Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Æviminningar Hermanns Vilhjálmssonar Vilhjálmur Hjálmarsson ÆVISAGA HERMANNS VILHJÁLMS- SONAR FRÁ MJÓAFIRÐI. Skráð af Vilhjálmi Hjálmarssyni fyrrverandi ráðherra. Reykvíkingar þekktu Hermann undir nafninu Hemmi, oft með viðumefni dregið af því að hann togaðist stundum á við stráka um túkall eða krónu. Vilhjálmur Hjálmarsson segir sögur föðurbróður síns á gamansaman og hugþekkan hátt. Þess vegna er unum að því að lesa um hana þó aö hún fjalli um | óvenjulegt I ífshlaup manns er aldrei fékk 1 notið hæfileika sinna. 1 I FRÆNDIKONRÁÐS- | FÖÐURBRÓÐIR MINN er bók fyrir þá í sem vilja ÖÐRUVÍSI ævisögu sagða af £ hreinni snilld. Haltur ríður höltu hrossi eftir Jóhann Guðmundsson Á þessu hausti voru endursýndir í ríkissjónvarpinu þættir um fatlaða er gerðir voru í samráði við hags- munasamtök fatlaðra og nefndust þeir „Haltur ríður hrossi“. Þar gafst alþjóð tækifæri að sjá hvað hægt er að ná langt með fatl- aða, ef þeir fá næga þjónustu, þjálf- un og menntun. Sannarlega vert að gleðjast yfir og þakka má það þrotlausri baráttu til jafnréttis fatl- aðra að ná svo góðum árangri. Sú barátta varð til þess að lög fyrir fatlaða voru sett. Lögin stuðluðu að því að mun meira af smáhjálp- inni var veitt til þessa málaflokks á þessum áratug. Fólkið í landinu, sem ekki þekkir þessi mál gjörla, telur áreiðanlega eftir sýningu þessara þátta senni- legt að þannig fyrirmyndaraðbún- aður og tækifæri gildi um alla fatl- aða. Það er rétt að mikið hefur verið gert þennan áratug, en það er því miður önnur og skuggalegri hlið á þessu máli, og til eru hópar fatl- aðra sem ekki hafa enn fengið not- ið þannig þjónustu, þjálfunar og menntunar sem þeir svo nauðsyn- lega þurfa. Þennan hóp fatlaðra mætti nefna „halta sem ríða höltu hrossi", en það eru þeir fatlaðir, sem mest eru fatlaðir andlega. Ef þeir fengju svipaða þjónustu og lýst var í fyrrgreindum þáttum, væri einnig hægt að þjálfa þá til meiri sjálfs- bjargar og þar með til ánægjulegra og fyllra lífs. Þessa hafa þeir því miður ennþá ekki orðið aðnjótandi. Við höfum barist fyrir jafnrétti fatl- aðra gagnvart öðrum. Hvað um jafnréttið innan hóps hinna fötluðu? Er jafnrétti meðal hinna fötluðu? Er það svo þegar þeir sem mest eru andlega fatlaðir hafa ekki enn feng- ið þjónustu, þjálfun og menntun við sitt hæfi? Því sjá ekki ráðamenn málefna fatlaðra til þess að þessi hópur fatlaðra fái notið réttinda sinna eins og aðrir fatlaðir? Að eiga 22ja ára gamla dóttur, sem er í þessum hóp fatlaðra og minnast örfárra atvika sem sýna hvað hún fyrst og fremst og við foreldrarnir hafa orðið að þola og hvernig góð markmið laga ná ekki til þeirra. Þegar hún var 7 ára hringdi skóli hinna ófötluðu barna og spurði af hveiju hún kæmi ekki I skólann. Þegar þeim var tjáð hver fötlun hennar væri, var beðist af- sökunar á því að þeir skyldu hringja. Ekki var boðið upp á neinn annan skóla fyrir hana. 12 ára göm- ul fær hún fyrst þjálfun og kennslu við afar ófullkomnar og fátæklegar aðstæður og aðeins 1-2 klst. á dag. Þegar Safamýrarskólinn, skóli fyrir andlega fatlaða, tekur til starfa fær hún sína fyrstu reglulegu skóla- göngu, þá orðin táningur. Þá skóla- göngu var hægt að framlengja tvö ár vegna forsögunnar. Forráða- menn þess skóla gerðu sér grein fyrir því, að hún þyrfti mun lengri tíma til þjálfunar og kennslu og þyrfti að byggja upp þjálfunarskrá og þjálfunarkerfi fyrir hana og aðra á hennar getustigi, sem höfðu farið á mis við skólagöngu á lögbundnum skólaaldri. Verkefni sem hægt væri að halda áfram með af starfsfólki sólarhringsheimilis sem hún býr á. Til þessa verkefnis veitti mennta- málaráðuneytið fé í 2 vetur fyrir 5 einstaklinga. Það var einróma álit kennaranna, starfsfólksins og okk- ar foreldranna, sem einhuga unnu að þessu verkefni, að miklar fram- farir væru sýnilegar og greinilegt að þeim leið öllum betur og voru ánægðari með sýnilega vaxandi getu í fyrsta sinn á ævinni. Til að halda þessu þjálfunarverkefni áfram taldist forráðamönnum skólans og heimilisins að þyrfti að bæta við hálfri stöðueiningu í heim- iliseiningu þeirra. Það var talið al- gjört skilyrði þess að áfram tækist að halda við þessum ánægjulega árangri og bæta hann. Hálft stöðugildi á sólarhrings- heimili er ekki stórt fjárframlag, því starfsfólk þar er láglaunafólk. Þrátt fyrir það töldu yfirvöld mál- efna fatlaðra í Reykjanesumdæmi og ráðuneyti félagsmála sig ekki geta orðið við þessari beiðni. Var þá skrifað til ráðherra félagsmála. Þegar engin svör bárust þaðan eft- ir þijú bréf var farið á fund henn- ar. Að ekki barst svar þaðan var okkur tjáð vera vegna þess að emb- ættismaður, sem falið var þetta erindi til athugunar, gerði ekkert í málinu eða með öðrum orðum stakk erindinu undir stól. Ráðherra lofaði að athuga málið og reyna að leysa það á einhvern hátt. Síðan eru liðn- ir um 10 mánuðir og ekkert heyrst um þetta mál og því engin úrlausn fengist. Fyrir 1 'A ári var talið nauð- synlegt að fá þessa hálfu viðbótar- stöðu en enn engin lausn fengin. Afleiðing hefur orðið sú, að sá góði árangur sem náðist með samhentri og góðri vinnu er að mestu runninn út í sandinn. Því miður er þetta heldur ekki í fyrsta sinn sem borið er við fjárskorti af hálfu yfirvalda er beðið er um aukin stöðugildi fyr- ir þetta fólk svo það fái eðlilega þjónustu og þjálfun. Með þeim 40% sparnaði sem ríkisstjórnin fyrirskip- aði fyrr á þessu ári geta þessir ein- staklingar og allir þeir um allt land sem svipað er ástatt um ekki leng- ur fengið leiðsögn á skemmtanir fatlaðra eða að heimsækja foreldra sína, jafnvel um jólin, allt vegna mannfæðar. Jóhann Guðmundsson „Réttaröryggi fatlaðra í þessu landi er ákaf- lega illa tryggt, en sá hópur sem hér hefur verið fjallað um er verst tryggður og réttinda- gæslan mjög erfið.“ Þannig er haldið áfram að traðka á mannréttindum þessa fólks og fjötra og langt frá því að hilli und- ir orðið jafnrétti. Nær áratugur er liðinn síðan lög um málefni þorskaheftra voru sett, þar sem markmiðið var að tryggja þeim jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra og skapa þeim skil- yrði að lifa eðlilegu lífi þar sem þeim vegnaði best. Ekkert af þess- um fyrirheitum hefur þessi hópur öðlast á þessum áratug nema betra húsnæði. Þetta er því hópur fatl- aðra sem ríður höltu hrossi og er sannarlega tími til kominn að þeir fái tækifæri til að ná þeim mark- miðum sem lögin segja til um, en þá verða þeir að fá þjónustu, þjálf- un og kennslu við sitt hæfi. Þá fyrst má segja að þeir ríði óhöitu hrossi eins og þeir fatlaðir sem þessu markmiði hafa þegar náð. Forgangsverkefni stjórnvalda málefna fatlaðra verður að vera það að virða mannréttindi þessa hóps eins og annarra, tryggja þeim jafn- rétti og sambærileg lífskjör við aðra og skapa þeim skilyrði að lifa eðli- legu lífi þar sem þeim vegnar best. Fyrirheit sem þau hafa séð í hilling- um en aldrei öðlast. Þessi fyrirheit verður nú að uppfylla. Réttaröryggi fatlaðra í þessu landi er ákaflega illa tryggt, en sá hópur sem hér hefur verið fjallað um er verst tryggður og réttindagæslan mjög erfið eins og sýnt hefur verið fram á. Á þessu verða nú allir sem vinna að málefnum fatlaðra að taka hönd- um saman um að gera hið snarasta bragarbót á. Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.