Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 48
' í Útlendingaeftirlitið: Ungverskum raíVirkj- *um vísað úr landi Útlendingaeftirlitið vísaði í gær fimm ungverskum rafvirkjum úr landi eftir að upp komst að þeir höfðu unnið rafiðnaðarstörf við uppsetn- ingu verksmiðju Stálbræðslunnar í Haftiarfirði án þess að hafa atvinnu- leyfi hér á landi. Mennirnir fara af landi brott á morgun, laugardag. Það var Félag íslenskra rafvirkja sem vakti athygli Útlendingaeftirlit- isins á þessum brotum. Guðmundur Gunnarsson, formaður félagsins sagði í samtali við Morgunblaðið hafa haft fregnir af því fyrr í vetur að rafiðnaðarmenn væru að störfum í Stálbræðslunni en við eftirgrenslan hefði því verið neitað af stjórnar- formanni fyrii-tækisins. Hann hefði síðan fyrir þremur til fjórum vikum Jmaft samband við félagið tii að kanna hverjar undirtektir það myndi fá hjá félaginu ef sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir rafiðnaðarmenn og verið tjáð að vegna fremur slæms atvinnu- ástands hjá rafiðnaðarmönnum yrði slíkri beiðni að líkindum hafnað. Guðmundur sagði að í síðustu viku hefði hann síðan haft fregnir af því að Ungverjarnir væru við rafiðnað- arstörf. Hann hefði farið á vinnu- staðinn og þá komið í ljós að sú var raunin. Þá hefði verið kannað hjá félagsmálaráðuneytinu hvort sótt hefði verið um atvinnuleyfi, en svo hefði ekki verið og þá hefði verið haft samband við Utlendingaeftirlit- ið. Félagsmálaráðuneytið gefur út atvinnuleyfi eftir að hafa leitað umsagnar viðkomandi verkalýðsfé- lags. Guðmundur sagði að það hefði aldrei tíðkast að erlendir rafiðnaðar- menn hefðu unnið við uppsetningu verksmiðja hér. Þannig hefðu íslenskir rafvirkjar séð um uppsetn- ingu búnaðar í álverinu, í Grundar- tanga og í öðrum tilvikum undir leið- sögn erlendra eftirlitsmanna, enda þyrfti þekking til áð viðhalda búnað- inum að vera til í landinu. * Far- og fískimannasamband Islands: "íleynt til þrautar að ná samningum á næstunni STJÓRN og samninganefhdir fiskmannafélaga Far- og fiskimannasam- bands íslands samþykktu í gær að reyna til þrautar að ná kjarasamn- ingum íram til 21. maí. Gangi það ekki eða gerðir samningar verða felldir hefur stjórnin heimild til boðunar verkfalls. Þá hefur verið ákveðinn for- mannafundur Sjómannasambands íslands 21. maí og er gert ráð fyrir að menn komi þangað með umboð til aðgerða, en til þess þarf að kalla stjórnir og trúnaðarmannaráð félag- anna saman til funda. Eftir almenna félagsfundi hafa þær heimildir til verkfallsboðunar í höndunum. í samþykkt fundar FFSÍ segir að reynt skuli til þrautar að ná kjara- samningum við Landsamband íslenskra útvegsmanna til 21. maí með mögulegum viðbótum við samn- ing ASI og VSÍ. Eyrarbakki og Stokkseyri: 50 þús. rúmmetrar af grjóti í vamargarða Selfossi. TILBOÐ í nýja sjóvarnargarða á Eyrarbakka og Stokkseyri verða opnuð 15. maí. Gerðir verða 680 metra grjótgarðar í hvoru þorpi framan við byggðina. 50 þúsund rúmmetrar af grjóti fara í garðana sem verða svipaðir og nýi garðurinn vestest á Eyrarbakka. Ekki fékkst nægt Ijármagn til að reisa samfelldan garð framan *\rið þorpin heldur verða teknir verstu kaflarnir. A næsta ári er gert ráð fyrir að bæta við garðana. Garðarnir verða úr stórgrýti sem tekið verður í landi Hrauns í Olf- usi. Garðamir verða þannig gerðir að aldan á að ganga inn í þá og deyja eins og sagt er. Garðveggur- Sigurjón Bjarnason við sand- bakka við gamla varnargarðinn. inn sem snýr að byggðinni verður með grasþekju og einnig verður gras ofan á garðinum. Framan við gamla varnargarðinn eru grasi grónir sandbakkar sem áður náðu langt fram í fjöru en eru nú mun minni. Eldri menn á Eyrar- bakka telja að vörn hafí verið í þessum bökkum áður fyrr. Sandur hafi hins vegar hætt að berast aust- ur með fjörunni þegar hann komst ekki lengur í gegnum höfnina á Eyrarbakka. „Það er best að sprengja höfnina í burtu svo sand- urinn eigi greiða leið austur með,“ sagði Sigurjón Bjarnason Eyrbekk- ingur. „Það er hættulegt að hefta náttúruna í því sem hún vinnur vel. Vikurinn byggði hér áður upp það mikla bakka milli flóða að þau gerðu ekki eins mikinn usla og í vetur. Þetta er ekki spurning, höfn- in er hvort eð er ónýt,“ sagði Sigur- jón Bjarnason. Hjá Vita- og hafnamálastofnun er talið að ef garðurinn fyllist af sandi bijóti hann öldu ekki eins vel. — Sig. Jóns. Þorgerður Einarsdóttir með nýfædda dóttur sína, sem er fyrsta stúlkubarnið, sem bætist í hóp Grímseyinga í rúm sjö ár. Grímsey: Fyrsta stúlkubam- ið í rúmlega sjö ár EFTIR rúmlega sjö ára bið og 15 stráka í röð bættist Ioks stúlkubarn í hóp Grímseyinga í gærmorgun. Foreldrar stúlk- unnar, sem vóg 3.520 grömm og var 51 sentímetri að lengd, eru Þorgerður Einarsdóttir og Ottar Jóhannsson en fyrir eiga þau fimm ára dreng. Stúlkubarnið kom í heiminn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri klukkan 8.38 í gærmorgun. Þorgerður sagðist hafa lúmskt gaman af því að hafa eignast stúlkubarnið, sem eyjarskeggjar hefðu beðið svo lengi eftir. „Ég hugsaði hins vegar lítið um það - mest um hvort allt yrði í lagi,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið. Alþjóðleg finmerkjasýning: Þrír Islend- ingar voru verðlaunaðir Laugarhóll. ÞRIR íslendingar fengu í gær- kvöld verðlaun á alþjóðlegri frímerkjasýningu í London. Hálfdán Helgason, formaður Landssambands íslenskra frímerkja- safnara fékk gullverðlaun fyrir safn sitt á ísjenskum póstbréfsefnum. Páll H. Ásgeirsson, flugumferðar- stjóri hlaut gyllt silfur fyrir safn um upphaf íslenskrar flugsögu. Þá sýnir Sigurður H. Þorsteinsson bókina ís- lensk frímerki, en ekki var ljóst í gær hvaða verðlaun hann hlaut. SHÞ. Islandsbanki: Vextir af sér- kjarareikn- ingum hækka VEXTIR af sérkjarareikningum íslandsbanka hækka í dag um 0,5-1%. Þannig hækka vextir af óverðtryggðum innstæðum á Sparileið 2 úr 9% i 10% og vextir af verðtryggðum innstæðum hækka úr 2,5% i 3,5%. Sé upphæð- in hærri en 500 þús. greiðist 0,5% álag á alla fjárhæðina. Á Sparileið 1 hækka vextir úr 9% í 9,5% af óverðtryggðum innstæðum en úr 2,5% í 3,25% af verðtryggðum. Vaxtahækkanir á Sparileiðunum tengjast endurskoðun á formi þeirra. Innstæður á eldri skiptikjarareikn- ingum bankanna ijögurra sem stóðu að íslandsbanka verða færðar yfir á Sparileiðir 1. júlí. Breytingar á út- lánsvöxtum verða ekki í dag hjá bönkum og sparisjóðum eftir því sem næst verður komist, en aðstæður hafa skapast til raunvaxtahækkunar eftir hækkun vaxta af spariskírtein- um á Verðbréfaþingi. Að mati banka- manna gætir nú ósamræmis milli kjörvaxta af verðtryggðum útlánum sem eru 6,5%,eg vaxta spariskírteina á Verðbréfaþinginu en þeir hækkuðu úr 6,6% í 6,8% í síðustu viku. Játningar í Stóragerðismálinu: Vinkona annars grun- uðu vissi af ránsförinni Tók einnig þátt í að eyða ránsfengnum af bensínstöðinni SAMBÝLISKONA 28 ára manns, sem er í haldi grunaður um morð- ið við Stóragerði þann 25. apríl, hefur játað að hafa vitað að hann og 34 ára félagi hans ætluðu að brjótast inn eða ræna á bensínstöð þegar þeir fóru að heiman morðdaginn. Þá hefur hún einnig sagst hafa tekið þátt í að eyða ránsfengnum, þrátt fyrir að hún hafi vitað hvaðan peningarnir væru. Sambýlismaður hennar neitar hins vegar allri aðild að málinu, en hinn maðurinn hefúr játað að hafa verið á morðstaðnum. Að morgni miðvikudagsins 25. apríl fannst starfsmaður Olíufélags- ins hf. látinn á vinnustað sínum, bensínstöðinni við Stóragerði og var hann með stungusár og mikla höfuðáverka. Odæðismennirnir komust undan á bíl hins látna, með um 300 þúsund krónur í reiðufé, auk ávísana. Ávísanirnar fundust í bílnum, sem hafði verið skilinn eft- ir á bílastæði við Vesturgötu. Þann 30. apríl handtók lögreglan þijá karlmenn og eina konu, grunuð um aðild að málinu. Einum mannanna hefur verið sleppt. 34 ára maður, Snorri Snorrason, hefur játað að hafa verið á morð- staðnum. Snorri er síðast skráður til heimilis að Hverfisgötu í Reykjavík, en hann bjó á Smiðju- stíg ásamt hinu fólkinu. Hann hefur starfað á bensínstöðvum Olíufélags- ins hf., meðal annars í Stóragerði, og þekkti hinn látna. Tvítug sambýliskona 28 ára mannsins hefur við yfirheyrslur borið að hafa vitað, þegar Snorri og sambýlismaður hennar fóru að heiman að morgni 25. apríl, að þeir ætluðu að fremja innbrot eða rán á bensínstöð. Hún hefur gengist við að hafa tekið þátt í að eyða ráns- fengnum, sem var um 300 þúsund krónur. 24 ára vinkona Snorra Snorrasonar er grunuð um svipaða hlutdeild í málinu. Hún hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 18. maí. Sökum sjúkleika er hún í gæslu á heimili foreldra sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.