Morgunblaðið - 13.12.1989, Side 49

Morgunblaðið - 13.12.1989, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 49 Mary Lou Retton þá og nú. unum og fengið umyrðalaust þriggja ára leyfi til að starfa erlend- is og lengur til ef hugur þeirra girndist. Af Leonid er það að frétta, að hann hamast við að slá í gegn í poppinu fyrir vestan tjald. Retton, eða „litli kroppur" eins og þjálfari hennar um árið kallaði hana hefur einnig haft ýmislegt fyrir stafni. Hún hefur á hálfu fjórða ári síðan hún hætti að keppa, þénað milljónir fyrir auglýsinga- mennsku og fyrirlestrahald. Hún hefur einnig lokið háskólanámi og er langt komin með framhalsdnám í markaðs- og kynningarfræðum. Brúðakaup er á döfinni með vorinu. Brúðguminn er fyrrverandi knatt- leiksmaður, tröll að vexti og sterk- ur, en Retton er með afbrigðum smá og létt. w Þær stöllur, Retton og Korbut, þekktust ekkert fyrir umrædda sýn- ingarferð. En þær áttu samt sem áður margt sameiginlegt. Barn- æska þeirra beggja fór fyrir lítið, báðar voru teknar í þjálfun þegar sem börn og þær voru sem vélar er þær kepptu í íþrótt sinni. Síðan hefur margt breyst, en engu að síður áttu þær eitt enn sameigin- legt, þrána að koma aftur fram og sýna íþrótt sína. DÝRAVERND Brigitte Bardot mátti láta gelda asna nágrannans _____________N_____ EINSTÖKBÓK UM MATREIÐSLUI ÖRBYLGJUOFNI Franska kvikmyndastjarnan og forðum kynbomban Brigitte Bardot hefur helgað líf sitt barát- tunni fyrir réttindum dýra undan- farin ár og meðal annars látið mynda sig með (uppstoppaða) sel- kópa til að hvetja til banns við kópa- drápi eins og mörgum er kunnugt. Bardot er nú komin á sextugsaldur- inn og hefur árum saman búið i smábænum St. Tropez á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. í síðasta mánuði höfðaði nágranni hennar, Jean-Pierre Manivet, mál á hendur Bardot sem hafði látið gelda asna Manivets að honum og vafalaust einnig asnanum fornspurðum. Sjálf á stjarnan ösnu nokkra, forkunnar- fagra ásýndum, sem vekur óskiptan áhuga þeira asna sem enn halda fullum þrótti og óskertum fýsnum. Asni Manivets reyndi sumsé að fleka heimasætuna á bæ Bardot. Stjaman fyrrverandi greip því til róttækra ráða og Manivet heimtaði skaðabætur, 24.500 franka eða um 250 þúsund krónur, fyrir hönd asn- ans sem ber ekki sitt barr lengur. Dómstóll í St. Tropez hefur nú kveðið upp þann úrskurð að Mani- vet skuli sjálfur greiða Bardot 20.000 franka eða rúmlega 200 þúsund krónur í miskabætur fýrir að reyna að spjalla ösnuna hreinu. í yfirlýsingu réttarins var Bardot hælt fyrir dýraverndaráhugann og Manivet víttur fyrir að „reyna að kasta rýrð á leikkonuna og málstað- inn sem hún hefur tekið upp á arma sína.“ Bardot var ekki viðstödd þeg- ar úrskurður var kveðinn upp. Brigitte Bardot á fjölda dýra og hér sést hún með eitt eftirlætið í fanginu. Fyrsta útgáfa bókarinnar er uppseld, önnur prentun er komin í bókaverslanir og hjá flestum ör- bylgjuofnaseljendum um allt land. Bókin er handhæg og auðveld í notkun. Nauðsynleg handbók fyrir alla örbylgjuofna eigendur sími 91-75444 KARLAMANNAFÖT Nýir litir, ný snið. Verð kr. 9.900,- Terylenebuxur, stærðir uppí 128 cm. Verð kr. 1.995,- til 2.480,- Sokkar og bindi. Skyrtur, stærðir 39-46. Úlpur, blússur, peysur, hattar og húfur. Mikið úrval, gott verð. Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 18250. Armbandið sem hefur hvarvetna í Evrópu vakið mikla athygli er nú fáanlegt á íslandi. Mondial armbandið er áhrifamikið skart, fyrir plús- og mínusorku líkamans Tvær milljónir Evrópubúa nota nú MONDIAL daglega. NÝSTÁRLEG VERSLUN beuRMip Laugavegi 66, sími: (91)62 33 36. Pöntunarsíminn er 626265 Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu, sem talið er að hafi áhrif á plús- og mínus- orku líkamans í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan. Fjöldi fólks hérlendis og erlendis lofar áhrif þess. Armbandið erfallegt skart bæði fyrir konur og karla. MONDIAL erframleitt íþremurútlitsgerðum: ífyrsta lagi silfurhúðað, í öðru lagi silfurhúðað með 18k gullhúðuðum póium og í þriðja lagi með 18kgullhúð. MONDIAL armbandið fæst í fimm stærðum: XS/13-14 sm um- mál, S/15-16sm, M/17-18sm, L/19-20 sm ogXL/21-22 sm. Taktu eftir málunum sem auðvelda þér að panta réttu stærðina. Þú tekur enga áhættu með kaupum á MONDIAL gegn póst- kröfu, því við veitum sjö daga skilafrest fyrir þá sem kaupa MONDIAL ARMBANDIÐ óséð. Sértu ekki í nágrenni við okkur, getur þú pantað MONDIALarmbandið í síma (91) 62 62 65 og viðsendumþérþaðumhæl. - TILVAUN JÓLAGJÖF! FÆST ADEINS HJÁ OKKUR!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.