Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 30

Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAQUR 22. DESEMBER, 19g9 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Bandar íkj aher steypir Noriega Rúmlega tuttugu þúsund bandarískir hermenn réð- ust á höfuðstövar Manuels Antonios Noriega, hershöfð- ingja og einræðisherra í Pan- ama, aðfaranótt miðvikudags. Áður höfðu Bandaríkjamenn búið þannig um hnúta, að þeir sem unnu sigur í kosningum í Panama í maí síðastliðnum en komust ekki til valda vegna ofríkis Noriega, sóru embættis- eiða og tóku við stjórn landsins í skjóli bandarísks hervalds. Bandaríkjamenn stóðu þannig með hernaðarlegri íhlutun að stjórnarbyltingu í Panama. Til- gangur hernaðaraðgerða var ekki einvörðungu sá að steypa Noriega heldur ná honum og draga hann fyrir bandarískan dómstól til að sæta ákæru fyr- ir eiturlyfjasmygl. Bandaríkjastjórn hefur reynt að koma Noriega frá völdum í rúm tvö ár, en hann komst upphaflega tii áhrifa með bandarískum stuðningi. I febr- úar birti bandarískur dómari opinberar ákærur á hendur Noriega fyrir fíkniefnabrot og fjármálasvik. í maí á þessu ári fóru fram forsetakosningar í Panama undir alþjóðlegu eftir- liti. Var það. niðurstaða hlut- lausra aðila, að stjórnarand- stæðingar hefðu unnið afger- andi sigur. Noriega lýsti kosn- ingarnar hins vegar ólöglegar og vék ekki fyrir Guillermo Endara, sigurvegara forseta- kosninganna, sem nú hefur tekið við völdum í landinu. í byijun október gerðu foringjar í her Panama tilraun til að velta Noriega og sættu Bandaríkja- menn, sem hafa 13.000 her- menn í landinu, gagnrýni fyrir að hafa ekki lagt byltingar- mönnum lið. í síðustu viku lýsti þjóðþing Panama því yfir að landið ætti í stríði við Banda- ríkjamenn. Sólarhring síðar skutu Panama-hermenn bandarískan hermann til bana. Allt þetta verða menn að hafa í huga, þegar þeir líta á þá afdrifaríku ákvörðun George Bush Bandaríkjafor- seta að svipta Noriega völdum með því að beita hervaldi. í samskiptum ríkja er friðhelgi landamæra í hávegum höfð. í þeirri friðhelgi felst ekki aðeins að virða skuli fullveldisrétt lög- mætra stjórnvalda heldur einn- ig að ekki sé hlutast til um innri málefni ríkja með öðrum hætti, svo sem með smygli og dreifingu á eiturlyfjum. Enginn treystir sér í raun til að taka málstað Noriega, enda hefur framganga hans verið með þeim hætti, að ekki er unnt að færa haldbær rök fyrir lögmæti stjórnar hans. Því síður vilja menn taka málstað eiturlyfjabaróna. Gerðu menn það ættu þeir að vera andvígir því, að Bandaríkjamenn og aðr- ar þjóðir veittu ríkisstjórn Kólombíu lið í eiturlyfjastríð- inu. Þeir sem gagnrýna hernað- aríhlutun Bandaríkjamanna og þátt þeirra í stjórnarbylting- unni vísa til þess að ríki eigi ekki að beita valdi til að bylta ríkisstjórnum annarra þjóða eða til að ná öðrum markmiðum sínum. Sú ákvörðun að senda rúmlega tuttugu þúsund her- menn á vettvang til að steypa Noriega án þess þó að ná hon- um, sýnir, að Bandaríkjamenn hafa talið hættu á öflugri and- spyrnu. Áhrifum og spillingu Noriega verður ekki útrýmt á einni nóttu og nú fara banda- rískir hermenn hús úr húsi í höfuðborg Panama til að upp- ræta vopn og andspyrnu. Kraf- an hlýtur að vera sú, að banda- ríski heraflinn verði kallaður til búða sinna og þeir sem fengu meirihlutastuðning lands- manna í kosningunum síðast- liðið vor taki við stjórnartaum- unum. Vonandi verður þróunin frá alræði og spillingu Noriega og nóta hans í átt til lýðræðis. Einræðiástjórn í skjóli Banda- ríkjanna setti einungis blett á Bush og stjórn hans. Bandaríkjamenn hafa sýnt það í Panama, að þeir telja sig hafa rétt til að hlutast með hervaldi til um innri málefni sjálfstæðs ríkis og steypa ráða- manni þess til að hafa hendur í hári hans, þar sem banda- rískur dómstóll hefur ákært hann fyrir fíkniefnabrot. Ekki er ástæða til að ætla að Banda- ríkjamenn leggi Panama undir sig frekar en þegar þeir refsuðu Gaddafi fyrir hryðjuverk með árásum á Líbýu eða réðust inn á Grenada til að leggja lýðræð- isöflum lið gegn Moskvukomm- únistum; nýleg hernaðaraðstoð við Corazon Aquino á Filipps- eyjum var svipaðs eðlis og ekki gagnrýnd. En hvað sem þessu líður er virðingarleysi stórveldis fyrir fullveldi smáríkis ætíð ámælisvert á grundvelli þjóða- réttar, sem mælir fyrir um frið- helgi landamæra og að öll ríki séu jafnrétthá, stór og smá. Verðlaunatillaga þeirra Margrétar Harðardóttur og Steve Christ- Studio Granda: Hlaut fystu verðlaun í alþjóðlegri sam- keppni ungra arkitekta NÝLEGA hlaut teiknistofan Studio Granda fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri samkeppni ungra arkitekta um hönnun á einbýlishúsi fyrir fjögurra manna fjölskyldu í Frankfurt í Þýskalandi. Studio Granda er í eigu arkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer, en þau eru arkitektar ráðhússins í Reykjavík. tillaga Studio Granda hlaut, eru fólgin í því að húsið verður byggt samkvæmt tillögunni, en gert er ráð fyrir að því verði lokið á næsta ári. Peningaverðlaun voru veitt fyrir þær tillögur sem lentu í öðru og þriðja sæti, en þau skiptust í báðum tilfellum milli arkitekta frá Danmörku og Bretlandi. Sýning á öllum tillögunum sem bárust í samkeppnina verður opnuð í Ga- lerie z.B. í Frankfurt í janúar, en síðan er ætlunin að hún verði sett upp í fleiri löndum. „Það verður að teljast heiður fyrir okkur að hljóta þessi verð- laun, og þá fyrst og fremst vegna þess hvernig staðið var að vali þátttakenda í samkeppnina. Þetta hefur einnig að öllum líkindum ýmsa möguleika i för með sér fyrir okkur, og þegar búið verður að byggja þetta hús fylgja kannski fleiri í kjölfarið," sagði Margrét Harðardóttir. Að sögn Margrétar Harðardótt- ur var samkeppnin haldin að frumkvæði þýskra hjóna, sem völdu þessa leið til að velja sér arkitekt að íbúðarhúsi, en þau greiða allan kostnað varðandi samkeppnina. Unnið var út frá upplýsingum um óskir hjónanna varðandi húsnæðið, en ítölsk saga frá miðöldum var einnig lögð til grundvallar hugmyndum í sam- keppninni. Yfirskrift samkeppninnar var „aktion poliphile", og var hún skipulögð af Gallerie z.B. í Frank- furt, en sextán þekktir arkitektar víðsvegar að úr heiminum voru fengnir til þess að velja þrjá unga arkitekta hver til þátttöku í sam- keppninni. Alls bárust 42 tillögur, og valdi fimm manna dómnefnd skipuð arkitektum frá Vín, Frank- furt, Heidelberg, Berlín og Lon- don úr þeim, en þrenn verðlaun voru veitt. Fyrstu verðlaunin, sem sögu. Ég fékk tvisvar sinnum næringu á sundinu. Heitt kakó og banana, sem Stefán Kjartans- son, forstjóri Sundhallarinnar, rétti mér þegar ég var á sundi.“ Björn sagði að hann synti þetta einn til tvo kílómetra á hverjum degi. „Ég synti fimm kílómetra fyrir stuttu, en þá vegalengd hafði ég þá ekki synt síðan ég var sextán ára nemandi á Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Ég synti á tveimur klukkustund- um og tíu mínútum, eða á sama tíma og fyrir fimmtíu og þremur árum,“ sagði Björn, sem syndir baksund. „Þar sem ég varð ba- kveikur fyrir fimm árum gat ég ekki synt bringusund. Eftir að ég fór að synda baksund hef ég ekki fundið fyrir bakverkjum. Ég ætlaði að synda yfir Palmaflóann síðastliðið sumar, en þá varð ég að hætta við þar sem Spánveijarnir vildu ekki fylgja mér eftir á báti. Sögðu að þéir myndu ekki fara á bátum sínum í svona langferð. Ég var þá ákveðinn að reyna aftur næsta sumar. Aðalsteinn Bergd- al, fararstjóri hjá Samvinnuferð- um, ætlar þá að aðstoða mig við að fá bát. Björn þakkaði. Stefáni Kjart- anssyni, forstjóra Sundhallarinn- ar, fyrir að hafa gert honum þetta sund mögulegt. „Stefán tók frá eina braut fyrir mig. Það er gert mikið fyrir eldra fólk hér í Sundhöllinni. Vatnsleikfimi er til dæmis á hveijum morgni og við fáum góða tilsögn hjá Ernst Backman, íþróttakennara,“ sagði Björn Kristjánsson. Ég er að undirbúa mig fyrir að synda yfír Palmaflóa á Mallorka - sagði Björn Kristjánsson eftir að hafa verið á sundi í fjóra og hálfa klukkustund BJÖRN Kristjánsson, fyrrum lögreglumaður, er byijaður að undirbúa sig af fúllum krafti fyrir sund yfir Palmaf- lóa á Mallorka næsta haust. Björn ætlar þá að halda upp á sjötíu ára afmæli sitt með því að synda yfir flóann, en það er rúmlega 20 km vega- lengd. ^ Björn var mættur snemma í Sundhöll Reykjavíkur í gær- morgun, þar sem hann synti 10 km. „Mér líður mjög vel. Þetta var alls ekki erfitt og er ég alls ekki þreyttur,“ sggði Björn, eftir að hann hafði ’verið á sundi í fjórar og hálfa klukkustund. „Ég borðaði vel áður en stakk mér til sunds. Þess vegna var ég nokkuð þungur til að byija með, en síðan gekk þetta eins og í Set mörkin við 1. febrúar - segirJúlíus Sólnes um stofti- ~ un umhverfis- ráðuneytis „ÉG VIL ekki fresta þessu lengur en til 1. febrúar, ég set nú mörk- in þar,“ segir Júlíus Sólnes um frestun á afgreiðslu frumvarps um stjórnarráð, þar sem gert er ráð fyrir stofhun umhverfisráðuneyt- is. Samkomulag hefúr orðið um að fresta málinu þar til Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí. Júlíus segir að upphaflega hafi verið rætt um að þing komi saman 8. janúar og afgreiðslu frumvarps- ins yrði lokið þann 20. „Ég hafði fyrir mitt leyti talið það alveg ás- ættanlegt,“ segir hann. „Svo fékk ég þær fréttir að stjórnarandstaða og stjórnarþingmenn legðu mikla áhersíu á að fá lengra frí og byrja þá ekki fyrr en 22. janúar. Mér var þá sagt að samkomulag væri um að klára þá umhverfisráðuneytið fyrir mánaðamótin janúar/febrúar. Ég skal viðurkenna það að ég gat ekki farið að gera uppsteyt út af tíu dögum til viðbótar svo að ég var alveg sáttur við það.“ Júlíus hefur áður lýst því yfir að ekki kæmi til greina af hans hálfu að fresta gildistöku laganna um umhverfisráðuneyti fram yfir ára- mót. Hann segir menn verða að sýna sanngirni. „Ég vil gjarnan koma til móts við þingheim, ef þar er almennur vilji fyrir lengra fríi, þá ætla ég ekki að fara að pína menn til þinghalds 8. janúar.“ MorgunDiaoio/svemr Björn Kristjánsson var hress og kátur þegar hann lauk 10 km sundinu í Sundhöll Reykjavíkur. 69 ára sundkappi synti 10 km í Sundhöll Reykjavíkur: Sölusamtök lagmetis: Miklir rekstrarefíðleikar þrengja að starfseminni erum að vinna bug á vandanum segir Rafti A. Sigurðsson SÖLUSAMTÖK lagmetis eiga nú við mikla rekstrarörðugleika að stríða, en formaður stjórnar þeirra, Rafn A. Sigurðsson, telur að takast muni að vinna bug á þessum erfiðleikum. Horfið hef- ur verið frá fyrirhugaðri breyt- ingu SL í hlutafélag og í kjöifar þess sagði framkvæmdastjórinn, Theodór S. Halldórsson upp störfum. 1 stað hans hefúr Garðar Sverrisson verið ráðinn fram- kvæmdastjóri. Rafn A. Sigurðsson segir skýr- ingar á resktrarerfiðleikunum margþættar. Um sé að ræða upp- safnaðan vanda nokkurra missera, taprekstur söluskrifstofa erlendis og bága stöðu verksmiðjanna, sem að SL standi, en samdráttur í sölu undanfarið ráði þó úrslitum. SL er samvinnufélag í eigu 10 framleið- enda, sem eru með megnið af fram- leiðslu lagmetis í landinu. „Við erum ekki að hlaupa frá vandanum, heldur ætlum okkur að vinna bug á honum í samvinnu við stjórnvöld og viðskiptaaðila okkar,“ segir Rafn. „Það er á vissan hátt bjart framundan. Töluverð sölu- aukning er í Bandaríkjunum, við- skipt aukast á ný í Þýzkalandi, fyrsti farmurinn er nýfarinn til Jap- ans og í upphafi næsta árs hefjast viðræður við Sovétmenn um sölu lagmetis þangað. Þá er Austur- Evrópa að opnast, en það er mark- aður, sem hentar mjög vel fyrir sölu á lagmeti vegna þess hve auð- velt það er í geymslu. Á fjárauka- lögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 2,5 milljónum króna til mark- aðssóknar í Áustur-Evrópu og það ætti að koma okkur til góða. Stjórn- völd hafa einnig lofað okkur aðstoð við sókn inn á nýja markaði í kjöl- far vandræðanna í Þýzkalandi og hefur það þegar verið gert hvað varðar sölu lagmetis til Japans. Hins vegar ræður líklega almennt efnahagsástand hér heima því, hvort lagmetisiðnaðurinn á ein- hveija framtíð fyrir sér. Úr því fæst ekki skorið fyrr en síðar,“ sagði Rafn A. Sigurðsson. Borgardómur Reykjavíkur: Breyting á grunni lánskjara- vísitölunnar talin lögmæt BORGARDÓMUR Reykjavlkur úefur komist að þeirri niðurstöðu að breytingar þær sem gerðar voru á grunni lánskjaravísitölunnar þann 1. febrúar á þessu ári hafi verið lögmætar og hefur sýknað Sam- vinnusjóð Islands af kröfúm manns sem krafíst hafði að sér yrði greidd 931 króna, mismunur sem myndaðist við það að sjóðurinn lagði nýjan vísitölugrunn til grundvallar við útreikning skuldar við manninn. Sem kunnugt er var láns- kjaravísitala samansett að 2/.ihlut- um af vísitölu framfærslukostnaðar en að 'Ahluta af vísitölu byggingar- kostnaðar allt þar til viðskiptaráðu- neytið gaf út reglugerð sem tók gildi með lánskjaravísitölu febrúar- mánaðar á þessu ári og fól í sér að til grundvallar lánskjaravísitölu skyldi leggja að jöfnu framfærsluv- ísitölu, vísitölu byggingarkostnaðar og launavísitölu, sem Hagstofu Is- lands var falið að reikna út og birta mánaðarlega þar til sett yrðu lög, sem enn hafa ekki verið sett, um launavísitölu. Samkvæmt nýja grunninum varð vísitala febrúar- mánaðar 2317 stig en hefði að óbreyttu orðið 2330 stig. Maður sem keypt hafði skuldabréf af Sam- vinnusjóði, sem greiðast átti upp í febrúar, undi því ekki að sjóðurinn legði nýju vísitöluna til grundvallar við útreikning á skuldinni. Hann krafðist bréflega leiðréttingar en stefndi sjóðnum og viðskiptaráð- herra og Seðlabanka íslands til rétt- argæslu þegar kröfu hans var ekki sinnt. Dómurinn hafnaði öllum kröfum- mannsins. I niðurstöðunum er því hafnað, sem lögmaður hans, Baldur Guðlaugsson hrl, hafði haldið fram, að hin svokölluðu Ólafslög frá 1979 heimili ekki að við verðtryggingu sé tekin upp bein viðmiðum við al- mennar launabreytingar þar sem þær séu ekki mælikvarði á verðlags- breytingar enda geti laun þróast á allt annan veg en alménnt verðlag. Segir dómurinn að ekki verði að orðalagi laganna ráðið að ætlunin hafi verið að útiloka verð á vinnu og þjónustu sem viðmiðun í grund- velli verðtryggingar. í því sambandi er bent á að laun hafi haft bein áhrif á þróun byggingarvísitölu og þannig haft áhrif á þróun láns- kjaravísitölunnar. Einnig var því hafnað að í reglugerð viðskipta- ráðuneytisins væri ekki fullnægt formkröfum Ólafslaga um grund- völl verðtryggingar. Þá.segir að á grundvelli lagaheimildar hafi Seðla- bankinn áveðið samsetningu upp- haflegu lánskjaravísitölunnar og hafi samkvæmt sömu heimild getað breytt þeirri samsetningu enda væri form- og efniskrafna laganna til vísitölunnar gætt. Loks fjallar dómurinn um þá kröfu mannsins að hann þurfi ekki gegn vilja sínum að sæta því að hin nýja vísitala sé lögð til grundvallar við útreikning skuldarinnar og segir að í Ólafslög- um sé gert ráð fyrir að breytingar kunni að vera gerðar á grundvelii eða útreikningi verðtryggingar og verði að telja að málsaðilar verði að sætta sig við þær enda sé ekki gerður sérstakur fyrirvari um ann- að í lánssamningi. Ekki sé í lögun- um að finna skýra vísbendingu um hvar mörk leyfilegrar breytingar á vísitölugrunni liggi en í málinu hafi einkum komið til álita hvort með því að nota launavísitölu sem hluta grundvallar hafi verið fullnægt því skilyrði að miðað sé við opinbera skráða vísitöli eða vísitölur eins og þær séu reiknaðar á hveijum tíma. I ljósi niðurstöðunnar um reglugerð um breytinguna hafi fullnægt formkröfum laganna komst dómur- inn að þeirri niðurstöðu að svo væri og segir að hér hafi verið um að ræða almenna breytingu á láns- kjaravísitölu sem ætlað hafi verið að hafa áhrif á alla samninga sem voru verðtryggðir með þessum hætti. Því taldi dómurinn að maður- inn yrði að sæta þeirri breyt.ingu sem gerð var á grundvelli láns- kjaravísitölunnar í lögskiptum hans við Samvinnusjóðinn, sem sam- kvæmt því var sýknaður af öllum kröfum í málinu-. Hvort aðila var látinn bera sinn hluta málskostnað- ar. Dóminn kváðu upp borgardómar- arnir Sigríður Ólafsdóttir, Eggert Óskarsson og Allan Vagn Magnús- son. Morgunbladið/Árni Sæberg Fjörkippur hefur komið í bókasölu síðustu daga eins ogþessi mynd úr Pennanum í Kringlunni ber með sér. Sala í desember svipuð og á sama tíma í fyrra SALA á fatnaði, bókum og hljómplötum hefur verið svipuð í þessum mánuði og á sama tíma i fyrra, að sögn Reinharðs Reinharðssonar deildarsljóra hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Mörtu Bjarna- dóttur eiganda fataverslananna Evu, Gallerís, Centrums og Compan- ys, Björns Sigurðssonar verslunarstjóra hjá Skífunni og Svövu Johans- en verslunarstjóra fataverslananna Sautján. Sigurður Pálsson, sem sér um rekstur Bókabúðar Braga á Laugavegi, sagðist hins vegar búast við minni bókasölu nú en í fyrra. Sala á bókum hefur gengið þokka- lega síðustu tíu daga, að sögn Rein- harðs Reinharðssonar deildarstjóra hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar. „Salan er aðeins hægari en í fyrra en hún er svipuð að krónu- tölu og þá,“ sagði Reinharð. „Bæk- urnar hafa komið seint hjá mörgum forlaganna en hins vegar eru titlarn- ir fleiri en í fyrra.“ Hann sagðist þó vera ánægður með söluna í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti og síðastliðinn laugardag hefði salan slegið öll met í nýrri verslun fyrir- tækisins í Kringlunni. „Það hafðist varla undan," sagði Reinharð. Hann sagði að verð á bókum hefði lítið hækkað frá síðasta ári. „Þýddar skáldsögur kosta til dæmis tæpar 3 þúsund krónur og minningabækur 3 til 4 þúsund krónur,“ sagði Reinharð. „Það hefur gengið ágætlega að selja fatnað í þessum mánuði. Salan er svipuð og á sama tíma í fyrra og þá vorum við mjög ánægð með hana,“ sagði Marta Bjarnadóttir eig- andi fataverslananna Evu, Gallerís, Centrums og Companys. „Jólasalan byijaði frekar snemma í ár, eða um síðustu mánaðamót, og hún hefur verið góð, bæði í Kringlunni og gamla miðbænum,“ . sagði Marta. Hún sagðist hafa það á tilfinning- unni að Islendingar keyptu nú minna af fötum erlendis en áður. Heildarsala á hljómplötum er að- eins minni í þessum mánuði en á sama tíma í fyrra. Þó hafa íslenskar hljómplötur selst betur en í fyrra, að sögn Björns Sigurðssonar versl- unarstjóra hjá Skífunni. „Salan gengur bara nokkuð vel. Hún fór af stað fyrir rétt rúmri viku, eða um það bil viku síðar en í fyrra." Björn sagði að verð á hljómplötum hefði nánast fylgt verðbólguþróuninni frá því í fyrra. „Nýjar íslenskar hljóm- plötur kosta um 1.400 krónur en erlendar um 1.200 krónur. Innlendir og erlendir geisladiskar kosta hins vegar um 1.800 krónur." „Jólasalan hjá okkur er svipuð og í fyrra og hún er jafnvel meiri nú en þá,“ sagði Svava Johansen, versl- unarstjóri fataverslananna Sautján í Kringlunni og á Laugavegi. „Jóla- salan byijaði mikið fyrr en í fyrra, eða um miðjan nóvember." Svava sagði að salan væri meiri í versiun fyrirtækisins í Kringlunni en á Laugaveginum. „Um leið og kuldak- astið kom um daginn jókst salan í Kringlunni en minnkaði á Laugaveg- inum,“ sagði Svava. Hún sagðist telja að fólk gæfi meira af „mjúkum pökkum“ nú en í fyrra vegna þess að kaupmátturinn hefði minnkað. Sigurður Pálsson, sem sér um rekstur Bókabúðar Braga, sagðist ekki vera ánægður með bókasöluna núna. Sigurður sagði að verð á bók- um hefði lækkað að raungildi en verðskyn íslendinga væri lélegt. „Kringlan hefur haft gífurleg áhrif á Gamla miðbæinn og ég held að hún sé frekar að auka hlut sinn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.