Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 SIGRÍÐUR GUNNLA UGSDÓTTIR VERÐLAUNA- SKALDSAGA SEM GRÍPUR LESANDANN STERKUM TÖKUM Sigríður Gunnlaugsdóttir hlaut 1. verðlaun í skáldsagnakeppni I.O.G.T. fyrir þessaathygl- isverðu sögu, LÍFSÞRÆÐI. Sagan segir frá endurfrundum átta kvenna, sem voru skóla- systur í menntaskóla. Ýmislegt hefur á dag- ana drifið; margt farið öðruvísi en ætlað var; annað eins og að var stefnt. Það er tilhlökku- efni að hittast. Samt reynist sumum það sárt. Lífsþræðir eru stundum einkennilega ofnir. Þeir sem velja vandaðar, viðurkenndar og skemmtilegar bókmenntir velja LÍFSÞRÆÐI. ÆSKAN Endurvinnsla er þjóðþrif eftir Tryggva Felixson Þegar fram líða stundir komum við til með að líta til ársins 1989 sem upphafs nýrra tíma og við- horfa í umhverfismálum. Síðustu misserin hefur athygli fjölmiðta og áhugi almennings beinst að upp- græðslu, nýlega er hafin skipuleg söfnun á einnota umbúðum undan öli og gosdrykkjum og framundan er mikið átak í skógrækt. Ég ætla í þessari grein að fjaila um endur- vinnslu á einnota umbúðum. Einnota umbúðir fyrir öl og gos- drykki komu til landsins eins og óboðinn gestur fyrir fáeinum árum. Þær urðu vinsælar hjá framleið- endum sem neytendum, en margir höfðu áhyggjur af þeim umhverfis- vanda sem þær óneitanlega sköp- uðu. Einstaklingar og samtök sem báru náttúruvernd fyrir bijósti báru fram kröfur um bann við notkun á þessum nýju umbúðum, eða í það minnsta að á þær yrði sett skilagjald svo draga mætti úr umhverfisspjöllum af þeirra völd- um. Málið kom til kasta alþingis og sl. vor var gengið frá lögum og reglugerð um skilagjald, eins og alkunna er. En hvað er það sem réttlætir skilagjald á einnota umbúðum? Er skilagjaldið tilkomið vegna þrýst- ings náttúruverndarsinna án tillits til þjóðhagslegra hagsmuna? Svar- ið er nei, og það má fær mörg haldgóð efnahagsleg rök fyrir því að setja skilagjald á einnota um- búðir. Ef við lítum í kringum okkur í dag og berum það saman við ástandið fyrir fáeinum mánuðum er árangur skilagjaldsins augljós. Það hefur leitt til þess að tómar gosdósir og plastflöskur eru ekki lengur til lýta og trafala á torgum, götum og víðavangi. Kostnaður við hreinsun á almannafæri, hvort sem hann er gerður af sveitarfélögum' eða áhugasömum einstaklingum, hefur því minnkað. Og yndisauki landsins hefur aukist, bæði fyrir landsmenn og erlenda ferðamenn sem koma til að virða náttúru landsins fyrir sér. Sem sagt, aug- ljós velferðarauki og hagur ferða- mannaþjónustu, sem er vaxandi atvinnugrein, hefur verið bættur með óbeinum hætti. Önnur atriði eru líka inni í mynd- ina. Skilagjaldið dregur úr sorpi sem þarf að safna og urða. Þann sparnað sem af þessu hlýst má eflaust meta í peningum var ekki Reykjavíkurborg nýlega að kaupa land fyrir 85 milljónir króna til að urða sorp. Skilagjald á einnota umbúðum kemur til með að auka lífdaga urðunarlandsins og fækkar ferðum sorpbíla frá Reykjavík til Kjalarness — sparnaður liggur í augum uppi. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Skrapmálmurinn verður fluttur úr landi og skapar gjaldeyr- istekjur og líklega verður hægt að koma plastinu í verð áður en langt um líður. Og gleymum því ekki að náttúruauðlindir jarðarinnar eru takmarkaðar. Til að framleiða ál þarf báxít sem grafið er úr námum sem einhvern tíma tæmast. Báxíti er breytt í ál með hjálp orkulinda sem ekki eru óþijótandi. Með því að endurnýta umbúðir lengist líftími þessara auðlinda og það dregur úr þeim umhverfisspjöllum sem hagnýting þeirra hefur í för með sér. En eitthvað kostar þetta? Vissu- lega. í fyrsta lagi fyrirhöfn fyrir neytendur vegna flokkunar og skila á úrgangi. í öðru lagi kostn- aður vegna reksturs söfnunarkerf- isins — sem í núverandi kerfi er greiddur af þeim sem ekki hirða um að skila umbúðum sem þeir kaupa. Af því sem að framan er talið tel ég að það megi fullyrða'að skilagjald á úrgangi er gott mál. Nú liggur fyrir tillaga um skila- gjald á bílum og vonandi er skila- gjald eða söfnun á gleri og pappír ekki langt undan. Skátahreyfingin á íslandi hefur sýnt þessu máli áhuga og hvatti stjórnvöld til aðgerða og lagði fram hugmyndir um það hvernig hægt væri að vinna að þessu verkefni. Áhugi skátahreyfingarinnar er til- komin vegna þess að í starfi skáta er lögð mikil rækt við útilíf og góða umgengni við náttúru lands- ins. Þá er nýting verðmæta uppeld- isatriði og varðveisla náttúruauð- linda fyrir komandi kynslóðir er eðli málsins samkvæmt áhugamál skáta. Þegar ljóst var að stjórnvöld hyggðust koma á skilagjaldi á ein- nota umbúðum hafði Bandalag íslenskra Skáta frumkvæði að samstarfi við Landssamband hjálp- arsveita skáta og Hjálparstofnun kirkjunnar um átak í söfnun ein- Tryggvi Felixson „Ef við lítum í kringum okkur í dag og berum það saman við ástandið fyrir fáeinum mánuðum er árangur skilagjalds- ins augljós.“ nota umbúða. Þetta átak hlaut nafnið Þjóðþrif og markmið þess er að auka skil á einnota umbúðum og að skapa samtökunum þremur betri fjárhagslegan grundvöll til að sinna sínum starfsvettvangi. Þá er ætlun að sinna ýmsum um- hverfismálum bæði með því að leggja fé til uppgræðslu og nátt- úruverndar og með útgáfu á fræðsluefni. Þjóðþrif hefur komið upp um 40 söfnunarstöðum í Reykjavík og nágrannabyggðum. Söfnunarstað- irnir eru appelsínurauðar kúlur, sem ganga undir nafninu dósakúl- ur, sem standa við bensínstöðvar og stórmarkaði. Einnig hafa verið settir upp um 150 söfnunarkassar (dósakassar!) í ýmsum fyrirtækjum og nokkur veitinga- og gistihús láta einnota umbúðir renna til Þjóðþrifa, og fer þar Ólafur Lauf- dal fremstur í flokki. í söfnunaríl- átin má setja einnota umbúðir og Þjóðþrif munu sjá um að skiia þeim til Endurvinnslunnar og inn- heimta skilagjaldið. Verðmætin sem þannig skapast renna, eins og fyrr segir, til umhverfismála, hjálpar og björgunarstarfs. Þannig hefur skilagjald á einnota umbúðir skapað skátum, hjálparsveitum skáta og Hjálparstofnun kirkjunn- ar nýjan starfsvettvang og, von- andi, nýja möguleika til að rækta betur það starf sem þessi samtök hafa unnið um langt árabil. Höfundur starfar seni hagfræðingur í Seðlabanka íslands og er félagi í Skógræktarfélagi skáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.