Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 55 Stefnt að þremur landsleikjum í næstu viku. Fimmtán landsleikir áætlaðir heima fyrir HM LANDSLIÐ Austurríkis í handknattleik kemur senni- lega til íslands í næstu viku og leikur tvo eða þrjá lands- leiki. Tii stóð að Danir kæmu, en þeir afþökkuðu um helgina og þá var Austurríkismönn- um boðið. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magn- ússonar, formanns HSÍ, var haft samband við Austurríkis- menn á mánudag og munu þeir gefa ákveðið svar í dag. „Þeir tóku mjög vel í þetta og töldu 99 % öruggt að þeir myndu þekkjast boðið, en vildu ráðfæra sig við leikmennina fyrst,“ sagði Jón. Austurríkismenn, sem sigruðu Spánverja í fyrstu umferð í B- keppninni í Frakklandi, halda sterkt mót um helgina, þar sem m.a. Danir og Austur-Þjóðveijar taka þátt. Næstu æfmgabúðir íslenska landsliðsins heíjast á mánudag, en rætt var við Aust- urríkismenn um að leika landsleiki næstu þrjú kvöld. íslensku landsliðsmennimir, sem leika á Spáni, koma ekki til landsins fyrr en eftir jól, en Júlíus Jónasson kemur frá Frakklandi um helgina og verður með allan undirbúningstímann fram að Heimsmeistarakeppninni í lok fe- brúar. Næsta æfmgalota landsliðsins verður frá 18. desember tíl 8. jan- úar. Á þeim tíma verða tveir landsleikir við Norðmenn, 27. og 28. desember, og þrír við Tékka, 5., 6. og 7. janúar. Lokaundirbúningurinn hefet 25. janúar. Rúmenar koma og leika þijá landsieiki 10. - 12. fe- brúar. Svisslendingar verða í viku æfingabúðum með íslenska lands- liðinu og leika tvo leiki, 14. og 15. febrúar. Leikið verður við Hollendinga 23. og 24. febrúar, daginn eftir verður haldið tíl Tékkóstóvakíu, leikið við félagslið í Gottwaldo 26. febrúar og síðan hefet úrslitakeppnin 28. febrúar. SJONVARP ítalska knattspyman sýnd beintá Stöð 2 Fimmtán leikir í beinni útsendingu frá febrúarfram í maí á næsta ári Morgunblaðíð/Einar Falur Bandaríkjamaðurinn í liði Grindvíkinga, Ron Davis, átti mjög góðan leik gegn ÍBK. Fimmtán leikir úr ítölsku 1. deildinni í knattspymu verða sýndir beint á Stöð 2 eftir áramót- in. Sá fyrsti í byijun febrúar og síðan einn leikur á hverjum sunnu- degi fram í maí. Stöð 2 byijar reyndar að sýna frá ítölsku deildinni sunnudaginn 7. janúar, vikugamlan leik og sú verður raunin útþann mánuð. Síðan taka beinu sendingamar við. Það er ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir/Landsýn sem styrkir útsendingarnar frá ítölsku knatt- spymunni. „Það eru tvær ástæður fyrir því að við fömm út í þetta. I fyrsta lagi emm við þeir einu sem emm með skipulagðar ferðir til ít- alíu, og þetta er ágætis kynning á landinu fyrir heimsmeistarakeppn- ina næsta*ár. í öðra lagi era marg- ir sem standa að fyrirtækinu; við reynum alltaf að gera þeim öllum til geðs — og meðan fólkið bíður eftir sumarleyfum sínum viljum við hjálpa til við að skemmta þvi með knattspyrnu eins og hún gerist best í heiminum," sagði Helgi Jóhanns- son, framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Mm FOLX ■ GYLFI Dalmann Aðalsteins- son, varnarmaður í KR, hefur ákveðið að leika með Víði í 2. deild næsta sumar. Gylfi er annar KR- ingurinn, sem skiptir yfir í Víði í vetur; hinn er Steinar Ingimund arson. ■ KRISTJÁN Kristjánsson, sem hefur leikið með Þór undanfarin ár, verður þjálfari og leikmaður 4. deildar liðs Magna, Grenivík, á næsta tímabili. ■ HALLDÓR Áskeisson, lands- liðsmaður í knattspymu, verður áfram með Val næsta sumar. Halldór dvelst á Akureyri í vetur •og hafði verið orðaður við sitt gamla félag, Þór. I GUÐJÓN Skúlason og Sandy Anderson úr ÍBK og David Gris som, UMFG, fengu tvö M í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins fyrir leik sinn í úrvalsdeildinni á sunnudag- inn. Þá áttu Keflvíkingarnir, Fal ur Harðarson og Magnús Guð- finnsson, að fá eitt M fyrir sama leik. Einkunnagjöf úr þessum leik vantaði í blaðið í gær. ■ HK sigraði í 2. deild karla í handknattleik á síðasta keppn istímabili, en ekki ÍR, eins og mis hermt var í blaðinu í gær. Þetta leiðréttist hér með og er beðist vel virðingar á mistökunum. yfGóð liðsheild skóp sigurinn - sagði Guðmundur Bragason, fyrirliði Grindvíkinga „ÞAÐ var fyrst og fremst góð liðsheild og að hafa fengið þjálfarann okkar aftur á bekk- inn sem skóp þennan sigur," sagði Guðmundur Bragson eft- irað UMFG hafði unnið ÍBK, 85:82, í Grindavík í gærkvöldi. Grindvíkingar byijuðu betur og náðu strax forystu, en Keflvík- ingar tóku mikinn fjörkipp um miðj- an fyrri hálfleik og náðu í fyrsta HHHH sinn að jafna. Guð- Frímann jón skoraði fjórar Ólafsson þriggja stiga körfur sknfar á þessum kafla. Staðan í hálfleik var 49:46 fyrir gestina. Seinni hálfleikur var mjög jafn þar sem liðin skiptust á um að hafa forystu. Þegar þijár mínútur vora til leiksloka náði Hjálmar forystunni fyrir Grindavík með því að gera þriggja stiga körfu, 79:77. Þegar mínúta var til leiksloka og staðan 81:78 stal Steinþór Helgason knett- inum og branaði upp skoraði 83:78 og tryggði svo gott sem sigur Grindvíkinga. Grindvíkingar, sem hafa enn ekki tapað á heimavelli, léku einn sinn besta leik á tímabilinu og virðist Bandaríkjamaðurinn ,Ron Davis, falla vel inn í leik liðsins. Hann lék mjög vel í vörn og hélt Sandy And- erson niðri. Guðmundur Bragason var traustur að vanda og eins átti Steinþór Helagson góðan leik. Keflvíkingar léku vel á köflum en létu mótlætið fara í skapið á sér Frá Bimi Bjömssyniá Sauðárkróki á stundum og duttu niður við það. Guðjón Skúlason var mjög góður í fyrri hálfleik, skoraði þá 22 stig. Þá átti Magnús Guðfinnsson góðan leik. Ólafur Gottskálksson lék ekki með ÍBK vegna meiðsla og veikti það liðsheildina. Góöur lokakaf li tryggði Sauð- krækingum sigur Með mjög góðum kafla síðustu tíu mínútur leiksins gegn Þór náðu Tindastólsmenn að tiyggja sér nokkuð öruggan sigur, 108:80. Fram að því var leik- urinn í járnum, en eftir að Þórsarar misstu Jóhann Sig- urðsson út af með fimm villur, hrandi leikur liðsins gjörsamlega. Hann hafði verið mjög sterkur í vöminni. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og skemmtilegur, um miðjan hálfleik- inn slakaði Þór dálítið á og Tinda- stóll náði mest.tíu stiga forystu en undir lok hálfleikins rifu Þórsarar sig upp aftur og minnkuðu muninn í fjögur stig. Þeir komu síðan mjög grimmir til leiks eftir hlé, komust fljótlega yfir og það vora fá stig sem skildu alveg fram um miðjan hálfleikinn, er Jóhann fór útaf. Síðustu tíu mín. leiksins skoruðu Þórsarar 19 stig en heimamenn 39. Bo Heiden, Valur Ingimundarson og Sturla Örlygsson voru bestir hjá Tindastóli; Sturla tók Bandaríkja- manninn í Þórsliðinu, Dan Kennard, nánast úr umferð, mest allan leik- inn. Þórsarar áttu ekki góðan dag miðað við það sem þeir hafa sýnt undanfarið, en vora í raun mjög óheppnir. Síðari hluta leiksins gekk nánast ekkert upp hjá þeim, meðan leikmenn Tindastóls léku mjög vel. Jón Örn og Guðmundur Björnsson vora bestir hjá Þór. 12 áhorfendur í Seljaskóla Tólf áhorfendur, aðallega böm, sáu ÍR vinna Reyni, Sand- gerði, 85:71 í frekar döpram leik í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöldi. ÍR-ingar náðu strax níu stiga forskotí, en Sandgerðingar náðu að minnka muninn í tvö stig um miðjan seinni hálfleik. Þá rönkuðu heimamenn við sér og ekki var að sökum að spyrja. Bjöm Steffensen var í miklum ham, skoraði grimmt og var góður í vörn ÍR. 15 ára piltur, Máras Amarson, vakti athygli fyrir ör- ugga leikstjóm og Lee átti ágætan dag. Athygli vakti að Bjöm Bolla son, sem virkaði „heitur“ í byijun, var tekinn út af og var ekki meira með. Grissom var áberandi sterkastur hjá Reyni og Ellert átti góða spretti. Jón Ben sýndi ágætan leik eftir hlé. Undir lokin kom Magnús Magn- ússon inná, en hann er aðeins 14 ára. Skúli Unnar Sveinsson skrifar URSLIT UMFG-IBK 85:82 íþróttahúsið Grindavík, úrvalsdeiiin f körfu- knatlleflc, þriðjudaginn 12. deseniber 1989- Gangnr leiksins: 0:3, 7:4, 20:4, 24:14, 35:22, 37Ú15. 39:45, 46:49, 56:56, 61:66, 70:70, 76:76, 81:78, 85:82 Stig UMFG: Guðmundur Bragason 25, Steinþór Helgason 22, Ron Davis 12, Hjábn- ar Hallgrímsson 9, Rúnar Árnason 8, Guð- laugur Jonsson 6, Sveinbjöm Sigurðsson f, Marel Guðlaugsson 1. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 24, Magnús Guðfinnsson 16, Sigurður Ingimundarson 12, Sandy Anderson 10, Falur Harðarson 8, Einar Einarsson 7, Nökkvi Jðnsson 4, Albert Óskarsson 1. Áhorfendur: Um 500 (fullt hús). Dómarar: Leifur Garðarson og Kristínn Albertsson - sluppu vel frá erfiðum leik. Tindastóll - Þór 108:80 Sauðárkrókur, úrvalsdeildin í körfuknatt- leik, þriðjudaginn 12. desember 1989. Gangur leiksins: 8:11,19:19, 32:25,42:33, 44:40, 48:49, 59:57, 66:59, 74:61, 90:69, 108:80. Stig UMFT: Bo Heiden 38, Valur Ingi- mundarson 37, Sverrir Sverrisson 14, Sturla Örlygsson 8, Pétar Sigurðsson 6, Bjöm Sigtryggsson 3, Ólafur Adolfsson 2. Stig Þórs: Jón Öm Guðmundsson 24, Guð- mundur Bjömsson 15, Konráð Óskarsson 14, Dan Kennard 10, Stefán Friðleifsson 6, Ágúst Guðmundsson 4, Jóhann Sígurðs- son 3, Davíð Hreiðarsson 2, Þórir Agústs- son 2. ÁhorfenduraTæplega 400. Dómarar: Kristinn Albertsson og Guð- mundur Stefán Mariusson. ÍR-Reynir 85:71 íþróttahús Seijaskóla, úrvalsdeildin í körfii- knattleflí, þriðjudaginn 12. desember 1989. Gangur leiksins:5:0, 15:6, 21:12, 27:23, 40:33, 44:36, 48:40, 58:56, 72:61, 85:71. Stig ÍR: Bjöm Steffensen 32, Tomas A, Lee 19, Márus Amarson 10, Jóhannes Sveinsson.8, Bjöm Bollason 6, Péuir Hólm- steinsson 6, Bragi Reynisson 4, Stíg Reynis: David Grissom 27, EUert Magnússon 16, Jón Ben Eínarsson 14, Sveinn Hans Gíslason 7, Einar Þór Skarp- héðinsson 4, Jón Guðbrandsson 3. Áhorfendun 12. Dómaran Helgi Bragason og Bergur Steingrímsson og hafa báðir dæmt betur. Guðmundur Bragason, Steinþór Heigason og Ron Davis, UMFG. Guðjón Skúiason og Magnús Guðfmnsson, ÍBK. Björa Steffens- en, IR. David Grissom, Reyni. Bo Heiden, Valur Ingimnndarson og Sturla Örlygsson, Tindastóli. Jón Örn Guðmundsson og Guð- mundur Bjömsson, Þór. w Hjálmar Hallgrímsson, Rúnar Ámason og Guðlaugur Jónsson, UMFG. Sandy Anders- son og Sigurður Ingimundarson, IBK. Már- us Amarson og Tómas A. lce, ÍR. Eltert Magnússon, Reyni. Sverrir Sverrisson, Tindastóli. Konráð Óskarsson og Jóhann Sigurðsson, Þór. Ikvöld HK og FH leika í 1. deild karia á Is- landsmótinu í handknattleik í Digra- nesi í kvöld kl 20.15. Tveir leikir verða í 2. deild karla. UBK og Selfoss tóka í Digranesi, strax eftir leik HK og FH og Armann leikur við Fram í Laugar- daishöll kl. 20.15. Þróttur og UMFA leika í 2. deild kvenna í Höilinni kL 19.00 og Selfoss og ÍBK leika á Sel- fossi kl. 20.00 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Danir koma ekki, en Austurríkismenn heitir KORFUKNATTLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.