Morgunblaðið - 13.12.1989, Síða 27

Morgunblaðið - 13.12.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 27 Franskir hermenn ganga á land á Mayotte þar sem undirbúin er hugsanleg hernaðaríhlutun á Comoroeyjum. Flókin staða á Comoroeyjum: Málaliðar biðja um hæli í Frakklandi Dzaoudzi, Mayotte-eyju. Reuter. FRAKKAR hafa undanfarna daga sent liðsauka til eynnar Mayotte í Indlandshafi þar sem þeir undirbúa hugsanlega hernaðaríhlutun á Comoro-eyjum, sem málaliðar hafa á valdi sinu. Foringi málaliða, Bob Denard, sagði þá í gær reiðubúna að hverfa úr landi og er sagð- ur hafa beðið um pólitískt hæli fyrir sig og sína menn í Frakklandi. Um helgina sendu Frakkar fimm herflutningaþyrlur af gerðinni Su- per Puma til Mayotte og 300 fall- hlífarhermenn. Þar voru fyrir 250 liðsmenn frönsku útlendingasveit- anna. Að auki eru þrjú herskip kom- in til eynnar og herflutningaflugvél- ar hafa flutt þangað menn og vist- ir síðustu daga. Mayotte er 376 ferkílómetra smáeyja í eyjaklasa norður af Ma- dagascar sem kaus að vera áfram hluti af franska ríkinu þegar gran- neyjarnar, Comoro-eyjar, slitu sam- bandi við Frakka og lýstu einhliða yfir sjálfstæði árið 1975. í gær bárust þær fréttir frá Co- moro-eyjum að málaliðarnir hefðu óskað eftir pólitísku hæli í Frakk- landi. Þar með setja þeir frönsk stjórnvöld í mikinn vanda því þaii hafa undirbúið hernaðaraðgerðir gegn málaliðum til þess að tryggja öryggi 1.600 franskra þegna á eyj- unum. Taiið er að málaliðarnir séu 30 talsins. Þeir hrifsuðu völdin eftir morðið á Ahmed Abdallah, forseta, fyrir rúmum hálfum mánuði. Al- mennt er talið að málaliðarnir beri ábyrgð á því. Said Mohamed Djo- har, sem skipaður var forseti til bráðabirgða, er í raun og veru gísl málaliðanna, sem lúta forystu Frakkans Bob Denard. Denard stjórnaði innrás og bylt- ingu á Comoro-eyjum 1978 og setti Abdallah að völdum. Skipulagði hann og stjómaði svonefndu for- setavarðliði, öryggissveitum forset- ans, sem þykja illræmdar og í litlum metum hjá eyjarskeggjum. Denard er sextugur að aldri. Sala bresku vatns- veitnanna gekk fram- ar björtustu vonum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRA en 2,7 miHjónir umsókna bárust frá almenningi í hluta- bréf vatnsveitnanna í Englandi og Wales. Yfirvöld hafa Iýst ánægju með undirtektirnar. Er þetta ein viðamesta einkavæðing sem ríkisstjórn Margaret Thatcher hefur stofnað til og fór eftir- spurn eftir hlutabréfúm fram úr björtustu vonum. Boðin voru út hlutabréf í tíu vatnsveitum fyrir 5,2 milljarða sterlingspunda (um 500 milljarða ísl.kr.). Umsóknir bámst í ríflega fjórfalt fleiri hlutabréf en í boði vom. Hlutabréfaumsóknir hafa aðeins einu sinni verið fleiri í einkavæðingu ríkisstjómarinnar. Það var árið 1986 þegar hlutabréf í Breska gasfyrirtækinu vom boð- in út. Vegna Breska símafélagsins bárust 2,1 milljón umsókna og í stórn bresku flugvallanna 2,5 miltjónir. Utboð hlutabréfanna var þrískipt: Til almennings í Bret- landi, til fjármálastofnana og til útlendinga. Vegna mikillar eftir- spumar almennings verður hlutur hans í útboðinu aukinn verulega og fær hann 47% þeirra hluta- bréfa sem í boði voru. Breskar fjármálastofnanir fá 39% og út- lendingar 14%. Allir sem sóttu um meira en 2000 hlutabréf fá minna en þeir óskuðu eftir. Allir einstakl- ingar sem sóttu um fá að minnsta kosti 100 hlutabréf. Eftirspurnin var misjöfn í veit- urnar, mest í veituna í Norðimbra- landi þótt hún væri minnst þeirra veitna sem seldar vom að þessu sinni. Michael Howard, sá ráðherra sem séð hefur um söluna, kvaðst sérstaklega ánægður með árang- urinn. Hlutabréfamiðlarar sem önnuðust söluna sögðu eftirspurn- ina hafa farið fram úr björtustu vonum. Salan á vatnsveitunum hefur verið mjög umdeild og skoð- anakannanir hafa gefið til kynna að meirihluti almennings væri henni mótfallinn. > tttt Höfundur bókanna um Innflytjenduma hefurfyrir löngu haslað sér völl hér á landi. f þessari bók fjallar hann um ofsóknirnar á timum MacCarthysmans. Bókin fjallar um stríðsfréttaritara sem starfar í Washington en er grunaður um kommúnisma og ofsóttur. Höfundurinn þekkir vel til þessa tíma, því hann var sjálfur ofsóttur, hann neitaði að vitna gegn vinum sínum í rithöfunda- stétt. |Skjaldborgfj*§Q Ármúla 23- 108 Reykjavik^^h^^ Slmar: 67 24 00 6724 01 315 99 Billie Carden er lýsandi dæmi um hina nýju kynslóð kvenna - djörf og sjálfstæð. Hún hefur enga þörf fyrir karlmenn og engan áhuga á hjónabandi, enda þarfnast hún ekki þessháttar öryggis þar sem hún er einkaerfingi frænda síns, hins stórauðuga, bandariska Silasar Carden. Líf hennar tekur þó óvænta stefnu þegar tveir atburðir ógna lífsskoðun hennar... í áratugi hafa bækur Denise Robins átt milljónir aðdáenda. Syngjum og dönsum er þriðja bók- in í röðinni af hinni margrómuðu sjálfsævisögu Mayu Angelou. Tvær þær fyrstu - Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur og Saman komin í mínu nafni hafa hlotið ótrúlegar vinsældir. Hún hefur eins og hún segir sjálf lifað rússibanalífi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.