Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 37 Hendrik Ottósson sagði bandariska herinn leiða íslenskar stúlkur á glapstigu á skemmtunum sínum. Börnin gerðu sér dælt við hermenn. og síðan herskála og braggahverfi, loftvamabyrgi og sandpokavígi. Svo lenti þjóðin í Bretavinnu. Það vom ekki bara verkamenn sem nutu góðs af. Eiginlega allir græddu, allt frá útvegsmönnum til húsmæðra. Kjall- arar og þvottahús vom allt í einu orðin „Fish and chips" veitingastaðir eða eitthvað ámóta. Svo græddu margar konur vel á Bretaþvottinum.. Jú, það vora margir á móti Breta- þvottinum. Stundum leiddi hann til nánari kynna en gott þótti. Ég var nýbyrjuð að vinna á veit- ingastaðnum þegar herinn kom. Stundum fylltist allt bókstaflega af hermönnum. íslendingamir vora fúl- ir af því þeim fannst ekkert pláss vera fyrir sig. En það varð bara hver að bjarga sér sjálfur. Yfirleitt vora hermennimir kurteisir, en það kom til orðahnippinga og jafnvel slagsmála milli þeirra og íslensku strákanna. Mér fannst Bretamir yfirleitt ekki myndarlegir, en auðvit- að vora menn inn á milli sem maður varð skotinn i. En ég fékk mörg boð á hverjum einasta degi þar sem ég vann; ýmist í bíó eða labbitúr og einu sinni kom dáti sem ég hafði aldrei séð áður og bað mig um að giftast sér! Ég fór bara með þeim sem mér leist vel á; skemmtilegast var að vera boðin á Hótel Borg. Þar 'vora eintómir offisérar. Og þar sá maður ýmsar fínar reykvískar Mr. Þær fóru upp á herbergin með for- ingjum, en enginn skipti sér af því. Þær vora ekki úthrópaðar eða for- dæmdar. Islandshandbók írá Emi og Örlygi ÚT ER komið hjá Erai og Örlygi tveKKÍa binda rit; íslandshand- bókin, sem ber undirtitilinn nátt- úra, saga og sérkenni. Ritstjórar ritaðs máls eru þeir Tómas Ein- arsson, kennari og Helgi Magn- ússon, útgáfustjóri, en myndrit- stjóri er Orlygur Hálfdanarson. Þessi útgáfa er helguð minningu Ásgeirs S. Bjömssonar, útgáfu- stjóra, sem lést 20. ágúst síðastlið- inn, en hánn lagði ásamt fyrr- greindum ritstjóram grunninn að tilurð verksins, segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda. í íslandshandbókinni er efninu skipt eftir sýslum landsins og í staf- rófsröð innan þeirra. í upphafi hvers sýslukafla er kort af sýsl- unni. Á því korti era sýndir allir vegir sem um sýsluna liggja ásamt tilheyrandi vegnúmerum. Á eftir sýslukortinu kemur fyrst alhliða lýsing sýslunnar en að sýslulýsingu lokinni er ýmsum stöðum lýst í staf- rófsröð. Þessir staðir eru allir merktir á viðkomandi sýslukort. Syslukortin era byggð á kortum Landmælinga íslands en unnin af Jean-Pierrs Biard, kortagerðar- manni. í íslandshandbókinni eru um 1.300 litmyndir af sögustöðum, náttúrafyrirbærum, minnismerkj- um, mannvirkjum, munum og minj- um. íslandshandbókin er í tveimur bindum, alls rúmlega 1.000 blað- síður. Bækumar eru f sérstakri öskju. Fyrra bindið hefst á Reykja- vík og endar á Norður-Þingeyjar- sýslu. Seinna bindið hefst á Norð- ur-Múlasýslu og endar hvað sýslu- lýsingar varðar á Vestmannaeyjum, en þá taka við lýsingar á hálendis- leiðum og fylgir hverri þeirra sér- stakt leiðakort sem gerð hafa verið sérstaklega fyrir verkið. Hálendis- leiðimar eru Kjalvegur, Sprengi- sandsleið, Gæsavatnsleið, Veiði- vatnaleið, Landmannaleið og Fjalia- baksvegur syðri. Einnig er sérstak- ur kafli um Vatnajökul og sérkort af honum. Að lokum er í seinna bindinu ömefnaskrá beggja bindanna. Setning, filmun og litgreiningar var unnið hjá Korpus hf. en prentun og band hjá Prentsmiðjunni Odda hf. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjaflr! Ikaffivélar hrærivélar brauðristar vöfflujám strokjám | handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar komkvamir ,jaclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæká bílryksugur handryksugur blástursoftiar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítið inn til okkar og skoðið vönduð tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið! 1 hljómplötur - kassettur- geisladiskar Á tilboðsmarkaðinum eru allar íslenskar hljómplötur sem komið hafa út á þessu ári, svo og kassettur og geisladiskar. ^4 Verð á hljómplötum í dag er 1.399,- krónur, en á tilboðsmarkaðinum kosta þær aðeins 1.259, - krónur. 'TíP/tO&S Ármúla 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.