Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 22

Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 22. DESEMBER 1989 hafa haft samband við sig að loknum lestri bókarinnar. „Stundum er sagt um tónliscar- kennara að hann geti verið ánægður með að uppgötva list- neistann í einum nemanda. Is- lendingar eru enn ekki nógu menntaðir í músík þótt margt hafi breyst til batnaðar, en þeir eru læsir á bók. Mér er það mik- il uppörvun hve margir þeirra sem lesið hafa bókina eru hrifn- ir, og segja hana hafa komið sér á óvart. Einn sagði við mig að sér hefði ekki dottið í hug að ég væri svona rómantískur. Hann sagðist hafa keypt bókina til að lesa sjálfur, en nú ætlaði hann að kaupa nokkur eintök til við- bótar til að gefa öðrum. Annar sagðist hafa keypt bókina af for- vitni og til þess að lesa um up- gjör mitt við sjálfan mig og lífsstarf mitt, en sagði síðan að þó ég hefði ekkert annað gert en að skrifa þessa bók þá yrði mín minnst fýrir vikið, þar sem ekki væri um að ræða einnota bók heldur bók sem geyma ætti á vísum stað í bókaskápnum til þess að geta gripið til hennar aftur og aftur. Það sem búið er að segja um þessa bók nú þegar er mér því mikil uppörvun til að halda áfram að skrifa. Ég er ólg- andi af lífsorku núna sem leita mun útrásar í nýjum viðfangsefn- um,“ sagði Ingólfur Guðbrands- son. Fyrst og fremst oður til lífsins og ástarinnar - segir Ingólfiir Guðbrandsson um bók sína Lífsspegil „ÉG HELD að ég fari ekki hörðum höndum um neinn nema sjálfan mig í þessari bók, en frásögnin er þó engu að síður hreinskilin og op- inská, og sumt í henni mun að öllum likindum koma flatt upp á fólk. Auðvitað er í bók- inni sagt frá ýmsum ævintýr- um, sem fyrir mig hafa borið hér á landi og á flákki mínu um heiminn, en hún fjallar engu að síður um innri átök mín í leitinni að sönnum lífsgildum," sagði Ingólfiir Guðbrandsson í samtali við Morgunblaðið um bókina Lífsspegil, en í henni íjallar hann um ýmis atvik og endur- minningar úr lífí sínu, tilfinn- ingar og trú. „Það er ekki þjáningarlaust að skiljast við ástmeyjar sínar, en tónlistin hefur verið mér þeirra kærust. Ég varð að fá útrás í nýjum farvegi, og ég vona að það hafi tekist í Lífsspegli. Þessi bók er söngur minn, mín eigin tjáning og tilfinning. Þetta er saga af sigrum og ósigrum, en fyrst og fremst óður til lífsins og ástarinn- ar,“ sagði Ingólfur. í Lífsspegli segist Ingólfur hafa notað eigin lífsferil sem grunn til að byggja frásögnina á, en bókina segir hann ekki vera eiginlega sjálfsævisögu. „Hún flokkast ekki undir það form ævisagna sem nú er deilt á og þykir orðið staðnað í samtals- forminu. Bókin er sjálfstætt rit- verk, en ekki nein uppsuða né máiamiðlun tveggja eða fleiri höfunda. Allir listamenn eru skáld, en hæfileikinn til að skapa og túlka alla list byggist á skáldgáfunni. Þótt þessi bók fjalli um ævi mína þá fjallar hún fyrst og fremst um samtíðina og þær stórstígu breytingar sem orðið hafa á Is- landi á einum mannsaldri. Ég trúi þvi að þessi frásögn höfði til fólks á öllum aldri, en á henni eru margir fletir. Ég hef víða komið við í veröldinni, og sumt af því sem ég hef fengist við um dagana, og þótti fásinna þegar ég byijaði á því, þykir sjálfsagður hlutur í dag. Fólk verður að lesa bókina áður en það ályktar hvort ég sé skáld eða ekki. Eitt dagblaðanna valdi óheppilega fyrirsögn á við- tal við mig um bókina, þar sem ég komst svo að orði að ég hefði verið skáld alla mina ævi. Sumum er gjarnt að mistúlka og færa allt til verri vegar, en það sem ég átti við með þessum orðum er að menn geta verið skáld i eðli sínu og lífi, án þess að vera rithöfundar. Það verða allir lista- menn að hafa skáldlega sýn á veruleikann. Á húsi listarinnar eru margir gluggar, og í tónlist- inni reyndi ég að gægjast inn um Ingólfúr Guðbrandsson einn þeirra við ágætar undirtekt- ir almennings. í fegurstu tónlist- inni hef ég komist svo nálægt himnum sem hægt er að komast í þessu lífi, en ég hef líka séð andstæðuna, sorann, illskuna og spillinguna. í ritlistinni kíki ég nú inn um annan glugga á húsi listarinnar.“ Ingólfur sagðist vera ánægður með þau viðbrögð sem hann hefði orðið var við hjá lesendum Lífs- spegils, en hann sagði marga Sögnfölsun eða ofinetnaður? eftirLíneyju Friðfinnsdóttur í Morgunblaðinu, sunnudaginn 17. desember sl., birtist grein eftir Arnald Indriðason um íslenska kvikmyndagerð. „Áratugur íslensku kvikmyndarinnar" og við- tal við Ágúst Guðmundsson, sem sagður er hafa riðið á vaðið í íslenskri kvikmyndagerð með kvik- myndinni „Land og synir“ árið 1980. Það vill svo til að undirrituð vann sem framkvæmdastjóri við gerð íslenskrar kvikmyndar, sem ber heitið „Morðsaga" og Reynir Odds- son gerði og frumsýnd var í Stjömubíói árið 1977, eins og marg- ir eflaust muna, því hátt í hundrað þúsund manns sáu hana. Ég vil því benda á, að um sögufölsun er að ræða, þegar talað er um Ágúst sem frumheija íslenskrar kvikmynda- gerðar. Nær væri að tala um Ágúst, sem einn af frumheijum íslenskrar Ur kvikmyndinni “Morðsögu" kvikmyndagerðar. Það var Reynir Oddsson, sem reið á vaðið með gerð „Morðsögu“. Þá ríkti hér algjör vantrú meðal fólks á að hægt væri að gera fram- bærilegar íslenskar kvikmyndir fyr- ir kvikmyndahús. Fmmvarp til laga um kvikmyndasjóð hafði lengi þvælst í þinginu og fékkst ekki samþykkt vegna vantrúar þing- manna á málinu. Við þessar aðstæður ákvað Reyn- ir að ráðast í gerð leikinnar kvik- myndar til að sýna fram á að það væri í raun hægt. Þetta var ótrú- lega erfið framkvæmd. Reynir lagði aleigu sína í verkið og 10 vinir hans gengu í ábyrgð vegna skulda. Allt samstarfsfólkið lánaði vinnu sína og fjöldi fyrirtækja lánaði efni og þjónustu. Fyrir utan Reyni og einn sænskan kvikmyndatökumann var enginn af því fólki, sem við kvikmyndina „Morðsögu" vann, menntað í kvikmyndagerð. En það tókst að ljúka „Morðsögu" og lög um kvikmyndasjóð voru samþykkt á Alþingi. Áframhaldið þekkjum við. Að sjálfsögðu ber „Morðsaga" þess merki að hún var gerð af mikl- um vanefnum en þó er það álit margra nú, eftir að hún var nýlega sýnd í íslenska sjónvafyinu, síðust hinna fyrstu íslensku kvikmynda, að hún sé síst eftirbátur þeirra íslensku mynda er á eftir henni voru gerðar og höfundarnir hafa sumir hveijir gortað sem mest af sjálfir. Ef miða á upphaf leikinna íslenskra kvikmynda við eitthvað, sem mætti nefna listrænt hágæða- „Ef miða á upphaf leik- inna íslenskra kvik- mynda við eitthvað, sem mætti nefha list- rænt hágæðamat með samlíkingu við það besta sem gert er í heiminum, þá hefiir fyrsta leikna íslenska kvikmyndin ekki enn verið gerð.“ Líney Friðfinnsdóttir LISTAJÓL BÖRG Pósthússtræti 9, Austurstræti 10, sími 24211.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.