Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 19 Minning: Þóra M. Þórðardóttir frá Gauksstöðum Fædd 21. júní 1900 Dáin 4. mai 1990 Látin er við háan aldur tengda- móðir mín frá fyrra hjónabandi, Þóra Þórðardóttir frá Gauksstöðum á Jökuldal. Foreldrar Þóru voru Þórður Þórðarson, bóndi á Gauks- stöðum, og Stefanía Jónsdóttir, síðari kona hans. Þóra ólst upp í fjölmennum systkinahópi með for- eldrum sínum. Ung að árum giftist hún Þorkeli Björnssyni, verkamanni. Þau bjuggu lengstum á Seyðisfirði, en sín síðustu búskaparár í Reykjavík. Þorkell er látinn fyrir mörgum árum, eftir langa dvöl á Reykjalundi. Svo hö- guðu atvikin því að við Þórný, elsta barn þeirra Þóru og Þorkels, rugluð- um saman reitum okkar og gift- umst. Þannig kynntist ég Þóru og hennar fólkk Þórný, fyrri kona mín, er látin fyrir tæpum þijátíu árum. Enn í dag held ég tengslum við mitt gamla tengdafólk, eins og ég væri einn þeirra. Næst í röð barna þeirra Þóru og Þorkels er Anna Birna, sem gift er Geir Sigurðssyni, pípulagninga- meistara. Þau hjón hafa gengið Asu Birnu, yngri dóttur okkar Þórnýjar, í foreldrastað. Þriðji í röðinni er Ing- ólfur, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Kona hans er Rannveig Jónsdóttir, cand. mag., kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Næst er Soffía, sem er búsett á Hólmavík. Hún er gift Jóhanni Guðmundssyni, vélsmíðameistara. Yngstur er Þórð- ur, verkamaður í Reykjavík. Hann er ekkjumaður. Eins og vænta má er kominn frá þeim Þóru og Þorkeli ættbogi, sem ekki eru tök á að tíunda hér. Þetta er mannvænlegur hópur, sem er á þeim aldri, þegar menn sýná sig og sanna við að hasla sér völl í lífinu. Þóra og Þorkell voru ólíkrar gerðar. Þau voru nánast fulltrúar gjörólíkra ættareinkenna, sem setja svip sinn á ættir Héraðsbúa. Börn þeirra sækja sitt hvað til þeirra beggja, þó í mismunandi mæli, eins og gengur þegar ólíkir straumar renna í einum streng. Sama kemur fram í barna- börnum þeirra, en í þeim koma styrkleikahlutföll erfðanna betur í ljós. Sum þeirra bera þess merki, að meginkostir mikilhæfrar formóð- ur munu lifa áfram meðal afkomend- anna. Á Gauksstöðum var stór systkina- hópur og heimilið hafði sitt sér- einkenni, eins og tíðkaðist með meiriháttar heimili á Jökuldal. Þóra bar nafn fyrri konu Þórðar, föður síns, og var talin vera í miklu af- haldi hjá honum. Henni svipaði um margt til móður sinnar, Stefaníu, þótt þær væru ólíkar í viðkynningu. Báðar ódeigar í lund og fylgnar sér. Stefanía kom á Gauksstaðaheimilið úr Vopnafirði sem vinnukona. Það kom í hennar hlut að fylla húsmóður- sætið og stýra heimili sínu til vegs- auka. Hún bjó síðar með Þórði syni sínum á Gauksstöðum, svo lengi sem kraftar entust. Hún létti undir með Þóru dóttur sinni og tók í fóstur á Gauksstöðum elstu dæturnar, Þórnýju og Önnu Birnu. Hún bast fósturdætrunum sterkum böndum. Eldri dóttir okkar Þórnýjar ber móðurnafn Stefaníu og heitir Stein- unn. Steinunn formóðir dóttur minnar var eyfirskrar ættar, af svo- nefndri Kjarnaætt. Svo höguðu at- vikin því að Stefanía var í heimili okkar Þórnýjar um árabil eða þar til við fluttum norður í land. Svo sterkur var vilji Stefaníu látinnar, að þegar Þórný dótturdóttir hennar féll frá var það samhugur ailra sem til þekktu, að þær hvíldu saman í reit í Fossvogskirkjugarði. Þóra bætist nú við í þetta leg þriggja ættliða. Vonir hrundu í kreppu millistríðs- áranna. Þóra varð trausti aðilinn. Oft sár og bitur yfir daglegri armæðu, þannig að úthverfan var hrúf og því var hún oft misskilin. í raun bjó hún yfir ótrúlegum úrræð- um og var stál í mótlæti. Undir bjó heit skapgerð, trú því sem hún mat og bar ást til, en tilbúin að tyfta það sem brást henni og ekki þorði að betjast við veruleikann. Mörgum fannst Þóra vera um of beinskeytt og kaldlynd í samskiptum. Hún spil- aði ætíð frá hreinu borði og átti kímnigáfu í ríkum mæli. Ekkert var ijær henni en undirmál og sýndar- mennska. Þóra var eins og við öll, ávöxtur þeirrar rótar, sem við vöxum upp af. Jökuldalurinn er heimur út af fyr- ir sig. Hvert heimili með sinn sterka bæjarbrag. Dalurinn hafði sinn grunntón. Náttúran hafði agað sitt fólk og mótað skapgerð þess, mann- gerð sem er þáttur í aðhæfingu að- stæðna. mannleemm veruleika. Rúmfatalagerinn SVEFNPOKAR frá kr. 1.990, vikunnar 4 stk. sængurverasett 2.990,- kr. Sæng með kodda kr. 2.490,- 0Óseyri4, Auðbrekku 2, Skeifunni 13, 0 Akureyri Kópavogi Reykjavík Gauksstaðafjölskyldan var ein þess- ara stóríjölskyldna á Dalnum, sem svip hefur sett á umhverfi sitt, hvar sem þetta fólk fór. Skúli sagnfræðingur og Þóra voru tvíburar. Meðal bræðra Þófu voru Sigsteinn, lengst af innheimtumaður og fyrrum sambýlismaður minn í Reykjavík; Jónas bóndi á Þórðar- stöðum í Fnjóskadal, síðar vaktmað- ur á Akureyri; Flosi var lengst af lausamaður á Jökuldal; Þórður bjó eftir föður sinn á Gauksstöðum. All- ir eru þessir bræður Þóru látnir. Á lífi er Vilhjálmur, sem lengst bjó á Giljum í Jökuldal og er nú háaldrað- ur á Akureyri. Systur Þóru voru Þorvaldína, sem búsett er í hárri elli í Kaupmannahöfn, og Álfheiður, sem látin er fyrir allmörgum árum. Eftir standa Gauksstaðir í eyði. Mestallur ættbogi Gauksstaða- manna er farinn af Austurlandi. Kynni mín af Austurlandi og Aust- ftrðingum eiga djúpar rætur í mér. Þessum tengslum höfum við Áslaug, núverandi kona mín, haldið við. sem og öðrum kynnum við mitt fyrra tengdafólk. Að standa yfir moldum Þóru Þórð- ardóttur frá Gauksstöðum vekur upp ntinningar. Ég á henni og hennar fólki mikið að þakka og fyrir tengsl mín við þessa ágætu fjölskyldu sem var mér mikill styrkur ungum manni. Þóra Þórðardóttir stendur mér enn í dag jafn nærri og þegar ég kynntist henni fyrst. Hún er per- sónuleiki, sem skýrist í minning- unni, kvenhetja úr hversdagslífinu, máttarstólpi sem aldrei bognar, hvernig sem lætur í lífsins ólgusjó. Slíkar hetjur eru ekki á hvetju strái, en þær eru mannlífinu mikilvægar og því er skarð fyrir skildi, þegar konur á borð við Þóru hverfa af vettvangi okkar. Það er sjónarsvipt- ir. Blessuð sé minning Þóru Þórðar- dóttur frá Gauksstöðum. Ég þakka samfylgdina. Áskell Einarsson Dreifing: ISLENZKA VERZLUINARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 - PÓSTHÓLF 8016 128 REYKJAVÍK - SÍMI: 68 75 50 Hann er kominn til Islands með sumarsmellinn í ár skórnir Við vorum að fá til landsins nýja línu í íþróttaskóm. Stærðir 25-39. Garfield-skórnir hafa slegið í gegn víða erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.