Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Sjóvá-Al- mennar eign- ast 2,4% í Flugleiðum SJOVÁ-Almennar tryggingar hf. hafa keypt 2,4% hlut í Flugleiðum hf. af Orlofshúsum hf. og eiga nú 4,3% í félaginu. Naftiverð hluta- bréfanna er 26 milljónir króna, en miðað við skráð gengi á hluta- bréfamarkaði eru bréfin um 40 milljóna virði. Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra segir að kaupverðið hafi verið samkvæmt samkomu- lagi og að jafníraint hafi verið samkomulag um að gefa það ekki upp; Einar segir að ástæður kaupanna séu fyrst og fremst að Sjóvá-Almenn- ar telji þessa fjárfestingu góða. „Við höfum trú á því að þetta félag eigi eftir að standa til framtíðar og þetta sé því góð fjárfesting." Hann segir ekki hafa verið rætt né skoðað, hvoft Sjóvá-Almennar muni fá mann í stjórn Flugleiða eft- ir þessi kaup. Ekki er um að ræða stefnu, af hálfu Sjóvár-Almennra, að kaupa hlut í öðrum fyrirtækjum, að sögn Einars. „Við eigum í þremur félögum eitthvað sem heitið getur. Það eru Eimskip, Grandi og Flugleið- ir.“ Hann segir að kaup sem þessi verði skoðuð, eins og í þessu tilviki, þegar þau bjóðast. Ekki náðist í Ólaf Agnar Jónasson stjómarformann Orlofshúsa og Kristjana Milla Thorsteinson stjóm- armaður vildi ekki tjá sig um ástæð- ur sölunnar né heldur um hve stóran hlut Orlofshúsa væri að ræða. Svona erlífið Lýst eftir stutt- um lífsreynslu- sögum MORGUNBLAÐIÐ hefiir í hyggju að birta í gamlárs- dagsblaði sínu stuttar lífsreynslusögur, skondnar og/eða alvarlegar, sem koma upp í huga fólks þegar litið er yfir farinn veg. Blaðið fer þess á leit við les- endur að þeir sendi inn slíkar frásagnir með fullu nafni og heimilisfangi. Þær skal stíla á: Ritstjóm Morgunblaðsins, „Svona er lífið“, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Hámarkslengd er eitt vélritað blað í aðra hverja línu (A-4). Skilafrestur er til 22. desember. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ritstýra efninu. MorgunbladiðÁmi Sæberg 20 milljónir bréfa íjólamánuðinum ALLS fara um 20 milljónir bréfa og hátt í 150.000 bögglar um póststofumar í Reykjavík á leið sinni til viðtakenda á íslandi og í útlöndum í desember. Frestur til að senda bréf og böggla með flugpósti til Evrópulanda rennur út 14. desember vilji sendend- ur tryggja að sendingamar skili sér fyrir jól. Frest- ur til að senda póst utan Evrópu rann út 11. desem- ber. Jólabréf og kveðjur til viðtakenda innanlands þarf að póstleggja í síðasta lagi 18. desember. Bjöm Bjömsson, póstmeistari í Reykjavík, sagði að fjöldi bréfa og böggla væri svipaður og á sama tíma undanfarin ár en þó væra bögglar frá fyrirtækj- um til starfsmanna öllu færri en áður og kenndi hann samdrætti í þjóðfélaginu um það. 350 manns em við útburð á vegum póststofanna í Reykjavík auk 180 skólanema sem bæst hafa í hóp póstburðarmanna. Bjöm reiknaði með að hátt í 4 milljónir jólakorta yrðu send innanlands um þessi jól. Vísitala fram- færslukostn- aðar hækkar um 2,2% Verðbólgan um 25% VÍSITALA framfærslukostnað- ar hækkaði um 2,2% frá nóvem- ber til desember og hefiir þá hækkað um 5,7% siðastliðna þijá mánuði eða um 24,9% um- reiknað t.il heils árs, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands. Hækkun vísitölunnar síðustu 12 mánuði hefiir verið svipuð eða 25,2%. Verð á áfengi hækkaði um 5,8% og á tóbaki um 6,4% og olli það 0,2% hækkun á vísitölunni. Verð á bensíni hækkaði um 3,6% og hafði það einnig í för með sér 0,2% hækkun. Af öðrum verðhækkun- um má nefna að 2,5% hækkun á fatnaði olii um 0,2% hækkun og 1,8% hækkun húsnæðiskostnaðar olli einnig 0,2% hækkun, en 1,9% hækkun á mat- og drykkjarvörum olli 0,4% hækkun. Verðhækkun ýmissa annarra vöra- og þjónustu- liða olli alls um 1,0% hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. Gjaldþrot Lindalax: Skuldir nema tæplega einum milljarði króna Um 500 milljónir taldar tapaðar ÓSK Lindalax hf. um gjaldþrotaskipti var samþykkt í skiptarétti Gullbringusýslu í gær. Skuldir þrotabúsins nema tæpum 1.000 millj- ónum króna en óvíst er hvers virði eignir eru þar sem þær eru að stórum hluta fískur í eldisstöð fyrirtækisins. Er gert ráð fyrir að tap vegna gjaldþrotsins verði um 500 milljónir. Iðnaðarbankinn og Den Norske Kreditbank, sem eru stærstu kröfuhafar auk Iðnþróunar- sjóðs, hafa ábyrgst rekstur stöðvarinnar á meðan kannað er hvort hægt er að koma eldisfiskinum í verð. til 10. desember til að skoða málið. Þá lá fyrir að ekki yrði hægt að uppfylla skilyrðin og því var óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Lindalax var stærsta laxeldis- stöðin hérlendis. Helstu hluthafar í fyrirtækinu voru norskt fyrirtæki, Seafood Development sem átti um 49% hlutafjár, og landeigendur á Vatnsleysuströnd. Búsljórar þrotabúsins voru skip- aðir Ingi H. Sigurðsson og Jón G. Briem. Samkvæmt upplýsingum Péturs Guðmundarsonar lögmanns, sem aðstoðaði stjóm Lindalax hf. á greiðslustöðvunartímanum, era veðskuldir búsins um 750 milljónir en almennar ótryggðar kröfur um 210 milljónir króna. Almennir kröfuhafar eru um 190 talsins. Pétur sagði að eignir búsins, auk mannvirkja, væra um 570 tonn af eldisfiski á ýmsum vaxtarstigum í strandeldisstöð á Vatnsleysuströnd, og erfitttværi að segja til um verð- mætið. Sama mætti segja um verð- mæti mannvirkjanna. Lindalax fékk greiðslustöðvun 27. september sl. Pétur Guðmund- arson sagði, að ljóst hafi verið að endurskipulagning næðist ekki nema inn kæmi nýtt fé í félagið. Viðræður hefðu hafist milli stærstu hluthafanna og bankanna um að- gerðir til að bjarga félaginu og hefðu báðir aðilar verið tilbúnir til að leggja fram fé gegn ákveðnum skilyrðum. Þegar þessi skilyrði komu endanlega fram, í upphafi desember, tóku báðir aðilar sér frest * > Alyktun framkvæmdastjórnar VMSI: Ekki liðið að atvinnu- leysi verði viðvarandi VERÐLAGSHORFUR framundan voru meginefhi fundar Alþýðu- sambands Islands og vinnuveit- enda í gærmorgun og í dag munu hagfræðingar aðila funda með Stéttasambandi bænda um það sem framundan er varðandi bú- vöruverð. Þá er einnig í athugun Læknar í Reykjavík mótmæla frumvarpi um heilsugæslu FULLTRÚAR lækna á höfuðborgarsvæðinu afhentu forseta samein- aðs Alþingis í gær mótmæli 343 lækna gegn nýju lagafrumvarpi heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu. Segja læknarnir að í frumvarpinu felist stóraukin mlðstýring og ríkið sé að yfirtaka rekst- ur heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Læknarnir gagnrýna einnig und- irbúning framvarpsins. Olafur F. Magnússon heimilislæknir, einn þeirra sem gengu á fund forseta Alþingis, sagði við Morgunblaðið að hann teldi það hneyksli að þetta mál hafi í langan tíma verið til umsagnar hjá ýmsum aðilum, öðr- um en læknafélögunum, þó ljóst sé að þeir síðastnefndu hafi langbesta yfirsýn og þekkingu til að fjalla um frumvarpið. í erindi til Alþingis segjast lækn- arnir lýsa sérstaklega andstöðu sinni við áform um að afnema sjálf- stæða starfsemi heimilislækna enda telji þeir fólkið í landinu eiga að hafa valfrelsi í heilbrigðisþjónustu. í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að í Reykjavík verði starfrækt- ar 13 heilsugæslustöðvar og er borginni skipt í jafnmörg svæði. Ólafur F. Magnússon sagðist telja að hverfaskipting í Reykjavík ætti fyrst og fremst við um heilsuvemd- arþáttinn en ekki almenna læknis- þjónustu. Hann sagði að ef fara ætti strangt eftir þessu ákvæði þyrfti að reisa 8 nýjar heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík og kostnaður yrði væntanlega um 2 milljarðar króna. Þetta ætti að gera þótt nóg væri af heimilislæknum í Reykjavík sem veittu nú þegar meirihluta Reykvíkinga ágæta læknisþjónustu. Framvarpið þýddi því útgjaldaauka án þess að bæta þjónustu, sem væri í miklu ósamræmi við yfirlýs- ingar um sparnað í heilbrigðiskerf- inu. Þá sagði Ólafur lækna hafa mikl- ar áhyggjur af afdrifum Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur sem væra með öllu óljós í frumvarpinu. Ef flytja ætti berklavamarstöðina og húð- og kynsjúkdómadeild þaðan yrði það hreinasta afturför í lækn- ingum, samfara miklum kostnaðar- auka. í erindi læknanna til Alþingis segja þeir það vera glapræði ef all- ir meðlimir heilbrigðismálaráða læknishéraða verði skipaðir af ráð- herra eins og lagt sé til í frum- varpinu. Þá lýsa læknamir and- stöðu sinni við þá tillögu að afnema heimild ráðherra til að gera sam- komulag við aðila utan ríkisins um rekstur heilbrigðisstofnana. Segjast læknamir ekki sjá. ástæðu til að binda í lögum bann við fijálsum atvinnurekstri á íslandi. hvaða hækkanir á gjaldskrá opin- berrar þjónustu kunni að vera framundan. Nýr fiindur aðila hef- ur verið boðaður á morgun, fimmtudag. IVamkvæmdastjórn Verkamanna- sambands Islands sendi frá sér álykt- un í gær þar sem segir að verkalýðs- hreyfingin muni aldrei líða það að atvinnuleysi verði viðvarandi ástand hér á landi. Þá er varað við hávaxta- stefnunni og sagt að ein aðalorsök þeirrar kreppu sem atvinnulífið eigi nú við að stríða sé verðbólga og okurvextir. „Lækkun vaxta og hjöðnun verð- bólgu er því skjótvirkasta aðferðin til að hjól atvinnulífsins fari að snú- ast á ný af fullum krafti. Fram- kvæmdastjóm VMSI telur að í kom- andi kjarasamningum verði að fara nýjar leiðir. Lækkun verðlags meðal annars með endurskoðun á fyrir- komulagi á ákvörðun verðs land- búnaðarvara verður að vera þýðing- armikill þáttur í samningunum ásamt samvirkum aðgerðum' verkalýðs- hreyfingar, atvinnulífs og stjóm- valda í því skyni að stöðva kaup- máttarhrapið, lækka verðbólgu og hefja nýja sókn á sviði atvinnumála og lífskjarajöfnunar." Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI kom á fund framkvæmdastjómar VMSÍ og ræddi horfumar í kjara- og þjóðmál- um. Er það í fyrsta skipti sem for- maður VSÍ kemur á fund stjómar VMSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.