Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAI 1990 Bretland: Heseltine g’agnrýnir nefskattinn Lundúnum. Reuter. MICHAEL Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands, hefur gagnrýnt harðlega óvin- sælan nefskatt, sem stjórn Marg- aretar Thatcher lagði á nýlega. Margir telja Heseltine líklegan arftaka Thatcher. í grein eftir Heseltine, sem birt var í Lundúnablaðinu The Times í gær, segir að Bretar telji nefskatt- inn „of háan, ósanngjaman, eða hvort tveggja". Hann varaði við því að skatturinn gæti reynst Thatcher dýrkeyptur í næstu kosningum. Heseltine hefur verið áberandi í umræðunni um skattinn, haldið fjöl- margar ræður og verið óspar á yfir- lýsingar í fjölmiðlum. „Við megum engan tíma missa. Við fáum ekki annað tækifæri,“ segir hann í grein- inni og hvetur til þess að fullt tillit verði tekið til tekna í skattheimt- unm. Óöld í Suður-Kóreu Reuter Þúsundir róttækra námsmanna í Suður-Kóreu áttu í gær í átökum við óeirðalögreglu í höfuðborg lands- ins, Seoul, þótt stjórn landsins hefði hótað að kveða niður öll mótmæli með hörku. Námsmennirnir hróp- uðu vígorð gegn Roh tae-woo forseta og flokki hans, Lýðræðislega demókrataflokknum. Þeir köstuðu steinum og eldsprengjum að lögreglunni, sem skaut táragasi til að dreifa mannfjöldanum. 51 verkamaður hættu mótmælum í hafnarborginni Uls- an í suð-austurhluta landsins í gær. Þeir höfðu hald- ið til uppi á stórum krana skipasmiðju í þrettán daga. Á myndinni ganga tveir þeirra úr smiðjunni. Kína: Fangar látnír lausir til að draga úr spennu fyrir 4. júní Peking. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær að meira en 200 fangar, sem tengdust mótmælum lýðræð- issinna í fyrra, hefðu verið látnir lausir. Vestrænir sijómarerind- rekar sögðu að ákvörðunin bæri vott um að valdhafarnir vildu draga úr spennu í landinu fyrir 4. júní, en þá verður ár liðið frá fjöldamorðum kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar. „Þetta er tilraun til að draga úr spennu í landinu fyrir 4. júní,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Það er of snemmt að álykta sem svo að OPINN FUNDUR !%. J m Breyttar aöstœöur... Ný utanríkisstefna? (tilefni þess, aö fimmtíu ár eru liðin frá því að íslendingar tóku stjórn utanríkismála í eigin hendur og þeirra vatnaskila i alþjóðamálum, sem nú eru, gangast utanríkismála- nefndir Sjálfstæðisflokksins, Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar fyrir opnum fundi þar sem fjallað veröur um nýjar áherslur i utanríkisstefnu íslands. Ráðstefhan verður haldin í Hótel Sögu, laugardaginn 12. maí og hefst klukkan 10.00 árdegis. Setning: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Stofnun utanríkisþjónustunnar og mótun fslenskrar utanríkisstefnu: PéturThorsteinsson, fyrrverandi sendiherra. ísland og EB. Er aöild íslands komin á dagskrá?: Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður og Olafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Ný viöhorf í varnar- og öryggismálum — Framtíö NATO Arnór Sigurjónsson, sendiraðunautur. Umhverfismál: Dr. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins. Alþjóöleg viöskiptasamvinna: Belinda Theriault, framkvæmdastjóri SUS. Umræöur: Ráðstefnustjóri verður Hreinn Loftsson, formaður Utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn er opinn öHum áhugamönnum um utanríkismál. Þátttökugjald er kr. 1.000 en kr. 500 fyrir námsmenn. Innifalinn er léttur hádegisverður, en ráðstelnunni lýkur eigi síðar en kl. 14.00. stefnubreyting hafi orðið hjá stjórn- inni í Peking," sagði annar stjórnar- erindreki. Heimildarmenn sögðu að með ákvörðuninni vildi stjórnin í Peking vinna sig í álit erlendis og slá vopn- in úr höndum þeirra sem hafa beitt sér fyrir því að Kínveijar njóti ekki lengur bestu kjara viðskipta í Banda- ríkjunum. George Bush Bandaríkja- forseti verður að ákveða í síðasta lagi 3. júní hvort Kínveijar njóti kjar- anna áfram. Stjórnarerindrekar segja að bresk stjórnvöld hvetji Bush til að þrengja ekki að Peking-stjórn- inni varðandi viðskiptakjörin; slíkar aðgerðir gætu riðið efnahag Hong Kong að fullu þar sem 70% allra viðskipta Kína við Bandaríkin fara um bresku nýlenduna. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því að 211 „lögbijótum", sem tengd- ust mótmælunum í fyrra, hefði verið sleppt. Þeirra á meðal eru Dai Qing, atkvæðamikill blaðamaður sem beitti sér fyrir prentfrelsi, og Zhou Dou, einn af fjórum andófsmönnum sem voru í mótmælasvelti á Torgi hins himneska friðar þegar hermenn réðust inn á það og myrtu hundruð, eða jafnvel þúsundir, manna. Talið er að andófsmennirnir hafi verið undir ströngu eftirliti í Qinch- eng-fangelsi, gríðarstórum fanga- búðum norður af Peking, þar sem ekkja Maós hefur einnig verið í haldi. í frétt Nýju Kína sagði að 431 fangi væri enn í haldi og nokkrir hefðu verið leiddir fyrir rétt. Ekkert var minnst á ýmsa námsmannaleið- toga, svo sem Wang Dan, eða and- ófsmanninn Ren Wandeng, sem handteknir voru eftir fjöldamótmæl- in í fyrra. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei skýrt frá því hversu margir voru teknir höndum í landinu öllu vegna mótmælanna en vestrænir stjórnarerindrekar telja að þeir hafi skipt þúsundum. ■ KAUPMANNAHÖFN - Sjávarútvegsráðherra Danmerkur, Kent Kirk, hyggst.biðja Fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) um að leysa vandann sem kominn er upp vegna laxveiða dan- skra skipa undir fána Panama á N-Atlantshafi. Fyrir skömmu ákvað dómstóll í Hjorring að vísa kæru vegna veiðanna til EB-dómstólsins. Mögulegt er að tvö ár líði þar til dómstóllinn tekur málið fyrir. Arne Jensen, þingmaður fyrir jafnaðar- menn, hefur gagnrýnt stjórnina harkalega fyrir að aðhafast ekkert í laxveiðimálinu. Jensen telur að alþjóðlegt álit á dönskum fiski- mönnum og útflutningur á fram- leiðslu þeirra geti beðið hnekki vegna málsins. Kirk, sem er íhalds- maður, segir að því megi ekki gleyma að málið komi ekki Dönum einum við — sjómenn frá fleiri lönd- um hafi einnig stundað laxveiðar undir Panama-fána. ■ KAUPMANNAHÖFN - Alls voru framleidd um 90 þúsund tonn af lýsi í Danmörku síðastliðið ár og var tveim þriðju hlutum þess brennt í húshitunarorkuverum. Blaðið Politiken segir að þetta merki að helmingurinn af öllum fiski, sem Danir veiði, sé notaður sem eldsneyti. Orkuverin blanda lýsinu saman við jarðolíuna; lýsið er ódýrara vegna þess að yfirvöld leggja ekki orkuskatt á það. Stjórn- endur fiskimjölsverksmiðja eru áfj- áðir í viðskipti af þessu tagi því að orkuverin greiða hærra verð en smjörlíkisverksmiðjur sem einnig leiðsluna. ■ STOKKHÓLMUR- Kjell Olof Feldt, fyrrum fjármálaráð- herra í ríkisstjórn sænskra jafnað- armanna, hefur verið ráðinn sér- legur ráðgjafi Pehrs Gyllen- hammars, for- stjóra Yolvo-fyrir- tækisins. Sú ákvörðun Feldts að gerast málaliði stórauðvaldsins hefur vakið furðu í röðum jafnaðar- manna en leiðtogar flokksins hafa þó forðast að tjá sig um mál þetta á opinberum vettvangi. Feldt mun einnig taka sæti í alþjóðlegri ráð- gjafarnefnd fyrirtækisins og starfa við hlið margra merkra manna, þ. á m. Henrys Kissingers, eins þekktasta hugmyndafræðings Bandaríkjanna á vettvangi utanrík- ismála. Ekki liggur fyrir hver laun fjármálaráðherrans fyrrverandi verða en víst þykir að hann leggi SAAB-bifreiðinni lífseigu sem þjón- að hefur honum dyggilega f heil 15 ár. ■ PRAG- Þing Tékkóslóvakíu hefur samþykkt nýtt, opinbert heiti á ríkinu; Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldið. 23. mars sl. var heitinu breytt úr Tékkóslóvakíska sósíalistalýðveldið í Tékkóslóvak- íska sambandslýðveldið. Við breyt- inguna í mars var samþykkt ákvæði um að Slóvakar, næstfjöl- mennasta þjóð landsins, mættu slíta í sundur orðið Tékkóslóvakíska með bandstriki til að leggja áherslu á jafnrétti þjóðanna. Slóvakar eru um þriðjungur 15,5 milljóna íbúa lands- ins og létu sér ekki nægja þetta ákvæði. Þúsundir manna fóru í kröfugöngu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, til að leggja áherslu á kröfur sínar og varð niðurstaða nýlegs fundar nokkurra leiðtoga Tékka og Slóvaka, þar sem Tékkinn Vaclav Havel, forseti sambands- ríkisins, var í forsæti, að breyta nafni ríkisins enn eina ferðina. GOÐIR DAGAR OG HAMINGJA Hjónamiðlun og kynning fyrir allt landið. Fyrir konur, börn eru engin fyrirstaða. Fyrir karlmenn, geðprýði og gott skap áskilið. Segðu frá áhugamálum. Svar sendist í pósthólf 9115-129 Reykjavík. Eingöngu svarað ísíma 91 -670785 milli kl. 10og 22 Gleðilegt sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.