Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
Ingólfiir segir upp
hjá SH í Grimsby
SKÝRT var frá því á fundi stjórnar SH í gær, að Ingólfur Skúlason,
forstjóri Icelandic Freezing Plants Ltd. (IFPL), dótturfyrirtækis SH í
Grimsby, hefði sagt starfi sínu lausu fi-á og með fyrsta maí næstkom-
andi. Jafnfi-amt var frá því skýrt frá því, að Agnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar, taki við af Ingólfi í Grimsby.
Afkoma fyrirtækisins hefúr batnað verulega síðustu mánuði eftir tíma-
bil umtalsverðs taps síðastliðin tvö ár.
Formaður stjórnar IFPL, Jón Páll
Halldórsson, sagði í samtali, við
Morgunblaðið, að það væri alfarið
ákvörðun Ingólfs að segja starfí sínu
lausu. Ingólfur telji það fyrirtækinu
fyrir beztu að nýr maður taki við
rekstrinum og fylgi eftir þeim ár-
angri í starfseminni, sem náðst hafi.
„Það hefur verið stöðug söluaukn-
ing hjá fyrirtækinu síðastliðna 8
mánuði,“ segir Jón Páll. „Flest bend-
Borað á ný við
Kröfluvirkjun
FORBORUN að djúpri gufúöflun-
arholu við Kröflu er nú að hefj-
ast. Síðast var boruð grunn hola
við Kröflu fyrir tveimur árum,
en djúp hola hefúr ekki verið
boruð síðan upp úr 1980.
Knútur Ottersted, svæðisstjóri
Landsvirkjunar á Akureyri, segir
að þrátt fyrir borun þessarar holu,
hafi ekki verið tekin ákvörðun um
það hvort síðari hverfill virkjunar-
innar verði settur upp á næstu miss-
erum. Fyrst verði að koma í ljós
árangur af borun þessarar holu, en
verði hann góður, sé þar um að
ræða ódýra leið til öflunar viðbótar-
orku. Þá þúrfí einnig að skoða fjöl-
marga aðra þætti áður en komi til
þess að taka ákvörðun'um stækkun
virkjunarinnar.
Holan, sem nú verður boruð, er
uppi á hæðinni norðan við veginn
að Víti, ekki ýkja langt frá Víti.
ir til þess að salan aukist áfram.
Afkoman hefur batnað stórlega
fyrsta fjórðung þessa árs, langt
umfram það, sem menn þorðu að
vona. Ég geri mér vonir um að þessi
bati haldi áfram og að aðgerðir
síðustu tveggja ára séu nú að skila
sér, að vísu síðar en menn vonuðust
til. Ég vil nota tækifærið og þakka
Ingólfi Skúlasyni góð störf í þágu
fyrirtækisins og býð um leið Agnar
Friðriksson velkominn til starfa,“
sagði Jón Páll Halldórsson.
Sjá viðtöl við Agnar og Ingólf
á bls. 26.
Andrésar andar-leikarnir settir
Andrésar andar-leikamir voru settir í fímmtánda sinn á Akureyri í gær. Um 750 börn undir 12 ára aldri
taka þátt í þeim og keppa á skíðum í Hlíðarfjalli næstu daga. Myndin var tekin þegar hópurinn gekk fylktu
liði um götur Akureyrar í gær, að íþróttahöllinni, þar sem setningarathöfnin var.
Framkvæmdastjórn EB:
Skilmngur á sérstöðu Islend-
inga í sjávarútvegsmálum
Forsetinn
í afmæli
drottningar
VIGDÍS Finnbogadóttir for-
seti íslands, er væntanleg til
landsins í dag frá Kaup-
mannahöfn þar sem hún tók
þátt í hátíðarhöldum í tilefni
50 ára afinælis Margrétar
Danadrottningar.
Forsetinn hélt utan síðastlið-
inn mánudag og sat þá meðal
annars veislu í Kristjánsborgar-
höll. Á þriðjudag var hátíðar-
sýning í Konunglega leikhúsinu
og á miðvikudag skoðuðu gestir
sýningu franska málarans Cha-
gall, sem nú stendur yfir í Lou-
isiana listasafninu í Humlebæk.
Hátíðarhöldunum iauk með
kvöldverði og dansleik í Kristj-
ánsborgarhöll.
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Á FUNDI Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra með fúll-
trúum úr framkvæmdastjórn
Evrópubandalagsins (EB) í
Brussel í gær kom fram mikill
skilningur innan framkvæmda-
stjórnarinnar á sérstöðu Islend;
inga hvað varðar sjávarútveg. I
viðræðum Steingríms og Jacques
Delors, forseta framkvæmda-
sljórnarinnar, lýsti Delors
áhyggjum sínum vegna takmark-
aðra aðgerða EFTA-ríkjanna til
að efla EFTA sem stofiiun er
gæti átt samskipti við EB um
stjórn sameiginlegs efiiahags-
svæðis.
í gærmorgun sat forsætisráð-
herra fund með Delors þar sem
þeir ræddu almenn samskipti ís-
lands og EB auk þess sem fjallað
var um væntanlegar samningavið-
ræður EFTA og EB um sameigin-
legt efnahagssvæði. Forsætisráð-
herra sagði Delors hafa lýst áhyggj-
um sínum vegna seinagangs
EFTA-ríkjanna í að efla sameigin-
legar stofnanir sínar og vegna fyrir-
vara, sem EFTA-ríkin hafa sett
vegna þeirra samþykkta EB sem
taka á upp í samninginn um evr-
ópska efnahagssvæðið.
Að loknum fundinum með Delors
sat Steingrímur hádegisverðarfund
með tólf af sautján framkvæmda-
stjórum EB. Sá fundur snerist fyrst
og fremst um samskipti íslands og
Morgunblaðið/Kristófer Már Kristinsson
Jacques Delors og Steingrímur Hermannsson heilsast í höfúðstöðvum
Evrópubandalagsins í Brussel.
EB á sviði sjávarútvegsmála.
Steingrímur kvaðst hafa gert fram-
kvæmdastjórunum grein fyrir hags-
munum íslendinga og bent á, að
fríverslun kæmi þeim að takmörk-
uðum notum, á meðan sjávarafurð-
um væri haldið utan við hana. Strax
að loknuin inngangsorðum
Steingríms tók Manuel Marin,
framkvæmdastjóri fiskimála, til
máls og sagði það eindregna stefnu
EB að leita veiðiheimilda fyrir að-
gang að mörkuðum bandalagsins.
Steingrímur sagði að í máli þeirra
sem töluðu um þetta efni, að Marin
undanskildum, hefði komið fram
mikill skilningur á sérstöðu íslands
og heldur hefði verið til þess hvatt,
að Marin endurskoðaði þá afstöðu
sína að fara ekki til viðræðna á
íslandi. Henning Christophersen
hefði eindregið lagt til að tekið yrði
tillit til hagsmuna íslendinga og í
sama streng hefðu fleiri fram-
kvæmdastjórar tekið. Steingrímur
sagði að í lokaorðum sínum hefði
Delors tekið mjög jákvætt á þessu
máli.
Síðdegis í gær fóru fram viðræð-
ur við forseta Evrópuþingsins,
Enrique Baron og Willy de Clercq,
formann utanríkisnefndar þingsins.
Steingrímur sagði fundinn með
Baron fyrst og fremst hafa verið
til að sýna þinginu virðingu en á
fundinum með de Clercq hafi verið
fjallað um viðræður EFTA og EB
og þann ágreining sem virðist milli
framkvæmdastjórnar EB og þings-
ins. Steingrímur sagði ekki ljóst
hvort um væri að ræða valdabar-
áttu milli þessara aðila eða baráttu
þingsins fyrir auknum völdum. Það
væri hins vegar Ijóst að þingið
myndi í framtíðinni ekki sætta sig
við að framhjá því væri gengið þeg-
ar um samskipti við ríki utan EB
væri að tefla.
Með' Steingrími á fundinum voru
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra, Einar Benediktsson
•'sendiherra, Hannes Hafstein sendi-
herra og Bolli Héðinsson efnahags-
ráðunautur. Utanríkisráðherra ger-
ir sendiherrum EFTA-ríkjanna
grein fyrir viðræðunum í dag.
Sjávarútvegurinn:
10 milljarða styrkir og skuld-
breytingar á tveimur árum
- segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfi*æðingur LIU
„ÞAÐ er dapurlegt að horfa upp á þá niðurlægingu, sem íslenzkur
sjávarútvegur hefur mátt þola undanfarin ár. Áfkoma greinarinnar
hefur verið folsuð með beinum og óbeinum styrkjum í stórum stíl.
Líklega er búið að lána, skuldbreyta og styrkja fyrirtæki innan greinar-
innar fyrir nála'gt 10 milljarða króna úr þremur opinberum sjóðum á
um tveimur árum. Þessar aðgerðir hafa ekki leyst vanda viðkomandi
sjávarútvegsfyrirtækja, heldur aðeins framlengt dauðastrið þeirra eitt-
hvað áfram eða þar til kemur að greiðslu lána,“ segir Sveinn Hjörtur
Hjartarson, hagfræðingur LIU.
Sveinn Hjörtur flutti fyrir skömmu fullyrðingu að afkoma sjávarútvegs-
erindi á fundi Skrifstofu viðskipt- ins hafi batnað verulega með hækk-
alífsins, þar sem hann ræddi þetta andi verði á útfluttum sjávarafurð-
TnSmanrTflreprTstðrlep f éfá'þá—am: Aðrir þættir ráðrTnetru wrþað ’'
hver afkoma sjávarútvegsins sé og
ráði^þar mestu þrír opinberir sjóðir.
„A annað ár hafa starfað tveir
sjóðir, sem hafa haft það að mark-
miði að endurreisa illa stödd sjávar-
útvegsfyrirtæki. Þessir sjóðir eru
Atvinnutryggingarsjóður og Hluta-
fjársjóður. Auk þess hefur Verðjöfn-
unarsjóður fiskiðnaðarins greitt
verðbætur til sfðustu áramóta á
frystan fisk. Þá mætti nefna Byggða-
stofnun og fyrirgreiðslu annarra
lánastofnana. Milljörðum króna hef-
“úrvériðvartð'ttPskuldbreyttnga.'táTi^
veitinga og annarrar fyrirgreiðslu.
Þannig hefur hvert fyrirtækið á fæt-
ur öðru verið endurreist, burtséð frá
því hvernig að málum þess hefur
verið staðið. Þetta eru í sjálfu sér
ekki nýjar fréttir, en við eigum eftir
að súpa seyðið af aukaverkunum
vegna þessa styrktarkerfis á næstu
árum. Það er búið að skapa tvo hópa
atvinnurekenda í þessu landi. Annars
vegar eru þeir, sem verða að borga
skuldir sínar og standa við ábyrgðir.
Hins vegar eru þeir, sem þurfa hvorki
að borga skuldir sínar né standa við
ábyrgðir og síðarnefndi hópurinn fer
“örtrstækktmdiT'segir^veiim:--------------
Áburðarverksmiðjan:
Orsök eldsins
er enn ókunn
ORSÖK eldsins sem kviknaði á
ammoníakstanki Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi á páska-
dag er enn ókunn, að sögn Eyj-
ólfs Sæmundssonar forstöðu-
manns Vinnueftirlits ríkisins.
Rannsóknarlögregla ríkisins og
Vinnueftirlitið vinna að rannsókn
eldsupptaka.
Fræðilega eru nokkrir möguleik-
ar á hvernig eldurinn kviknaði. Að
sögn Víðis Kristjánssonar efna-
fræðings hjá Vinnueftirlitinu er
meðal annars mögulegt að eldurinn
hafi.kviknað út frá rafmagnsljósi,
sem var ofan á tankinum. Annar
möguleiki er að núningur ammon-
íakgassins við plaströr sem það
streymdi um hafi myndað raf-
hleðslu sem gaéti hafa gefið frá sér
neista. Þá gat Víðir þess, að ef
ammohíak kemst í snertingu við
zink eða ál, þá gefur það frá sér
vetni, sem er ofurviðkvæmt fyrir
eldi. Ekki er þó vitað til að ammon-
íakið hafi komist í snertingu við
þessa málma.
Búist er við að rannsókn eldsupp-
taka ljúki ekki fyrr en að nokkrum
dögum liðnum.
Sjáeiimig^ áblsr26r '