Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 7 «jsr röi* .' Þórshöfti: Grásleppuvertíð- in í fiillum eranefi Þýrshöfn Á Þórshöfh er nú vorlegt um að litast og eru grásleppukarlar komn- ir í fullan gang á sinni vertíð. Nú gera 10 grásleppubátar út héðan og er búist við að þeim Qölgi en mikil smábátaútgerð er á vorin og sumrin á Þórshöfn og kemur þá fjöldi aðkomubáta. í lok apríl voru komin á land tæp 29 tonn af grásleppuhrognum. Grá- sleppukarlar telja, að úr þessu fari útgerðin að ganga betur hjá þeim, en þeir hafa misst töluvert af netum. Pétur Guðmundsson, sem gerir Eddu ÞH út á grásleppu, sagði að síðasti norðanhvellur hafi gert þeim ljótan grikk og megi heita ónýt þau net, sem niðri voru þá, en aðeins einn náði að taka netin upp. í Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur undanfarið verið næg atvinna, full dagvinna og auk þess einhver yfir- vinna. Þar vinna nú um 60 manns. Afli heimabáta hefur verið þokkaleg- ur og virðist vera að aukast. Síðasta Traust verksmiðja hf.: Hefur selt vél- ar úr landi fyr- ir 163 milljónir á þessu ári TRAUST verksmiðja hf. í Kópa- vogi hefur á undanförnum vikum gert samninga um sölu á fisk- vinnslutækjum til Sovétríkjanna, Kanada og Grænlands fyrir sam- tals 163 milljónir króna, og að sögn Trausta Eiríkssonar for- stjóra fyrirtækisins er von á enn frekari sölu úr landi á næstunni. Trausti sagði að fyrirtækið hefði nýlega gert samninga um sölu á stórri skelverksmiðju til Munnansk og annarri sem verður staðsett við Kyrrahafsströnd Sovétríkjanna, en hún verður send héðan uppsett og prufukeyrð. Samtals hljóða þessir samningar upp á um 34 milljónir króna. Þá hafa tvær verksmiðjur til að vinna í lax verið seldar til Kyrra- hafsstrandar Sovétríkjanna, en í hvorri þeirra eru framleidd 1,5 tonn af reyktum flökum á dag, og þangað hefur einnig verið seld verksmiðja til vinnslu á söltuðum laxi. Söluverð þeirra er samtals 110 milljónir króna. Þá sagði hann að nýlega hefði Traust verksmiðja hf. selt söltunar- kerfi til Grænlands fyrir um 11 fnillj- ónir og einnig fullkomna söltun- arlínu til Kanada fyrir 11 milljónir, og í byijun ársins hefði verið seld sprautusöltunarvél ásamt búnaði til Danmerkur fyrir samtals 8 milljónir króna. „Það var lægð yfir sölunni hjá okkur í lok síðasta árs, en markaður- inn fór síðan að taka við sér á nýjan leik í febrúar. Það liggur fyrir hjá okkur þó nokkuð af fyrirspurnum, og við vitum þegar um fjölda aðila sem koma til með að kaupa vélar af okkur allt fram á næsta haust, en þeir eru flestir erlendir," sagði Trausti Eiríksson. Hjá Traust verksmiðju hf. starfa 25 manns. Sprengjuhót- un í Vífilfelli LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst' á miðvikudag tilkynning um að sprengja væri í verk- smiðjunni Vífilfelli, sem ffam- leiðir gosdrykkinn kók. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn, til að gera viðeigandi ráðstafanir ef með þyrfti, s.s. að rýma húsið. Áður en til þess kom hafði símtalið verið rakið og reyndist hafa verið hringt úr verksmiðjunni sjálfri. Ekki er vitað hver þar var að verki. mánuð var landað tæpum 438 tonn- um af ísfiski og þar af var bv. Stak- fell með um 200 tonn. Stakfellið hefur verlð í slipp í þijár vikur og fóru 4 heimamenn með til að vinna að viðgerð. Að sögn Magn- úsar Helgasonar hjá Útgerðarfélag- inu er bilunin i aðalgír við vélina, en hann hefur bilað nokkrum sinnum áður. Nú á að komast að fullu fyrir þær bilanir og skipta alveg um gírinn. Búist er við að Stakfellið komist á veiðar innan skamms. Pétur Guðmundsson, grásleppuútgerðarmaður á Eddu hf. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir ALVÖRU FJALLAHJÓL ENGIN VENJULEG HJ®L Gerð af bandarísku hugviti og japanskri tæknisnilld = Muddy Fox Alvöru fjallahjól! - 20 ára ábyrgó - Einlcaumboó á Íslandi Sérverslun í meira en 60 ár Stofnsett 1925 — Reidhjólaverslunin ORNINNi Spítalastíg 8 við Oðinstorg símar 14661 268881

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.