Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bjóða Reykvíking■ um í skoðunarferð um höfuðborgina laugardaginn 12. maí nk. Lagt verður af stað frá sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 13.30 og 14.30 (tvær ferðir). Að lokinni skoðunarferð verður þátttakendum boðið upp á kaffi- veitingar á Hótel Loftleiðum. Frambjóðendur annast leiðsögn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hið fyrsta á skrifstofu Sjálfstæðis■ flokksins i síma 82900 frá kl. 9.00-17.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Borgarstj ómarkosningar 26. maí 1990 Kristín Á. Ólafsdóttir þjóðarinnar. Þeir hafa flestir reynst áhugaminni um að koma leiðrétt- ingum annarra borgarfulltrúa á framfæri. Valdhafarnir í Reykjavík virðast hafa litlar áhyggjur af því að höfuð- borgin er mun skemmra á veg kom- in en önnur sveitarfélög með hús- næði sem gæti rúmað einsetinn skóla. I tvígang hafa þeir fellt til- lögu um að borgin setji meiri kraft í byggingu skólahúsnæðis með það fyrir augum að grunnskólar borgar- innar geti orðið einsetnir innan 5 ára; Á því kjörtímabili sem nú er að Streita og stjóramál ljúka hefur meirihluti borgarstjórn- ar sett tæpan milljarð í fram- kvæmdir í þágu elstu Reykvíking- anna. Það er nánast sama upphæð og við hitaveitugreiðendur leggjum til veitingahússins á Öskjuhlíð. Ekki ein einasta sérhönnuð leiguíbúð fyr- ir aldraða hefur verið tekin í gagn- ið síðustu 4 ár. Af þeim 1.350 ein- staklingum sem voru á biðlista Elli- máladeilar í september sl. voru 450 í brýnum forgangi eftir öruggu húsnæði við hæfi og 150 eftir hjúkr- unarrými. Brýnn forgangur þýðir að fólkið ætti að vera búið að fá viðhlítandi úrræði, í mörgum tilfell- um fyrir löngu. Þessir 450 einstakl- ingar fá ekki lausn sinna mála með söluíbúðum sem kosta að lágmarki 5 milljónir króna. Lífsgleði og vellíðan Ég er rétt að byrja að telja upp streituvaldana sem htjá allt of marga Reykvíkinga nútímans. Það væri hægt að fylla allar síður Morg- unblaðsins með dæmum um van- rækslu núverandi meirihluta borg- arstjórnar á nauðsynlegri þjónustu við fólkið sem hér býr. Þá van- ræksiu ætlar nýja sameiningaraflið, Nýr vettvangur, að bæta fyrir, fái það til þess nægilegt fylgi kjós- enda. Á Nýjum vettvangi er fólk sem skilur samhengið milli streitu og þeirra aðstæðna sem einstakl- ingum eru búnar. Við hlökkum til þess að fá tækifæri til þess að hrinda hugmyndum okkar í fram- kvæmd, hugmyndum um hvernig má skapa okkur öllum manneskju- legra umhverfi og meiri lífsgleði. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. maðurá H-lista Nýs vettvangs. eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur Veslings Staksteinar Morgun- blaðsins áttar sig ekki á samhengi stjórnmála og þess hvernig fólki líður frá degi til dags. Hann skilur ekki að stjórnun Reykjavíkurborgar hafi nokkuð með streitu eða gleði borgarbúa að gera. Þessi grunn- hyggni hans kom í ljós í blaði allra landsmanna 4. maí sl. Viðhorf Staksteinars í þessum efnum þurfa reyndar ekki að koma á óvart. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa verið duglegir að byggja og kaupa dýr glæsihús fyrir peninga okkar útsvarsgreiðenda. Þá virðist hins vegar skorta skilning á því fólki sem byggir reykvíska samfélagið. Það er eins og þeir hafi ekki tekið eftir þjóðfélagsbreyt- ingunum undanfarna áratugi. Þjón- ustan sem þeir veita á vegum borg- arinnar er gamaldags og rýr í roð- inu. Hún hefði e.t.v. þótt boðleg þegar algengast var að stórfjöl- skyldan byggi saman og !aun einn- ar fyrirvinnu nægðu til framfæris. Þegar mamma var heima allan dag- inn og jafnvel líka afí og amma. Viljum nútíma þjónustu En nú er öldin önnur. Bamafjöl- skyldur í Reykjavík þekkja allt of vel áhyggjur og samviskubit sem hlýst af því að börnunum er ekki sinnt sómasamlega á meðan báðir foreldrar vinna utan heimilis. Hvorki bömum á gmnnskólaaldri né þeim sem yngri em. Þetta veld- ur svo sannarlega streitu, ekki síst þegar peningaáhyggjur vegna hús- næðismála íþyngja fólki aukreitis. Ofan í kaupið bætist við sektar- kennd margra sem eiga aldraða foreldra sem ekki fá þá þjónustu sem þeim er nauðsynleg. Elstu Reykvíkingarnir búa ekki allir við það öryggi og þá aðhlynningu sem sjálfsagt væri í ríkasta sveitarfélagi landsins. Þetta eru dæmi um streituvalda sem borgarstjórn gæti útrýmt hefði hún til þess skilning og vilja. Það myndi vissulega auka vellíðan og lífsgleði fólks. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ekki getað tryggt starfsfólki til þess að sinna sjálfsagðri þjón- ustu við borgarbúa. Nánasarháttur í launagreiðslum er þar stærsta skýringin. í desember sl. var gerður samanburður á launum fyrir einstök störf á vegum 12 sveitarfélaga. Reykjavíkurborg reyndist greiða sínu fólki verst í öllum tilvikum nema einu, þar náði Seltjarnarnes botninum. Algengt var að munurinn á grannlaunum væri 8-12 þúsund krónur á mánuði en mestur varð hann 19 þúsund krónur! Meirihlutinn í borgarstjórn hefur ekki getað boðið Reykvíkingum valkosti í húsnæðismálum. Búseti, 2.000 manna samtök fólks sem vill komast í öruggt, viðráðanlegt leigu- húsnæði, hefur beðið árangurslaust í fleiri mánuði eftir úthlutun lóðar. Meirihlutinn segist ekki eiga lóð undir fjölbýlishús. Reykjavík hefur misst af lánsfé frá húsnæðismála- stofnun til byggingar kaupleigu- íbúða vegna þess að sjálfstæðis- menn vildu ekki að borgin sækti um slík ián. Þarna misstu reyk- vískir byggingaraðilar af fram- kvæmdum fyrir hundruðir milljóna og fólk í húsnæðisvanda fékk ekki gullið tækifæri til þess að leysa sín mál. „Meirihlutinn í borgar- stjórn hefur ekki getað boðið Reykvíkingnm valkosti í húsnæðismál- um. Búseti, 2.000 manna samtök fólks sem vill komast í ör- uggt, viðráðanlegt leiguhúsnæði, hefur beðið árangurslaust í fleiri mánuði eftir út- hlutun lóðar. Meirihlut- inn segist ekki eiga lóð undir fjölbýlishús.“ Virðum einstaklinga á öllum aldri Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bjóða aðeins 14 af hveij- um 100 forskólabömum heilsdags- vist á dagvistarheimilum borgarinn- ar. Þeir sem ráða Stokkhólmsborg hafa þetta hlutfall 60% og vinir okkar í Þórshöfn í Færeyjum 28%, en þeir eru næstlélegastir í þessum efnum þegar höfuðborgir Norður- landanna eru bornar saman. Og svo leyfir æðsti embættismaður borgar- innar sér að halda því fram við al- þjóð að Reykjavíkurborg sé í „hreinni forystusveit hvað úrræði fyrir fjölskyldur um dagvistun snertir ef litið er til alls hins vest- ræna heims“. Þessi makalausu orð lét Davíð Oddsson falla í fjárhagsáætlunar- ræðu sinni í janúar og fjölmiðlar voru duglegir að koma boðunum til M-hátíð í Borgamesi Borgarnesi. M-hátíðardagskrá Vesturlands efnir til mikillar tónlistar- og skemmtidagskrár í Iþróttahús- inu í Borgarnesi nk. laugardag kl. 14. Á dagskránni verður m.a. Bjöllu- kór Stykkishólms, Grundartanga- kórinn og Kveldúlfskórinn frá Borg- arnesi, dansatriði frá Akranesi, fim- leikaflokkur frá Gerplu, skrúð- ganga UMF Skallagríms og tívolí- leikir í umsjón skáta. Síðast en ekki síst verða síðan hljómleikar sem standa yfir í 6 klukkustundir samfleytt. Þar leika m.a. 16 hljóm- sveitir, þar af em 8 frá Borgar- nesi. Þá taka einnig lagið þeir Hall- björn Hjartarson og Magnús Þór Sigmundsson. Nöfn hljómsveit- anna, sem margar hveijar eru að koma fram í fyrsta sinn, eru þó nokkuð skondin. Til marks um nafngiftir skulu taldir: Kaþólikkar, sem em frá Varmalandi, Lína lang- sokkur og Græna gengið, sem er frá Borgarnesi, Við emm menn, frá Borgarnesi, Flott öðru hvoru, frá Borgarnesi, Bróðir Darwins, frá Akranesi, The Evil pizza delivery Frá Borgarnesi. boys, frá Borgarnesi og síðast en ekki síst, Austurland að Glettingi, sem er frá Hvanneyri. -- TKÞ Appelsínuhúó - ekki lengur vandamál Maria Calland no. 81 Slimming Vector frá Maria Galland er mun auðveldara í notkun en áður hefur þekkst um sambærilegar vörur. Frábær árangur á stutt- um tíma. Sölustaðir: Clara Laugavegi/Kringl- unni, Gloría/Njarðvík, Soffía/Hlemmi, Apótekið /Vestm.eyjum, Topptískan /Aðalstræti, Hygea/Lauga- vegi, Apótek Garðabæjar, Stúdíó Hallgerður, Snyrti- stofan Rós/Engihjalla. Snyrtistofa Sigr. Guð- jóns./Eiðistorgi. nt.u I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.