Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 105. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 11. MAI 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Sögulegu afreki fagnað NORSKU göngugarparnir tveir, sem urðu fyrstu mennirnir til að ganga til norðurpólsins án þess að notast við dráttardýr eða vélknúin farartæki, fóru í fyrradag með fiugvél til Kanada. Myndin var tekin er þriðji Norðmaðurinn, Geir Rundby, sem gat ekki lokið ferðinni vegna meiðsla, opnaði kampavínsflösku er hann fagnaði félögum sínum. Göngugai-parnir, lögfræðingurinn Erling Kagge og Börge Ouslund, kafari í hern- um, sögðust vera við ágæta heilsu þrátt fyrir tveggja mánaða göngu um ísinn. Fyrirtæki á Vesturlöndum: Vanefiidir Sovét- manna valda u gg VIÐA úr heiminum berast nú fregnir af því að sovésk fyrirtæki séu hætt að greiða fyrir vörur sem þau kaupa í vestrænum ríkjum. Danska blaðið Jyllandsposten segir að síðastliðinn mánudag hafi stjórnvöld á Nýja-Sjálandi stöðvað allan útflutning á ull til Sov- étríkjanna vegna vanefhda. Búist er við því að Ástralir geri slíkt hið sama innan skamms. í fréttum Reuters segir að al- þjóðleg kornsölufyrirtæki hafi ný- lega bundið enda á stutt sölubann vegna vanefnda Sovétríkjanna. Talsmenn fyrirtækjanna segja þó að vestrænir bankar séu æ tregari til að ábyrgjast viðskipti við Moskvustjórnina. Sovétmenn munu skulda japönskum fyrirtækj- um sem svarar 30 milljörðum ísl.kr. í gjaldföllnum greiðslum. Jyllandsposten segir að reynt sé að gera sem minnst úr vandan- um þar sem vestrænar ríkisstjórn- ir viðurkenni að aðstæður séu nú erfiðar fyrir Sovétmenn; þær vilji því fara gætilega. Mörg vestræn fyrirtæki séu hins vegar komin að fótum fram vegna greiðsluerfið- leika sovéskra viðskiptavina. Ekki er vitað með vissu hvort um mikinn gjaldeyrisskort er raunverulega að ræða eða seina- gang hjá sovéska skrifræðisvald- inu. Gullkaupmenn í Zúrich i Sviss segja þó að Moskvustjórnin hafi mjögaukið gullsölu að undanförnu til að ná í vestrænan gjaldeyri. A-þýskir áheyrnarfiilltrúar á þingmannafundi NATO Varnarmálaráðherrar bandalagsins hvetja Sovétríkin til að fækka skamm- drægum kjarnavopnum og hætta við endurnýjun vopnagerða París, Kananaskis í Kanada. Reuter. BROTIÐ verður blað í sögu At- lantshafsbandalagsins (NATO) þegar átta áheyrnarfulltrúar firá austur-þýska þinginu taka. sæti á fjögurra daga fundi þingmanna- samtaka bandalagsins sem hefst í París í dag, fostudag. Bertram Wiezcprek, austur-þýskur að- stoðarráðherra afvopnunar- og varnarmála, mun ávarpa fund- inn, að sögn talsmanna samtak- anna, sem hátt í 200 þingmenn frá öllum aðildarríkjunum 16 eru í. „Þátttaka sendinefhdar frá nýkjörnu þingi A-Þýskalands verður sannarlega sögulegur við- burður," sagði forseti þing- mannasamtakanna, Bretinn Patrick Duffy, á blaðamanna- fundi. Sovétstjórnin hefur lýst andstöðu við aðild sameinaðs Þýskalands að NATO og vill fresta ákvörðun um málið en stjórnir þýsku ríkjanna hafa vísað þeirri tillögu á bug. Að sögn Duffys mun háttsettur sovésk- ur ráðgjafi í ‘varnarmálum, Vítalfj Zhúrkín, ávarpa þingmannafund- inn. „Málið sem mun yfirgnæfa öll önnur á fundinum verður framtíð Evrópu . . . ásamt sameiningu Þýskalands, hvernig henni verði komið á og hvenær,“ sagði forset- inn. V arnarmálaráðherrar. Atlants- hafsbandalagsins luku í gær tveggja daga fundi í Kanada. Aðal- efni fundarins var endurskoðun á kjarnorkuvopnastefnu bandalags- ins í Ijósi umbyltinganna í Austur- Evrópu. í yfirlýsingu fundarins segjast ráðherranir sammála um að þörf bandalagsins fyrir skamm- dræg kjarnavopn „fari minnkandi“. Samt sé nauðsynlegt að það ráði yfir ýmiss konar vopnagerðum, jafnt hefðbundnum sem kjarna- vopnum, sem henti við mismunandi aðstæður í Evrópu. Fyrir liggur að ekkert verður af áformum um endurnýjun skamm- drægra Lance-kjarnorkueldflauga bandalagsins í Vestur-Evrópu, sem nokkur styr hafði staðið um. Kæmi til stríðs myndu Lance-flaugarnar tortíma skotmörkum í hinum ný- fijálsu ríkjum Austur-Evrópu. Ráð- herrarnir lýstu ánægju með þá ákvörðun Bandaríkjamanna að hætta við endurnýjunina en ekkert var minnst á kjarnahleðslur í fall- byssur sem einnig eru í V-Þýska- landi. Þarlend stjórnvöld og stjórnir fleiri NATO-ríkja vilja eyða hleðsl- unum. Dick Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að það kæmi til greina en engin ákvörðun hefði enn verið tekin í málinu. Ráðherrarnir hvöttu Sovétmenn til að minnka birgðir sínar af skammdrægum kjarnorkuvopnum, sem þeir eiga mun meira af en NATO-ríkin, og stöðva vinnu við þróun nýrra vopnagerða. Bandaríkin: Sendiherra kvaddur heim firá Búkarest Washington. Reuter. BANDARÍKIN hafa kallað sendiherra sinn í Rúmeníu heim til viðræðna. Er ástæðan árásir á frambjóðendur stjórnarandstöðunnar og ólýðræðisleg kosningabarátta bráðabirgðastjórnarinnar í Búkarest. „Við höfum einnig áhyggjur af kvörtunum yfir því að ýmsir stórir stjórnmálaflokkar eigi enn i erfiðleikum með að fá eðlilegan tíma í ríkisútvarpi og sjónvarpi, komið sé í veg fyrir að þeir geti sent kosningaáróður með póst- inum og dreifing blaða flokk- anna hindruð,“ sagði Margaret Tutwiler, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Washington. Hún dró í efa að fyrirhugaðar kosningar yrðu raunverulega fijálsar. Sjá ennfremur frétt á bls. 23. ísi-aelsstjóra sakar Bandaríkja- menn um samvínnu við araba Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR sökuðu í gær Bandaríkjamenn um að hafa haft samvinnu við fulltrúa arabaríkja, sem beita sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmi landnám sovéskra gyðinga á her- numdu svæðunum í ísrael. Moshe Arens, utanríkis- ráðherra Israels, sagði að mikil spenna ríkti þegar í samskiptum ísraela og Bandaríkjastjórnar. Marg- aret Tutwiler, talsmaður bandariska utanríkisráðu- neytisins, lýsti því yfir í gærkvöldi að Bandaríkja- stjórn styddi heils hugar rétt sovéskra gyðinga til að flytja til Israels en væri inótfallin búsetu þeirra á landsvæðum Palestinumanna. Moshe Arens. ísraelsstjórn hefur miklar áhyggjur af því að Bandaríkjamenn hyggist styðja ályktun, þar sem iandnámið á herteknu svæðunum er lýst ólöglegt. Hafa arabaríki hvatt Bandaríkjastjórn til þess að beita ekki neitunarvaldi er gengið verður til atkvæða um málið. Arens kvaddi sendiherra Bandaríkjanna í ísrael á sinn fund til að mótmæla tilraunum Bandaríkjastjórnar til að milda orðalag ályktunarinnar í stað þess að beita neitunarvaldi. „Við töldum að Bandaríkjamenn, sem ásamt öðrum þjóðum hins fijálsa heims beittu sér fyrir því aðgyðing- ar í Sovétríkjunum fengju að flytja til ísraels, hlytu að leggjast gegn ályktun sem ætlað er að torvelda þessa fólksflutninga,“ sagði Arens við sendiherrann. Búist er við að rúmlega 100.000 sovéskir gyðingar komi til ísraels á árinu og er þetta einn mesti innflytj- endastraumur í sögu landsins. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, lét þau orð falla í janúar að svo mikill fjöldi innflytjenda krefðist mikilla landsvæða og óttast leiðtogar arabaríkja að innflytjend- urnir verði látnir setjast að á her- numdu svæðunum. Yossi Amihud, talsmaður ísraelska utanríkisráðu- neytisins, sagði að það sem af væri árinu hefðu einungis 0,5% innflytj- enda sest að á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, en 3% hefðu á sama tíma flust til Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.