Morgunblaðið - 22.12.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.12.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Francois Mitterrand í Austur-Þýskalandi: Stöðugleiki í Evrópu er mikilvægasta málið Austur-Berlín, Leipzig. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, sem nú er i opinberri heimsókn í Austur-Þýskalandi, sagði í gær, að bæði þýsku ríkin yrðu að viðurkenna og virða núverandi landamæri í Evrópu. Hann lagði hins vegar áherslu á, að ákvæðu Þjóðveijar í frjálsum kosning- um að sameinast myndu Frakkar í viðræðum Mitterrands við Hans Modrow forsætisráðherra og aðra Bretland: Ætla að vara við mengun ekki standa í vegi fyrir því. austur-þýska ráðamenn hefur stöð- ugleiki í Evrópu verið ofarlega á baugi en einnig hefur verið rætt um aukna samvinnu í efnahagsmál- um og hugsanlega samninga Aust- ur-Þýskalands og Evrópubanda- iagsins. Þá fullvissaði Mitterrand Manfred Gerlach, forseta Austur- Þýskalands, um að Frakkar vildu aðstoða Austur-Þjóðveija við end- urreisn efnahagslífsins og gaf þar með í skyn, að þeir ættu víðar vini en í Vestur-Þýskalandi. Er Mitter- rand fyrsti þjóðhöfðinginn, sem kemur til Austur-Þýskaiands eftir að breyting varð á stjórnarháttum þar í landi. Þótt Mitterrand hafi sagt, að Þjóðveijar kæmu loks til með að ráða sinni framtíð sjálfir, er Ijóst, að hann er enginn sameiningarsinni og vill, að stórveldin fái að ráða nokkru um framvinduna. í fram- haldi af því hefur hann iagt til, að Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu komi saman tii fundar í Frakklandi á næsta ári þar sem rætt yrði um „Evrópu á 21. öld, ekki um drauga fortíðarinnar". Heimsókn Mitterrands hófst á miðvikudag og lýkur í dag. í gær kom hann meðal annars til Leipzig þar sem hann fordæmdi „blóðuga ógnarstjórnina“ í Rúmeníu og kvaðst trúa því, að dagar hennar væru brátt taldir. Reuter Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Manfred Gerlach, forseti Austur-Þýskalands, virða fyrir sér hnattlíkan en þeir voru samniála um, að best væri, að slík líkön breyttust sem minnst. London. Daily Telegiapli. BRESKA umhverfisráðuneytið ætlar að gefa út daglegar viðvar- anir til fólks í þéttbýli þegar Ioft- megun fer yfir alþjóðleg viðmið- unarmörk. Þá geta hjólreiða- menn, astmasjúklingar og aðrir sem þola illa mikla mengun dæmt um það sjálfir hvort þeir treysta sér til að vera á stjái utandyra. Þó að vísindamenn teiji enga hættu á að ástandið í þessum efnum í Bretlandi verði nokkru sinni á borð við það sem er t.d. í Los Ang- eles eða Tokyo hafa stjómvöld mik- inn áhuga á að upplýsa fólk betur um umhverfismál en gert hefur verið. David Heathcoat-Amory að- stoðarumhverfisráðherra segir: „Loftmengun í Bretlandi er ekki svo aivarleg að hún ógni heilsu manna, en við teljum rétt að fólk hafi stað- reyndirnar í höndunum til þess að það geti sjálft tekið ákvarðanir um viðbrögð sín.“ Tilkynningar verða gefnar út þegar kolsýringur, brennisteins- díoxíð og niturdíoxíð fara yfir við- miðunarmörk Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO). Ráðu- neytið ráðleggur skokkurum og hjólreiðamönnum að gefa tiikynn- ingunum góðan gaum. A-þýska öryggis- ráðuneytið: Stal fé úr póstinum Austur-Berlín. Reuter. Starfsmenn austur-þýska ör- yggisráðuneytisins stunduðu það um langan aldur að opna bréf frá Vestur-Þýskalandi og stela úr þeim peningum, tugum eða hundruðum þúsunda á hverjum degi. Kemur þetta fram í viðtali við fyrrum starfsmann ráðuneyt- isins. „Við opnuðum um 10% þeirra 20.000 bréfa, sem komu daglega á pósthúsið hjá okkur,“ sagði Michael Meissner í viðtali við dagblaðið Volkswacht, sem gefið er út í Gera, syðst í landinu. „Við vorum bara fáir í mínum hópi en á viku kom- umst við þó yfir um 4.000 vestur- þýsk mörk (um 140.000 ísl. kr.). Ef við margföldum það með vikun- um í einu ári og öllum hinum póst- húsunum getum við rétt ímyndað okkur upphæðina." Meissner vissi ekki hvað varð um peningana en stuldurinn úr bréfun- um virðist vera hluti af þeirri miklu spillingu, sem þreifst undir stjórn kommúnista. Öryggisráðuneytið hefur nú verið lagt af í Austur- Þýskalandi. Hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Panama: Fylgismanna Noriega leitað og enn barist í höfuðborginni Panamaborg, Washington. Reuter. ÞÚSUNDIR bandarískra hermanna fóru í gær á milli húsa í Pa- namaborg og leituðu stuðningsmanna Manuels Antonio Noriega, herstjóra Panama, sem Bandaríkjamenn steyptu af stóli í krafti hervalds snemma að morgni miðvikudags. Fréttir af bardögum í höfúðborginni voru óljósar og ekki vitað með vissu hvort herafli Panama héldi uppi vörnum eða hvort sérstakar lífvarðasveitir Noriega berðust enn. í gærdag var Noriega enn ófundinn og var talið hugsanlegt að hann hefði leitað skjóls í sendiráði Nicaragua í borginni. Enn er ekki fyllilega ljóst hversu margir hafa fallið en þó er vitað að tugir Panamabúa hafa látið lífið og allt að 1.000 eru sagðir sárir. 18 bandarískir hermenn eru sagðir hafa fallið og 152 særst. George Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið einni milljón Bandaríkjadala (um 63 milljónum ísl. kr.) hverjum þeim er veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Noriega en hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfasölu. Bandarískir herforingjar sögðu í gær að helsta verkefnið nú væri að koma lögum og reglu á í borg- inni en þjófaflokkar hafa nýtt sér upplausnina sem ríkt hefur frá því að 23.000 manna herlið Banda- ríkjamanna réðist til atlögu við sveitir' Noriega og komu honum frá völdum. Fréttir í gær hermdu að vopnaðar sveitir óbreyttra borg- ara hefðu gert árásir á stöðvar Bandaríkjamanna og sagði heim- ildarmaður Reutei's-fréttastofunn- ar að nánast væri um sjálfsmorðs- árásir að ræða. Herlið þetta hefur verið nefnt „Heiðurssveitin" en þar eru á ferðinni karlar og konur sem fengið hafa þjáifun sem sérlegir lífverðir Manuels Noriega. Hermt er að 18 slíkir herflokkar hafi ver- ið myndaðir en þeir munu vera misfjölmennir, allt frá 20 og upp í nokkur hundmð manns. Skot- hvellir heyrðust í borginni og hermt var að barist væri af hörku en í fréttaskeytum fyrr í gær sagði að svo virtist sem stjórnarherinn hefði að mestu hætt allri mót- spyrnu. Óttast hefhdir Á miðvikudagskvöld kváðust fylgismenn herstjórans hafa 61 gísl á valdi sínu en þær fréttir hafa ekki fengist staðfestar. Bandarískur embættismaður kvaðst vita til þess að tveimur mönnum væri haldið í gíslingu. Á miðvikudagskvöld sást bandarísk herþyrla á lofti yfir byggingu þeirri þar sem „Þjóðarútvarpið" er til húsa en stöðin hafði birt tilkynn- ingar frá Noriega þar sem hann hvatti þjóðina til að veijast. Þyrlan skaut eldflaugum að húsinu, reykj- armökkur steig á loft og stöðin hætti útsendingum. Eldar loguðu enn í aðalstöðvum hersins í Pa- namaborg þar sem bardagarnir hófust á miðvikudag og höfðu eld- tungurnar náð til nokkurra húsa í nágrenninu. „Þetta er hryllilegt, aldrei í sögu þjóðarinnar höfum við upplifað annað eins,“ sagði kona ein sem neyddist til að flýja heimili sitt. Sendiherra Bandaríkjanna, Arthur Davis, sneri aftur til Panamaborgar á miðvikudags- kvöld en hann var kallaður heim í maímánuði. Davis sagði á fundi með fréttamönnum að hann óttað- ist að fylgismenn Noriega myndu hefna árásarinnar. Sagðist hann telja að stjórnvöld í nágrannaríkj- unum væru í raun fegin því að herlið Bandaríkjamanna hefði komið herstjóranum frá völdum en ríki þessi hafa öll fordæmt hernað- aríhlutunina. Bush heitir verðlaunum George Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið því að verðlauna hvern þann sem veitt getur upplýsingar um ferðir Noriega með einni millj- ón Bandaríkjadaia. Var þessi til- kynning forsetans túlkuð á þann veg að stjórnvöld í Washington óttuðust að herliðið þyrfti hugsan- lega að dvelja mánuðum saman í Panama tækist ekki að hafa hend- ur í hári Noriega. Richard Cheney, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að heraflinn yrði að líkindum kallaðui' heim innan fárra vikna þegar tilgangi íhiutunarinnar hefði verið náð. George Bush kvaðst vera ánægður með þann árangur sem árásin hefði skilað og tóku talsmenn varnarmálaráðuneytisins í sama streng. Sérfræðingar, sem fréttamenn Reuters ræddu við í gær og á mið- vikudag, voru ósammála um hvort telja bæri að aðgerðir Bandaríkja- hers í Panama hefðu heppnast eða ekki. Því var m.a. haldið fram að litlu skipti þótt Noriega hefði ekki náðst, valdaskeiði hans í landinu væri lokið. Árásin hefði verið vel skipuiögð gagnstætt því sem átt hefði sér stað í árásunum á Líbýu og Líbanon og innrásinni á Grenada í valdatíð Ronalds Reag- ans. Þeir sem gagnrýndu árásina sögðu hins vegar að ekki væri ljóst hvernig Bandaríkjamerin hygðust endurreisa .efnahag Panama og koma á lýðræði í landinu. Hernað- aríhlutunin sýndi að stefna stjórn- arinnar hefði ekki skilað tilætl- uðum árangri. Almenningur í Bandaríkjunum styður árásina Stjórnmálaskýrendur töldu hins vegar að árásin hefði styrkt stöðu Bush á heimavelli en hann hefur verið gagnrýndur fyrir skort á stefnufestu og hörku. í skoðana- könnun sem bandaríska sjónvarps- stöðin ABC stóð fyrir kváðust 80 prósent aðspurðra styðja þá ákvörðun forsetans að koma Nori- ega frá völdum í krafti hervalds en 17 prósent sögðust mótfallin árásinni. Bush hefur notið mikilla vinsælda frá því hann tók við emb-_ ætti Bandaríkjaforseta í janúar. í nóvember kváðust 70 prósent að- spurðra vera sátt við frammistöðu hans í starfi. Búast má við því að árásin eigi eftir að auka vinsældir forsetans enn frekar líkt og gerð- ist eftir að Ronaid Reagan fyrir- skipaði innrásina á Grenada í októ- ber 1983 en þá jókst fylgi hans um 13 prósent. Reuter Banda'rísk herþyrla á sveimi nærri höfúðstöðvum Manuels An- tonio Noriega, sem hersveitir Bandaríkjamanna Iögðu í rúst á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.