Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 27

Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 27 Bragi er fæddur í Reykjavík 1932, hann er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem banka- stjóri Iðnaðarbankans, hann hóf að mála á árunum 1966-’67 og hefur numið málaralist hjá nokkrum af helstu listmálurum landsins. Á sýningunni nú eru nýjar olíu- myndir. Landslagsmyndir í ljóðræn- um expressjónískum stíl sem Bragi er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlend- is, hann hefur haldið margar einka- sýningar, t.d. í Norræna húsinu og Gallerí Borg. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur þriðjudag- ið og Laugarnesið í stefnu á mið- borgina. Berist skýið yfir byggðina er líklegt að afleiðingarnar yrðu skelfi- legar og fjöldi manns myndi farast, einkum þeir sem væru utandyra. Þeir sem dveldust innandyra í bygg- ingum gætu lifað af ef gluggar væru iokaðir og loftræstikerfi ekki í gangi. Mjög lítið ráðrúm gæfist til almannavarna. Umfang skýsins yrði minna ef geym- irinn væri ekki fullur, en ekki er metið nánar hver áhrif þess yrðu á ofangreint mat.“ Starfshópurinn fjallaði einnig um hugsanlegar orsakir þess að leki, stór eða smár, ætti sér stað og bend- ir á eftirfarandi: „N áttúruhamfarir. Skemmdarverk. Flugslys. Efnisgallar í geymi eða leiðslum. Mistök eða óhöpp við dælingu úr og í geymi og við losun úr skipi. Sprenging við aðra þætti fram- leiðslunnar, svo sem við vetnisfram- leiðslu, ammóníumnítratsframleiðslu eða ammóníaksframleiðslu. Ýmis óhöpp, svo sem ef ekið væri á leiðslur eða geymi.“ Starfshópurinn benti á tvær leiðir til að auka öryggi vegna ammón- íaksins: Að byggja nýjan kældan geymi, hins vegar að setja upp kæli- kerfi fyrir kúlugeyminn og byggja utan um hann öryggishús. Fyrri kosturinn var valinn og er nú verið að byggja nýjan geymi, kældan, en þangað til því verki verður lokið verður ekkeil ammóníak flutt til verksmiðjunnar, samkvæmt ákvörð- un Almannavarna Reykjavíkur á sunnudagskvöld. DAS-HUSIÐ að Reykjabyggð 18, Mosfellsbæ, ertil sýnis með öllum húsbúnaði sumardaginn fyrsta, og um helgina, laugardag og sunnudag kl. 13-18. Glæsilegt 2ja hæða einbýlishús með blómaskála og tvöföldum bílskúr, samtals 253 m2 á 17 millj. kr. Leiöin er merkt. Dregiðí 1. flokki 4. maí. Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna Borgarleikhúsið: Dagskrá um umhverfismál í tilefiii af Degi jarðar Ein mynda Braga Hannessonar í Gallerí Borg. Bragi Hannesson í Gallerí Borg í GALLERÍ Borg verður opnuð inn 1. maí. Allar myndirnar eru til sýning á verkum Braga Hannes- sölu. sonar í dag, fimmtudaginn 19. apríl. Umhverfismálaráð Reykja- víkur efhir til sérstakrar dag- skrár um umhverfismál í Borg- arleikhúsinu, svo og stuttrar skemmtigöngu um Oskjuhlíð á Degi jarðar, sunnudaginn 22. apríl næstkomandi. Þennan dag standa ýmsir aðilar í yfir 100 löndum fyrir átaki, sem miðar að því að hvetja fólk til umhverf- isverndar. Dagskráin í Borgarleikhúsinu hefst klukkan 17. Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar samkomuna en erindi flytja Matthías Johannes- sen ritstjóri og Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags ís- lands. Þá flytja Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir lög eftir Sigfús og kór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteins- dóttur. Skemmtigangan um Öskjuhlíð hefst klukkan 14 á sunnudag. Far- in verður stutt hringferð um hlíðina undir leiðsögn göngustjóra frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garðyrkjudeild borgarinnar. Að því loknu verður haldin veisla við út- sýnishúsið, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos- drykki, farið í leiki og tónlist leik- in. Einnig verður almenningi gef- inn kostur á að virða fyrir sér útsý- nið úr nýja útsýnishúsinu á Öskjuhlíð. Átak í málefnum barna, á veg- menntamálaráðuneytisins, um hefst á Degi jarðarinnar. Opnunar- athöfn átaksins verður í anddyri Borgarleikhússins klukkan 14. Viðurkenningar veitt- ar úr Rithöfiindasjóði STJÓRN Rithöfundasjóðs íslands, scm skipuð er Árna Ibsen form- anni, Ingibjörgu Haraldsdóttur ritara og Hermanni Johannessyni meðstjórnanda, ákvað á fundi sínum 28. mars að veita 25 rithöfund- um viðurkenningu fyrir ritstörf að upphæð kr. 150.000 hverjum. Rithöfundarnir sem viðurkenn- ingu hljóta eru: Agnar Þórðarson, Andrés Indriðason, Atli Magnússon, Berglind Gunnarsdóttir, Birgir Engilberts, Birgir Sigurðsson, Dag- ur Sigurðarson, Gissur Ó. Erlings- son, Guðbergur Bergsson, Hjörtur Pálsson, Jón O. Edwald, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Óskar Ingimarsson, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sigurður Pálsson, Stefán Júlíusson, Steinar Sigutjónsson, Steinunn Jó- hannesdóttir, Svava Jakobsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Þórarinn Eld- járn, Þórunn Valaimarsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.