Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 Minning: Jón V. Bjamason garðyrkjubóndi Fæddur 23. mars 1927 Látinn 5. maí 1990 Enginn má sköpum renna, en það gerðist óvænt og snögglega að frændi minn og sambýlismaður á Reykjum, Jón Vigfús Bjarnason, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 5. maí sl. Hér er genginn góður og gegn maður langt um aldur fram aðeins 63 ára að aldri, alveg án viðvörunar og hafði hann ekki þurft að koma á sjúkrahús á ævinni. Jovvi, eins og hann var jafnan kallaður meðal vina sinna, fæddist á Reykjum og var yngsta barn þeirra hjónanna Ástu Jónsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar alþingis- manns og seinna sendiherra í Ósló. Þau hjón eignuðust fimm böm og eru nú tvö á lífí, þau Jóhannes verk- fræðingur og Guðný húsmóðir í Reykjavík. Þau sem eru látin eru Ragnheiður er lést af slysförum á unga aldri og Ásgeir bóndi á Reykj- um er lést 1982 og var hann elstur þeirra systkina. Drengurinn yngsti dafnaði vel og varð snemma bráð- ger og lagtækur í leik og starfi og byijaði eins og hin börnin að rétta hjálparhönd við bústörfín. Jowi varð snemma laginn við vélar og tæki og fékkst gjarna við að gera gamla bíla gangfæra og við þetta var hann hin mesti galdramaður. Seinna kon það svo að góðu haldi í búskapnum að hann var nánast fær um viðhald á búinu hvort held- ur var tré eða járn, svo sem afi hans Ásgeir Bjarnason frá Knarrar- nesi. Að loknu almennu námi í barna- og framhaldsskólum hér og í Reykjavík lagði hann leið sína til Bandaríkjanna svo sem bræður hans og frændur höfðu áður gert. Hann hélt til Seattle í Washinton- ríki og skoðaði nám á tæknisviðinu en þá fann hann að gróðurmoldin og ræktun átti ríkan þátt í áhuga- sviði hans. Fór hann þá í ríkishá- skólann í Colombus, Óhio og lauk þar námi sínu í blómarækt, enda kynnst þeim störfum heima í garð- yrkjunni á Reykjum. Hann tók svo við búi á helmingi Garðyrkjunnar á Reykjum á móti frænda sínum Sveini 1949 og skömmu seinna festi hann kaup á stöðinni af föður sínum og var þetta hans ævistarf í yfír 30 ár. Grundvöllur á rekstri garðyrkju í Reykjahverfi varð erfiður um 1980 er yfirborðsvarminn hvarf við nýt- ingu á djúpholum Hitaveitunnar en þessi búskapur byggist að mjög miklu leyti á góðum hita í yfírborði landsins þar sem gróðurhúsin stóðu. Jón Vigfús kvæntist frændkonu sinni Hansínu Margréti Bjarnadótt- ur frá Húsavík þann 23. mars 1949 og bjuggu þau allan sinn aldur á Reykjum. Þau voru vinsæl og vel látin en hlédræg. Þó sinnti Jón Vig- fús nokkrum opinberum störfum er til hans var leitað, t.d. var hann um skeið formaður sóknarnefndar og vann að miklum endurbótum á kirkjunni. Þeim hjónum varð fjög- urra barna auðið en það voru Ásta hjúkrunarfræðingur fædd 1950, Bjarni Ásgeir bóndi og athafnamað- ur fæddur 1952, Kristján Ingi blóm- askreytingamaður fæddur 1957 og Baldur bústjóri fæddur 1963. Jovvi var vinsæll maður og vellát- inn og hafði til að bera sérstaka prúmannlega framkomu, vel gefinn, og greindur svo sem frændur hans margir í föðurætt. Hann var mús- íkalskur og lærði nokkuð á hljóð- færi en stundaði síðan söng í kórum héraðsins og var í mörg ár söng- maður í Karlakór Reykjavíkur með frændum sínum Reykjabræðrum. Jovvi átti mjög létt með að læra lag og texta og hafði fágætlega mildan og djúpan bassa sem hann beitti af mikilli smekkvísi. Jón Vigfús var af Engeyjarætt og skírður eftir móðurafa sínum Jóni Þórðarsyni frá Gróttu sem var skútuskipstjóri í Reykjavík. Einnig af svokallaðri Grundarætt í Borgar- firði út af Magnúsi Vigfússyni í Miðseli í Reykjavík. í föðurætt var hann af Mýramönnum kominn og var faðir hans Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður, þjóðfrægur maður fyrir opinber störf og sem alþýðu- skáld. Jón Vigfús var einn þeirra fjögurra bænda sem tóku við bús- forráðum af feðrum sínum á Reykj- um á árunum eftir stríðið. Þeir Sveinn héldu hvor sínum helming af garðyrkjunni en við eldri, undir- rifaður og Ásgeir Bjarnason, tókum við kúabúinu og jörðinni. Þegar litið er til baka eru minn- ingarnar bjartar um æskudaga og unglingsár og þá samstarfið í dags- ins önn búskaparins. Einkum voru þeir frændurnir Þórður eða Daddi og Jowi samrýndir enda yngstir af hvorri fjölskyldu. Þeir urðu sam- herjar í leik og ævintýrum unglings- áranna og stóðu áratugum saman í bassanum hlið við hlið og þá þótti mönnum vel að staðið og röddin góð svo af bar. Að leiðarlokum skulu Jovva færðar þakkir fyrir samveruna og minningin lifír. Við heiðrum hana er frændi okkar er nú allur. Ástvin- um sendum við samúðarkveðjur og þakklæti. Útförin fer fram frá Lág- afellskirkju í dag, föstudag kl. 14.00. J.M.G. Það er með trega í hjarta sem ég minnist tengdaföður míns, Jóns Vigfúsar Bjarnasonar. Á stundum sem þessum vitjar fortíðin okkar, og minningarnar hópast að. Minn- ingarnar um hann eru stór hluti þess fjársjóðs sem mölur og ryð fá ekki grandað, þess fjársjóðs sem enginn getur frá okkur tekið. Þegar ég, í janúar 1984, kom í fyrsta skipti í heimsókn að Reykj- um, fékk ég móttökur sem verða mér ógleymanlegar. Feimni og kvíði hurfu um leið og ég fann hlýju og væntumþykju þessarra yndislegu hjóna, Haddýjar og Jov- va, streyma á móti mér. Það var svo ekki síst í.erli hversdagsins sem þessi hlýja og innileiki birtust í óþreytandi hjálpsemi og greiðvikni. Sonur minn, Atli, hafði reyndar að orðtæki ef eitthvað fór úrskeiðis: „Þetta reddast, við hringjum bara í Jowa afa.“ Gaman var að segja Jovva sögur af bamabörnunum og uppátækjum þeirra. Hlýja brosið, ásamt stríðnis- glampa í auga, sagði svo mikið um hve stoltur og áhugasamur hann var um þau. Einnig kemur fram í hugann sú einlæga ánægja sem geislaði af honum þegar ég bað hann um að halda dóttur okkar Bjarna Ásgeirs undir skírn, en hún er alnafna systur Jowa sem lést á unga aldri, Ragnheiður Bjamadótt- ir. Þrátt fyrir mikil umsvif og eril- saman atvinnurekstur var Jowi mikill fjölskyldumaður. Það voru hans bestu stundir þegar fjölskyld- an var saman komin að Reykjum. Þar á öll fjölskyldan heima. Sú mesta hamingja í mínu lífi, eftir að ég fór úr föðurhúsum, hefur verið að kynnast manninum mínum, Bjarna Ásgeiri, Haddý og Jowa, og yndislegu stjúpbörnunum mínum þremur. Fyrirætlanir eru um að við Bjarni Ásgeir reisum hús við hlið tengdaforeldra minna. Eftirvænt- ing Jowa var mikil vegna þessa. Nú mun hann ekki vinna að þeirri byggingu með okkur, en vissa mín er að hann muni fylgjast grannt með, og styrkur verður að finna nærveru hans. Sorg okkar allra er mikil. Þó er mestur missir elsku Haddýjar tengdamömmu. Samt er eins og í sorginni hafí hún mest að gefa, og ógleymanlegur verður sá styrkur sem hún hefur miðlað öðrum á þess- um erfiðu stundum. Bið ég henni blessunar guðs nú og um ókomna framtíð. Guð blessi minningu Jóns Vigfús- ar Bjamasonar. Drottinn sé á verði 'milli mín og hans uns við hittumst aftur. Margrét Atladóttir í dag föstudaginn 11. maí er kvaddur frá Lágafellskirkju hinstu kveðju hjartkær frændi og mágur Jón Vigfús Bjarnason fæddur 23. mars 1927 sem lést að kveldi þess 5. maí síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Bjarna Ásgeirssonar alþingismanns og sendiherra Bjamasonar Benedikts- sonar frá Knarrarnesi á Mýrum og konu hans, Ástu Jónsdóttur Þórðar- sonar skipstjóra í Gróttu og Vigdís- ar Magnúsdóttur frá Miðseli sem var alþekkt Vesturbæjar dugnaðar- fólk. Að loknu námi í Menntaskólan- um í Reykjavík stundaði hann nám í blómarækt í Bandaríkjunum. Þeg- ar Jón kom heim frá námi hóf hann störf við ylrækt á slóðum feðra sinna á Suður-Reykjum og yfirtók um leið rekstur á ylræktinni. Þegar Hitaveitan hafði ofdælt heitu vatni í Mosféllssveit og vatn hvarf úr yfírborðsæðum fór Jón ásamt fjölskyldu sinni út í kjúkling- arækt. Miklar framkvæmdir hafa orðið hjá fjölskyldunni hin seinni ár og hefur þar komið fram hinni mikli dugnaður og útsjónarsemi hans og Bjarna Ásgeirs sonar hans. 23. mars 1949 giftist Jón systur minni Hansínu Margréti Bjarna- dóttur Benediktssonar frá Húsavík og konu hans Þórdísar Ásgeirsdótt- ur. Þeira börn eru: Ásta fædd 17. apríl 1950, Bjarni Ásgeir fæddur 19. febrúar 1952, Kristján Ingi fæddur 30. nóvember 1957, Baldur fæddur 28. febrúar 1963. Mér er minnisstætt þegar ég Alþingishátíðarárið 1930 kom til Reykjavíkur og heimsótti fyrsta sinn þetta góða frændfólk mitt á Reykjum í Mosfellssveit og mætti þessum kæra frænda mínum, bros- hýrum 3ja ára með hinn milda svip beggja foreldra. I skjóli Bjarna Ásgeirssonar og frú Ástu voru þá afí minn og amma Ásgeir Bjarnason frá Knarrarnesi og Ragnheiður Helgadóttir þá blind og bæði í hárri elli. Ekki gátu þau hugsað sér að fella verk úr hendi gömlu hjónin og þar sem ég var að byija sjó- mennsku þá skipuðu þau mér að kaupa ullargarn í Framtíðinni í Bankastræti og pijónaði afí minn ullarnærföt á mig og amma mín blind setti saman. I hvert sinn sem ég kom að Reykjum mætti ég þessum unga og brosandi frænda mínum sem hefur allt frá þeim tíma sýnt mér þessa einstöku hlýju og vináttu. Undanfarin ár hef ég notið þess að koma á sunnudagseftirmiðdög- um á heimili þeirra Jóns og Hansínu og sitja þar og ræða málin. Jón starfaði mikið að félagsmál- um í sinni sveit og var söngmaður góður og músíkalskur. Hann var lengi félagi í Karlakór Reykjavíkur. Einnig hefur hann sungið með Karlakórnum í Mosfellssveit. Kirkju sinn veitti hann lið sem sjálfboðaliði og söng gjarnan í kirkjukórnum. Við frændsystkini öll munum sakna mikið góðs vinar og góðs drengs svo og munu margir sveit- ungar og kunningjar Jóns gera. Að endingu vil ég senda elsku- legri systir minni Hansínu Margréti hjartanlegar samúðarkveðjur og bið guð um að gefa henni styrk og kjark í hennar mótlæti. Vernharður Bjarnason Þú fijóa tíð, er frækom smá svo fóstrar vel, að þroska ná á dýrum sumardegi. Oss minn þú á, að einnig vér þann ávöxt skulum bera hér, er Guði gleðjast megi. (V. Briem) Tengdafaðir minn, Jón Vigfús Bjarnason, lést laugardaginn 5. maí á heimili sínu, Suður-Reykjum, Mósfellsbæ, aðeins 63ja ára að aldri. Hann hafði aldrei kennt sér meins. Hann var eins og sólrík tíð, bjartur og svipgóður. Ég vár svo lánsamur að kynnast dóttur Jowa, eins og hann var kall- aður, og verða einn af fjölskyldunni. Jovvi og Haddý voru ákaflega samhent. Þau höfðu sameiginleg áhugamál, sem ' voru fyrst og fremst fjölskyldan og ferðalög. Þau fóru vítt og breitt um landið, sem þeim þótti svo vænt um. Heimili áttu þau fallegt, og er það mið- punktur fjölskyldunnar, því þar koma allir saman. Barnabörnin voru mjög hænd að afa sínum, og þykir mér miður að yngsta syni mínum skyldi ekki lán- ast að kynnast honum betur og eiga minningar um hann í framtíðinni. Ég kveð ekki tengdaföður minn, því ég veit að hann lifir meðal okk- ar. Ragnar Björnsson Haustvindur hásura rómi hvíslaði í eyra mér: Bliknaður sumarblómi biður að heilsa þér. Hvíslaði ’ann hásum rómi: Ég er einnig á íörum að elta visið blað. Kyssti svo köldum vörum kinn mér og þaut af stað. Alltaf er einhver á förum. Dagsljós dvínar á skari, dimmir um vog og nes. Hljóður stend eg og stari, stjamanna rúnir Ies. Dvínar á dagsins skari. Þetta ljóð Bjarna Ásgeirssonar frá Reykjum, föður Jowa, lýsir vel hvernig haustaði í hugum okkar þrátt fyrir vorið, þegar við fregnuð- um skyndilegt fráfall hans. Það hvarflaði ekki að nokkrum manni, að þegar laugardagurinn 5. maí væri að kveldi, yrðu ævidagar Jowa föðurbróður míns á enda. Hann, sem var alltaf svo hress, kátur og heilbrigður, og hafði aldr- ei legið á sjúkrahúsi um ævina. Jón Vigfús Bjarnason, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Reykjum í Mosfellssveit 23. mars 1927, og var því aðeins 63 ára þeg- ar hann lést. Hann átti hamingjuríka ævi. Hann var yngsta barn afa og ömmu, þeirra Bjarna Ásgeirssonar bónda og alþingismanns á Reykjum í Mosfellssveit og Ástu Jónsdóttur, sem stofnaði og rak verslunina Blóm og ávexti í Reykjavík. Elstur systkinanna var Ásgeir, bóndi á Reykjum, d. 1982, næstur var Jó- hannes verkfráeðingur, þá Guðný húsmóðir í Reykjavík, svo Ragn- heiður, sem lést barn að aldri af slysförum, og Jón Vigfús yngstur. Á heimilinu ólust einnig upp frænka þeirra, Ragnheiður Ásgeirs, og Hrafnhildur Harðardóttir, fóstur- dóttir ömmu og afa. Jowi gekk í Menntaskólanp í Reykjavík og seinna fór hann til garðyrkjunáms í Bandaríkjunum. Skólasystur hans úr MR hafa sagt mér að hann hafi verið skemmtileg- ur skólafélagi og mikið kvennagull. Hann kvæntist frænku sinni, Hansínu Margréti Bjarnadóttur frá Húsavík, dóttur Bjarna Benedikts- sonar, póstafgreiðslumanns á Húsavík, og Þórdísar Ásgeirsdótt- ur, systur Bjarna afa míns. Það var gæfuspor. Þau Jowi og Haddý voru ákaflega samrýnd og samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar Jowi tók við rekstri gróðr- arstöðvarinnar á Reykjum, þar sem Bjarni faðir hans hafði reist fyrsta gróðurhús á Islandi 1923, unnu þau hjónin saman sem einn maður, og einnig seinna á kjúklingabúinu Reykjagarði, sem þau ráku ásamt fjölskyldu sinni. Jowi og Haddý áttu barnaláni að fagna,. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, þau Ástu hjúkr- unarfræðing, Bjarna Ásgeir kjúkl- ingabónda, Kristján Inga blóma- skreytingamann og Baldur. Barna- börnin voru Jovva mikil gleði, en þau eru nú orðin tíu. Það er óhætt að segja, að Jowi hafí verið þeirrar hamingju aðnjót- andi að fá að lifa og starfa með sínum nánustu alla ævi, bæði í garð- yrkjunni og búskapnum á Reykjum. Hann var sá klettur, sem fjölskylda hans gat alltaf reitt sig á. Annað ljóð Bjarna afa míns, Söngur sáð- mannsins, lýsir vel hugarfari og afstöðu Jowa til landsins og sveit- arinnar: Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. (Bjami Ásgeirsson.) Reyndar á þetta ljóð vel við þá föðurbræður mína báða, sem bjuggu á Reykjum, þá Ásgeir og Jowa, sem nú eru látnir um aldur fram. Jovvi var ákaflega vinnusamur maður og man ég varla eftir honum öðru vísi en vinnandi, þegar ég kom að Reykjum. Hann var líka mjög músíkalskur og söngmaður góður og var söngurinn helsta áhugamál hans. Ég man að ég heyrði í fyrsta sinn djass spilaðan hjá þeim Jovva og Haddý. Þau gáfu sér líka tíma til ferðalaga og í einni af ferðum sínum komu þau til Portúgals, þeg- ar við Einar vorum þar við störf, og var einstaklega skemmtilegt að vera þar með þeim. Undanfarið eitt og hálft ár hefur samgangur fjölskyldna okkar verið meiri en áður, því að Jowi sýndi föður mínum einstaka umhyggju og ræktarsemi í veikindum þeim sem hann hefur átt í. Hana fáum við seint þakkað. Það er erfitt fyrir föður minn að sjá á bak yngsta bróður sínum, þessum Ijúfa og elskulega manni, en með þeim var mjög kært. Við kveðjum Jovva með söknuði og trega og biðjum ástvinum hans guðs blessunar á sorgarstundu. Ásta R. Jóhannesdóttir t Eiginmaður minn, faöir, sonur og bróðir, ÚLFAR ÞÓR AÐALSTEINSSOIM, Suðurhólum 18, Reykjavik, varð bráðkvaddur 3. maí sl. Útför hans ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju ídag, 11.maí, kl. 13.30. Sigríður Helga Sveri isdóttir, Kristján Ari Ulfarsson, Aðalsteinn Þórðarson, Maria Aðalsteinsdóttir, Þórstína Aðalsteinsdóttir, Svanhvit Aðalsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.