Morgunblaðið - 23.02.1990, Side 4

Morgunblaðið - 23.02.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Evrópska eftiahagssvæðið: Undirbúningsviðræður EFTA og EB á lokastigi FUNDI stjórnarnefndar undirbúningsviðræðna Evrópubandalags- ins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) lauk í Briissel á þriðjudagskvöld. Á fiindinum varð samkomulag um þau atriði sem leggja ber áherslu á í þeim vinnuhópum sem fjalla um inni- hald væntanlegs samnings um evrópskt efhahagssvæði (EES). Samkvæmt heimildum innan framkvæmdastjómar EB er stefnt að því að undirbúningsviðræðurn- ar verði langt komnar þann 20. mars nk. en þá kemur stjómar- nefndin aftur saman til fundar. Óvíst er hvort nefndin heldur fleiri fundi eftir það. Sömu heimildir herma að vinnuhópar I.-IV. sem fjalla um óheft vöruviðskipti, fijálst flæði ijármagns og þjón- ustu, atvinnu- og búsetufrelsi íbúa EFTA og EB og samstarf á sviði menningar og umhverfísmála, eigi fyrir þann tíma að hafa lokið að mestu undirbúningsviðræðum sínum. Lögð verður áhersla á að finna þau lög og reglugerðir innan EB sem eiga við EES, sömuleiðis að fara yfir tillögur sem unnið er að innan framkvæmdastjómarinnar um þessar mundir og snerta sam- eiginlega efnahagssvæðið. Þá er vinnuhópunum ætlað að taka sam- an þau atriði sem einstök EFTA- ríki géta ekki fellt sig við og em þess eðlis að ástæða sé til þess að veita undanþágur eða aðlögun- artíma. Sömuleiðis er til þess ætl- ast að vinnuhópamir kanni enn frekar möguleika á samstarfi s.s. á sviði menntunar og umhverfís- verndar. Vinnuhópunum er og fa- lið að kanna í hvaða nefndum Evrópubandalagsins EFTA-ríkin þyrfti að hafa fulltrúa vegna EES, þetta verður gert á grundvelli skil- greininga sem framkvæmda- stjórnin mun leggja fram. Fyrir vinnuhóp V., sem fjallar um stofnana- og lagalegar hliðar væntanlegs samstarfs, er lagt að gera úttekt á þeim stjómunarað- ferðum og stofnunum sem nauð- synlegar teljast til þess að EES verði komið á fót. Þessi vinna og sömuleiðis atriði sem snerta eftir- lit og framkvæmd samkomulags- ins skulu hafa forgang í störfum hópsins. Hópnum ber að sama skapi að leggja fram hugmyndir vegna sameiginlegs undirbúnings ákvarðana og sameiginlegra ákvarðana sem varða EES. Reikn- að er með því að hóparnir þurfi að starfa eitthvað fram á vor. VEÐURHORFUR í DAG, 23. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Austlæg átt á landinu, sums staðar stinningskaldi við suðausturströndina, en annars gola eða kaldi. Lítilsháttar snjó- koma var sums staðar á Austfjöröum, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Víða var bjart veður um vestanvert landið. Mildast var á Vatnsskarðshólum og á Stórhöfða, 2ja stiga hiti, en kaldast 10 stiga frost á Hveravöllum, GrímsstÖðum og Stafholtsey. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, viða gola eða kaldi. Dálítil él við norður- og austurströndina, en þurrt og bjart veður annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanátt og snjókoma á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn, en þurrt á Norður- og Austur- landi. Frost 2 tíl 10 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt og snjókoma á Norður- og Austurlandi, en annars þurrt að mestu. Frost 0 til 4 stig. TÁKN: O: s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heii fjöður V er 2 vindstig. * .V Él Léttskýjað r r r r f r f Rigning == Þðka r r r zzz. Þokumóða Háifskýjað * r * ? ? 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * 4 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyrl +1 skýjað Reykjavfk +1 léttskýjað Bergen vantar Helsinki 3 skýjað Kaupmannah. 8 rigning Narssarssuaq +10 heiðskírt Nuuk +S snjókoma Ostó vantar Stokkhólmur 9 rígning Þórshöfn 5 hálfskýjað Algarve 17 heiðskírt Amsterdam 9 léttskýjað Barcelona 16 heiðskfrt Berlín 14 léttskýjað Chicago 6 alskýjað Feneyjar 9 þokuruðningur Frankfurt 16 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 9 léttskýjað Las Palmas 21 léttskýjað London 9 skýjað Los Angeles 14 alskýjað Lúxemborg 9 skýjað Madríd 18 léttskýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +1 skýjað New York 7 heiðskfrt Orlando 27 skýjað Parfs 12 léttskýjað Róm 13 þokumóða Vín 7 þokumóða Washington 9 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað Islensk skip hafa veitt 518.000 tonn af loðnu Bolungarvík: Ekkert lát á fugladauða Boiungrarvík. dauðir og að minnsta kosti þrir EKKERT lát virðist vera á til fjórir aðrir illa á sig komnir. fugladauða við Boungarvíkur- Er ekki að sjá annað en fuglinn höfn. Fuglinn heldur sig nokk- bókstaflega veslist upp. Náttúru- uð mikið á litlu svæði í innsta fræðistofnun hefur fengið dauða krika hafiiarinnar, þar sem fugla til rannsóknar og er að Hólsá rennur til sjávar. væntá niðurstöðu úr þeim rann- Þar fundust í gær tveir fuglar sóknum á næstu dögum. Frá höfiiinni í Bolungarvík. Á innfelldu myndinni heldur Guð- jón Kristinsson á dauðum fitgli, en hann hefur fylgst með fiigl- alífinu þarna í nokkrar vikur. FJÖRUTÍU og fjögur íslensk skip höfðu síðdegis í gær, fimmtudag, veitt um 518 þúsund tonn af loðnu á haust- og vetrarvertíðinni. Afla- hæstu loðnuskipin síðdegis í gær voru Hilmir SU með 20.424 tonn og Helga II RE með um 20 þúsund tonn en loðnuskipin hafa mo- kveitt við Reykjanes og út af Alviðru undanfarið. Norsk skip veiddu rúm 113 þús- und tonn af loðnu á haust- og vetr- arvertíðinni og færeysk skip rúm 26 þúsund tonn. Á haust- og vetrar- vertíð 1988-1989 veiddu norsk skip hins vegar 67.530 tonn af loðnu, færeysk 48.515 tonn og íslensk 920.491 tonn. Loðnukvóti íslensku skipanna er nú 760 þúsund tonn, þannig að síðdegis í gær áttu þau eftir að veiða um 242 þúsund tonn á þessari vertíð. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um loðnuafla: Guð- mundur 900 tonn til FES, Sigurður 1.400 til FES, Gullberg 620 óákveð- ið hvert, Örn 750 óákveðið hvert, Sunnuberg 200 til ýmissa aðiia, Dagfari 520 til Njarðar hf., Höfr- ungur 910 óákveðið hvert, Háberg 400 til ýmissa aðila, Skarðsvík 620 óákveðið hvert, Sjávarborg 790 til Siglufjarðar, Þórshamar 580 óá- kveðið hvert, Sighvatur Bjarnason 300 til FIVE og Fífill 370 til ýmissa aðila. Á miðvikudag tilkynntu þessi skip um loðnuafla: Hilmir 1.240 tonn til SR á Seyðisfirði, Svanur 660 til Siglufjarðar, Sighvatur Bjarnason 500 til FIVE, Sunnuberg 500 til ýmissa aðila, Dagfari 520 til ýmissa aðila, Júpíter 1.200 til Bolungarvíkur, Guðmundur Ólafur 600 til Þórshafnar, Fífíll 370 til ýmissa aðila, Súlan 700 til Raufar- hafnar, Grindvíkingur 1.000 til Hafsíldar á Seyðisfírði, Harpa 620 til Hafnar í Homafírði, Háberg 300 til ýmissa aðila, Keflvíkingur 250 til ýmissa aðila, Björg Jónsdóttir 540 til Neskaupstaðar, Bjarni Ól- afsson 950 til Siglufjarðar, Rauðsey 200 til ýmissa aðila og Erling 550 til Eskifjarðar. Síðdegis á þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um loðnuafla: Fífill 230 tonn til ýmissa aðila, Rauðsey 250 til ýmissa aðila, Bergur 520 til Færeyja, Þórður Jónasson 600 til Seyðisfjarðar, Börkur 1.100 til Noregs og Háberg 300 til ýmissa aðila. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Óskað eftir tilnefn- ingnm í prófkosningn FÉLÖGUM í Alþýðubandalaginu í Reykjavík hefur verið sent bréf þar sem óskað er eflir skriflegum tilnefiiingum í prófkosningu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Stefnt er að því að prófkosningin verði í mars og fari þannig fram að félagar í Alþýðubandalaginu fái sendan atkvæðaseðil í pósti. Á at- kvæðaseðlinum verði nöfn þeirra sem tilnefndir verða nú, en auk þess hefur kjörstjórn rétt til að bæta nöfnum á seðilinn. Búist er við að framboðslisti Al- þýðubandalagsins í Reykjavík verði tilbúinn um mánaðamótin mars- apríl. Sveitastjórnarkosningarnar fara fram í lok maí. Í l i i i í i i i > i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.