Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 46
7*6 MQRG1U|NBI4ÐI5> MlSV?KyjpAGUfi, 1?. DESEfvlBEH 1^9 Kristín Péturs- dóttir — Minning Fædd 8. janúar 1900 Dáin 5. desember 1989 Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkrar línur um ömmu mína sem farin er yfir móðuna miklu. Ég þakka elsku ömmu innilega allar okkar samverustundir sem voru mér svo kærar. Hún tók mér ætíð opnum örmum. Margar góðar minningar á ég af Spítalavegi 8, hjá henni og afa meðan hans naut við. Eftir að ég eignaðist mína eig- in fjölskyldu breyttist -ekkert. Kristín amma tók henni eins og sinni eigin. Fyrir þetta allt vil ég þakka ömmu minni og vona ég að vel muni ganga á hinni nýju braut hjá ástvinum sem farnir voru á undan henni. Helgi Aðalsteinsson í dag verður til moldar borin elskuleg frænka mín, Kristín Pét- ursdóttir, sem lést á Dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri. Hún fæddist að Tjörn á Skaga í A-Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Guðrúnar Guð- mundsdóttur og Péturs Bjömssonar bónda þar. í kringum síðustu aldamót var Skagi albyggður og sátu þar marg- ir dugmiklir bændur. Að Tjörn var myndarheimili og fjölmennt. Systk- inin vom tólf sem upp komust, auk annars heimilisfólks, það var stór hópur og kostaði mikla elju að koma þeim öllum til þroska, því fæstir vom bændur hér á landi auðugir um og uppúr seinustu aldamótum. Nú em aðeins tvö eftir á lífi af þessum systkinahóp, Soffía, áður húsfreyja að Holtastöðum í Langa- dal, og Pétur, stýrimaður, sem bjó í Kópavogi, en þau dvelja nú á heim- ili aldraðra. Látin eru: Guðmundur, Álfheiður, Páll, Anna, Sigurlaug, Jóninna, Guðrún, Guðmundur, Halldóra'og Sigurður. Við Húnaflóa vom gjöful fiski- mið og útgerð stunduð víða á þeim slóðum. Pétur stundaði útgerð jafn- hliða búskapnum og var aflasæll formaður. Systkinin vöndust fljótt hverskyns störfum er að þeim at- vinnuháttum laut, og má segja að flest þeirra hafi lagt gjörva hönd á búskap og sjómennsku síðar á lífsleiðinni. Þannig liðu æsku- og unglingsár- in við gleði og störf, því mannlíf var gott í Húnaþingi á þeirri tíð. En svo kom þar að systkinin hleyptu MINNINGARKORT Sími: 694100 heimdraganum, könnuðu nýja stigu, fóm til náms og starfa eða stofnuðu heimili. Þegar móðir mín Anna giftist, stofnuðu foreldrar mínir heimili í Reykjavík, en fyrstu minningarnar um Kristínu em frá æskuárunum, þegar hún og önnur móðursystkini mín dvöldu á heimili okkar, þegar þau komu til borgarinnar. En það var einmitt í höfuðborginni, síðast á þriðja áratugnum, sem Kristín og Helgi Pálsson, hinn ungi norðlenski höfðingi, kynntust; þá var framtíðin ráðin, þau giftu sig og fluttu til Akureyrar og áttu þau heima þar alla tíð síðan. Helgi Pálsson fór ungur að láta mikið að sér kveða í útgerð og versl- un og var í forystusveit um fram- kvæmdir á þessum ámm. Hann var snemma kosinn til trúnaðarstarfa fyrir Akureyrarbæ, var bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins um langt skeið. Eitt mesta gæfuspor í atvinnu- sögu Akureyrar var stofnun Ut- gerðarfélags Akureyringa. Helgi Pálsson átti þar stóran hlut að máli. Hann var einn af frumheijun- um, sem stofnuðu það fyrirtæki, fyrsti formaður stjórnar þess. og lengi síðan. Kristín Pétursdóttir var glæsileg og fögur kona; hún var hláturmild og hjartahlý og öllum leið vel í návist hennar. Hún naut sín vel við hlið þessa mikla hugsjóna- og at- hafnamanns og átti stóran þátt í velgengni hans. Á Spítalavegi 8 var mikið rausnar- og menningarheim- ili. Þar var oft gestkvæmt, því mörg ráð voru þar ráðin um fram- kvæmdir og stjórnmál. Þau hjón áttu miklu bamaláni að fagna, eignuðust sjö mann- vænleg böm: elst er Margrét Kristín, Borgamesi; maður hennar, Aðalsteinn Bjömsson, bifreiðar- stjóri, er látinn; Guðrún er gift Jó- hanni Ingimarssyni og rekur hús- gagnaverslun á Akureyri; Pétur Gústaf, vélstjóri; kona hans er Ása Breiðfjörð Ásbergsdóttir, þau búa einnig á Akureyri; Sigurlaug er gift Ragnari Ragnarssyni, fulltrúa, heimili þeirra er í Reykjavík; Hall- grímur er ókvæntur á Akureyri; Björg er gift Magnúsi Fr. Sigurðs- syni, skipstjóra í Reykjavík, og yngstur er Páll, kennari, giftur Bjarney Einarsdóttur, þeirra heimili er í Mosfellsbæ. Það er margs að minnast frá liðn- um árum, frá því fyrst að ég kom norður sem unglingur og alltaf síðan var ég sem einn af fjölskyld- unni. Þó er mér sérstaklega minnis- stætt; það var fyrir þrjátíu og fimm ámm, að við Sigrún vomm á leið til sumardvalar við Mývatn. Leiðin lá um Akureyri, og við komum á Spítalaveginn til að heilsa uppá Kristínu og Helga. Ekki var um annað að tala en við stoppuðum og gistum hjá þeim. Þær móttökur vom ógleymanlegar, en þannig voru þessi hjón, allt var þeim eðlilegt, frændsemi, vinátta og höfðingskap- ur. Helgi Pálsson lést árið 1964 og nú hefur Kristín einnig kvatt þenn- an heim. Þó söknuður sé eftir þessa elskulegu konu, þá er einnig hægt að gleðjast yfír því, að hún hélt reisn sinni til loka og fær nú hvíld eftir gæfuríkan ævidag. Börnum Kristínar og fjölskyldum þeirra sendi ég hlýjar kveðjur og bið þeim blessunar um ókomna tíð. Magnús Sigurjónsson í dag verður til moldar borin Kristín Pétursdóttir, fyrmm hús- móðir á Spítalavegi 8, Akureyri. Hún lést þann 5. desember sl. á Dvalarheimilinu Hlíð, en þar hafði hún dvalið hátt á annan áratug. Kristín var af eyfirsku bergi brot- in í föðurætt en húnvetnsku í móð- urætt. Faðir hennar,^ Pétur Bjöms- son, var fæddur í Ásgerðarstaða- seli í Hörgárdal árið 1851, en þar bjuggu foreldrar hans, Bjöm Bene- diktsson frá Flöguseli og Guðrún Guðmundsdóttir frá Lönguhlíð. Pét- ur flutti ungur í Húnavatnssýslu til elsta bróður síns, sem var vinnu- maður á Keldulandi í Skagahreppi. Þar óx hann úr grasi. Móðir Kristín- ar hét Guðrún Guðmundína, for- eldrar hennar vom Anna Gísladótt- ir frá Harastöðum í Skagahreppi og Guðmundur Jónasson, líklega fæddur á Stóm-Ásgeirsá í Víði- dalstungusókn. Föður sinn sá Guð- rún aldrei, hann drukknaði i fiski- róðri áður en hún fæddist. Pétur og Guðrún hófu fyrst bú- skap á Ósi en bjuggu síðar á Tjörn í Nesjum og þar fæddist Kristín þann 8. janúar árið 1900. Hún fæddist inn í stóran barnahóp. Hún varð 10. barn foreldra sinna en alls urðu systkinin þrettán. Þar af kom- ust tólf til fullorðinsára. Börnin vom: Guðmundurf. 1884, Álfheiður f. 1888, Páll f. 1889, Anna f. 1890, Sigurlaug f. 1893, Jóninna Margrét f. 1894, Guðrún f. 1895, Guðmund- ur f. 1897, Halldóra f. 1898, Kristín f. 1900, Soffía f. 1901, Sigurður f. 1904 og Pétur f. 1906. Eftirlif- andi systkini í dag em Soffía, fyrr- um húsfreyja á Holtastöðum í Langadal, sem býr nú á Vistheimil- inu á Blönduósi, og Pétur, sem lengst af starfaði sem sjómaður á strandferðaskipum Skipaútgerðar ríkisins. Hann er nú búsettur í Hveragerði. Heimilið á Tjörn var mannmargt, því auk barnanna og foreldra þeirra voru þar nokkrir vinnumenn og tvær til þijár vinnukonur. Þau hafa því verið ófá handtökin sem þurfti tii að metta alla munnana á þeim bæ. Aldrei varð þar matarskortur. Stunduð vom jöfnum höndum land- búnaður og sjósókn. Pétur átti skip og stundaði útróðra jafnframt bú- skapnum. Reyndist hann kappsmik- ill og aflasæll formaður, sem fór ýmist til dagróðra eða í hákarlaleg- ur, og stundaði einnig selveiði og hrognkelsaveiði. Guðrún var enginn eftirbátur manns síns við öflun fanga til heimilisins, þótt minna hafi e.t.v. farið fyrir hennar störf- um. Henni var þannig lýst af dætr- um sínum, að hún hafi verið fremur hlédræg og hljóðlát kona, en að hann hafí aftur á móti verið hnell- inn, léttur í spori og glettinn. Ér börnin uxu úr grasi, urðu þau strax að taka þátt í öllum störfum, hvort sem um var að ræða hin hefð- bundnu sveitastörf eða öflun sjávar- fanganna, og stóðu dætumar við beitingu ekkert síður en synirnir. En ekki held ég að þær hafí stund- að sjóróðra, a.m.k. ekki að jafnaði. Þegar þau urðu eldri réðu þau sig síðan í vinnumennsku, ýmist á nærliggjandi bæjum eða þá að lagt var land undir fót og haldið til fjar- lægari staða. Kristín réð sig sem vinnukonu á Hvammi í Eyjafirði, líklega skömmu eftir 1920. Ári síðar réð hún sig í vist til Sigríðar og Hallgríms Davíðssonar, verslunarstjóra Hoepnersverslunar á Akureyri, en hjá þeim hjónum starfaði hún í mörg ár. Er Kristín hélt úr for- eldrahúsum var hún alvön öllum þeim störfum sem til féllu á venju- legu íslensku.. sveitaheimili. En á þeim árum sem nú fóm í hönd var Kristín á heimili sem bar með sér mikinn menningarbrag. Þar voru ýmsar dyggðir í hávegum hafðar og þar lærði Kristín margvíslega matargerð sem ekki þekktist á þeim ámm á venjulegum alþýðuheimil- um. Gagnkvæm vinátta og virðing hélst með Kristínu og fyrmm hús- bændum hennar á meðan ævin ent- ist. Við Hoepnersverslun starfaði ungur verslunarsveinn, Helgi Páls- son, sem síðar varð eiginmaður Kristínar. Helgi lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og gerðist útgerðarmaður, og kaup- maður síðar á ævinni. Helgi varð eindreginn sjálfstæðismaður og starfaði mikið að félagsmálum. Hann sat í bæjarstjórn til fjölda ára og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í bæjarmálum á vegum flokksins. Flestum ber saman um að Helgi hafi verið einn aðalfrumkvöðull að stofnun Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. Hann barðist einarðleg- ast fyrir tilvem félagsins, ásamt Tryggva Helgasyni, á erfiðleikatím- um þess. Helgi og Kristín eignuðust sjö börn: Margréti, sem giftist Aðal- steini Bjömssyni bifreiðastjóra í Borgarnesi. Hann er látinn. Mar- grét býr í Borgamesi og starfar við dvalarheimili aldraðra; Guðrúnu, kaupkonu á Akureyri, sem gift er Johanni Ingimarssyni; Pétur, vél- stjóra á Akureyri, sem kvæntur er Ásu Ásbergsdóttur hjúkrunarfræð- ingi; Sigurlaugu, hjúkrunarfræðing í Reykjavík, gift Ragnari Á. Ragn- arssyni; Hallgrím, vaktmann hjá Útgerðarfélagi Akureyringa; Björgu, skrifstofukonu hjá Hag- kaup í Reykjavík, gift Magnúsi Fr. Sigurðssyni skipstjóra hjá Eimskip; og Pál, kennara og organista á Kjalarnesi, kvæntur Bjarneyju Ein- arsdóttur frá Akranesi. Barnabörn og barnabarnabörn em orðin fjöl- mörg. Þrátt fyrir mannmargt heimili starfaði Kristín einnig mikið að fé- lagsmálum. Hún var ein af stofn- endum sjálfstæðiskvennafélagsins Varnar á Akureyri. Hún gegndi m.a. því trúnaðarstarfi fyrir kvenfé- Iagið Hlíf á Akureyri að vera Pálm- holtsformaður þeirrar deildar fé- lagsins um hríð, en kvenfélagið rak barnaheimilið Pálmholt til fjölda ára. Henni voru þökkuð óeigingjörn störf í þágu félagsins er hún var kjörin heiðursfélagi þess. Kristín var mikilhæf og framúr- skarandi dugleg kona. Það vekur furðu mína hve miklu hún gat áork- að, en jafnframt látið fara lítið fyr- ir því. Reyndar naut hún oft á tíðum dyggilegrar aðstoðar systur sinnar, Laugu, sem áva'ilt var boðin og búin til að aðstoða hana. Krisíín hafði að nógu að hyggja. Auk þess ' að hugsa um nokkuð stórt hús og börnin sjö, var heyjað á summm, því lítilsháttar fjár- og kúabúskap stundaði hún. Ræktaðar vom kart- öflur, unnið var við sláturgerð og fleira og fleira. Kristín og Helgi vom efnalega sjálfstæð og höfðu oftast nóg að bíta og brenna, þótt stundum hafi verið þröngt í búi á útgerðarárum Helga. Husmóðirin hafði hlotið sjálfsbjargarhvötina í vöggugjöf og kunni ýmislegt fyrir sér þegar illa áraði. Hjartað höfðu þau bæði á réttum stað og var Helgi einkar vinsæll hjá þeim sem þurftu tíma- bundinnar aðstoðar við vegna ijár- hagserfiðleika. Það vináttubragð sýndu þau norskum hjónum á stríðsárunum og taka þau ásamt stórri fjölskyldu þeirra inn á heim- ili sitt og var ærið fjölmennt á Spítalavegi 8 allt til stríðsloka, en þá flutti þetta flóttafólk aftur til síns heima. Á þeim tíma vom bund- in vináttubönd sem aldrei slitnuðu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kvænast dóttur þessara heiðurs- hjóna. Því miður voru kynni okkar Helga allt of stutt. En Kristínu þekkti ég í 32 ár og í 16 ár leið vart sá dagur að ég hitti hana ekki. Eftir því sem kynni okkar urðu lengri, þess betur lærði ég að meta mannkosti hennar. Allt til hinstu stundar þótti mér hún afskaplega fríð kona. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir þá hlýju og góðvild sem hún átti í svo ríkum mæli, glaðværð hennar og smitandi hlátur, og allar þær ánægjustundir sem hún veitti okkur hjónunum og börnum okkar. Ég votta látinni tengdamóður virðingu mína. Guð geymi hana. Ragnar Ásgeir Ragnarsson t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar GUÐBJARGAR HALLGRÍMSDÓTTUR. Margrét S. Einarsdóttir, Atli Pálsson, Einar Atlason, Hallgrimur Atlason, Guðjón Atlason, Atli Atlason. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, NJÁLS MÝRDAL fulltrúa. Theodóra J. Mýrdal, Þór Mýrdal, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sigursteinn Mýrdal, Karólína Guðnadóttir, Björk Mýrdal, Árni Marz Friðgeirsson og barnabörn. t Einlægar þakkir til allra þeirra er sýndu ókkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengda- föður, afa og langafa, SIGURBERGS HELGA ÞORLEIFSSONAR, fyrrum vitavarðar á Garðskaga, Furugrund 58, Kópavogi. Læknum og hjúkrunarfólki á Landakotsspítala og Útskálasöfnuði flytjum við sérstakar þakkir. Ásdis Káradóttir, Sigrún Sigurbergsdóttir, Tómas Þ. Sigurðsson, Kari Sigurbergsson, Karítas Kristjánsdóttir, Valgerður Marinósdóttir, Valdimar Þ. Valdimarsson barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar MARGRÉTAR SAMÚELSDOTTUR. Gullkistan, Frakkastíg 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.