Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR F’ÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 47* KNATTSPYRNA Ef égférekki núna þá geri ég það aldrei - segir Arnór Guðjohnsen, sem vill fara frá Anderlecht Morgunblaðið/Tommy Holl Arnór Guðjohnsen er hér í baráttu við Aniedo Carboni, sem fékk það hlut- verk í Evrópuleiknum að halda Arnóri í skefjum. ARNÓR Guðjohnsen fékk góða dóma fyrir leik sinn með And- erlecht gegn Sampdoria í úr- slitaleik Evrópukeppni bikar- hafa í fjölmiðlum í Belgíu og á Ítaiíu. Hannfékk hæstu eink- unn hjá Gazzeta Della Sportá Ítalíu, eða 7 af 10 mögulegum. Það var aðeins markvörðurinn hjá Anderlecht sem hlaut sömu einkunn. Vialli var sá eini sem fékk sjö hjá Sampdoria. Belgísku blöðin kusu Arnór mann leiksins hjá Anderlecht. „Ég er að sjálfsögðu óánægður með úrslitin, en annars nokkuð sáttur við minn hlut. Þetta var tákrænn úrslitaleikur og þar sem liðin voru varkár í leik sínum. Það er nú einu sinni þannig að það lið sem skorar fyrsta markið í svona leik fer yfir- leitt með sigur að hólmi. ítalska liðið var betra, spilaði sterkari vörn og var með tvo stórhættulega sókn- armenn,“ sagði Arnór. Arnór fékk ágætis marktækifæri þegar þijár mínútur vpru eftir af venjulegum leiktíma. „Ég þurfti að stýra boltanum í homið og náði því ekki nægilegum krafti í skotið fyrir bragðið," sagði Arnór. Arnór er nú með lausan samning hjá Anderlecht og hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá félaginu. „Ég finn það sjálfur að það er kom- inn tími til að breyta til. Ég hef verið hér í Belgíu í 12 ár þar af sjö hjá Anderlecht. Ef ég skipti ekki núna þá geri ég það aldrei,“ sagði Arnór sem verður 29 ára í sumar. Anderlecht er ekki alveg tilbúið að sleppa Arnóri þar sem leikmenn í hans stöðu eru ekki á hveiju strái í Belgíu. Félagið getur þó aðeins stöðvað Arnór með því að setja upp það hátt verð fyrir hann að ekkert lið kaupi hann. „Það má segja að ég sé í nokkuð góðri stöðu hvað varðar samninga. Ef Anderlecht sprengir upp verðið á ég auðveldara með að gera kaupkröfur á móti. Ef ég endurnýja samninginn verður það til lengri tíma og þá lýk ég keppnisferlinum hér í Belgíu,“ sagði Arnór. Arnór með tilboð frá Niirnberg og Rangers Hann segist hafa fengið tilboð frá tveimur félögum, Núrnberg í Þýskalandi og Glasgow Rangers í Skotlandi. „Ég hef ekki verið mjög spenntur fyrir þýskum liðum, en Arie Haan hefur lagt hart að mér að koma til Núrnberg. Glasgow Rangers getur verið spennandi fyr- ir mig þar sem ég veit að félagið á mikla peninga og ætlar sér stóra hluti í Evrópukeppni meistaraliða næsta tímabil. Eg verð helst að ganga frá mínum málum fyrir heimsmeistarakeppni, því þar verða njósnarar á hveiju strái og þá verð- ur minni möguleiki fyrir mig að komast að hjá öðru liði.“ Síðasti leikur Anderlecht á þessu keppnistíambili verður gegn FC Liege í deildinni á laugardaginn. Urslit leiksins skipta engu máli þar sem Briigge hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn og Anderlecht ann- að sætið. „Vonandi verður það síðasti leikur minn með And- erlecht,“ sagði Arnór. faémR FOI_K- ■ BIRGIR Þór Karlsson, leik- maður Þórs í fyrstu deildinni í knatts'pyrnu, leikur ekki með liðinu í sumar. Hann ökklabrotnaði í vetur og var reyndar búist við að hann yrði búinn að ná sér í sumar. En brotið greri illa og þurfti að bijóta upp aftur. Birgir vetður því líklega að sætta sig við að fylgjast með félögum sínum úr stúkunni. ■ STEVE Hodge, enski lands- liðsmaðurinn hjá Nottingham For- est, leikur í íþrótaskóm frá Sport- húsinu á Akureyri í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu í sum- ar. Hann notar skó frá Adidas sem eru nánast óíaanlegir í Englandi og vantaði tvö pör fyrir HM. Fyrr- um afgreiðslumaður í Sporthúsinu og félagi hans hjá Forest, Þorvald- ur Orlygsson, bauðst því til að panta pör fyrir hann frá Akureyri. Nú hafa skórnir verið sendir og gera má ráð fyrir því að Hodge veiði eini enski landsliðsmaðurinn sem leikur í skóm sem hann hefur þurft að borga fyrir í heimsmeist- arakeppninni. Þess njá geta að áður hafði Tommy Gaynor, sem einnig^ leikur með Forest, fengið senda skó frá Sporthúsinu. ■ MANCHESTER United mætir Crystal Palace í úi-slitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Wenibley um helgina. Sigri United ' jafnar liðið met Tottenham og Aston Villa sem hafa bæði sigrað sjö sinnum í bikarkeppninni. Liðið hefur þegar jafnað met Arsenal og Newcastle í fjölda úrslitaleikja en þetta er í 11. sinn sem United leikur til úrslita í bikarkeppninni.ii*- Crystal Palace leikur til úrslita í fyrsta sinn 185 ára sögu félagsins. Allt í garðinn á góðu verði Nokkur dæmi: Garðhjólbörur nr. 23L, 80 lítra galv. kr. 5757,- Ruslapokagrind kr. 3565,- Garðhrffur 10 t. kr. 1260,— 12 t. kr. 1285,-141. kr. 1347,- Strákústar með skafti 29 cm kr. 490,— 40 cm kr. 595,— lárnkariar 105 sm kr. 2805,- 120 sm kr. 3115,- 135 sm kr. 3352,- 150 sm kr. 3614,- Haki með skafti kr. 1555,- Kantskeri kr. 1238,- Undirristuspaði kr. 4205,— Kantskeri kr. 1285,- Amerískir garðhanskar kr. 295,- Plöntuverkfærasett (4 stk.) kr. 486,— Arfakiórur kr., 398,- Plöntugafflar kr. 428,- Piöntuskeiðar kr. 341,- Spíss-skófla kr. 1618,— Stungugaffall kr. 1748,— Stunguskófla kr. 1618,- SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.