Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 31 Breiðaíjarðarferjan Baldur Akranes: Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ný Breiðafj ar ðarferj a sjósett Akranesi. HIN NYJA Breiðafjarðarferja, Baldur, var sjósett lyá Skipasmiða- stöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi laugardaginn 2. desember síðastliðinn við hátiðlega athöfn að viðstöddum fjölda gesta og starfs- manna stöðvarinnar. Hið nýja skip er nýsmíði nr. 38 hjá stöðinni og er smíðað sem farþega- og bílferja fyrir Baldur hf. í Stykkishólmi. Skipsskrokkurinn er smíðaður úr stáli, en brúin úr áli og innréttingar úr óbrennanlegu efni. Baldur er 38,8 metrar að lengd og breidd hans 9,2 metrar. Dýpt að aðalþil- fari er 4,2 metraj en að brúarþil- fari 9,0 metrar. í því er bílaþilfar og geta bílar ekið um borð bæði um stafn og skut þess. Farþegasal- ir eru þrír, þar af einn með veitinga- aðstöðu. Farþegalyfta er á milli sala. Fyrir áhöfn eru klefar og matsalur auk eldhúss og snyrtiað- stöðu. Áætlað er að skipið geti tekið um 150 manns í sæti og um 20 fólksbíla en einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að auka flutningsgetuna um 10 bíla með lyftanlegum palli. Til vöruflutninga er skipið búið lúgu og krana, en einnig er gert ráð fyrir að skipið geti flutt stærri vöru- flutningabifreiðar. Mikil sjálfvirkni er í vélarrúmi. í skipinu eru tvær aðalvélar af gerðinni Caterpillar 3508 705 hestafla sem hvor um sig knýr sjálfstæðan skrúfubúnað auk rafals. Hliðarskrúfur eru að fram- an. Ein neyðarljósávél er í skipinu með 125 kw rafli. Til upphitunar Bíóborgin og Bíóhöllin sýna „Oliver og félagar“ BÍÓBORGIN og Bíóhöllin hafa hafið sýningar um þessar mundir á teiknimyndinni „Oliver og fé- lagar“. Nokkrir þekktir leikarar og söngvarar ljá persónum myndarinnar rödd sína og eru Billy Joel og Bette Midler þar á meðal. Fagin er útsmoginn klækjarefur. Hann hefur mörg dýr á sínum snær- um við að stela og koma þýfinu í peninga. Fagin skuldar Sykes stóra FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 12. desember. FISKMARKAÐUR hf. í I Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 80,00 41,00 76,47 42,011 3.212.758 Þorskur(ósL) 80,00 35,00 54,55 10,096 550.732 Þorskur(smár) 18,00 15,00 16,11 2,218 35.729 Ýsa 97,00 84,00 95,83 9,326 893.703 Ýsa(ósl.) 93,00 52,00 81,55 5,080 414.270 Karfi 20,00 15,00 19,57 0,093 1.820 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,075 1.500 Langa 40,00 40,00 40,00 1,183 47.320 Lúða 345,00 180,00 265,47 0,319 84.685 Koli 80,00 80,00 80,00 0,011 880 Kella 7,00 7,00 7,00 0,473 3.311 Keila(ósL) 7,00 5,00 5,21 3,442 17.918 Samtals 68,51 80,916 5.543.834 ( dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 70,00 45,00 62,23 14,591 907.963 Ýsa 96,00 43,00 66,40 4,033 267.790 Karfi 35,00 20,00 34,96 6,857 239.740 Hlýri+steinb. 54,00 41,00 44,01 2,257 99.323 Langa 20,00 20,00 20,00 0,396 7.920 Lúða 280,00 140,00 198,33 0,981 194.561 Skarkoli 28,00 28,00 28,00 0,410 11.480 Kella 8,00 8,00 8,00 1,275 10.200 Hrogn ' 20,00 20,00 20,00 0,015 300 Samtals 63,26 33,377 1.777.616 í dag veröa meöal annars seld 10 tonn af þorski , 30 tonn af ýsu, 45 tonn af karfa og 55 tonn af ufsa úr Hjalteyrinni, Krossnesi og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 80,00 64,00 68,63 26,220 1.799.419 Ýsa 99,00 26,00 76,30 7,730 589.826 Karfi 37,00 19,00 36,93 0,803 29.657 Ufsi 45,00 25,00 38,76 0,291 11.275 Stelnbftur 35,00 35,00 35,00 1,127 39.445 Hlýrl 35,00 35,00 35,00 0,150 6.250 Langa 35,00 29,00 32,75 0,240 7.860 Langa+blál. 29,00 29,00 29,00 0,200 5.800 Lúða 310,00 235,00 305,31 0,326 99.380 Langlúra 28,00 28,00 28,00 1,800 50.400 Kella 10,00 6,00 7,97 5,230 41.690 Skata 110,00 110,00 110,00 0,200 22.000 Skötuselur 405,00 405,00 405,00 0,040 16.200 öfugkjafta 38,00 38,00 38,00 1,350 61.300 Samtals 60,32 46,042 ?.777.085 ( dag veröa meöal annars seld 15 tonn af blönduðum afla úr Hrafni Svein- bjarnarsyni GK og óákveöiö magn úr dagróðrabátum. Úr njyndinni „Oliver og félagar“ sem Bíóhöllin og Bíóborgin sýna þessa dagana. Leikfélag Vestmannaeyja: Fjölsóttur gaman- söngleikur í Eyjum Síðustu sýningar í vikunni er nýttur afgashiti gegnum afgas- ketil. Þá er skipið að sjálfsögðu búið öllum nauðsynlegum fjar- skipta- og siglingartækjum og byggt eftir kröfum Siglingamála- stofnunar ríkisins og Bureau Verit- as. Skipið er hið glæsilegasta í alla staði og mun breyta miklu í flutn- ingum um Breiðafjörð þegar það fer í notkun fljótlega eftir áramót. Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir söngleikinn Við brimsorfha kletta eftir Sig- urgeir Scheving og fleiri og Ljóðaleikinn Dóttir Eyjanna eft- ir Hafstein Stefánsson. Sýning- ar Leikfélagsins hafa verið fjöl- sóttar og þeim hefur verið vel tekið. I söngleiknum sem er að hluta í revíustíl er tekið á mál- um á léttu nótunum i nettum skopsstíl og fjallað um heima- menn og nærliggjandi viðfangs- eftii. Yfir 40 leikarar taka þátt í þess- ari sýningu Lerikfélags Vest- mannaeyja, en leikstjóri er Sigurt- geir Scheving.Lög og ljóð í sýning- unni eru eftir Oddgeir Kristjáns- son, Asa í Bæ, Arna úr Eyjum, Gísla Helga, Lýð Ægisson og fleiri. Síðustu sýningar Leikfélagsins á þessum söngleikjum verða í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 21 og á fimmtudags- og föstudagskvöld á sama tíma. Fleiri verða sýningar Sveinn Tómasson í essinu sínu á leiksviðinu.Vinstra megin við hann er Bára Guðmundsdóttir og hægra megin Ingibjörg Haf- Iiðadóttir. ekki. Fólk á öllum aldri hefur sótt sýningarnar og hefur verið mikið stuð á þeim öllum. fjárhæð sem rekur miskunnarlaust á eftir greiðslu. Hrappur.er hægri hönd Fagins en ráðgjöf hans nægir ekki til fjáröflunar fyrir Fagin, þar til kettlingurinn Oliver berst upp í hendur þeirra skúrka. Þeir fá þá hugmynd að heimta lausnargjald fyrir hann því Oliver kemur úr svo fínu hverfi. Þeir hefjast handa en allt gengur ekki sem skyldi. Ur mynd Regnbogans, „Fjölskyldumál". Regnboginn sýnir mynd- ina „Fjölskyldumál“ HAFNAR eru sýningar á mynd- inni „Fjölskyldumál" í Regn- boganum. Með aðalhlutverk fara Sean Connery og Dustin Hoff- man. Leiksljóri er Sidney Lumet. Þess má geta að ágóði af sýningu kl. 20 í kvöld rennur til Rauða kross hússins. Þrír ólíkir ættliðir, afi, faðir og sonur, ætla að fremja rán. í fyrsta sinn er fjölskyidan sameinuð, en þó hefur hver þeirra sínar ástæður. Afinn er stoltur af því að vera þjóf- ur og telur allt annað hræsni. Son- urinn er í leit að sjálfum sér og sér líf afa síns í ævintýraljóma. En fað- irinn, sem hefur reynt að feta stigu réttvísinnar, fer með til að gæta sonar síns. Þeir eru vissir um að ránið verði leikur einn en margt fer öðruvísi en þeir hugðu. „Svo ólíkt því að búa til hljóðmúr með hávaða“ - segir Yalgeir Guðjónsson, tón- listarmaður, sem heldur tónleika í Iðnó annað kvöld „Þegar menn standa uppi á sviði til að spila á gitar fyrir fólk verður samspil áheyrenda og flyfjenda svo mikilvægt. Þess vegna valdi ég Iðnó, þetta fornfræga hús með söguna og sálina,“ sagði Valgeir Guðjóns- son, tónlistarmaður, í samtali við Morgunblaðið, en hann heldur tónleika annað kvöld klukkan 21 í Iðnó. „Það sem vakir fyrir mér er að reyna að ná þeirri stemmningu sem er til staðar í Iðnó. Það má segja að ég sé alitaf að leita að góðum áheyrendum, þvf ef þá vantar er flytjandinn illa staddur. Góðir áheyrendur geta hafið svona konsert upp í æðra veldi og ég vonast til að finna í Iðnó stað sem hæfir slíku tilefni. Öðr- um þræði er ég líka að vekja at- hygli á þessum fína tónleikasal, sem er svo hæfilega stór og með góðan hljóm,“ sagði Valgeir enn- fremur. Hann sagði að á tónleikunum yrðu flutt ný og eldri lög frá Stuð- manna- og Spilverkstímanum, auk þess sem hann muni flytja lög af nýútkominni plötu. Hann komi fram einn með gítarinn, enda hæfi það sér orðið best. „Þetta er það form sem er orðið mér hugleiknast. Eftir að hafa komið nokkrum hundruð sinnum fram með Stuðmönnum kemst ég að því hvað svigrúmið er mikið þegar ég er einn. Sambandið við áheyr- endur verður svo miklu nánara og svo ólíkt því að búa til hljóðm- Morgunblaðið/Sverrir Valgeir Guðjónsson fyrir fram- an Iðnó. úr með hávaða. Maður er ekki bundinn af öðru en andartakinu og það er gott svigrúm til að taka óvænta stefnu og gera hættulegar tilraunir varðandi kynningar á lög^um og öðru sem til fellur,“ sagði Valgeir Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.