Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 ■..... ■ ------------------------ Minning: Helgi Gunnars- son deildarstjóri Fæddur 4. apríl 1928 Dáinn 5. maí 1990 Kveðja frá samstarfsfólki í Tækniskóla íslands Sumarið virtist loksins komið. Asahláku gerði eftir snjóþungan vetur. Vorpróf voru í þann veginn að hefjast. Þá barst sú harmafregn að Helgi Gunnarsson hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu aðfara- nótt iaugardagsins 5. maí. Hann var fyrsti starfandi skólastjóri og síðan deildarstjóri véladeildar Tækniskóla íslands. Helgi var borinn og bamfæddur Hafnfirðingur, sonur hjónanna Gunnars Jónssonar verkamanns og Guðmundínu Þorleifsdóttur. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskólan- um í Hafnarfirði árið 1950 og vél- stjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík þremur árum síðar. Hann var vélstjóri á skipum Eimskipafé- lagsins í eitt ár að loknu því prófi en hélt síðan til framhaldsnáms í Danmörku. Hann lauk prófí sem véltæknifræðingur árið 1957 frá tækniskólanum í Óðinsvéum. Þegar heim kom réðst hann til starfa hjá Öryggiseftirliti ríkisins sem var undanfari Vinnueftirlitsins og þar vann hann í sjö ár. Jafnframt var hann stundakennari við Vélskólann. Þegar þeir vélskólamenn undir for- ystu Gunnars Bjarnasonar skóla- stjóra tóku að beita sér fyrir stofn- un tækniskóla á íslandi hefur ekki þótt veira að hafa Helga með í ráðum. Árið 1962 hófst aðfaranám að tæknifræðinámi í Vélskólanum. Tækniskólinn tók formlega tii starfa árið 1964 og var Helgi í hópi fastráðinna kennara. Þá vildi svo til að settur skólastjóri, Ingvar Ingvarsson, gat ekki hafíð störf við skólann strax þar eð hann fékk ekki lausn frá prófessorsembætti í Bandaríkjunum. Það féll því í hlut Helga að taka að sér að stjórna Tækniskólanum fyrsta veturinn. Hann varð svo deildarstjóri véla- deildar árið 1966 og gegndi því starfi til dauðadags. Þegar Tækniskóli íslands var stofnaður fyrir rúmum aldarfjórð- ungi var honum ætlað að opna iðn- menntuðu fólki leiðir til framhalds- náms. Brautryðjendur voru metnað- arfullir og ætluðu skólanum mikinn hlut í íslensku skólakerfi. Ráðherra skipaði nefndir til að skipuleggja starfíð en það hefði verið til lítils ef röskir menn og djarfhuga hefðu ekki staðið vel að verki þegar skóla- starfið hófst. Sá er eldurinn heitast- ur, er á sjálfum brennur, og fyrir því hefur Helgi Gunnarsson áreið- anlega fundið á fyrsta starfsári skólans þegar hann annaðist verk- stjórn. Óg menn létu eki deigan síga. Síðla sumars árið 1965 fór Helgi ásamt Sveinbirni Björnssyni eðlisfræðingi og nú prófessor að ■kynna sér skipulag og starfshætti í dönskum, norskum og þýskum tækniskólum. Helgi átti þannig ekki aðeins dijúgan þátt í að móta Tækniskóla Islands fyrstu árin heldur stuðlaði hann verulega að eflingu hans. Við stofnun skólans og framan af gátu nemendur aðeins tekið fyrsta hluta tæknifræðináms hér heima en urðu síðan að ljúka námi erlendis. Flestir hafa lokið því í Danmörku. Svo er enn í vél- og raftæknifræði. Gott samstarf tókst milli Tækniskóla íslands og danskra tækniskóla þegar í upphafí og for- takslaust er það Helga Gunnarssyni öðrum mönnum fremur að þakka. Sem deildarstjóri hafði hann sér- staklega náið samband við véladeild tækniskólans í Óðinsvéum. Það gefur augaieið af framan- sögðu að Helgi Gunnarsson hafði brennandi áhuga á öllu því sem laut að verkmenntun. Hann var einkar nákvæmur og natinn við lausn hvers þess verkefnis sem hann tók sér fyrir, hendur. Vettl- t Bróðir minn, SKÚLI EYJÓLFUR SKÚLASON, Gillastöðum, Laxárdalshreppi, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 12. maí kl. 15.00. Þuríður Skúladóttir. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL HÖRÐUR PÁLSSON, Snæfelli, Stokkseyrí, verður jarðsunginn frá Stokkeyrarkirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Margrét Sturlaugsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t ÞÓRA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR frá Gauksstöðum á Jökuldal, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 1 I. maí, kl. 10.30. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti öldrunarlækningadeild Landspítalans njóta þess. Anna Birna Þorkelsdóttir, Geir Sigurðsson, Ingólfur Arnar Þorkelsson, Rannveig Jónsdóttir, Soffía Þorkelsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Þórður Þorkelsson og barnabörn. ingatök voru eitur í hans beinum þótt hann yrði tæplega sakaður um smámunasemi. Hann hlýtur að hafa verið gott dæmi um mann þar sem fræðileg kunnátta og verkmenntun sameinast í einni persónu. Að þessu hefur hann áreiðanlega einnig keppt sem kennari því að árið 1967 lauk hann námi til kennsluréttinda með því að taka uppeldis- og kennslufræði í Háskóla íslands. Mikið og gott orð fór af honum sem kennara. Um langt skeið átti hann sæti í stjórn og varastjórn Félags tækniskólakennara. Ber þó einkum að nefna setu hans í samstarfsnefnd félagsins og fjármálaráðuneytis um framkvæmd kjarasamninga. Helga var ýmislegt til lista lagt. Þar skipaði tónlistin heiðurssess. Ungur lærði hann trompetleik og á skólaárum lék hann í danshljóm- sveitum á það hljóðfæri. Ekki kann ég þá sögu en stundum minntist hann dansleikjanna í Mjólkurstöð- inni og Tjarnarcafé, jafnvel með nokkrum söknuði, fannst manni. Hlé varð á hljóðfæraleik hjá Helga í nokkur ár. En fyrir svo sem ára- tug tók hann til við rafmagnsorgel- ið og náði listagóðum tökum á því sjálfum sé og öðrum til óblandinnar ánægju. Eitt er það í fari Helga sem kunn- ugir munu vafalaust minnast lengi. Það var áhugi hans á móðurmálinu og meðferð þess, einkum ritmáli og réttritun. Þar var hann býsna fast- heldinn á fomar dyggðir eins og fleiri af hans kynslóð og manna bestur að leiðrétta texta þegar til hans var leitað. Loks verður Helga Gunnarssonar tæplega svo minnst að ekki sé getið um kímnigáfu hans og frásagnargleði. Á kennarastofu féllu stundum orð sem var eins gott að taka ekki alltof alvarlega. Skemmtilegast verður þó að minn- ast keppnisandans í badminton. Ekki gat hann talist tapsár en svo mikið er víst að honum þótti ekki verra að bera sigur úr býtum. Hann lék sinn síðasta leik á mánudaginn annan en var — og fór með sigur af hólmi. Eftirlifandi eiginkona Helga er Ingveldur Einarsdóttir. Þeim varð fjögurra bama auðið. Elstur er Björgvin (f. 1952) tæknifræðingur í Álverinu. Ásdís (f. 1960) er kenn- ari í Borgamesi, gift Jóni Georg Ragnarssyni rafvirkja og eiga þau tvo syni. Ármann (f. 1964) stundar tónlistarnám í Englandi ásamt sam- býliskonu sinni Hallfríði Ólafsdótt- 'ur. Bergur (f. 1965) verkfræðingur hefur kennt í Flensborgarskóla und- anfarna tvo vetur en er að hefja störf hjá Bifreiðaskoðun íslands, sambýliskona hans er Sigrún Guð- mundsdóttir matvælafræðingur. Þegar strengir slitna er um þá skipt og maður kemur í manns stað. En það skarð sem skapast hefur i Tækniskóla Íslands við sviplegt frá- fall Helga Gunnarssonar verður vandfyllt. Hann á heiðurinn af því að hafa leitt þennan skóla fyrstu sporin. Hans verður minnst með virðingu og þökk fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu þessa skóla. Nafnið Helgi Gunnarsson verður órjúfanlega tengt Tækni- skólanum meðan sú stofnun stend- ur. Ég votta Ingu, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum innilega samúð samstarfs- manna hans í Tækniskóla íslands. Ólafúr Jens Pétursson Kveðjuorð: Randí Arngríms Kveðja frá systkinum Fréttin af skyndilegu andláti Randíar kom sem reiðarslag. Randí fæddist í Danmörku, dótt- ir Solveigar Roald og Marteins Guðmundsdóttur myndskera. Hún fiuttist komung til Islands með kjörmóður sinni Guðrúnu Arn- grímsdóttur fatahönnuði. Við systk- inin kynntumst ekki Randí fyrr en hún var komin á þrítugsaldurinn og þarna eignuðumst við óvænt en kærkomna systur og var þessi fal- lega iífsglaða stúlka tekin opnum örmum inn í systkinahópinn. Faðir okkar var þá látinn. Hún var þá komin með stóran bamahóp, og var Gunnar Ólafsson eiginmaður henn- ar mikið til sjós á þeim tíma. Árin liðu — sambandið var náið. Fjöl- skyldutengsl vom stór þáttur í lífí Randíar. Hún stóð sem klettur með sínum. Randí var tilfinningarík kona, glaðlynd, einlæg en stórhuga og hrein og bein að skapferli. Líf henn- ar var ekki áfallalaust, en upprétt t Eiginmaður minn og faðir okkar, HELGI EIRÍKSSON, Fossi á Siðu, andaðist á heimili sínu 9. maí. Guðrún Björnsdóttir, Guðleif Helgadóttir, Björn Helgason. t Elsku amma mín, ÞÓRLAUG HANSDÓTTIR, Hverfisgötu 43, sem andaðist 3. maf í Hátúni 10b, verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi í dag, föstudaginn 11. maí, kl. 16.30. Helgi B. Kárason. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og veittu okkur styrk og huggun á margvísleg- an hátt í sárri sorg vegna andláts og jarðarfarar ÞORSTEINS GUÐNASONAR frá Brekkum, Skaftahlfð 26, Reykjavik. Sérstakar þakkir eru færðar Olíufélaginu hf. fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Kristmundsdóttir, Gyða Traustadóttir, Gunnar Gislason, Kristmundur Þorsteinsson, Sigurlaug Ragnarsdóttir, Júiíus Þorsteinsson, Helga Guðmundsdóttir, Elí Þorsteinsson, Erna Kristmundsdóttir, Guðni Guðjónsson og systkini hins látna. stóð Randí, dugnaður hennar ein- stakur og starfsþrekið ótrúlegt. Við systkinin fjögur erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari systur. Æviárin hefðu mátt vera fleiri, en við það ráðum við eigi. Á þess- ari stund eiga þau orð vel við að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Við systkinin kveðjum elsku Randí með sárum söknuði og megi minningin um hana lifa um langan aldur. Við vottum Gunnari, börnum og öðrum ástvinum samúðar á saknað- arstund. Steinunn, Ásta, Bjarni og Þóra. Ferming í Kálfholts- kirkju Sunnudaginn 13. maí er ferm- ingarguðsþjónusta í Kálfholts- kirkju kl. 14. Prestur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Fermd verða: Jón Árnason, Króki. Kamma Jónsdóttir, Ásmundarstöðum. Ósk Sigþórsdóttir, Ási. Steinn Þórhallsson, Sumarliðabæ. Þorsteinn Magni Björnsson, Syðir-Hömrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.