Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 49 Mary Lou Retton þá og nú. unum og fengið umyrðalaust þriggja ára leyfi til að starfa erlend- is og lengur til ef hugur þeirra girndist. Af Leonid er það að frétta, að hann hamast við að slá í gegn í poppinu fyrir vestan tjald. Retton, eða „litli kroppur" eins og þjálfari hennar um árið kallaði hana hefur einnig haft ýmislegt fyrir stafni. Hún hefur á hálfu fjórða ári síðan hún hætti að keppa, þénað milljónir fyrir auglýsinga- mennsku og fyrirlestrahald. Hún hefur einnig lokið háskólanámi og er langt komin með framhalsdnám í markaðs- og kynningarfræðum. Brúðakaup er á döfinni með vorinu. Brúðguminn er fyrrverandi knatt- leiksmaður, tröll að vexti og sterk- ur, en Retton er með afbrigðum smá og létt. w Þær stöllur, Retton og Korbut, þekktust ekkert fyrir umrædda sýn- ingarferð. En þær áttu samt sem áður margt sameiginlegt. Barn- æska þeirra beggja fór fyrir lítið, báðar voru teknar í þjálfun þegar sem börn og þær voru sem vélar er þær kepptu í íþrótt sinni. Síðan hefur margt breyst, en engu að síður áttu þær eitt enn sameigin- legt, þrána að koma aftur fram og sýna íþrótt sína. DÝRAVERND Brigitte Bardot mátti láta gelda asna nágrannans _____________N_____ EINSTÖKBÓK UM MATREIÐSLUI ÖRBYLGJUOFNI Franska kvikmyndastjarnan og forðum kynbomban Brigitte Bardot hefur helgað líf sitt barát- tunni fyrir réttindum dýra undan- farin ár og meðal annars látið mynda sig með (uppstoppaða) sel- kópa til að hvetja til banns við kópa- drápi eins og mörgum er kunnugt. Bardot er nú komin á sextugsaldur- inn og hefur árum saman búið i smábænum St. Tropez á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. í síðasta mánuði höfðaði nágranni hennar, Jean-Pierre Manivet, mál á hendur Bardot sem hafði látið gelda asna Manivets að honum og vafalaust einnig asnanum fornspurðum. Sjálf á stjarnan ösnu nokkra, forkunnar- fagra ásýndum, sem vekur óskiptan áhuga þeira asna sem enn halda fullum þrótti og óskertum fýsnum. Asni Manivets reyndi sumsé að fleka heimasætuna á bæ Bardot. Stjaman fyrrverandi greip því til róttækra ráða og Manivet heimtaði skaðabætur, 24.500 franka eða um 250 þúsund krónur, fyrir hönd asn- ans sem ber ekki sitt barr lengur. Dómstóll í St. Tropez hefur nú kveðið upp þann úrskurð að Mani- vet skuli sjálfur greiða Bardot 20.000 franka eða rúmlega 200 þúsund krónur í miskabætur fýrir að reyna að spjalla ösnuna hreinu. í yfirlýsingu réttarins var Bardot hælt fyrir dýraverndaráhugann og Manivet víttur fyrir að „reyna að kasta rýrð á leikkonuna og málstað- inn sem hún hefur tekið upp á arma sína.“ Bardot var ekki viðstödd þeg- ar úrskurður var kveðinn upp. Brigitte Bardot á fjölda dýra og hér sést hún með eitt eftirlætið í fanginu. Fyrsta útgáfa bókarinnar er uppseld, önnur prentun er komin í bókaverslanir og hjá flestum ör- bylgjuofnaseljendum um allt land. Bókin er handhæg og auðveld í notkun. Nauðsynleg handbók fyrir alla örbylgjuofna eigendur sími 91-75444 KARLAMANNAFÖT Nýir litir, ný snið. Verð kr. 9.900,- Terylenebuxur, stærðir uppí 128 cm. Verð kr. 1.995,- til 2.480,- Sokkar og bindi. Skyrtur, stærðir 39-46. Úlpur, blússur, peysur, hattar og húfur. Mikið úrval, gott verð. Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 18250. Armbandið sem hefur hvarvetna í Evrópu vakið mikla athygli er nú fáanlegt á íslandi. Mondial armbandið er áhrifamikið skart, fyrir plús- og mínusorku líkamans Tvær milljónir Evrópubúa nota nú MONDIAL daglega. NÝSTÁRLEG VERSLUN beuRMip Laugavegi 66, sími: (91)62 33 36. Pöntunarsíminn er 626265 Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu, sem talið er að hafi áhrif á plús- og mínus- orku líkamans í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan. Fjöldi fólks hérlendis og erlendis lofar áhrif þess. Armbandið erfallegt skart bæði fyrir konur og karla. MONDIAL erframleitt íþremurútlitsgerðum: ífyrsta lagi silfurhúðað, í öðru lagi silfurhúðað með 18k gullhúðuðum póium og í þriðja lagi með 18kgullhúð. MONDIAL armbandið fæst í fimm stærðum: XS/13-14 sm um- mál, S/15-16sm, M/17-18sm, L/19-20 sm ogXL/21-22 sm. Taktu eftir málunum sem auðvelda þér að panta réttu stærðina. Þú tekur enga áhættu með kaupum á MONDIAL gegn póst- kröfu, því við veitum sjö daga skilafrest fyrir þá sem kaupa MONDIAL ARMBANDIÐ óséð. Sértu ekki í nágrenni við okkur, getur þú pantað MONDIALarmbandið í síma (91) 62 62 65 og viðsendumþérþaðumhæl. - TILVAUN JÓLAGJÖF! FÆST ADEINS HJÁ OKKUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.