Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 Hafskip: Prófsteinn á réttlæti og hvort hér sé réttarríki - segja verjendurnir Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson MÁLFLUTNINGUR í Hafskipsmáli er nú vel á veg kominn. Jón Magnús- son hrl., verjandi Ragnars Kjartanssonar, lauk máli sínu í gær og einn- ig Eiríkur Tómasson hrl., verjandi Sigurþórs Ch. Guðmundssonar. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., veijandi Helga Magnússonar, hóf ræðu sína og gat þess í upphafí að hún yrði löng. Jón Magnússon sagði í niður- lagi ræðu sinnar að þáttaskil hefðu orðið í Hafskipsmálinu vegna þess að almenningsálitið i landinu hefði á þeim 4 árum sem málið hefúr stað- ið gjörbreyst. Fyrir fjórum árum hefði þorri þjóðarinnar verið sannfærð- ur um að Hafskipsmálið væri stærsta glæpamál aldarinar. I áranna rás hafi þetta viðhorf breyst, fólk hafi séð að málið var ekki eins vaxið og það áleit í fyrstu. Hafskipsmálið hafi byijað sem pólitískt mál í gjörninga- veðri þar sem fáir hafi sýnt þá karlmennsku að rísa upp gegn slúðrinu. Móðursjúk umræða hafi orðið þess valdandi að Hafskip var tekið til gjaldþrotaskipta og Útvegsbankinn tapaði að óþörfú verulegum fjármun- um. Ýmsir hafi séð sér hag í að svo færi. Pólitískar nomaveiðar í upphafi hafi miðast við að koma höggi á Al- bert Guðmundsson og Sjálfstæðis- flokkinn. Gula pressan hafi ítrekað rakið flokksleg tengsl og trúnaðar- stöður Björgólfs Guðmundssonar, Ragnars Kjartanssonar, Jónasar G. Rafnar, Lárusar Jónssonar og Al- berts Guðmundssonar og á stundum látið líta svo út sem þessir menn væru hinir verstu sakamenn sem Sjálfstæðisflokkurinn bæri fulla ábyrgð á. Lögmaðurinn sagði það rangt hjá sérstökum saksóknara að Hafskips- málið væri prófsteinn á það hvort landlæg spilling fengi að blómstra áfram í viðskiptalífi og opinberu fjár- málalífi. í málinu sé enga slíka spill- ingu að finna. Ákæran og málarekst- urinn sé enda byggður .á allt öðru: því að brot Hafskipsmanna séu ein- stök í sinni röð í íslensku viðskipta- lífi. Hvernig geti það tengst allsheijar spillingu í viðskipta- og fjármálalífi? Geti verið að saksóknari líti svo á að reikningsskilum og reikningshaldi fyrirtækja sé almennt ábótavant og hyggist uppræta spillingu með því að dæma einn endurskoðanda fyrir að gera það sama og kollegar hans almennt, sem gangi jafnvel enn lengra? Það geti ekki verið spilling að afhenda viðskiptabanka jafnan góð og ítarleg gögn um rekstur fyrir- tækis, að útbúa áætlanir með minni frávikum en almennt gerist í þjóðfé- laginu í óðaverðbólgu og óstöðugu efnahagsástandi, að reyna að virkja stjórn fyrirtækis til virkrar þátttöku í stjórnun og ákvörðunartöku og byggja upp valddreifða stjóm eða að nýta ekki til fulls allar heimildir til tekjuöflunar og taka ekki út innistæð- ur jafnóðum og þær féllu til, eins og Ragnar Kjartansson hafi gert. Engin spilling Eins geti það ekki verið spilling að hafa bókhald Hafskips í afbragðs- góðu horfi, eins og allir sem að mál- inu hafi komið staðfesti, eða það að Útvegsbankinn hafi síðasta starfsár félagsins tekið meiri tryggingar en lánveitingum nam. í raun hafi Haf- skipsmenn leitast við að gera hlutina betur en tíðkaðist í íslensku viðskip- taumhverfi. Mál þetta geti ekki verið sá prófsteinn sem sérstakur saksókn- ari segi það vera. Það sé ekkert rétt- læti í því að sakfella menn í því skyni að koma í veg fyrir einhvetja land- læga spillingu. Hvert mál verði að skoða út frá fyriríiggjandi staðreynd- um. Viðskiptalífíð sé ekki fyrir dómi heldur einstaklingar sem liggi undir þungpam sökum og þeirra málstaður og örlög séu til umfjöllunar. Málið sé prófsteinn á það hvort þeir fái notið réttlætis. Jón Magnússon lauk ræðu sinni á að segja að að öllu samanlögðu sé Hafskipsmálið prófsteinn á það hvort réttlæti ríki í þessu landi eða ekki. Öll mál sem komi fyrir dóm séu þess eðlis og ekki prófsteinn á neitt annað en réttlætið. Prófsteinn á það hvort mikilvægasti réttur einstaklingsins fari eftir þeim almennu leikreglum sem settar eru í samskiptum manna. Fleiri innan múra en utan? Að loknu máli Jóns Magnússonar tók Eiríkur Tómasson hrl. til máls en hann er veijandi Sigurþórs Ch. Guðmundssonar, fyrrum aðalbókara Hafskips, sem ákærður er fyrir að hafa látið endurskoðanda félagsins í té tilbúin skjöl um eignfærðan upp- hafskostnað vegna' Atlantshafsssigl- inga félagsins til notkunar við samn- ingu á ársreikningi Hafskips 1984. Um er að ræða stutt bréf þar sem segi að ákveðið hafi verið að réttlæt- anlegt sé að eignfæra 3,5 milljóna króna ferða- og risnukostnað vegna undirbúnings Atlantshafssiglinga fé- lagsins. Eiríkur krafðist sýknu fyrir skjólstæðing sinn, sem hvorki hefði gerst sekur um neitt það sem hann bæri hlutlæga né huglæga refsiá- byrgð á. Lögmaðurinn sagði að ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Sigurþór hefði gerst sekur um hegningarlagabrot með því að rita þetta bréf væri orðinn brýn þörf til að reisa fleiri fangelsi hérlendis og sjálfsagt liði ekki á löngu þar til fleiri yrðu innan múra en utan. Hann sagði Sigurþór ákærðan fyr- ir hlutdeild í rangfærslu skjala, sem bijóti gegn 158. grein hegningarlaga þar sem lögð sé refsing við því að tilgreina eitthvað ranglega í nánar greindum skjölum og brot á 151. grein laga um hlutafélög. Saksóknari hafi sagt að til að unnt væri að sak- fella menn fyrir brot á þessari grein hegningarlaga þyrftu þeir í fyrsta lagi að hafa tilgreint eitthvað rang- lega, í bága við staðreyndir, og í öðru lagi þyrfti það sem tilgreint væri að ganga gegn lögum, svo sem bókhaldslögum eða reglum um reikn- ingsskil. Lögmaðurinn kvaðst hafa skoðað öll tiltæk lögskýringargögn og mótmæla þessari túlkun saksókn- ara. Ákvæðið ætti aðeins við ef stað- reyndir væru rangfærðar og engu máli skipti hvort hugsanlegt væri að farið væri gegn reikningsskiiavenjum enda sé umrætt bréf efnislega rétt, þar sé ekkert rangt tilgreint og þær tölur sem þar greini komnar úr bók- haldi Hafskips. Sigurþór telji sig hafa gert rétt með því að verða við beiðni endurskoðanda félagsins um að taka saman þær tölur úr bókhaldi Haf- skips sem ákveðið hafái verið að eign- færa og þann framburð staðfesti Helgi Magnússon endurskoðandi. Valdimar Guðnason, endurskoðandi skiptaráðanda, staðfesti einnig að þessar tölur hafi verið búið að bók- færa hjá Hafskip á þeim tíma. Þá gat lögmaðurinn þess að umrædd upphæð hafi verið færð til gjalda í ársreikningi Hafskips árið 1985 og því hafi aðeins verið um að ræða frestun gjaldfærslu í eitt ár. Eiríkur Tómasson kvaðst telja það mikið lýti á ræðu sérstaks saksókn- ara hve huglæg hún hafi verið. Sak- sóknari hafi kallað þessar tölur áætl- unartölur eins og áætlunartölur væri aldrei að finna í ársreikningum. Ýms- ar tölur í ársreikningum séu hins vegar í eðli sínu áætlunartölur, svo sem áætlað verðmæti fastafjármuna, svo sem skipa, og skuldfærsla lífeyr-* isskuldbindinga. Þá sagði lögmaðurinn að það bréf sem Sigurþór væri ákærður fyrir að rita hefði hann ritað að ákvörðun annarra. Björgólfur Guðmundsson, Ragnar Kjartansspn, Þórður H. Hilm- arsson og Árni Árnason hefðu allir borið að svo hefði verið. Þá lægi fyr- ir að rætt hefði verið í stjórn Haf- skips og ákveðið að eignfæra þennan kostnað, samkvæmt framburði stjórnarmanna. Því væri ljöst að þessi ákvörðun hefði verið tekin með þeim hætti að málið hefði fyrst verið rætt í hópi fyrirsvarsmanna fyrirtækisins, þá innan stjórnar þess. Að því loknu hefði endurskoðanda verið kynnt ákvörðun í málinu. Endurskoðandinn hefði rætt málið við Þórð Hilmarsson sem rætt hefði við Sigurþór, sem sent hefði endurskoðandanum um- beðnar tölur. Tveir helstu sérfræðing- ar ákæruvaldsinsí endurskoðun hafi staðfest að á stundum væri réttlætan- legt að eignfæra upphafskostnað eins og þann sem um sé að ræða. Annar telji þó nauðsynlegt að gera það sam- kvæmt þeirri forsendu að viðkomandi fyrirtæki sé rekstrarhæft en hinn telji að svo þurfí ekki að vera. Það sýni þá óvissu sem um eignfærslu kostnaðar ríki meðal fremstu fag- manna og þurfi þá engan að undra að aðalbókari Hafskips hafí verið í góðri trú. Þá sagði Eiríkur Tómasson að Sig- urþór væri talinn hafa brotið gegn tilgreindu ákvæði hlutafjárlaga með því hvemig umræddar tölur hafi ver- ið fram settar í ársreikningi -Haf- skips. Það sé fráleitt. Hann hafí enga ábyrgð borið á gerð og framsetningu ársreikningsins, hann hafí ekki verið aðstoðar- eða starfsmaður sjálfstæðs endurskoðanda Hafskips, heldur að- albókari þess félags. Hann geti ekki verið sekur um hlutdeild í því sem hann hafi hvergi komið nærri. Hann beri hvorki hlutlæga refsiábyrgð samkvæmt hegningarlögum né hluta- félagalögum. Hvorki sakfelldur í siðuðum né siðlausum heimi Enn augljósara sé þó að huglæg afstaða Sigurþórs hafi ekki verið slík að unnt sé að sakfella hann. Eiríkur reifaði Hæstaréttardóma til að sýna fram á hve ríkar kröfur til blekking- arásetnings Hæstiréttur geri til að unnt sé að sakfella fyrir rangfærslur og rakti að maður hefði einnig hefði verið sýknaður í Hæstarétti af hlut- deild í rangfærslum í kaffibaunamál- inu vegna þess hve lítill hlutur hans hefði verið. Einhvers staðar verði að draga mörk refsiverðrar hlutdéildar, ekki megi elta ólar við hvert smáat- riði. Megi ef til vill búast við því að ef endurskoðandi rangfæri reiknings- skil verði vélritunarstúlka hans ákærð fyrir hlutdeild, með þvi að vélrita reikningana. Eiríkur Tómasson sagðist telja að hann hefði sýnt fram á að umbjóð- andi sinn væri sýkn af refsikröfum ákæruvaldsins en færi svo ólíklega að dómurinn væri á öðru máli teldi hann að málsbætur Sigurþórs væru slíkar að ekki væri unnt að dæma hann til annarrar refsingar en sekt- ar. Hann vitnaði í þessu sambandi til ræðu saksóknara sem sagt hefði hlut Sigurþórs lítinn, hann hefði ekki haft af brotinu ávinning og unnið samkvæmt fyrirmælum. Auk þess hefði hann átt ríkan þátt í að upplýsa málið með greinargóðum framburði. Eiríkur sagði að auk þess hefðu hann og fjölskylda hans orðið fyrir miklum óþæginum vegna málsins undanfarin 4 ár og þar væri ekki minnstur hlut- ur sjónvarpsins sem hefði oftar en einu sinni vorið 1986 sýnt myndir af því þegar hann var færður til yfír- heyrslu í sakadómi. Þegar allt væri virt lægi beint við að dæma Sigurþór aldrei til þyngri refsingar en sektar- greiðslu, sem hafí í för með sér að sök sé fyrnd. Fyrri rannsókn málsins hafi ekki leitt til ákæru gegn Sigur- þóri og því sé skýlaust að sú rann- sókn ijúfí ekki hinn tveggja ára fyrn- ingarfrest sektarrefsingar. Hið ætl- aða brot Sigurþórs hafí verið framið 13. maí 1985 og ársreikningur hafí verið kynntur í júní sama ár. Því blasi við að sök hans hafí verið fymd þeg- ar fyrsta skýrsla í síðari rannsókn var tekin af honum í október 1987. Því beri að sýkna hann. Eiríkur Tómassón lauk máli sínu á því að segja að hann skildi ekki hvers vegna sérstakur saksóknari liafí ákært Sigurþór. Beita þurfí ítrustu túlkun laga til að telja hann sekan um brot og þessi mistök sak- sóknara séu þeim mun meiri sem ekki þurfí að efast um hæfni hans. Lögmaðurinn sagðist þess fullviss að hvergi, hvorki í því sem kallað væri hinn siðaði heimur né í því sem kalla mætti hinn siðlausasta heim, muni dómstóll' sakfella Sigurþór Guð- mundsson samkvæmt þeirri langsóttu ákæm sem hann þurfí nú að veijast. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., veijandi Helga Magnússonar sem ákærður er sem löggiltur endurskoð- andi Hafskips fyrir að hafa staðið að ragnfærslu reikningsskila félags- ins, í milliuppgjöri yfír átta mánaða rekstur 1984 og ársreikningum þess árs, sem notuð hafi verið til að villa um fyrir og blekkja stjórn félagsins og Utvegsbanka íslands um raun- verulega stöðu félagsins. Jón Steinar kvaðst leggja áherslu á að umbjóð- andi sinn hefði verið sjálfstætt starf- andi sérfræðingur og Hafskip hefði verið einn margra viðskiptavina hans. Hann hefði ekki verið þar í föstu starfí og hvorki átt persónulegra né fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Hann kvað það gott dæmi um hlut- drægni og dilkadrátt saksóknara á sakborningum að í lokakafla sóknar- ræðu hefði Jónatan Þórmundsson getið þess að þrír sakborningar aðrir en Helgi Magnússon hefðu engra persónulegra hagsmuna haft að gæta en Helgi hefði þó síst þeirra allra haft hagsmuna að gæta því hann hefði ekki unnið hjá fyrirtækinu og hefði haft nóg annað að starfa, á það kvaðst lögmaðurinn leggja ríka áherslu. Jón Steinar sagði að Jón Magnús- son, veijandi Ragnars Kjartanssonar, hefði í máli sínu dregið upp skýra mynd af ástandinu í þjóðfélaginu við upphaf Hafskipsmálsins, meðal ann- ars af umræðum á Alþingi þar sem fráleit og hneykslanleg ummæli al- þingismanna fengju hárin til að rísa á höfði þeirra sem nú hlýddu á þau. Mikilsvert væri að átta sig á hvernig þetta andrúmsloft hefði skapast og sjálfsagt kæmi þar ýmislegt til. Það hefði verið tengt stjórnmalaflokki, bankapólitík, flutningapólitík og einn þátturinn væri sjálfsagt klisjan um að þeir sem stæðu í sjálfstæðum at- vinnurekstri séu hálfgerðir glæpa- menn. Prófsteinn á réttarríki Þessa hafi ekki síst gætt hjá þáver- andi varaþingmanni Ólafi Ragnari Grímssyni í þeim fráleitu fullyrðing- um hans að Hafskipsmenn hefðu dregið fé Útvegsbankans út úr Haf- skip og inn í önnur fyrirtæki í eigin eigu. Þarna standi ekki steinn yfir steini. En enduróm af þessari klisju megi enn kenna í lokakafla ræðu sérstaks saksóknara, sem sé furðu- legt þar sem sérstakur saksóknari sé óumdeilanlega siðaður maður, en þegar hann tali um að ekki megi sýna linkind við spillingu í fjármál- alífi, glitti enn í þær ranghugmyndir sem lagt hafi verið upp með í Haf- skipsmálinu. Nú séu menn hins vegar staddir { dómsal í réttarríki og þar sé ekki dæmt eftir slíkum mæli- kvarða. Þetta mál sé prófsteinn á það hvort dæmt sé á íslandi eftir lögum, hvort meginreglur opinbers réttarfars meðal siðaðra þjóða gildi á íslandi, þannig að menn séu ekki sakfelldir fyrir annað en refsiverða háttsemi sem brjóti gegn settum lögum. Ákæruvaldið beri alla sönnunarbyrði, jafnt hvað varði efnisþætti málsins og huglæga afstöðu hinna ákærðu, rétt eins og í öllum öðrum sakamál- um. Lögmaðurinn sagði að hann hygð- ist sýna fram á að hjá Hafskip hefði verið unnið að reikningsskilum eins og gerist og gengur hjá íslenskum fyrirtækjum. Ymislegt í þeim efnum væri umdeilanlegt og löggiltir endur- skoðendur hefðu á því mismunandi skoðanir en það hefði nákvæmlega ekkert með þetta refsimál að gera. Þar væru á ferðinni fræðilegar vangaveltur sem engu máli skiptu í sakamáii í réttarríki. Lögmaðurinn sagði að öll meðferð málsins fram að dómsmeðferð hefði verið hlut- dræg. Hvergi fyrr en í sakadomi hefði borið á vilja til að bregðast við fárinu í þjóðfélaginu. Allir þeir opinberú starfsmenn, sem áður hefðu komið að málinu, virtust hafa gengið til starfa með því hugarfari að nú krefð- ist þjóðfélagið þess að eitthvað yrði gert í sukkinu í fyrirtækjunum og nú skyldu þeir ekki láta sitt eftir liggja. Svo mikið hefði legið við að varla hefði verið haft fyrir því að ræða við þá menn sem nú væru ákærðir. Annað hvort hafí búið að baki fljótfærni eða vilji til að sveipa málið dramatískum blæ, sem hafí heppnast. Fyrst hafí verið unnið af viti við meðferð málsins í sakadómi, ef til vill vegna þess að þá hafí hinni ein- hliða málsmeðferð verið hætt, hinir ákærðu hefðu loks fengið að koma að sínum sjónarmiðum og unnið hefði verið undir stjórn hlutlauss dómstóls, hlutur hvers hefði verið til fyrirmynd- ar og vekti vonir um að málið fái loksins eðlilega umíjöllun, samkvæmt ströngum mælikvarða laga, án þeirr- ar móðursýki og þeirra klisja sem einkennt hafí afstöðu þeirra opin- berru starfsmanna sem fram að þessu hafí unnið að málinu og virðist sumir telja sig eiga allt sitt undir því hveij- ar lyktir verði. Endurskoðendur hver í sínu horni Jón Steinar Gunnlaugsson sagði að þeir kaflar ákærunnar sem snerti skjólstæðing hans, og séu jafnframt viðamestu ákæruatriðin, séú að veru- legu leyti byggð á sjónarmiðum og aðferðuum sem verið hafí að mótast síðastliðin tíu ár eða svo, eftir gildi- stöku laga um hlutafélög og nýrra laga um tekju- og eignarskatt, sem innleitt hafí verðbólgureikningsskil á íslandi. Þennan tíma, aðallega fyrstu árin, hafí endurskoðendur verið hver í sínu horni að þreifa sig áfram með viðhorf til hins nýja umhverfís. í hópi endurskoðenda hafi aldrei verið gerð nokkur úttekt eða rannsókn á hvern- ig þessum málum sé í raun háttað hérlendis. Ragnar Kjartansson hafi bættt úr brýnni þörf í þessu efni með upplýsingaskýrslu sinni, en efni henn- ar hefði staðist allar atlögur. Lög- maðurinn rakti efni nokkurra fylgi- . skjala með skýrslu Ragnars og taldi þau staðfesta hve mikil óvissa hefði verið ríkjandi í endurskoðun á þessum tíma hérlendis, íslenskir endurskoð- endur hefðu ekki verið aðilar að, og mikil andstaða hefði verið við, aðild að alþjóðlegu samstarfí og skuldbind- ingar gagnvart alþjóðlegum stöðlum. Reikningsskilavenja hefði verið nán- ast óskilgreint hugtak á íslandi. Sam- kvæmt könnun meðal endurskoðenda á árinu 1987 væru grundvallaratriði Hafskipsmálsins, svo sem meðferð kauþleigusamninga, birgðamat, með- ferð bráðabirgðauppgjöra, sam- stæðureikninga, eftirlaunaskuldbind- ingar og forsendur um áframhaldandi rekstur, enn óleyst. Þessi könnun væri bergmál Hafskipsmálsins en undanfarin 10 ár hefðu endurskoð- endur verið að fást við þessi álitaefni hver í sínu homi. Hann rakti að þeir endurskoðendur sem kvaddir hefðu verið til sem sérfræðingar ákæru- valdsins um reikningsskil hefðu með öllu neitað að fjalla um það hvernig almennt væri staðið -að málum í við- skiptalífínu og tekið sér sjálfdæmi um að þær spurningar skiptu engu máli, jafnvel þótt ítrekað væri að á slíku væri beinlínis byggt í vörn máls- ins. Hann rakti dæmi þess að þessir sérfræðingar væru sjálfir berir að því að framfylgja ekki því sem þeir boð- uðu öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.