Morgunblaðið - 22.12.1989, Síða 50

Morgunblaðið - 22.12.1989, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 22: DESEMBER 1989, fclk f fréttum UOSMYNDUN „Hef fiilla fyrirlitningu á orðinu utangarðsmaður“ Meðal nýrra verka á jólabóka- markaðinum í ár er bók Þór- arins Óskars Þórarinssonar og Ein- ars Kárasonar, „Innangarðs". Það eru óvenjulegar ljósmyndir Þórarins sem bera bókina uppi. „Það eru nú nokkur ár liðin síðan menn fundu út að ljósmyndir mínar væru það óvenjulegar og athyglis- verðar" segir Þórarinn „og þær ættu heima í bók. í þessu tilviki spanna myndirnar síðustu tíu ár ævi minnar eða svo, og lýsa því sem á dagana hefur drifið, því fólki sem ég hef hitt og lifað með. Reyndar er ein myndanna frá 1966, það er besta myndin mín fyrr og síðar og líklega hefði ég átt að hætta á toppnum strax þá.“ Því hefur verið fleygt að myndefni Þórarins sé í mörgum tilvikum sérvitringar og utangarðsmenn. Hvað segir hann við því? „Eg vil taka skýrt fram að þessi skiigreining á engan rétt á sér og ég hef fulla fyrirlitningu á orðinu utangarðsmaður. Tel það vera mannorðsþjófnað að stimpla menn slíku nafni. Bæði bókin og efni hennar er þannig unnið að allt lendi Þórarinn Óskar Þórarinsson. innangarðs, eins og nafn hennar Innangarðs sýnir. Engar myndir af utangarðsmönnum er að finna í bókinni. Ég get meira að segja upplýst að þarna eru margar mynd- ir af ættingjum og vinum og síst færi ég að skella á það fólk öðrum eins titli. Myndimar eiga það sam- eiginlegt að vera tengdar Grímsstaðaholtinu þar sem ég ólst upp og næsta viðfangsefni mitt er Morgunblaðið/Þorkell einmitt saga Grímsstaðahöltsins í máli og myndum,“ segir Þórarinn, en aðalstarf hans er að vera uppeld- isfulltrúi hjá Unglingaheimili ríkis- ins. Þórarinn segir þetta vera „draumastarf“ sitt, en ljósmyndun heilli einnig, „Ég tek að mér ljós- myndunarverkefni ef þau vekja áhuga minn, annars læt ég þau eiga sig. Best að geta haft það þannig," segir Þórarinn að lokum. Dags. 18.12.1989 A NR. 102 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4548 9000 0028 0984 4507 4500 0006 7063 4548 9000 0019 5166 4507 4200 0002 9009 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0024 6738 4507 4500 0009 3267 4507 4400 0001 7234 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND JOLAPOSTUR Um fjórar milljónir korta Jólakortin í ár eru um 4 miiljónir talsins og í Póstmiðstöðinni í Armúla voru rúmlega 300 þúsund jólabréf þegar þessi mynd var tekin þar í vikunni að sögn Reynis Ár- mannssonar deildarstjóra. Um 60 fastir starfsmenn vinna við að flokka jólapóstinn, svo og 100 unglingar í aukavinnu. „Ég byijaði hjá Póstinum sem bréfberi árið 1941,“ sagði Reyn- ir. „Þá mátti ekki byija að bera út jólapóstinn fyrr en klukkan 6 á að- fangadagskvöld. Bréfberarnir í Reykjavík voru þá 11 talsins. Hver þeirra hafði tvo aðstoðarmenn við að bera út jólapóstinn og þeir voru yfirleitt háskólanemar, því þetta þótti fínt starf.“ iviorgunDiaoio/ n<miiia HUOMPLOTUR Stormsker með breiðskífu Sverrir Stormsker hefur lengi verið áberandi í ísienskri popp- tónlist og hneykslað fólk og skemmt því jöfnum höndum. Hann hefur yfirleitt verið mjög afkastamikill og til að mynda komu frá honum á síðasta ári tvær breiðskífur. Þetta ár hefur Sverrir hins vegar látið frá BOSCH heimilistækjum • • Orbylgjuofn kr. 21.950,-stgr. Vöfflujárn kr. 4.766,-stgr. Eggjasjóðari kr. 2.922,- stgr. Djúpsteikingarpottur kr. 8.940,-stgr. minna á sér bæra, þar til að breiðsk- ífan Hinn nýi íslenski þjóðsöngur kom út fyrir stuttu. í stuttu spjalli sagði Sverrir að satt væri að hann hefði ekki látið mikið fyrir sér fara þetta ár, en nú hefði hann tekið upp þráðinn að nýju og á næsta ári myndi hann senda frá sér „trilljón plötur“. Sverrir fær ýmsa sér til aðstoðar á plötunni, en hann sagði hana hafa verið unna á svipaðan hátt og hin- ar, „þetta er sama gamla tuggan, ég fer ofan í kassettukassann, þar sem ég á mikið af lögum, hlusta á fimmtíu lög eða svo og vel svo úr eftir því sem við á. Þegar ég var á aldrinum frá 14 og uppí 20 ára, samdi ég yfir 1.000 lög, sem duga mér í eina plötu á ári fram undir nírætt og þá er nú sjálfhætt í popp- inu. Mesta baslið er hinsvegar text- arnir. Það tekur ekki svo langan tíma að semja þá, en það er mikil vinna að hreinsa úr þeim allt sem gæti hneykslað fólk.“ Sverrir sagði heiti plötunnar vísa í lag sem á henni er, en hann búist nú ekki við að það eigi eftir að verða nýr þjóðsöngur íslands, „það er allt of gott til þess. Textarnir á þessari plötu eru annars alvarlegir flestir; það má segja að þeir séu „ljóðlegir" og ættu kannski erindi á bók.“ HEIMILISTÆKJADEILD JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13 -104 Reykjavlk - Sími 688588

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.