Morgunblaðið - 11.05.1990, Side 14

Morgunblaðið - 11.05.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 Minning: Sverrir Júlíusson fyrrv. forstjóri Fæddur 12. október 1912 Dáinn 30. apríl 1990 Haustvindur hásum rómi hvíslaði í eyra mér: Bliknaður sumarblómi biður að heilsa þér. Hvíslaði ’ann hásum rómi: Ég er einnig á förum að elta visið blað. Kyssti svo köldum vörum kinn mér og þaut af stað. Alltaf er einhver á fórum. Dagsljós dvínar á skari, dimmir um vog og nes. Hljóður stend eg og stari, stjarnanna rúnir les. Dvínar á dagsins skari. Þetta ljóð Bjarna Ásgeirssonar frá Reykjum, föður Jowa, lýsir vel hvernig haustaði í hugum okkar þrátt fyrir vorið, þegar við fregnuð- um skyndilegt fráfall hans. Það hvarflaði ekki að nokkrum manni, að þegar laugardagurinn 5. maí væri að kveldi, yrðu ævidagar Jovva föðurbróður míns á enda. Hann, sem var alltaf svo hress, kátur og heilbrigður, og hafði aldr- ei legið á sjúkrahúsi um ævina. Jón Vigfús Bjarnason, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Reykjum í Mosfellssveit 23. mars 1927, og var því aðeins 63 ára þeg- ar hann lést. Hann átti hamingjuríka ævi. Hann var yngsta barn afa og ömmu, þeirra Bjarna Ásgeirssonar bónda og alþingismanns á Reykjum í Mos- fellssveit og Ástu Jónsdóttur, sem stofnaði og rak verslunina Blóm og ávexti í Reykjavík. Elstur systkin- anna var Ásgeir, bóndi á Reykjum, d. 1982, næstur var Jóhannes verk- fræðingur, þá Guðný húsmóðir í Reykjavík, svo Ragnheiður, sem lést barn að aldri af slysförum, og Jón Vigfús yngstur. Á heimilinu ólust einnig_ upp frænka þeirra, Ragnheiður Ásgeirs, og Hrafnhild- ur Harðardóttir, fósturdóttir ömmu og afa. Jovvi gekk í Menntaskólann í Reykjavík og seinna fór hann tii garðyrkjunáms í Bandaríkjunum. Skólasystur hans úr MR hafa sagt mér að hann hafi verið skemmtileg- ur skólafélagi og mikið kvennagull. Hann kvæntist frænku sinni, Hansínu Margréti Bjarnadóttur frá Húsavík, dóttur Bjarna Benedikts- sonar, póstafgreiðslumanns á Husavík, og Þórdísar Ásgeirsdótt- ur, systur Bjarna afa míns. Það var gæfuspor. Þau Jovyi og Haddý voru ákaflega samrýnd og samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar Jovvi tók við rekstri gróðr- arstöðvarinnar á Reykjum, þar sem Bjarni faðir hans hafði reisffyrsta gróðurhús á íslandi 1923, unnu þau hjónin saman sem einn maður, og einnig seinna á kjúklingabúinu Reykjagarði, sem þau ráku ásamt fjölskyldu sinni. Jowi og Haddý áttu barnaláni að fagna. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, þau Ástu hjúkr- unarfræðing, Bjarna Ásgeir kjúkl- ingabónda, Kristján Inga blóma- skreytingamann og Baldur. Barna- börnin voru Jovva mikil gleði, en þau eru nú orðin tíu. Það er óhætt að segja, að Jowi hafi verið þeirrar hamingju aðnjót- andi að fá að lifa og starfa með sínum nánustu alla ævi, bæði í garð- yrkjunni og búskapnum á Reykjum. Hann var sá klettur, sem fjölskylda hans gat alltaf reitt sig á. Annað ljóð Bjarna afa míns, Söngur sáð- mannsins, lýsir vel hugarfari og afstöðu Jowa til landsins og sveit- arinnar: Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. (Bjami Ásgeirsson.) Reyndar á þetta Ijóð vel við þá föðurbræður mína báða, sem bjuggu á Reykjum, þá Ásgeir og Jowa, sem nú eru látnir um aldur fram. Jowi var ákaflega vinnusamur maður og man ég varla eftir honum öðru vísi en vinnandi, þegar ég kom að Reykjum. Hann var líka mjög músíkalskur og söngmaður góður og var söngurinn helsta áhugamál hans. Ég man að ég heyrði í fyrsta sinn djass spilaðan hjá þeim Jowa og Haddý. Þau gáfu sér líka tíma til ferðalaga og í einni af ferðum sínum komu þau til Portúgals, þeg- ar við Einar vorum þar við störf, og var einstaklega skemmtilegt að vera þar með þeim. Undanfarið eitt og hálft ár hefur samgangur fjölskyldna okkar verið meiri en áður, því að Jovvi sýndi föður mínum einstaka umhyggju og ræktarsemi í veikindum þeim sem hann hefur átt í. Hana fáum við seint þakkað. Það er erfitt fyrir föður minn að sjá á bak yngsta bróður sínum, þessum ljúfa og elskulega manni, en með þeim var mjög kært. Við kveðjum Jovva með söknuði og trega og biðjum ástvinum hans guðs blessunar á sorgarstundu. Ásta R. Jóhannesdóttir Sverrir var fæddur í Keflavík, sonur hjónanna Júlíusar Björnsson- ar, sjómanns, og konu hans Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur. Sigríður var seinni kona Júlíusar. Þau bjuggu allan sinn búskap í Keflavík og nefndu bæinn sinn Hábæ. Þau áttu 6 börn, einnig ólst ugp hjá þeim María, dóttir Júlíusar. Áður átti Jú- líus 4 syni. Af systkinahópnum eru á lífi Lára, gift Helga Jónssyni og María gift Guðmundi I. Ólafssyni, báðar búsettar í Keflavík. Börn Sverris eru 11 þar af eru 2 synir látnir. Fyrri kona Sverris var Ágústa Kristín Ágústsdóttir, búsett í Keflavík, þau slitu samvistir. Síðari kona Sverris var Ingibjörg Þorvalds- dóttir og lifir hún mann sinn. Minningabrot frá Keflavík. Á aldrinum 6-18 ára stundar Sverrir nám í Keflavík, fyrst hjá Jónu Guð- jónsdóttur síðan Guðmundi Guð- mundssyni, síðar sparisjóðsstjóra, Guðlaugu Guðjónsdóttur _ og séra Eiríki Bi-ynjólfssyni á Útskálum. Snemma byijaði hann að stunda ýmis störf. Fjárhagur heimilisins var þröngur og varð því að nota hveija stund sem gafst til vinnu. Á sumrin var unnið við fískbreiðslu, en 10 ára gamall varð hann sendill hjá Axel Möller, símstöðvarstjóra. Síðustu ár Axels í starfi símstöðvarstjóra átti Axel við vanheilsu að stríða og var þá Sverrir staðgengill hans. 1928 var starf símstöðvarstjóra auglýst laust til umsóknar. Auk Sverris sóttu 4 um starfið. Allt hið ágætasta fólk. 1. október sama ár var Sverrir ráðinn símstöðvarstjóri og fékk einróma meðmæli allra sveitarstjórnarmanna. Sverrir var þá aðeins 16 ára gamall, ófjárráða unglingur og varð hann því að fá ábyrgðarmann fyrir sig. Starfi símstöðvarstjóra gegndi hann tíl ársins 1940 eða í tæp 12 ár. Störf Sverris við símann voru ekki einu kynni hans af atvinnulífinu á þessum árum. Eins og áður segir var faðir hans sjómaður og langt innan við fermingu var Sverrir feng- inn til að halda bókhald um fiskiríið á bát þeim er faðir hans réri á, og á grundvelli þess var skipt milli áhafnarinnar. 18 ára tekur hann að sér bókhald fyrir 2 báta sem byggðir voru fyrir Keflvíkinga í Noregi, þá Úðafoss og Skalla-Grím, síðar annaðist hann bókhald fyrir fleiri aðila í Keflavík. 4 árum síðar kaupir Sverrir fyrsta bátinn og þá með elsta bróður sínum, Elentínusi. 1936 var stofnað vélbátaábyrgð- arfélag í Keflavík. Hér var um nokk- uð stórt félag að ræða því þetta var skyldufélag allra er áttu báta í Keflavík. Sverrir var fyrsti fomiaður þess og gegndi því starfi þar til hann flutti frá Keflavík. 1940 er hann ráðinn fram- kvæmdastjóri og gerist um leið lítill hluthafi í Garði hf., fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki í Sandgerði. Þá þegar hafði Sverrir ásamt Geir Jóns- syni frá Keflavík hafið innflutning á útgerðarvörum og stofnaði fyrir- tækið Jónsson og Júlíusson og stóð samstarf þeirra yfir að nokkru til ársins 1947. Hann var tveimur árum síðar stofnandi og framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur sf. Tildrög þess að Sverrir flytur til Reykjavíkur, voru að Útvegsbænda- félag Keflavíkur, sem var vettvang- ur þeirra er stóðu að sjávarútvegi í Keflavík, en Sverrir sat þá í stjórn þess, voru ekki ánægðir með sinn hlut innan LÍÚ. Þótti bátaútvegs- mönnum hagsmunir togaraútgerð- arinnar vera teknir fram yfir þeirra og þeir ekki hafa nægileg áhrif inn- an samtakanna. Það varð síðan eftir þessar umræður innan samtakanna að Sverrir er beðinn um að taka að sér stjórnarformennsku í LÍÚ síðla árs 1944. Hér verða þáttaskil í störf- um Sverris, og verða störf hans ekki frekar rakin hér. Hann flytur heim- ili sitt til Reykjavíkur um vorið 194S. Það er ekki hægt að rekja umsvif hans í Keflavík á þessum árum án þess að geta þeirra félagsstarfa, sem hann starfaði að af lífi og sál á sama t,ím_a. Á sínum barnaskólaárum starfaði hann í stúkunni Nýársstjörnunni og hafði þar ýmis embættisstörf m.a. æðsti templar. Þau störf leiddu síðan til frekari starfa á því sviði, m.a. var hann umboðsmaður góðteplararegl- unnar í Keflavík. Árið 1929, þá er Sverrir 17 ára, var stofnað í Keflavík Ungmennafé- lag UMFK. Sverrir var í stjórn þess frá upphafi og formaður þess frá 1936-1942. Á þessum árum var mikil gróska í UMFK. Félagið stóð m.a. fyrir ýmsum fræðslufundum, skemmtunum, uppsetningu leikrita og lagði hönd á plóginn í ýmiss kon- ar menningar- og íþróttastörfum. UMFK stóð fyrir kennslu í sundi í Grófinni. Sverrir var þá formaður sundnefndar. Þar lærðu félagsmenn og aðrir bæjarbúar að synda í köld- um sjónum. í sjávarþorpi sem Keflavík átti sundíþróttin hug manna því hún gat skipt sköpum um björgun sjómanna. íbúarnir voru minnugir hins „svarta dags“, sem svo var nefndur, er báturinn Baldur fórst í Stokkavörinni í Keflavík, upp við landsteina, en sá eini sem þar bjargaðist var syndur. UMFK lét ekki staðar numið við sundkennslu í köldum sjónumí Grófinni eins og síðar kemur fram. Einn skugga bar á starfsemi fé- lagsins á þessum árum, en það var bruni í samkomuhúsi ungmennafé- lagsins á jólatrésskemmtun 1935, þegar níu manns fórust og 30 manns skaðbrenndust er húsið brann. Brun- inn hafði mikil áhrif á alla og ekki síst félagana í stjórninni. Eftir þenn- an atburð tók Sverrir við for- mennsku í félaginu. Árið 1936 ræðst UMFK bæði í kaup á Norðfjörðshúsi fyrir sam- komuhús í stað þess er brann og byggingu útisundlaugar á Vatnsnes- klettum. Sundlaugin var vígð 3 árum síðar og var Sverrir gjaldkeri m.m. við byggingu hennar. Áf Norðfjörðs- húsinu er það að segja að þrátt fyr- ir andstöðu ýmissa ráðamanna í þjóðfélaginu vegna byggingar sam- komuhúss tókst félaginu með sam- hentu átaki íbúanna í bænum að innrétta húsið og vígja það síðla sama ár. Snemma tók Sverrir virkan þátt í stjórnmálastarfi Sjálfstæðisflokks- ins. Hann var í fyrstu stjórn Sjálf- stæðisfélags Keflavíkur og formaður þess 1942-1945. Þá var hann í rit- nefnd Reykjaness, blaðs sjálfstæðis- manna í Keflavík frá stofnun þess. Einn af stofnendum Olíusamlags Keflavíkur. Sat í fyrstu stjórn Sjúkrasamlags Keflavíkur og var í Málfundarfélaginu Faxa fyrstu ár þess. Ég hef nú rakið í stórum dráttum, þó ekki sé um tæmandi upptalningu að ræða, félags og starfsferill Sverr- is, er hann átti í Keflavík, meðan hann var búsettur þar ungur maður. Þáu störf mat hann ekki minna en önnur þau mikilsverðu störf sem hann átti síðar eftir að starfa við. Hér verða því ákveðin þáttaskil í lífi Sverris. Starfsvettvangurinn er ekki lengur bundinn íæðingarstað hans einvörðungu, heldur hagsmun- um sjávarútvegs í heild og fólkinu í landinu öllu. Það sem stendur þó upp úr minn- ingunni um Sverri Júlíusson, er hinn mikli mannkærleikur bjartsýni og lífskraftur er hann bjó yfir. Hann áttí gott með að kynnast fólki, rækt- aði vina- og frændgarðinn vel. Var alltaf heill í samskiptum. Hann var fjölfróður um ættir núlifandi manna og atvinnusögu, minnugur á liðna atburði og nákvæmur í frásögn. Ég hef margs að minnast í sam- skiptum okkar sem hófust uppúr 1960 og af miklu er að taka. k milli okkar ríkti alltaf einlæg vinátta og aldrei bar þar skugga á. Hér skal aðeins minnst á síðasta kvöldið sem Sverrir dvaldi á heimili sínu. Þá sátum við saman og ræddum m.a. um ferð sonar míns með félög- um sínum í Austurlöndum fjær, en hugur Sverris hafði fylgt þeim hvert sem þeir fóru. Eins og svo oft áður lauk þessum samræðum okkar með umræðum um Keflavík. Guð blessi minningu hans. Egill Jónsson Sverrir Júlíusson fyrrverandi for- stjóri Fiskveiðasjóðs íslands er lát- inn. Án efa munu margir minnast Sverris í ræðu og riti, enda sjást spor hans víða í íslenskri atvinnu- sögu, einkum í sjávarútvegi. Hann var líka mannbiendinn og vinmarg- ur. Þótt mér sé bæði ljúft og skylt að minnast hans, læt ég öðrum eft- ir að Ijalla um ættir, uppruna, lífshlaup og margvísleg störf utan Fiskveiðasjóðs íslands, þar sem leiðir okkar lágu saman. Sverrir var forstjóri Fiskveiða- sjóðs í rúm 12 ár eða frá 1. desem- ber 1970 til ársloka 1982. Allan þann tíma áttum við miiil sam- skipti, en nánast varð samstarf okkar tveggja síðustu þijú árin af þessum tólf. Þann tíma umgekkst ég Sverri meira en nokkurn annan, vandalausan. Við glímdum við mörg vandamál saman og við áttum okk- ar góðu stundir. Ég lærði mikið af Sverri, ekki bara um sjávarútveg og ljármál, enda margt hans starf- ið og reynslan rík. Sverrir Júlíusson er maður, sem mér þykir afar vænt um að hafa kynnst. Árin sem Sverrir stýrði Fisk- veiðasjóði eru hin umsvifamestu í sögu sjóðsins. Þá reið skuttogara- aldan yfir og uppbygging vinnslu- stöðva, sérstaklega frystihúsa, var mikil. Hann ávann sér fljótt traust og virðingu starfsfólks og stjórnaði af festu og öryggi. Frá mér, eiginkonu minni _og öllu starfsfólki Fiskveiðasjóðs íslands flyt ég frú Ingibjörgu, börnum og öllum aðstandendum Sverris Júlíus- sonar innilegar samúðarkveðjur. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst reisn hans og hlýju. Svavar Ármannsson, að- stoðarforstjóri Fiskveiða- sjóðs Islands. Kveðja frá sjálfstæðismönnum Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður og fyrrv. alþingismaður er látinn og verður hann til moldar borinn í dag. Genginn er mikill mannkosta- og athafnamaður sem í meira en sex áratugi setti svip sinn á samfélagið og gegndi þýðingarmiklu forystu- hlutverki í okkar fámenna þjóðfélagi. Sverrir var fæddur í Keflavík 12. okt. 1912 og voru foreldrar hans Júlíus sjómaður þar Björnsson verka- manns í Hafnarfirði Björnssonar og kona hans Sigríður Sverrína Sveins- dóttir sjómanns í Keflavík. Athafnaþrá Sverris Júlíussonar og vilji til forystu kom fljótt íljós. Að- eins 16 ára gömlum var honum falin forsjá símstöðvarinnar í Keflavík þar sem hann hafði kornungur byijað starfsferil sinn sem aðstoðarmaður. Tryggingu varð að setja fyrir hann vegna starfsins enda óffjárráða og reyndist honum auðvelt að fá hana. Þeir sem í ábyrgð gengu þurftu aldrei að hafa áhyggjur. Þegar starfsævi Sverris hófst hafði hann kynnst ungum og upp- rennandi stjórntnálamanni í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Ólafi Thors alþm., síðar forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Með þeim tókst náið samstarf og vinátta sem báðum reyndist vel. Sverrir var í hópi nánustu trúnaðarmanna Ólafs alla hans starfsævi og gegndi sem slíkur fjölda starfa í opinberum mál- um. Síðast sátu þeir vinirnir saman á Alþingi. Lífsstarf Sverris Júlíussonar varð á vettvangi sjávarútvegsins. Hann lét af störfum símstjóra 1940 og hafði þá þegar haslað sér völl sem útgerð- armaður og að þeim málum starfaði hann á meðan heilsa og líf leyfði. í röðum útvegsmanna naut Sverr- ir mikils trausts. Hann var kjörinn formaður þeirra 1944 og gegndi hann því þýðingarmikkla og erfiða trúnaðarstarfi í 26 ár eða til ársins 1970 að hann baðst undan endur- kosningu. Samhliða formennsku í Landssambandi ísl. útvegsmanna voru honum á vegum þess falinn fjöldi trúnaðarstarfa. Trúi ég að eng- inn einn maður úr hópi sjávarútvegs- manna hafi haft þar meiri áhrif fyrsta aldarfjórðung lýðveldisins en Sverrir Júlíusson. Stjórnmálin voru Sverri hugleikin. Hann gekk ungur í raðir Sjálfstæðis- manna, var síðan í forystu þeirra, fyrst í Keflavík, síðan í framboði á Áusturlandi og einn af alþingismönn- um Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- Til greinahöfunda Minningarorð Það eru eindregin tilmæli rit- stjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælis- greinar i blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfð- ar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höfundar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta daga eða næstu daga. Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt, að minningargreinar berast til birtingar eftir útfarar- dag og stundum löngu eftir jarð- arför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningar- greinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram. Morgunblaðið hefur ekki birt ný minningarkvæði um látið fólk, en leyft tilvitnanir í gömul, áður prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta þessar tilvitnanir eða fella þær niður, ef þær eru sífellt endurteknar í blaðinu. Þá mun Morgunblaðið ekki birta heil kvæði, áður birt, en stundum fylgja óskir um það. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.