Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990
27
Fjölbreytt aftnælishá-
tíðardagskrá í Kópavogi
AFMÆLISHÁTÍÐ verður í Fé-
lagsheimili Kópavogs, Fannborg
2, kl. 16 á íbstudaginn. Þar verða
útnefiidir bæjarlistamenn Kópa-
vogs, jafiifi-amt því sem fráfarandi
bæjarlistamenn, Sigurður Braga-
son óperusöngvari og Hjörtur
Pálsson skáld, kveðja. Útgáfú-
nefnd Lionsklúbbs Kópavogs
kynnir útgáfú á „Sögu Kópavogs"
í þremur bindum, Samkór Kópa-
vogs syngur, nýstaðfest aðal-
skipulag bæjarins verður kynnt
og opnuð sýning á því í Félags-
heimili og bókasafni.
Þennan sama dag halda nemend-
ur Tónlistarskóla Kópavogs tónleika
í skólanum í Hamraborg 11, þar sem
eingöngu verður flutt íslensk tónlist
og daginn eftir, iaugardaginn 12.
maí, heldur Skólakór Kársness 15
ára afmælistónleika sína í Lang-
holtskirkju í Reykjavík. Á þeim tón-
leikum koma fram um tvö hundruð
böm og unglingar á aldrinum 7-17
ára.
Að morgni föstudagsins 11. maí
undirrita bæjarfulltrúar og forustu-
menn íþróttafélags Kópavogs
rammasamning um iþrótta- og æf-
ingasvæði ÍK í. Fossvogsdal.
Allan laugardaginn, frá kl. 10-16,
stendur bæjarbúum og öðmm gest-
um til boða að skoða ýmis mann-
virki og stofnanir í bænum. Skipu-
lagssýning verður í bókasafninu,
nýja sundlaugin á Rútstúni við Urð-
arbraut verður opin (og ókeypis í
gömlu laugina þar sem félagar úr
sunddeild Breiðabliks bjóða gestum
upp á kaffi og meðlæti). Náttúru-
fræðistofa Kópavogs á Digranesvegi
12 verður opin og athafnasvæðið við
Kársneshöfn sömuleiðis. Þar verður
boðið upp á stuttar bátsferðir.
Klukkan 14 á laugardeginum verður
opnuð sýning í Snælandsskóla á
verkum nemenda. Sýningin verður
opin til kl. 17 þann dag og á
skólatíma alla næstu viku.
Á sunnudaginn, 13. maí, kl. 14
verður sameiginleg hátíðarguðsþjón-
usta Kársness- og Digranesssókna
í Kópavogskirkju. Séra Árni Pálsson
þjónar fyrir altari, séra Þorbergur
Kristjánsson prédikar.
15. maí verður opnuð sýning í
bókasafninu á myndlist og verkefn-
um barna á leikskólanum Græna-
túni.
Helgina 19.-20. maí verða íbúðir
í nýjum verkamannabústöðum við
Hlíðarhjalla 63-67 almenningi til
sýnis frá kl. 13-20 báða dagana.
Loks er að geta um kynningu á
starfsemi leikskóla og skóladag-
heimila í Kópavogi frá 12. maí og
út mánuðinn. Þar er um að ræða
„opin hús“ og skemmtanir og uppá-
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
GÁMASÖLUR í Bretlandi 10. maí.
Þorskur Hæstaverð Lægstaverð (kr.) (kr.) 135,78 100,64
Ýsa 134,18 103,83
Ufsi 55,91 44,73
Karfi 63,90 44,73
VESTUR-ÞÝSKALAND 10. maí.
Þorskur 94,64 79,36
Ýsa 109,21 104,11
Ufsi ! 81,54 59,70
Karfi 112,12 65,52
komur sem börnin standa sjálf fyrir
undir leiðsögn fóstra og starfsfólks
stofnananna.
■ DJASSTÓNLEIKAR verða í
Gallerí Borg sunnudaginn 13. maí
og hefjast þeir kl. 16. A tónleikun-
um leikur Tríó Guðmundar Ing-
ólfssonar. Guðmundur leikur á
píanó og með honum Guðmundur
Steingrímsson á trommur og
Þórður Högnason á bassa. Tón-
leikarnir eru liður í Norrænum
útvarpsdögum.
■ EVRÓPUFERÐIR verða með
ferðakynningu í Fjarðarkaupum í
Hafnarfirði, í dag, föstudaginn 11.
maí kl. 13—21.30. Lögð verður sér-
stök áhersla á að kynna aðaláfanga-
staði ferðaskrifstofunnar í Portú-
gal, Madeira og Azoreyjum.
■ VORTÓNLEIKAR Samkórs
Trésmíðafélngs Reykjavíkur
verða haldnir í Fella- og Hóla-
kirkju, laugardaginn 12. maí kl. 16.
Fjölbreytt dagskrá, kórsöngur, ein-
söngur, tvísöngur. Einnig skiptir
kórinn sér í kvennakór og karlakór.
Stjómandi verður Kjartan Ólafsson.
Tryggvi Ólafsson listmálari.
■ ÞRIÐJA sýningarhelgi á sýn-
ingu Tryggva Ólafssonar fer nú
í hönd en sýningunni lýkur 15. maí.
■ SAMKÓR Kópavogs heldur
tónleika í Árnesi laugardaginn 12.
maí, kl. 15. Efnisskrá kórsins er
fjölbreytt að vanda. Tveir einsöngv-
arar verða með kórnum, Auður
Gunnarsdóttir, sópran og Ágúst
Guðmundsson tenór. Stjórnandi
kórsins er Stefán Guðmundsson.
Píanóleikari á tónleikunum verður
Katrín Sigurðardóttir.
■ TAFLFÉLAG Kópavogs boð-
ar til hraðskákmóts sunnudaginn
13: maí kl. 14 í Hjallaskóla við
Álfhólsveg. Verðlaun verða í boði.
■ SKÓLAKÓR Kársness heldur
uppá fimmtán ára starfsafmæli sitt
með tónleikum í Langholtskirkju,
á morgun, laugardaginn 12. maí.
Auk Skólakórsins syngja Barnakór
Kársnesskóla og Litli kór Kárs-
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
I 10. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 79,00 73,00 76,07 2,239 170.340
Þorskur(óst) 66,00 40,00 64,22 1,449 93.060
Þorskur(smár) 26,00 26,00 26,00 0,283 7.358
Ýsa 94,00 75,00 80,07 7,226 578.590
Karfi 20,00 20,00 20,00 0,724 14.480
Ufsi 30,00 20,00 25,88 0,959 24.820
Steinbítur 30,00 12,00 27,19 2,521 68.538
Steinbitur(ósl.) 15,00 15,00 15,00 0,292 4.380
Langa 30,00 25,00 28,42 0,486 13.810
Lúða 280,00 205,00 248,37 0,526 130.642
Grálúða 66,00 64,00 65,10 37,122 2.416.642
Koli 38,00 20,00 22,75 0,895 20.364
Keila 12,00 12,00 12,00 0,279 3.348
Keila(óst) 10,00 10,00 10,00 0,171 1.710
Samtals 64,16 55,434 3.556.643
í dag verður meðal annars selt óákveðið magn af karfa og grálúðu úr Víði HF.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 100,00 66,00 75,57 .33,461 2.528.626
Þorskur(óst) 65,00 63,00 63,42 0,777 49.275
Ýsa 117,00 50,00 81,83 16,480 1.348.518
Ýsa(ósL) 56,00 56,00 56,00 0,177 9.912
Karfi 27,00 26,00 26,01 1,667 43.359
Ufsi 29,00 26,00 27,65 0,669 18.498
Steinbítur 18,00 9,00 11,99 16,308 195.607
Langa 35,00 35,00 35,00 0,560 19.600
Lúða 335,00 100,00 181,90 0,532 96.770
Skarkoli 41,00 35,00 35,57 0,598 21.272
Keila 12,00 12,00 12,00 1,360 16.320
Skata 60,00 60,00 60,00 0,008 480
Undirmál 31,00 26,00 30,46 1,915 58.325
Hrogn 80,00 75,00 78,24 0,196 15.335
Samtals 59,19 74,708 4.421.898
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 89,00 30,00 69,76 69,250 4.830.719
Ýsa 100,00 20,00 82,70 20,968 1.734.049
Karfi 34,00 28,00 30,59 7,120 217.766
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,433 6.495
Steinbítur 29,00 20,00 27,38 1,999 54.730
Hlýri+steinb. 21,00 5,00 17,14 2,262 38.766
Langa 34,00 34,00 34,00 0,050 1.700
Lúða 235,00 235,00 235,00 0,008 1.880
Grálúða 38,00 38,00 38,00 0,244 9.272
Skarkoli 39,00 37,00 37,65 0,309 11.633
Keila 30,00 30,00 30,00 0,066 1.980
Skata 65,00 65,00 65,00 0,021 1.365
Lýsa 10,00 10,00 10,00 0,062 620
Undirmál 30,00 30,00 30,00 0,010 300
Samtals 67,23 102,802 6.911.275
I Selt var úr Sighvati GK og dagróðrabátum.
Ráðsteftia á alþjóða-
degi hjúknmarfræðinga
UM ALLAN heim minnast hjúkr-
unarfræðingar fæðingardags
Florence Nightingale. Hún var
fædd 12. maí 1820 í Florence á
Ítalíu og voru foreldrar hennar
breskir.
Alþjóðasamband hjúkrunarfræð-
inga, The International Council of
Nurses, var stofnað 1899 og eru flest
hjúkrunarfélög í heiminum innan
vébanda þess og gerðist Hjúkruna-
rfélag íslands aðili að sambandinu
árið 1933.
Viðfangsefni alþjóðadags hjúkr-
unarfræðinga í ár er Hjúkrunar-
fræðingurinn og umhverfið.
í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunar-
fræðinga mun Félag háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga og Vestur-
landsdeild Hjúkrunarfélags íslands
gángast fyrir ráðstefnu á morgun,
12. maí, í fundarsal Hjúkrunarfélags
íslands að Suðurlandsbraut 22 kl.
13.30.
Nýi tónlistarskólinn:
nesskóla, en alls eru rúmlega 200
börn og unglingar á aldrinum 7—17
ára í kórunum. Auk þess munu um
25 fyrrverandi kórfélagar syngja
með Skólakórnum í „Gesange op.
7“ eftir J. Brahms, en í því verki
spila Joseph Ognibene og P. Harl-
ing, en þar leika undir Egill B.
Hreinsson á píanó, Martial Nar-
deau á flautu og Þórður Högna-
son á kontrabassa. Stjórnandi kó-
ranna er Þórunn Björnsdóttir og
undirleikari er Marteinn H. Frið-
riksson. Tónleikarnir verða sem
fyrr segir á laugardaginn í Lang-
holtskirkju og hefjast þeir kl. 16.
■ ÁRNESINGAKÓRINN í
Reykjavík heldur tónleika í Hafn-
arborg, Hafnarfirði, sunnudaginn
13. maí kl. 20.30. Einsöngvarar
með kórnum eru Ingibjörg Mar*i
teinsdóttir, Guðmundur Gislason,
Magnús Torfason og Sigurður
Bragason sem jafnframt er stjórn-
andi kórsins. Undirleikari er Úlrik
Ólason. Kórinn hefur lokið hljóðrit-
un á plötu, sem væntanleg er á
markaðinn á komandi hausti.
■ UMNÆSTUhe\gi byijar Hótel
Búðir á Snæfellsnesi sumarstarf-
semi sína. Rekstur hótelsins verður
með hefðbundnum hætti í sumar,
og verður lögð áhersla á sælkera-
fæði og heimilislegt andrúmsloft.
■ OPIÐ hús verður hjá leikskó-
lanum Kópasteini við Hábraut í
Kópavogi í dag, í tilefni þess að
Kópavogsbær er 35 ára í dag, föstu-*
dag. Allir leikskólar bæjarins munu
ýmist í dag eða síðar í mánuðinum
halda sýningu á þeim verkum sem
börnin hafa unnið í vetur. í blaðinu
í gær var greint frá sýningum ann-
arra leikskóla, en láðist að geta
þess að almenningi gefst kostur á
að kynna sér starfsemina hjá Kópa-
steini á opnu húsi í dag. Söngstund
og salur verður í leikskólanum kl.
10 og kl. 14.
Frídur Sig-
urdardóttir
Söngtónleikar á sunnudag
ÞRÍR söngnemendur ljúka átt-
undastigsprófúm með opinberum
tónleikum í skólanum sunnudag-
inn 13. maí kl. 18. Þessir nemend-
ur eru María K. Einarsdóttir mez-
zo, Fríður Sigurðardóttir sópran
og Michael Levin bariton. Þessir
þrír söngvarar hafa verið nemend-
ur Sigurðar Demetz um árabil.
Píanóleikarar á _ tónleikunum
verða Vilhelmina Ólafsdóttir og
Bjarni Þór Jónatansson.
Miðvikudaginn 16. maí kl. 20.30
verða óperu- og kórtónleikar, sem
einnig fara fram í skólanum, en þá
flytja söngnemendur skólans sam-
söngsatriði úr fjórum óperum, þ.e.
Der Mond eftir Carl Orff, Amal og
næturgestunum eftir Menotti, Wilds-
chiitz eftir Lorzing og Eugen Onegin
eftir Tschaikowsky. Píanóleikarar á
tónleikunum verða Vilhelmína Ólafís-
dóttir og Bjarni Þ. Jónatansson.
Ragnar Björnsson stjórnar.
Eygló Viktorsdóttir
Eygló Viktorsdótt-
ir söngkona látin
EYGLÓ Viktorsdóttir sópran-
söngkona lést í Reykjavík 6. maí
siðastliðinn, á 63. aldursári.
Eygló fæddist 10. október 1927
í Kaupmannahöfn, þar sem foreldr-
ar hennar voru þá í heimsókn hjá
móðurforeldrum hennar, en þau
voru búsett þar. Eygló var dóttir
hjónanna Eyglóar Gísladóttur og
Viktors Kristins Helgasonar vegg-
fóðrarameistara í Reykjavík.
Hún hóf tónlistarnám á ungl-
ingsárum og nam fiðluleik við Tón-
listarskólann í Reykjavik. Síðar
sneri hún sér að söng og helgaði
sig þeirri list alla tíð síðan. Hún
naut tilsagnar Maríu Markan og
Sigurðar Demetz, einnig Kristins
Hallssonar, Guðmundu Elíasdóttur
og Guðmundar Jónssonar.
Eygló söng meðal annars fyrir
Ríkisútvarpið, í Þjóðleikhúsinu, með
Sinfóníuhljómsveit íslands og með
ýmsum kórum. Hún vakti mikla
athygli þegar hún hljóp í skarðið,
þegar ungverskri söngkonu, sem
hingað hafði verið ráðin til að
syngja eitt aðalhlutverkið í upp-
færslu Þjóðleikhússins á óperett-
unni Sardasfurstinnunni árið 1964,
mistókst í hlutverkinu. Þá var
Eygló einn stofnenda Islensku óper-
unnar og starfaði mikið á þeim
vettvangi.
Eygló giftist Aðalsteini Guð-
laugssyni árið 1960 og eignuðust
þau eina dóttur, Sólveigu, árið
1961. Þau voru alla tíð búsett í
Reykjavík.
Leiðrétting
MORGUNBLAÐIÐ birti þann 10.
maí grein eftir mig sem bar fyrir-
sögnina „Umhverfisvernd af besta
tagi“. Nokkrar villur hafa slæðst
inn í textann og óska ég eftir því
að leiðrétta þær.
í fyrsta kafla átti 2. málsgrein
að vera svohljóðandi: „Fjaran í
Nauthólsvík hefur verið hreinsuð
Reykjavíkurmegin og líklega er
þess ekki langt að bíða að víkin _
megi að nýju verða baðstaður og
útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga.
Enn liggja þrjár minni háttar útrás-
ir út í Fossvoginn, Kópavogsmegin
frá. Það er því þörf á hreinsun af
ýmsu tagi í Kópavogi, ekki bara í
bæjarpólitík!"
I öðrum kafla misritaðist Álfta-
nes í staðinn fyrir Álfsnes.
í lokakaflanum er talið upp ýmis-
legt sem mæla megi með mæli-
vagni þeim sem heilbrigðiseftirlitið
hefur fest kaup á. Þar átti að standa
m.a. NOX (NO, N02), o.s.frv.
- Katrín Fjeldsted *
Leiðrétting
RÖNG fyrirsögn var á grein Sigurð-
ar Þórs Guðjónssonar í blaðinu í
gær. Hún átti að vera: Fyrirspurn
til Geðlæknafélags íslands. f
Biðst blaðið velvirðingar á þeim
mistökum.