Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 26
TS 26 ©8#i íiam&zm .er JTJöACíUjír/QiK am,* íhou MORGUNBEAÐIÐ- IVlIÐVlKUDAGb'R 15;ÐESEMBER 1989 Starfsmaður Hótels Praha gengur niður marmaratröppurnar sem liggja upp að móttökunni. Hótel Praha opnar glæsi- sali sína fyrir almenning Prag. Reuter. HÓTEL Praha, leyndardómsfull bygging í hjarta Prag, verður opnað fyrir almenna gesti í fyrsta skipti nú um áramótin. Hingað tjl hafa ekki aðrir en flckksgæðingar og gestir þeirra fengið þar inni, ekki einu sinni vellauðugir kaupsýslumenn firá Vesturlöndum. Tékkóslóvakía: Kosningu forseta frestað í þinginu Prag. Reuter. TÉKKNESKA þingið frestaði í gær að útnefina nýjan forseta lands- ins í stað Gustafs Husaks. Þingflokkur kommúnista lagði til að þingmenn afsöluðu sér rétti sinum til að kjósa forseta og léti þjóð- ina velja hann en litið var á það sem bragð til að tefja málið. íbúar Prag hafa litið hótelið hom- auga allt frá byggingu þess árið 1981. Sögur spunnust um villtar veislur tékkneskra ráðamanna á hótelinu, gífurlegan íburð og gnótt matar og drykkjar í kjöllurum sem næðu átján hæðir niður í jörðu. Hótelherþergin eru vissulega kon- ungleg eins og fréttaritari Reuters fékk að sannreyna fyrir skemmstu. Mið-Ameríka: Harðorð sam- þykktgegn skæruliðum í E1 Salvador San Jose. Reuter. TVEGGJA daga leiðtogafundi Mið-Ameríkuríkja Iauk í gær í San Jose, höfuðborg Costa Rica. í lokayfirlýsingu var skorað á vinstrisinnaða skæruliða I E1 Salvador að segja skilið við og fordæma opinberlega ofbeldisað- gerðir gegn óbreyttum borgur- um. Málamiðlun náðist i deilu Hondúras og Nicaragua sem hafði næstum látið fundinn fara út um þúfur. r- í lokaályktun leiðtoga Costa Rica, E1 Salvadors, Guatemala, Hondúras og Nicaragua segir að fjárhagsað- stoð til kontra-skæruliða skuli fram- vegis renna til nefndar sem vinnur að því að leysa skæruliðasamtökin upp. Stjórnvöld f Nicaragua féllust á að fresta um hálft ár fyrirhugaðri málsókn á hendur Hondúras fyrir að aðstoða kontraskæruliða. Niðurstaða leiðtogafundarins er túlkuð sem sigur fyrir alla viðstadda ekki síst Alfredo Cristiani, forseta E1 Salvador. Er þetta fyrsta skipti sem leiðtogar þessara ríkja sam- þykkja svo harðorða ályktun gegn skæruliðum í El Salvador. Gestirnir geta eytt tíma sínum í íburðarmikilli íþróttamiðstöð eða kvikmyndasal þar sem njóta má vestrænna kvikmynda sem almenn- ingi hefur hingað til verið bannað að sjá. Hótel Praha er sex hæða skeifu- laga bygging, 100 m löng. Inni í hálfhringnum er lystigarður með suðrænum gróðri. Af svölum her- bergjanna er dýrlegt útsýni til Hrad- cany kastala. Herbergin eru 116, þar af 32 „litlar" svítur og átta for- setasvítur. Á hótelinu er innisund- "laug, keilusalur, gufubað, tennis- og blakvöllur, snyrtistofa, kvikmynda- hús og nuddstofa. Hótelstjórinn segir að tekið verði við almennum gestum frá og með næstu áramótum. Nóttin á að kosta 100 dali eða 6000 ísl. krónur þannig að það verður örugglega á færi fæstra Tékka að gista þar á næst- unni sem hingað til. Nauðungarflutningar Breta á víetnömsku bátafólki frá Hong Kong til Víetnams hafa verið Stanislaw Hanak, þingmaður Þjóðarflokksins, sem hefur slitið samstarfi við kommúnistaflokk- inn, sakaði þingmenn kommúnista um illar hvatir með því að vilja tefja forsetakjör. „Þjóðin þarfnast þegar í stað forseta sem er þekkt- ur að siðgæði. Ég veit um einn slíkan og sting upp á Vaclav Ha- vel,“ sagði Hanak. Kvað við mik- ill fögnuður á áhorfendapöllum er hann lét þau orð falla. Bohuslav Kucera, þingforseti, en hann er þingmaður Sósíalista- flokksins, neitaði að taka tillögu kommúnista á dagskrá og krafðist þess að þeir sendu hana fyrst til sérstakrar þingnefndar ef þeir hygðust halda henni til streitu. Samkvæmt stjómarskrá Tékkó- slóvakíu verður þingið að kjósa ‘eftirmann Husaks í síðasta lagi 24. desember. Kommúnistaflokk- urinn lagði til að lögum landsins yrði breytt þannig að þjóðin gæti kosið nýjan forseta í beinum kosn- ingum sem þeir sögðu að gætu farið fram innan mánaðar. Á mál- atilbúnað þeirra vildi þingforseti ekki falla. Á þinginu sitja 350 gagnrýndir víða en bresk stjóm- völd segja, að þeim verði haldið áfram. Verða alls 40.000 manns fluttir afitur til síns heima og kom fyrsti hópurinn, 51 maður, til Hanoi í gær. Talsmenn Banda- ríkjastjómar sögðu í gær að ákvörðunina væri „óviðunandi“ og hvöttu bresku stjórnina til að stöðva brottflutninginn. Amnesty Intemational hefur áfellst bresk stjómvöld fyrir flutn- ingana og einnig Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna en talsmað- ur hennar, Raymond Hall, kveðst þó viðurkenna, að fólkið, sem var flutt til Hanoi í gær, hafi ekki fallið undir skilgreiningu SÞ á flóttamönn- um. Hann sagði hins vegar, að æ fleiri Víetnamar vildu hverfa heim af fúsum og fijálsum vilja og því hefði verið ástæða til að hinkra við. Francis Maude, aðstoðarutanrík- isráðherra Breta, sagðist í gær hissa á viðbrögðum ýmissa við fólksflutn- ingunum en tók skýrt fram, að þeim yrði haldið áfram samkvæmt áætl- un. Sagði hann, að langflestir Víet- namanna hefðu ekki flúið pólitlskar ofsóknir, heldur fátæktina I landi sínu, og væri nú búist við nýrri hol- skeflu með vorinu. Stjórnvöld í Hong Kong ættu fullt f fangi með að sinna sínu eigin fólki og gætu ekki þótt þau vildu tekið við tugum þúsunda flóttamanna. Víetnömsk yfirvöld neituðu fram á siðustu stund að taka aftur við menn og eru 242 þeirra fulltrúar kommúnistaflokksins. Tékkóslóvakía: Vilja Jakes aft- ur í flokkinn Prag. Reuter. SÚ ákvörðun tékkneskra komm- únista að reka Milos Jakes, fyrr- um flokksformann, úr flokknum hefur vakið óvænt andsvör. Þús- undir óflokksbundinna Tékka hafa mótmælt því að Jakes skuli nú vera kominn í þeirra raðir. Tékkneska dagblaðið Mlada Fonta segir frá því að þúsundir manna hafi skrifað undir áskorun þar sem þess er krafist að Jakes og Miloslav Stepan, fyrrum flokks- leiðtogi í Prag, verði áfram í komm- únistafiokknum. „Við krefjumst þess að þeir verði reknir úr okkar. röðum og teknir aftur inn í komm- únistaflokkinn þar sem þeir eiga heima vegna ævistarfs síns,“ segir meðal annars í áskoruninni. fólkinu. Stjórnvöld í nágrannaríkjun- um, Filippseyjum, Thailandi og Mal- asíu, og einnig í Japan, Suður-Kóreu og Singapore fylgjast vel með heim- flutningi bátafólksins og takist hann vel er viðbúið, að þau grípi til sömu ráða. í þessum löndum eru um 60.000 Víetnamar. Þýskaland: Gysi haftiar sameiningu Austur-Berlín. Stokkhólmi. Reuter. GREGOR Gysi, leiðtogi austur- þýska kommúnistæflokksins, hafnaði í gær hugmyndinni um sameiningu þýsku ríkjanna og sagði að féllu ein landamæri gæti það orðið byrjunin á alls- hetjar uppstokkun landamæra í álfunni. Talsmaður austur-þýsku öryggis- lögreglunnar skýrði frá því í gær að mörgum skrifstofum lögreglunn- ar í borgum og bæjum vlðs vegar um Austur-Þýskaland hefði verið lokað. Hefðu samtök stjórnarandstæð- inga lagt málinu lið. Unnið væri að því að loka skrifstofum hinnar illræmdu lögreglu í stærri borgum. Bretland: Fimm manns hafa látist úr flensunni t St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BÓLUEFNI við inflúensunni, sem nú geisar á Bretlandi, er á þrot- um og verður brátt hafist handa við að flytja það inn. Fimm manns hafa látist í Bretlandi af völdum veikinnar, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisyflrvalda i gær. Bóluefnisbirgðimar á Bretlandi eru að verða uppurnar og verður því að flytja þær inn frá Frakk- landi og Hollandi. Er bóluefnið einkum ætlað fólki í áhættuhópum, sem eru aldraðir og fólk á sjúkra- húsum, þeir, sem eru veikir fyrir brjósti, þjást af sykursýki eða nýrnasjúkdómum og börn á aldrin- um 4-14 ára. Það tekur um hálfan mánuð fyrir bóluefnið að hafa næg áhrif á fuliorðna og fimm vikur á böm. Talið er, að hálf önnur milljón manna hafi lagst I flensunni og hafa Skotar orðið einna mest fyrir barðinu á henni. Hafa fimm manns látist en óttast er, að sú tala eigi eftir að hækka verulega og verði jafnvel enn hærri en fyrir 14 ámm en þá létust rúmlega 1.300 manns. I frétt Morgunblaðsins I gær stóð, að talið væri líklegt, að hundruð eða þúsundir manna hefðu látist en það er misskilning- ur sem betur fer. Þar átti að standa, að læknar teldu, að hundr- uð eða þúsundir manna, einkum sjúkt fólk og þeir, sem veikir eru fyrir, gætu látist af völdum veik- innar. Víetnamska bátafólkið í Hóng Kong: Heimflutningunum haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni London, Genf, Hanoi. Reuter og Daily Telegraph. Samkvæmisklæönaður frá LouÍS Féraud Gjafakort. Louis Féraud "C mansfield ESCADA ffórvlc Uskr* Laugavegi71 II hæó Slml 10770 Fyrst og fremst einstök gæöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.