Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 11 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda SPURT OG SYARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davið Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. maí naöstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 691 187 á milli kl. 11 og 12 áröegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Fyrirspyrjandi vildi vita hvað Iiði hugmyndum borgarsljóra um sérstaka borgaralögreglu. Borgarstjóri segir að fallið hafi verið frá því að skerða fjárveitingu rikisvaldsins til lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan hefði aukið viðbúnað sinn í borginni. Ófrágengið svæði við Réttarbakka Ósk Davíðsdóttir, Réttar- bakka 9, spyr: „Ég hef búið á Réttarbakka í 16 ár, en hann liggur á milli Stekkjarbakka og raðhúsanna fyrir ofan Mjódd. Upphaflega átti þarna að vera hljóðmúr vegna umferðarinnar sem er mjög mikil. Þarna stóð til að planta trjám en þau voru ansi fá og hefúr fækkað þar sem ekkert er hirt um þau. Það hefúr staðið lengi tii að planta aftur niður tijám og laga til en svörin eru alltaf á þá leið að þetta sé ekki á fjárhagsáætlun núna. Ég spyr hvort borgar- sfjórinn hyggist láta laga þetta svæði á næstunni." Svar: Ég hef borið þessa fyrirspurn undir garðyrkjustjóra og sam- kvæmt upplýsingum hans fór trjá- gróðrinum í hljóðmöninni við Stekkjarbakka ekki mikið fram fyrstu árin eftir gróðursetningu. Má þar kenna um ófrjóum jarð- vegi og ekki allt of góðri um- gengni. Fyrir þremur árum var bætt við tijám þarna, en þau voru flest troðin niður. Nú er komið þarna allmyndarlegt tijábelti og á að vera tímabært að þétta það með því að bæta í skörðin. Garð- yrkja Reykjavíkurborgar hefur mikið umleikis, enda borgin stærsti skógræktaraðili landsins. Ég vona að garðyrkjan geti sinnt þessu tiltekna verkefni sem fyrst. Þriggja ára bið eftir hjúkrunarrými Þorbjörn Númason spyr: Móðir mín hefúr beðið í þrjú ár eftir að komast inn á hjúkr- unarheimili og ég vil spyija borgarstjórann hvort hann viti hve margir bíði þess að komast inn á slík heimili. Móðir mín býr á Grettisgötu, í leiguhús- næði í eigu borgarinnar og greiðir lága leigu en húsið er í algjörri niðurníðslu og móðir mín, sem er sjúklingur, er þarna ein alla virka daga, utan hvað hún nýtur aðstoðar fyrir hádegi. Um helgar er hún til skiptis hjá börnum sínum. Þá vil ég inna borgarstjórann eftir því hvort eitthvað standi til að bæta félagsaðstöðu aldraðra." Svar: Nú liggja fyrir hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar 155 umsóknir frá öldruðum sem metn- ir hafa verið í brýnum forgangi hvað snertir hjúkrunarrými. Á síðustu árum hefur þó verulega áunnist í hjúkrunarmálum aldr- aðra með uppbyggingu hjúk- runarheimilisins Skjóls með 102 rúmum en Reykjavíkurborg er aðili að því heimili og hefur kost- að byggingu að 'A hluta. Einnig má benda á B-álmu Borgarspítal- ans en á síðasta ári var tekin í notkun ný deild fyrir aldraða sem er þriðja deildin. Hvað snertir fé- lagsaðstöðu aldraðra í Reykjavík ber hæst endurskipulagning fé- lagslegrar öldrunarþjónustu sem kom til framkvæmda á síðasta ári með hverfaskiptri heimaþjónustu frá félags- og þjónustumiðstöðv- um. Síðustu mánuði hafa verið teknar í notkun tvær nýjar fé- lags- og þjónustumiðstöðyar við Vesturgötu og Aflagranda. Nú er unnið að byggingu við Lindargötu á vegum Reykjavíkurborgar þar sem verða á milli 90-100 íbúðir, félags- og þjónustumiðstöð og dagvistun fyrir aldraða. Jafn- framt er unnið að hönnun nýs hjúkrunarheimilis í Grafarvogs- hverfi með 48 rúmum. Borgaralögregla Hafliði Helgason, Iðufelli 10, spyr: „Ofbeldi og glæpum í borg- inni hefúr ljölgað svo að ekki er óhætt að skilja eftir opna bíla í nokkrar mínútur án þess að stolið sé úr þeim. Lögreglan hefúr ekki sést í lengri tíma á götum Reykjavíkur. Það þarf að gera eitthvað í þessum mál- um. Fór borgarstjóri ekki á fiind dómsmálaráðherra og kvaðst vera tilbúinn til að taka löggæslumál i borginni á sínar herðar? Einnig talaði hann um sérstaka * borgaralögreglu. Hvert varð framhald þessara mála?“ Svar: í framhaldi af þeim umræðum, sem urðu og fyrirspyijandi vitnar til, var fallið frá því að skerða fjármuni ríkisvaldsins til lögregl- unnar í Reykjavík og lögreglan jók viðbúnað sinn í miðborginni. Full- trúar borgarinnar áttu viðræður við dómsmálaráðherra og lög- regluyfírvöld jafnframt því sem þessi mál hafa verið rædd í sam- starfsnefnd lögreglunnar og borg- arinnar. Fullyrða má, að af þess- um viðræðum og umræðum öllum hefur orðið töluverður árangur. Á sínum tíma þegar verkum var skipt milli ríkis og borgar var lög- reglan flutt frá borginni yfir til ríkisins. Ég lét í ljós þá skoðun mína, að mér fyndist vel koma til greina að breyta þessu, þannig að lögreglan yrði algerlega undir stjórn borgaryfirvalda rétt eins og gerist víða um heim, til að mynda í Bandaríkjunum. Göngustígar í Selás Sævar Magnússon, Reykási 29, spyr: „Hvenær verður lokið við að leggja gangstíga eg gangbraut- ir í Seláshverfi. Til stóð að þessu yrði lokið fyrir tveimur árum en því er enn ólokið. Hefjast framkvæmdir á þessu ári?“ Svar: í ár er fyrirhugað að verja 75,3 milljónum króna til gerðar gang- stíga og stétta. í Selási er gert ráð fyrir að leggja samtals um 900 metra af gangstéttum og rúma 500 metra af stígum. Gangstígur verður lagður frá Við- arási næst Suðurlandsvegi að Sel- ásskóla og frá enda Þveráss að Selásbraut, einnig nokkrir styttri stígar. Helstu gangstéttarfram- kvæmdir verða við Selásbraut og Þingás. Ekki er unnt að steypa gangstétt fyrr en frágangi inn á viðkomandi lóð er að mestu lokið. Mörkuð hefur verið sú stefna að ganga frá stéttum eins fljótt og kostur er eftir að lóðarhafar hafa lokið sínum hluta og er fram- kvæmdaáætlun ár hvert af þeirri ástæðu hnikað nokkuð til hvað staðsetningar varðar. Hvenær framkvæmdum í Seláshverfi lýkur ræðst af því fjármagni sem hægt er að veita til framkvæmda hveiju sinni og einnig því hve hratt hús- byggjendur ganga frá lóðum sínum. konsert sínum leiki svo sterkt, sem Ólafur gerði en þrátt fyrir að hann ofgerði á köflum, er ljóst að hann á einnig úr nokkru að moða í leik- rænni túlkun. Allt þetta, leikrænir tilburðir, raddþjálfun, textaframburður eru atriði sem hægt er að læra og aga í ströngu námi og það þarf Olafur svo sannarlega að gera. Ólafur hefur glæsirödd og hæfileika, sem endast ættu honum til verða mjög góður söngvari. Samkvæmt blað- afréttum er Ólafur ráðinn til starfa í Þ’ýskalandi og vonandi fær hann sér til leiðsagnar færa tónlistar- menn og þá er vel. Eins og fyrr segir söng hann Puccini-lögin mjög vel og áheyrendur hylltu hinn unga söngvara með dyngjandi lo- fataki og „bravo“-hrópum, sem hann þakkaði fyrir með nokkrum aukalögum. MONO-SILAN V 0 0 / * * * Eykur vatnsþoI steinsteypu Eykur endingu málningar Hindrar aikaiískemmdir Efni rannsakað hjá rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins rannsókn nr. H85/216, typeA “ “ type B B Lækjargötu 6b, Reykjavík, sími 15960 BÍLAGALLERÍ Opið virka daga f rá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Daihatsu Charade CX '88. Hvítur, S gíra, hvítlr stuðarar. Ek. aðeíns 18.000 km. Verð 580.000. Ekkl sklpti. Mazda 323 GLX 1,6 '86. Beige, sjálfsk., útv/segulb., sumar/vetrardekk. Ek. 52.000 km. Verð 465.000. Lada 1500 '88. Belge, 5 gira, útv/segulb., vetrardekk. Ek. aðeins 11.000 km. Verð 300.000. Charade CS '87. Blár/sllfur, 4ra gira, útv/segulb. Ek. 38.000 km. Verð 420.000. Opel Corsa '84. Rauður, 4ra glra, framhjóladr., útv/seg- ulb. Ek. 86.000 km. Verð 290.000. Volvo 740 GLE '86. Sllfur, sjálfsk., vökvast., útv/seg- ulb., sumar/vetrardekk á ál- felgum. Rafdr. rúður og spegl- ar o.fl. Ek. 40.000 km. Verð 1.230.000. Volvo 745 GLI statlon '89. Belge met., sjálfsk., vðkvast., sóllúga, lœst drlf, útv/seg- ulb., upphœkk. Ek. 8000 km, sem nýr. Verð 1.990.000, sklptl. MMC Pajero, bensin '88. Sllf- urgrár, 5 gira, vökvast., útv/segulb., sumar/vetrar- dekk. Ek. 64.000 km. Verð 1.370.000, sklptl. Ford Slerra CL1800 '88. Blár, sjálfsk., útv. Bdl sem nýr. Ek. 6.000 km. Verð 850.000. FJöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.