Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 41
Afinæliskveðja: MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 41 Gissur Pálsson Fyrir okkur ungu mennina, þessa óþolinmóðu, þessa sem þykjumst hafa skýr svör á reiðum höndum við öllum gátum lífsins, þá er það oft eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið þegar við gefum okkur tíma til þess að setjast niður og spjalla við þessa gömlu. Þá rennur upp fyrir manni að hlutirnir eru ekki annaðhvort klipptir eða skorn- ir, annaðhvort svartir eða hvítir. Þá rennur upp fyrir manni hvað lífið, sorgir þess og gleði, starf og leikur, eru miklu meiri skóli en prófskírteinin sem maður er með í rassvasanum. Þegar ég sest niður með afa mínum, Gissuri Pálssyni, til að spjalla við hann um landsins gagn og nauðsynjar þá verð ég þessa ávallt áskynja. Afi, Gissur Pálsson rafvirkja- meistari í Bóistaðarhlíð 41, hér í Reykjavík, fæddist í Þykkvabæ í Landbroti fyrir nákvæmlega 80 árum, 13. desember 1909. I góðu skyggni blasir við af hlaðinu í Þykkvabæ fjallið Lómagnúpur og austar Öræfajökull með Hvanna- dalshnjúk, hæstan hnjúka á ís- landi. í millum renna þungar straumharðar jökulár sem löngum voru miklir farartálmar á ferðum um Skaftafellssýslur. Þessi nátt- úrusýn er áhrifamikil og hleypir þrótti í menn. Það virðist alla vega vera raunin með afa — enda hefur hann nánast verið á hlaupum alla ævi. Afi er framsýnn, hann er mað- ur morgundagsins og það segir mikið um framsýni hans að hann skuli ungur hafa ákveðið að helga starfskrafta sína þá algerlega nýrri og ókannaðri grein, rafmagninu. Hlutdeild hans í þeirri grein, vönduð vinnubrögð og fórnfúst starf í þágu félags rafvirkjameistara um langan aldur þekkja félagar hans þaðan miklu betur en ég. En ég veit að hlutdeild hans þar hefur verið mik- il. Ég veit líka að afi rak stórt fyrir- tæki, Hf. Rafmagn, hafði fjölda manna í vinnu og rafvæddi heilu þorjiin og bæina. Eg veit líka að hann hefur verið einn ötulasti baráttumaður bindind- ismála í landinu og gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir bindindishreyf- inguna. Ég man t.d. ferð sem ég fór með honum fyrir ca. 25 árum, til að skoða skógarsvæði fyrir aust- an Galtalæk í Landsveit með það í huga að þar yrði útivistarsvæði bindindismanna. Það hefur svo sannarlega komið á daginn eins og öll áform sem afi ráðgerir. Engan þekki ég annan sem betur fylgir þeim einkunnarorðum að lýsa ekki einungis fæðingarhríðunum heldur sýna krógann. Ég veit líka að hann hefur verið leiklistarstarfinu hér í Reykjavík einhver harðasti stuðningsmaður. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur hann sinnt ljósameistarastarfi í ljölda ára — svona með öllu hinu. Og sinnt því af aðdáunai-verðri trú- mennsku. Best veit ég þó um hversu mikill bakhjarl hann er fyrir fjölskyldu sína. Hversu vel hann stendur und- ir því að vera höfuð ættarinnar — hvernig hann er einskonar enda- punktur fjölskyldunnar. Aðeins menn sem hafa oft þurft að stíga krappa ölduna í lífsins ólgusjó og styrkst af því geta sinnt þessu hlut- verki svo sómi sé af. Og það hefur afi gert. Bæði austan og vestan við Land- brotið, fæðingarsveit afa, renna margar óhreinar jökulár enda stutt í jökulinn. í gili rétt við Þykkvabæj- arhúsin rennur hreinn og tær berg- vatnslækur. Þannig getur hið óhreina jökulvatn orðið þegar það hefur runnið lengi um hraun og bruna. Það sama á við um sálina og hugann. Hugurinn skýrist og sálin mildast við ójöfnurnar sem yfir er farið. Þetta hefur afi leitt mér fyrir sjónir. Ég óska honum innilega til ham- ingju með afmælið og ég hlakka til þeirra mörgu stunda sem við eigum eftir að eiga saman. Stunda þegar hann hvetur mig — til að hugsa fram á við. Bræður mínir tveir og faðir hveij- ir búa erlendis senda honum einnig sínar bestu kveðjur á þessum tíma- mótum. Gissur Pétursson Gissur tekur á móti gestum í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, í dag, afmælisdaginn, milli kl. 17 og 20. Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birtingu. Minningar- og afinælisgreinar Af sömu ástæðum eru það eindregin tilmæli ritstjóra Morg- unblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakl- ing. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morg- unblaðið sé beðið um að birta ræður, sem haldnar eru á fund- um, ráðstefnum eða öðrum mannamótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningart- ilvikum. Ritstj. FYRIRHEITNA LANDIÐ EFTIR EINAR KÁRASON. Sjálfstætt framhald Djöflaeyjunnar og Gulleyjunnar. Hún lýsir för þriggja afkomenda Thulefólksins til fyrirheitna landsins, Ameríku, á vit Presleys, Badda, Gógóar og allra hinna. Lifandi mannlýsingar, hröð frásögn, skrautlegt baksvið og góður húmor. - Skemmtileg bók. Eyjabækurnar fást nú allar í Stórbók. NÁTTVÍG EFTIR THOR VILHJÁLMSSON. Ástin, dauðinn og hafið. Áhrifamikil og viðburðarík saga úr undirheimum Reykjavíkur. Hún greinir frá tveimur sólarhringum í lífi leigubílstjóra nokkurs sem dregst nauðugur inn í atburðarás óhugnaðar og ofbeldis. Þessi bók er enn einn sigur Thors Vilhjálmssonar á ritvellinum. Mal Iml og menning • ■ í PJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. VILHJALMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.