Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 61 IÞROTTIR UNGLINGA Unglingalandsliðið í köríuknattleik: íslendingar í þriðia sæti ÍSLENSKA unglingalandsliðið í körfuknattieik kom mjög á óvart í undankeppni Evrópu- mótsins íkörfuknattleik. Fyrir- fram hafði verið búist við að íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti en þegar upp var staðið voru íslendingar íþriðja sæti, eftir óvænta sigra á Portúgal og Belgíu. Byrjunin var mjög góð, íslend- ingar unnu upp mikinn mun gegn Belgum og sigruðu, 90:89. I kjölfarið komu tveir slæmir skellir, gegn Spánverjum, 63:133, og gegn Frökkum, 66:112. Kristinn Frið- riksson var stigahæstur gegn Spán- veijum með 23 stig en Nökkvi Már Jónsson gegn Frökkum, gerði 13 stig og Kristinn 12. Þrátt fyrir töpin gafst íslenska liðið ekki upp og sigraði Portúgal í síðasta leiknum, 77:67. Jón Arnar Ingvarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 26 stig, Kristinn Friðriksson gerði 12 og Óskar Kristjánsson 11. Skipuleggjendur mótsins höfðu raðað liðunum niður eftir styrkleika og Spánn og Frakkland mættust í úrslitum síðasta daginn. Frakkar sigruðu nokkuð óvænt, en báðar þjóðirnar halda áfram í lokakeppn- ina. Samkvæmt skipulagningunni áttu svo Belgía og Portúgal að leika um 3. sæti en Islendingar höfðu þegar tryggt sér sætið. Kristinn Stefánsson, fararstjóri liðsins, sagði að stefnan hefði verið sett á að ná tveimur stigum, gegn Portúgal, og menn hefðu sætt sig við það. „Sigurinn á Belgum kom mjög á óvart og árangurinn var miklu betri en við þorðum að vona,“ sagði Kristinn. „Við vorum taldir með slakasta liðið og því var ánægjulegt að koma á óvart og ná þriðja sætinu," sagði Kristinn. Sund: Grétar sigraði í 100 m flugsundi - á unglingamóti í Englandi SJÖ ungir sundmenn úr KR, þeir Birgir Magnússon, Grétar Árnason, Hildur Einarsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristj- án Eggertsson, Kristján Hauk- ur Flosason og Sigríður Lára Guðmundsdóttir tóku þátt í al- þjóðlegu unglingasundmóti í Portsmouth í Englandi um pá- skana og náðum ágætum ár- angri. Keppendur á mótinu voru frá Stóra-Bretlandi,_ Frakklandi, Bandaríkjunum auk íslands. H Grétar Árnason, sem er 18 ára, ÚRSLIT Litla VlS-keppnin Úrslit leilqa um sæti og lokastaðan í Litlu VÍS-kpppninni í handknattleik, sem fram fór í Laugardalshöll fyiir skömmu. 6. flokkur karla, A-lið: Um 1. sætið: KR—Grótta............7:2 Um 3. sætið: Fram—ÍR..............5:4 Um 5. sætið: Stjarnan—Haukar.....11:6 Um7. sætið: FH—Valur.............6:2 Um 9. sætið: UBK-HK...............7:5 6. flokkur, B-lið: Uml.sætið: UMFA-KR..............6:5 Um3. sætið: ÍR-Stjarnan..........7:1 Um5. sætið: VíkingurÍR-b........10:2 Um7. sætið: Valur—FH............13:9 Um 9. sætið: UBK—Grótta...........5:4 5. flokkur kvenna, A-lið: Uml.sætið: Stjarnan—Grótta......7:5 Um3. sætið: Fram—KR..............9:1 Um 5. sætið: FH—ÍBV.....ÍBV mætti ekki Um 7. sætið: Haukar—Víkingur......5:4 Um9. sætið: IR—HK................7:4 5. flokkur kvenna, B-lið: Lokastaðan: Fram..............6 6 0 0 30:13 12 IR................6 2 2 2 21:20 6 Vlkingur.........6 2 2 2 26:26: 6 KR...........1...6 0 0 6 17:35 0 ■FH dfó sig úr keppni vegna kærumála. 6. flokkur kvenna: LoUastaðan Grótta............8 7 1 0 71:20 15 FH................8 5 0 3 47:23 10 KR-a.............8 4 1 3 40:32 9 Fylkir............8 2 1 5 16:49 5 KR-b.............-8 0 1 7 20:70 1 7. flokkur karla: Um 1. sætið: Þór Ve.—Vikingur...7:5 Um 3. sætið: KR-a—Grótta........9:8 Um5. sætið: ÍR-FH-a............7:4 Um 7. sætið: KR-b-HK............4:0 Um 9. sætið: FH-b—Grótta-b......5:3 sigraði í 100 m flugsundi á 1.01,46 mín. og varð þriðji í 100 m skrið- sundi á 55,78 sek. H Birgir Magnússon, sem er 17 ára, varð fimmti í 100 m bringu- sundi á 1.14,53 mín. ■ Kristín Guðmundsdóttir, 12 ára, varð fimmta í sínum flokki í 200 m bringusundi á 3.14,48 mín. Þess má geta að á meðal þeirra sem afhentu verðlaun á mótinu var sendiherra íslands i Englandi, Helgi Ágústsson. Sendiherrann dvaldi ásamt fjölskyldu sinni tvo daga á mótinu og studdi dyggilega við bak- ið á íslenska sundfólkinu. Handbolti: Krakkarnir hita upp í Seljaskóla Handknattleiksdeild ÍR stendur fyrir handknattleiksdegi ÍR á laug- ardaginn. Dagskráin hefst kl. 12.00 í Breiðholtsskóla. Þar munu verða flutt ávörp, fjallað um starf- ið í vetur sem og þess næsta. Af- hentar verða viðurkenningar til leikmanna allra flokka og síðan boðið upp á veitingar. Síðan verður farið í strætisvagni að íþróttahúsi Seljaskóla þar sem fylgst verður með leik IR og FH í 1. deild karla sem hefst kl. 16.30. Fyrir leikinn verða þrír forleikir þar yngstu félagsmenn ÍR og FH mætast. Forleikir hefjast. kl. 14.30 og eru: IR—FH ( 5. flokki kvenna ÍR—FH í 6. flokki karla IR—FH í 5. flokki karla UÁSÞÓR Sigurðsson frá Siglu- firði sem sigraði í flokki 15-16 ára í svigi og stórsvigi á unglingameist- aramótinu á skíðum sem fram fór á lsafirði fyrir skömmu var sagður heita Ársæll í umfjöllun blaðsins um mótið á fimmtudag og er hér með beðist velvirðingar á því. Körfuknattleikur: Stúlknaflokkur Tindastóls íslandsmeistari SKÖMMU fyrir páska var leikin lokaumferð í stúlknaflokki á íslandsmóti KKÍ. Mótið fór fram í íþróttahúsinu á Sauðár- króki. Fimm lið voru skráð til keppni, en þau voru: ÍBK, Snæ- fell, UMFG, UMFN og UMFT. Aðeins þrjú lið mættu til keppninnar, Snæfell boðaði forföll en UMFN mætti ekki til leiks. Fyrir síðustu umferð voru ÍBK og UMFT efst í riðlinum, og því ljost að um úrslitaleik á milli þessara liða var að ræða. í úrslita- leiknum sigraði Bjöm UMFT með 31 stigi Bjömsson gegn 21, en staðan skrifar í leikhléi var 12-7 UMFT í vil. Stig Tindastóls: Selma Reynis- dóttir 12, Berglind Pálsdóttir 8, Kristín Magnúsdóttir 6, Sigríður Hjálmarsdóttir 5. Stig ÍBK: Ásdís Þorgilsdóttir 6, Olga Færseth 4, María Rut 4, Sunn- efa Sigurðardóttir 4, Lóa Björg 3,. Dómarar voru Pálmi Sighvatdson og Ólafur Viðar Hauksson. Áhorf- endur voru um 250. Úrslit annarra leikja voru: ÍBK - UMFG 28-47 UMFr - UMFG 24-9 Að loknu mótinu afhenti Snorri Björn Sigurðsson Tindastólsstúlk- unum íslandsbikarinn, en því næst bauð körfuknattleiksdeild Tinda- stóls öllum keppendum til kvöld- verðar í heimavist Fjölbrautaskól- ans. Þjálfari stúlknaflokks Tindastóls er Valur Ingimundarson, og bætti hann þar með enn einum Islands- meistaratitlinum í safn sitt, því oft- ar en hitt enda þeir yngri flokkar sem Valur þjálfar sem íslandsmeist- arar. Jón Arnar Ingvarsson lék vel með unglingalandsliðinu og var stigahæst- ur í leiknum gegn Portúgal. Körfuknattleikur: Morgunblaðiö/Frímann Ólafsson Islandsmeistarar Grindavíkur í minnibolta íslandsmeistarar UMFG í minni bolta (eldri flokki) talið fv. Dennis Matika, þjálfari, Páll Vilbergsson, Hafliði Ottó- son, Tómas Guðmundsson, Þorsteinn Sigúrðsson, Davíð Friðriksson, Gunnar Arnbjörnsson, Axel Guðmundsson, Sigurður Sverrir Guðmundsson, Rafn Arnarson og Jón Freyr Magnússon. Skrántng Fyrir*purnlr og Uaear talslagc Hacca Verðbrófakerfið kuldabréf allstar |f>a Markaðsverð Crelðalufleðl Greiddar afborganlr Skekkjullsti GeymslusCaðlr Ny og gönul skuldabréf Kröfullscl EfCirsCöðvar NcsCa Ars afborganlr BBHB fepMHL 11 iHÉ" 11 R % HSBBI £2 V Elgandl: FyrirCo Raðnúaer: 0065 Yflrllc X Yfirlic XI Útgáfa: 2.1. april 1990 aLcayLingar l Yflrlic yfir vcncanlegar grelðalur V ____________________ j Velkomin á kynnineu á verðbréfakerfinu Vísi. VeróbrétÁkerfið Vísir hentar vel til að haía ytirlit yfir fjárskuld- hindingar fyrirtækja, t.d. skuldabréf, víxla, kaupleigusamninga og kaupsamninga. K'ynningin verður haldin í hátíðarsal Verslunarskóla íslands, Ofanleiti 1, 23. apríl 1990 kl. 14:00 í upphafi munu fulltrúar frá Landshrét’um hf. og Verðhréfamarkaði Islandsbanka ht’. kynna þjónustu fyrirtækja sinna við fjármögnun fyrirtækja. Et’ þú het’ur áhuga á aö koma á kynningu okkar, vinsamlegast hafðu samband í síma 91-687500 eða telet’ax 91-674757. VKS VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF BÍLDSHÖFÐA 14, 112 REYKJAVIK. Sími: (91) 68 75 00, Teléíax: (91) 67 47 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.