Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 28
28 MORGU.NBLAÐIR EQSXUDAGVR 23- 1989 , Tékkóslóvakía: Adamec kjörinn leiðtogi kommúnistaflokksins Prag. Reuter. LADISLAV Adamec, íyrrum forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, var kjörinn leiðtogi kommúnistaflokks landsins á neyðarþingi flokksins í fyrrakvöld. Flokkurinn baðst þar einnig formlega afsökunar á því að hafa leitt kreppu yfir þjóðina á 40 ára valdatíma sínum. Adamec tók við af Karel Úrban- ek, sem var flokksleiðtogi í tæpan mánuð eftir að harðlínumaðurinn Milos Jakes hafði verið rekinn úr embættinu. Ákveðið var að Ad- Skæruliðar myrða tvö hundruð menn á Sri Lanka Colombo. Reuter. AÐ minnsta kosti 200 ungir menn voru myrtir í gær og fyrradag í héraðinu Hamban- tota á suðurhluta Sri Lanka, að sögn íbúa þar. Fórnarlömbin voru ýmist högg- vin til bana með exi eða skotin á götu úti. Höfðu lík nokkurra verið sett yfir brennandi hjólbarða. Flestum líkanna var varpað út í vegarkant á morðstaðnum. Talsmaður stjórnarhersins stað- festi í gær að mannfall hefði orðið síðasta sólarhringinn í Hamban- tota. Ibúar í héraðinu skelltu skuldinni bæði á vinstri sinnaða skæruliða og sveitir stjórnarsinna sem reyna að elta skæruliða uppi. Fi'elsisfylking alþýðunnar, en svo nefnast skæruliðasamtök vinstri manna, hefur farið með vopnum í tvö ár og reynt að steypa stjórn landsins. Hafa 8.000 manns beðið bana í ofbeldisaðgerðum tengdum baráttu skæruliða. Helstu leiðtogar skæruliða voru vegnir í síðasta mánuði og hefur stjórnin haldið því fram að skæru- liðar væru á undanhaldi síðan. Skæruliðar tamiltígra sem bar- ist hafa fyrir sjálfsforræði héraða tamíla á norðurhluta Sri Lanka sögðust í gær hafa ofbeldi. Myndu þeir leggja vopn sín á hilluna og beijast fyrir málstað sínum með framboði í næstu kosningum. amec yrði titlaður formaður, þar sem embættistitill fyrirrennara hans, aðalritari, þótti um of tengj- ast valdníðslu. Umbótasinninn Vasil Mohorita, sem á sæti í stjórn- málaráði flokksins, var kjörinn varaformaður. Adamec, sem er 63 ára að aldri og álitinn hófsamur stjórnmála- maður, hlaut 59,5% atkvæða í kjörinu. Hann studdi tillögu, sem lögð var fram á þinginu, um að flokkurinn bæði þjóðina afsökunar en sagði að kommúnistar þyrftu að snúa vörn í sókn. „Kommúni- staflokkur Tékkóslóvakíu biður verkalýðinn, listamenn, mennta- menn og ungt fólk afsökunar á stefnu sinni á liðnum árum,“ sagði í yfirlýsingu flokksins, sem flutt var í sjónvaipi. Þjóðin var meðal annars beðin að afsaka valdbeit- ingu öryggissveita, sem kváðu nið- ur mótmæli námsmanna 17. nóv- ember og ofsóknir á hendur hálfri milljón manna eftir innrás Varsjár- bandalagsins í landið árið 1968. Þingið samþykkti ennfremur í gær að leysa upp vopnaðar sveitir kommúnistaflokksins. Sveitirnar eru skipaðar 100.000 mönnum og hefur þeim verið beitt gegn mót- mælendum á undanförnum tveim- ur árum. Síðustu vikurnar hafa þær reynt að koma í veg fyrir að stjórnarandstæðingar i Borgara- vettvangi kæmu skoðunum sínum á framfæri í verksmiðjum. Sjávarútvegsráðherrar EB: Skoskir sjómenn hafa oft staðið í ströngu og mótmæltu fyrir nokkr- um árum innflutningi ódýrs fisks með því að loka höfhum, meðal annars í Aberdeen. Nú er það ekki innflutningurinn, sem hrellir þá, heldur stórkostlegur niðurskurður á þeirra eigin afla. 400 þúsund tonna niður- skurður á veiðiheimildum Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AKVORÐUN heftir verið tekin um 11% niðurskurð á þorskveiðiheim- ildum flota aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) og tæplega 30% niðurskurð á ýsukvótum á fiskimiðum innan lögsögu bandalagsríkj- anna. Bitnar þessi niðurskurður harðast á sjómönnum í Skotlandi. Manuel Marin sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn EB, segir að bandalagið verði að fylgja verndunarstefnu í fiskveið- um. Telur hann samþykkt sjávarútvegsráðherra EB-ríkjanna um veiðiheimildir, sem gerð var á þriðjudag, í samræmi við þá stefnu. Þetta er mesta skerðing á veiði- heimildum í sögu bandalagsins en áætlaður heildarafli næsta árs er 3,7 milljónirtonna, en fyrir árið sem er að Ijúka er aflinn áætlaður 4,1 milljón tonn. Á NAFO-svæðinu und- an ströndum Kanada þar sem EB hefur ákveðið einhliða kvóta sína vegna ágreinings við Kanadamenn var samþykktur rúmlega 56 þúsund tonna kvóti en fyrir þetta ár ákvað EB sér einhliða tæplega 160 þúsurfd tonna kvóta. í október var EB- flotinn einungis búinn að veiða 33 þúsund tonn á svæðinu. Búist er við því að kanadísk stjórnvöld mót- mæli þessari ákvörðun, en talsmað- ur stjórnarinnar sagði, að reynslan sannaði að sá aflí sem EB ætlaði sér á svæðinu væri ekki til staðar, þetta væru því pappírskvótar. Mestur er niðurskurður ráðherr- anna á ýsukvótum í Norðursjó. Árið 1988 var ýsuafli EB 236 þús- und tonn, á þessu ári er hann áætl- aður 119 þúsund en verður sam- kvæmt niðurstöðum ráðherranna 90 þúsund tonn á næsta ári og þar af 41.700 tonn í Norðursjó. Þorsk- kvótar ársins 1988 voru 365 þúsund tonn og fyrir yfirstandandi ár 300 þúsund en verða fyrir árið 1990 268 þúsund tonn og af því má veiða 98 þúsund tonn í Norðursjó. Tillögur framkvæmdastjórnarinnar gerðu ráð fyrir enn frekari niðurskurði en ráðherrarnir höfnuðu honum. Til þess að auka líkumar á samkomu- lagi ákvað framkvæmdastjórnin að leggja fyrir ráðherrafundinn allar ákvarðanir sem varða framkvæmd f iskveiðistefnunnar næsta ár, þ.m.t. innflutningsheimildir á lækkuðum tollum. Manuel Marin sagði að þessi fundur ráðherranna markaði að mörgu leyti tímamót í sögu fisk- veiðistefnunnar. Hann sagðist vera orðinn verndunarsinni og kvað EB verða að leggja af deilur og ágrein- ing við aðrar þjóðir vegna aðgerða þeirra til verndar f iskstofnum. Mar- in benti á að EB hefði gert fjömtíu fiskveiðisamninga við ríki utan bandalagsins og mætti ekki við því að missa traust þeirra, fram- kvæmdastjórnin væri ekki tilbúin til að axla ábyrgðina af hruni fisk- stofnanna. Ráðherrarnir sam- þykktu að boða á næsta ári til ráð- stefnu um hugsanlegar aðgerðir til verndar fiskstofnum innan lögsögu EB-ríkja. Spánvetjar og Portúgalir greiddu einir atkvæði gegn tillögun- um vegna óánægju með hlutdeild sína í kvótum við Grænland og á NAFO-svæðinu. Nýlega kvað EB-dómstóllinn upp úrskurð í ágreiningsmáli Breta og Spánveija um heimildir spænskra „veiðiþjófa" til að sækja afla á mið- um við Bretland. Var úrskurðurinn Bretum í óhag, en þó ólíklegt sé að spænskum skipum fjölgi við Bretland telja talsmenn skoskra útgerðar- og fiskvinnslusamtaka að niðurstaðan hafi í för með sér að fleiri skip leiti eft.ir afla sem enginn er. Reuter Stangveiðar ílstanbúl Istanbúl-búar við stangveiðar á brú yfir Sæviðarsundi í skugga Yeni Cami, eða Nýju moskunnar. Eftiahagsmálaspá OECD: Útlit fyrir áframhaldandi hagvöxt í aðildarríkjuimm > - þó spáð samdrætti á Islandi París. Reuter. HAGVÖXTUR verður áfram í flestum aðildarríkjum OECD, Efna- hags- og framfarasto&iunarinnar, á næsta ári, áttunda árið í röð. Kemur það fram í skýrslu stofnunarinnar um horfurnar á næsta ári en þar segir einnig, að áratugurinn, sem nú er að ganga í garð, verði tími mikilla breytinga í efnahagslífinu. Á Norðurlöndum verð- ur hagvöxturinn hægari víðast hvar nema í Danmörku en á íslandi eru horfur á, að þjóðarframleiðslan dragist saman. Búist er við, að hagvöxtur verði til jafnaðar nálægt 3% í aðildarlönd- unum en hann hefur verið um 3,6% á þessu ári, Talið er, að verðlag hækki um 4,5% á ári næstu tvö árin og atvinnuleysi verði um 6,6%. Horfurnar eru sem sagt góðar en einna helst varað við áframhaldandi viðskiptahalla í sumum löndum. Þá er búist við, að Vestur-Þjóðveijar muni á næstu tveimur árum kom- ast fram úr Japönum í hagstæðum yiðskiptajöfnUði. Þegar David Henderson, yfir- maður hagdeildar OECD, kynnti skýrsluna sagði hann, að þær miklu breytingar, sem nú væru á döfinni í Áustur-Evrópuríkjunum, myndu gagnast þeim og OECD-ríkjunum einnig en bjóst þó ekki við verulega auknum viðskiptum milli ríkjanna alveg í bráð. Svo nefnd séu einstök ríki þá er búist við, að hagvöxtur í Banda- ríkjunum verði 2,5% á næsta ári og 4,5% í Japan en talið er, að hagvöxtur í Vestur-Þýskalandi, sem hefur verið um 4% á þessu ári, verði aðeins minni. Samkeppnisstaða og útflutningur Vestur-Þjóðveija eykst hins vegar stöðugt, í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada er útlit- ið einnig gott fyrir næsta ár. í Svíþjóð hefur samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja versnað og er því spáð, að hagvöxtur þar á næsta ári verði ekki nema 1,2% 1990 og 0.9% 1991. Þá er viðbúið, að verð- bólgan fari í 8,2% á næsta ári. Það sama á við um Finnland og Noreg en í Danmörku eru horfur á, að hagvöxturinn verði um 5%. Um ís- land segir, að þjóðarframleiðsla hafi dregist saman um 1,3% 1988, muni minnka um 2,3% á þessu ári og um 1% 1990. Einkaneysla minnkar mikið og viðskiptajöfnuð- urinn verður því hagstæður en greiðslujöfnuðurinn áfram óhag- stæður vegna mikilla, erlendra lána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.