Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. MAI 1990 23 Rúmenía: Stj órnarandstaðan vill fresta forsetakosningum Búkarest. Reuter. FRAMBJÓÐENDUR tveggja stjórnarandstöðuflokka í forsetakosn- ingunum í Rúmeníu lýstu í gær yfir því að þeir væru tilbúnir til að draga sig í hlé gerði Ion Iliescu, sitjandi forseti bráðabirgðasljórnar Endurreisnarráðsins, slíkt hið sama. Petre Roman forsætisráðherra vísaði þessari hugmynd á bug og sagði hana ólýðræðislega. Þing- og forsetakosningar fara fram í Rúmeniu þann 20. þessa mánaðar og fer fylgi bráðabirgðastjórnarinnar minnkandi ef marka má nýj- ustu skoðanakannanir. Auk Iliescus eru þeir Radu Campenau og Ion Ratiu í framboði í forsetakosningunum og njóta þeir stuðnings tveggja helstu stjórnar- andstöðuflokkanna, Bændaflokks- ins og Fijálslynda flokksins. I sam- eiginlegri yfirlýsingu þeirra sagði að fresta bæri kosningunum þannig að hið nýja þing Rúmeníu kysi for- setá landsins. Petre Roman, forsætisráðherra Rúmeníu, sagði í gær að frambjóð- endurnir tveir hefu gert sér ljóst að þeir ættu enga möguleika í for- setakosningunum og sakaði stjórn- arandstöðuna um ólýðræðisleg vinnubrögð. í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest, hafa stjórnarandstæðingar haft í frammi linnulítil mótmæli gegn Ili- escu og bráðabirgðastjórninni og krafíst afsagnar forsetans sökum Sovétríkin: Nýju stjórnmálöflin sögð of óskipulögð Amsterdam. Reuter. HINN kunni sovéski sagnfræðing- ur og umbótasinni Júrí Afanasjev heldur því fram að umbótasinnað- ar sljórnmálahreyfingar í landinu séu of óskipulagðar til þess að hafa áhrif og þær skorti ferskar hugmyndir til þess að vinna al- menningshylli. Hann segir enn- fremur að sovésk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að kljúfa nýjar stjórnmálahreyf- ingar í landinu. Afanasjev sem lengi hefur verið einn helsti leiðtogi róttækra umbóta- sinna innan kommúnistaflokksins sagði sig úr flokknum fyrir skemmstu til þess að mótmæla því hversu hægt lýðræðisbreytingarnar gengju undir stjórn Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga. I fyrradag flutti hann erindi á áttunda árlega Sakharov-þinginu í Amsterdam. Þar sagði hann að það sem einkenndi ný stjórnmálaöfl „vinstra megin við Gorbatsjov" [hægra megin í vest- rænum skilningi] væri skipulags- leysið. „Stjórnarandstaðan kafnar undir nafni myndi hún ekki bandalag lýðræðisafla.“ Hann sagði að nýju öflin byggðu á mjög veikum grunni. Aðrir ræðumenn á þinginu spáðu því að Sovétrikin væru á leið til stjórnleysis og Gorbatsjov væri að missa tökin á landstjóminni. „Kerfið og meirihluti fólks geta ekki tekið á sig svo miklar breytingar á svo skömmum tíma. Þess vegna má búást við miklum óróa sem felur Hverfisteinar Sambyggöur hverfisteinn meö hjóli til blautslípunar og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar. Hljóðlátur íönaöarmót- or 200W, 220v, 50 HZ, einfasa, snýst 70 snún- inga á mín. Laust vatnsílát. Sérstök stýring ffyrir sporjárn o.þ.h. Verðkr. 16.700. tengsla hans við kommúnistaflokk- inn og Nicolae Ceausescu, fyrrum leiðtoga landsins, sem steypt var af stóli í desember. Iliescu hefur sagt að hann sæti persónulegum ofsóknum og Roman forsætisráð- herra minnti á að forsetinn hefði einn rúmenskra embættismanna árætt að mótmæla stefnu Ceausesc- us en Iliescu féll í ónáð árið 1974 er hann var háttsettur embættis- maður innan kommúnistaflokksins. Ef marka má skoðanakannir mun Iliescu vinna öruggan sigur í for- setakosningunum. Samkvæmt könnun sem birt var í gær styðja rúm 69 prósent kjósenda hann en næstur honum kemur Campeanu, frambjóðandi Fijálslynda flokksins. Kváðust tæp 13 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að greiða honum atkvæði sitt. Fylgið við bráðabirgðastjórnina hefur á hinn bóginn minnkað um tíu pró- sent frá því í fyrri könnunum og nýtur hún nú hylli 58,6 af hundraði kjósenda. Reuter De Klerk í Frakklandi F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, hóf í fyrradag ferð til níu Evró- puríkja og er Frakkland fyrsta landið sem hann heimsækir. Á myndinni ræðir hann við Francois Mitterrand Frakklandsforseta við forsetahöllina í París. De Klerk hyggst kynna umbótastefnu sína og hvetja ríki Evrópu til að falla frá efnahagslegum refsiaðgerðum sínum gegn Suður-Afriku. Spænska stjómin hefur ákveðið að aflétta að hluta viðskiptabanni á Suður-Afríku og hefur spænska flugfélagið Iberia hafið vöruflutninga til landsins að nýju eftir þriggja ára hlé. e.t.v. í sér valdarán, byltingartil- raunir, byltingu, klofning og jafnvel borgarastyijöld," sagði Peter Reddaway, prófessor við George Washington háskólann í Washington í Bandaríkjunum. „Gorbatsjov hefur Færeyjar: Enn stjórn- málakreppa Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. AFTUR er skollin á stjórnmála- kreppa í Færeyjum. Og enn er það formaður Sambaudsflokksins, Pauli Ellefsen, sem stendur í stríðu. Hann hótar nú að slíta stjórnarsamstarfinu. Pauli Ellefsen hefur ekki einasta lýst yfir að hann sé ósammála sam- starfsflokkunum, Þjóðarflokknum og Lýðveldisflokknum, heldur sé hann einnig gjörsamlega á öndverð- um meiði við fulltrúa Sambands- flokksins í landstórninni, Jogvan I. Olsen, sem fer með fiskveiðimál, um það hvernig skipta skuli hráefni á milli fiskvinnslustöðvanna í landinu. Jogvan I. Olsen vill að hráefninu verði úthlutað í kílóatali, en Pauli Ellefsen vill fara aðrar leiðir. Jogvan Sundstein hefur nú kallað stjórnina saman til neyðarfundar. Laugavegi 29 Símar 24320 — 24321 — 24322. RAFÐA LJONIÐ er ekki aðeins ein vinsœlasta kráin á höfuðborgarsvœöinu —á Ljóninu fœrÖ þú frábœran mat á frábœru veröi. Sýnishorn af nýjum matseöli: 9 8 'CÖ u 9 ■M ■M 'jrt 9 a «o S FORRÉTTIR Súpa dagsins 320 Reyktur lax með melónu á salatbeði 520 Grafinn lambavöðvi meðjurtasósu Grillaðir humarhalar 590 með hvítlauksbrauði 850 SMÁRÉTTIR Pasta Carbonara Þið munið - þessi gamli góði pastaréttur með beikoni og eggjum 610 Bujf Gréta Saxað nautakjöt og saxaður laukur steikt ásamt cggi og sinnepi 720 Djúpsteiktar rækjur 650 Brauðsneið með steik 790 100 gr. nautasteik á ristuðu brauði með steiktum lauk. Einfalt en gott ADALRÉTTIR Fiskistroganojf í rjómasósu Við efumst um að þú hafír prófað þennan áður Snöggsteikt laxasnitsel 720 með sítrónusmjöri 820 Sjávarréttir „ala maison"- 890 T-Bone steik Steikt að eigin vali með ijómasósu 1.580 Nautapiparsteik Quadro Með 4 tegundum af pipar 1.790 Lambavöðvi „oriental“ 1.11,0 Snöggsteikt aliönd með appelsínusósu Þessi kemur skemmtilega á óvart 1.690 Með öllum aðlaréttum getið þér valið um bakaða kartöflu, franskar kartöflur, soðnar kartöflur, hrísgijón eða pasta. EFTIRRÉTTIR ís Rauða Ijónsins 1,00 ís Helenu fögru með peru og súkkulaðisósu 350 Ávaxtadiskur 1,80 Blandaðir ostar d bakka Minnst fyrir tvo 850 Hinir Ljónsfrægu Papar frá Vestmannaeyjum eru komnir úr heimsreisunni og skemmta gestum Rauða Ijónsins í kvöld og laugardagskvöld. Snyrtilegur klæðnaður. Borðapantanir í símum 611414 og 611070. Aldurstakmark 20 ára. Rauða Ijónið, meiríliáuar staóur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.