 47% þeirra hluta- bréfa sem í boði voru. Breskar fjármálastofnanir fá 39% og út- lendingar 14%. Allir sem sóttu um meira en 2000 hlutabréf fá minna en þeir óskuðu eftir. Allir einstakl- ingar sem sóttu um fá að minnsta kosti 100 hlutabréf. Eftirspurnin var misjöfn í veit- urnar, mest í veituna í Norðimbra- landi þótt hún væri minnst þeirra veitna sem seldar vom að þessu sinni. Michael Howard, sá ráðherra sem séð hefur um söluna, kvaðst sérstaklega ánægður með árang- urinn. Hlutabréfamiðlarar sem önnuðust söluna sögðu eftirspurn- ina hafa farið fram úr björtustu vonum. Salan á vatnsveitunum hefur verið mjög umdeild og skoð- anakannanir hafa gefið til kynna að meirihluti almennings væri henni mótfallinn. > tttt Höfundur bókanna um Innflytjenduma hefurfyrir löngu haslað sér völl hér á landi. f þessari bók fjallar hann um ofsóknirnar á timum MacCarthysmans. Bókin fjallar um stríðsfréttaritara sem starfar í Washington en er grunaður um kommúnisma og ofsóttur. Höfundurinn þekkir vel til þessa tíma, því hann var sjálfur ofsóttur, hann neitaði að vitna gegn vinum sínum í rithöfunda- stétt. |Skjaldborgfj*§Q Ármúla 23- 108 Reykjavik^^h^^ Slmar: 67 24 00 6724 01 315 99 Billie Carden er lýsandi dæmi um hina nýju kynslóð kvenna - djörf og sjálfstæð. Hún hefur enga þörf fyrir karlmenn og engan áhuga á hjónabandi, enda þarfnast hún ekki þessháttar öryggis þar sem hún er einkaerfingi frænda síns, hins stórauðuga, bandariska Silasar Carden. Líf hennar tekur þó óvænta stefnu þegar tveir atburðir ógna lífsskoðun hennar... í áratugi hafa bækur Denise Robins átt milljónir aðdáenda. Syngjum og dönsum er þriðja bók- in í röðinni af hinni margrómuðu sjálfsævisögu Mayu Angelou. Tvær þær fyrstu - Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur og Saman komin í mínu nafni hafa hlotið ótrúlegar vinsældir. Hún hefur eins og hún segir sjálf lifað rússibanalífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.