Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 43

Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTjJDAGUR 22. rDESBMBER 1989 Landbúnaðarráðuneytið: Frekari upplýsinga afl- að um innihald rotmassa Landbúnaðarráðuneytið hefúr óskað efftir því að Rannsóknastofnun landbúnaðarins og yfirdýralæknir afli frekari gagna um rotmassa, sem fluttur er inn frá Bretlandi til notkunar i svepparækt, áður en úrskurðað verður hvort hann brjóti í bága við lög um búfjársjúkdóma. Að sögn Sigurgeirs Ólafssonar, plöntusjúkdómafræðings hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, hef- ur landbúnaðarráðuneytið úrskurð- að að innflutningur á hálmi sé óheimill samkvæmt búfjársjúk- dómalögum frá 1928, en varðandi rotmassann, sem inniheldur hveiti- hálm, hefði ráðuneytið óskað frek- ari upplýsinga um framleiðsluferil og efnisinnihald vörunnar. „Inn- flutningur á rotmassa var heimilað- ur árið 1988 með þeim skilmálum að í honum væri engin búfjáráburð- ur og ákveðinn hitameðferð hefði átt sér stað sem yfirdýralæknirteldi fullnægjandi, auk þess sem heil- brigðisvottorð fylgdi sendingum með tilliti til plöntusjúkdóma. Yfir- lýsing eftirlitsmanns frá breska landbúnaðarráðuneytinu hefur síðan fylgt hverri sendingu sem staðfestir þessa settu skilmála." Sigurgeir sagði að ekki yrði til- kynnt um breytingu á heimild til innflutnings á rotmassa fyrr en þeirra upplýsinga hefði verið aflað sem landbúnaðarráðuneytið hefur óskað eftir, og ákvörðun verið tekin varðandi lögmæti innflutningsins. Grímur Marinó t.v. og Halldór Sigurðsson við opnun sýningarinnar í verslun Halldórs á Skólavörðustíg 2 í Reykjavík. ■ GRÍMUR Marinó myndlistar- maður hefur opnað sýningu á verk- um sínum í skartgripaverslun Hall- dórs Sigurðssonar á Skólavörð- ustíg 2 í reykjavík. Á sýningunni sýnir Grímur fjölmargar lágmyndir og skúlptúra, og eru öll verkin unn- in í málma. Þá hefur Halldór Sig- urðsson gullsmiður einnig opnað sýriingu á fjölbreyttu úrvali skart- gripa í verslun sinni á Skólavörð- ustíg, en þar hefur hann rekið versl- un og vinnustofu í marga áratugi. Allan tímann heffur hann verið með módelskartgripi af eigin vinnustofu til sölu. Sýning þeirra Gríms og Halldórs verður opin á opnun- artíma verslana allt til áramóta, og eru báðar sýningarnar sölusýning- ar. & TOPPMERKIN í skíðavörum DACHSTEIN SMITH SKÍÐASKÖR SKÍÐAGLERAUGU SB BINDINGAR TYROLIA FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI91 - 84670 1 28 REYKJAVÍK ÞARABAKKA 3 SÍMI 91 - 670100 109 REYKJAVÍK 43 í BLÓMBVU FÆRÐU JÓLA- SKRAUTí ANDA ÖMMU OG AFA Nú getur þú loksins fengið jólavörur eins og amma og afi keyptu þegar þau voru ung. Hjá okkur getur þú valið úr miklu úrvali af fallegu og vönduðu jólaskrauti, jólagjafakortum og jólagjafapakkningum. Við bjóðum einnig vandaðar og nytsamar jólagjafir í meira úrvali en nokkru sinni áður. Komdu í Blómið og kynntu þér úrvalið. Amma og afi koma örugglega. Opið tíl kl. 21 öll kvöld Opið tU kl. 15 á aðfangadag VISA OG EURO SENDUM í PÓSTKRÖFU BLÓMIÐ HAFNARSTRÆTI 15 SÍMI 21330

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.